Alþýðublaðið - 14.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaði JL w Oefið lit af A-lþýÖiiflolckiiiim. 1920 Laugardaginn 14. ágúst. 184. tölubl. íslandsbanki. Hvers vegna það er nauðsyn- íegt að hann hverfi úr sögunni. Undanfarna daga hefir verið sýnt fram á það hér í blaðinu, að nauðsynlegt sé að landsstjórnin (ef ftokkur stjórn er í landinu) taki íram fyrir hendurnar á Fiskhringn- Mta og íslandsbanka, og ráði fram nr peningamálunum með það fyr- ir augum að hinu almenna við- skiftalífi verði borgið, án tillits til þess hvað gróðabrallsmenn þeir sem í Fiskhringnum eru, álíta sér fyrir beztu, og án tillits til þess hvað er gróðavænlegast fyrir hina útlendu hluthafa íslandsbanka, og hina fáu íslenzku attanfossa hans, setn í upphafi vegar bankans var troðið hlutabréfum f, til þess þeir yrðu bankánum fylgjandi (svo sem þeir og dyggilega hafa verið). Landsstjórnin hefir í hendi sér að knýja fram viija sinn gagnvart bankanum, og þar með Fiskhringn- Um, eigi sízt fyrir það að bankinn hefir hvað eftir annað brotið af sér öll lög, með þvf í mörgum greinum að skeyta leyfislögunum ekki meira en væru þau alls ekki til. Má þar til dæmis nefna að bankinn hefir aðeins haft um 3/4 *nilj. kr. í gulli hér á landi til tryggingar seðlafúlgu, sem numið hefir á annan tug miljóna krónal Enáfremur má nefha það, að bank- inn hefir méð skökkum reikning- úrn (sumir mundu kallá það föls- uðum reikningum) haft af lands- sjóði svo þúsundum króna skifti, serh koma hefðu átt í landssjóð- inn fyrir seðiaútgáfu bankans. Ea eihs og sagt hefir verið áð- u<* hér í blaðinu, þá er þetta ekki nóg. Með gömlum og nýjum laga- ^rotum, með vandræðum þeim Se«n bankinn hefir leitt landið í með þvf að lána innstæðúfé al- ^ennings til fiskbrasks, og með þeirri smán sem bankinn hefir leitt yfir íslendinga með því að verða þess valdahdi að íslending- ar nú í fjármálum etu settir á bekk með Hund-Tyrkjanum, hefir bank- inn unnið sér svo margfalt óhelgi, að óhæfa væri að láta hann halda áfram. En það er lfka annað, sem ger- ir það að knýjandi nauðsyn, að landið taki nú við bankanum, og það er að bankinn fái ekki tæki- færi til þess að leika landsmenn eins grátt og hann gerði 1907. Hver efast um að íslandsbanki muni fara eins að núna eins og þá? Hver efast um það, að það verði hagsmunir hluthafanna sem ráða, en ekki hagsmunir þeirra sem lán hafa fengið í bankanum? Hver efast um það, að íslands- banki setji viðskiftamenn sína unnvörpum á höfuðið, ef'svo ber undir að það er fremur hagur fyr- ir hluthafana, eða að bankástjór- arnir eða þeir fjármálamenn úti í Danmörku, sem þeim stjórna; að- eins halda að hagsmunir hluthaf- anna séu bezt trygðir á þann hátt? Fum og fljótfærni hefir einkent íslandsbanka þ.egar eitthvað hefir á bjátað, samanber það þegar bankastjórnin til þess að græða nokkur hundruð krónur handa bankanum, seldi lóðina fast upp að gluggum bankans. Og sama fljótfærnin lýsti sér nú um daginn í því þegar bankinn auglýsti er- lendis, að hann léti ekki innleysa sína eigin seðla, en það verk eitt, sem var alveg óþarft, er nóg til þess að hnekkja fjárhagsáliti lands- ins um langan tfma. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess, að íslandsbanki eigi þess engan kost, áð ganga að við- skiftamönnum sfnum, en það verð- ur bezt trygt með þvf að landið taki við seðlaútgáfurétti bankans og viðskiftum hans. XJm hlutafé bankans má fara eins og sýnt var fram á í gær, þegar Ijóst er orðið að landið tapi ekki á þeim við- skiftum, sem það tekur við af bankanum. Sprengiduflin við Langánes, Svohljóðandi upplýsingar hefir Alþbl. fengið hjá vitamálastjóran- um, hr. Th. Krabbe: Varðskipið »Beskytterenc er nýkomið til Siglufjarðar aftur, hefir verið við Langanes, á svæði 20 sjómílur norður og austur af nesinu, og þar haft tal af 16 skipum og jafnframt af mönnum á landi. Enginn hefir orðið var við sprengidufl þar nu í viku, nema 1, sem sást 45 sjóm. suð- austur af Langanesi. Lfkur eru til að duflin hafi rekið suður á bóg- inn. Hætta mun sem stendur vera Iítil á svæðinu um Langanes, en hugsast getur að dufl verði á næstunni á sveimi fyrir austan og sunnan land, og eru sjómenn þvf aðvaraðir um, að fara gætilega, og um fram alt koma ekki við dufl, sem þeir kunna að sjá, held- ur tilkynna sýslumanni það sem fyrst. Landsþingskosningarnar dbnsku. Landsþingskosningarnar dönsku hafa, samkv. skeyti frá sendiherra Ðana hér, farið á þessa leið: Vinstri fengið 31 (höfðu áður 26), jafnaðarmenn 19 (höfðu 15), íhaldsmenn 14 (höfðu 13), radi- kalafl. 8 (höfðu 13). Auk þessa vorU kosnir tveir utanflokka ihalds- menn. - Meðal þeirra er hlutu kosningu eru 8 konur; þar af eru 4 f vinstri- flokknum, 2 í jafnaðarmfl. og ein í hvorum hinna flokkanna. Munktolis T. er sýndur frá kl. ií dag við hliðina á Botníu. Vér ráðleggjum vélamönnum fastlega að skoða hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.