Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNI 1975 17 Hinn hörundsdökki marabói situr guSrækilegur á svip og ásýnd hans einkennist af rósemd. Marabói er kóranfróður Múhameðstrúarmaður, og þessi, sem um er að ræða, býr í Nianga i Norður-Senegal. — Hvað hefur þú fyrir stafni? — spyrjum við. — Ég les. — Og hvað lest þú? — Ég les kóraninn, hina helgu bók. Marabóinn er einn i kofanum sin- um. sem er skitugur, og búsáhöldin liggja þar á við og dreif. Úti við vegg liggur sekkur af hirsi, sem mara- bóinn fékk i sinn hlut á siðasta ári, þegar dreift var matvælum i landinu vegna þurrka. — Hvar eru konur þinar og börn? spyrjum við. — Þau eru úti að vinna. Þetta er á miðjum skólatima og marabóinn á börn á skólaaldri. — Ég hefði gjarnan viljað, að drengirnir minir héldu áfram i skóla, — segir hann, — en þeir voru ekki nógu duglegir. Ég varð að láta þá hætta. Nú vinna þeir á akrinum. — Þetta er ekki satt, — segir þýzkur verkfræðingur, sem búið hef- ur i Nianga um eins árs skeið. Mara- bóinn vill láta börnin sin vinna i stað þess að ganga í skóla. Þau og konur hans sjá fyrir honum. Þannig hefur hann tima til að lesa i kóraninum. Heimsókninni lýkur með þvi, að marabóinn betlar nokkrar krónur af heimildarmanni Morgunblaðsins. Þess i stað fáum við leyfi til að taka af honum mynd. Marabóarnir eru eitt dæmi um hin Marabói les kóraninn. geysilegu áhrif Múhameðstrúarinnar i löndum Vestur-Afriku fyrir sunnan Sahara. f Senegal er einn marabói i hverju þorpi. Hann dregur fram lifið á vinnu kvenna sinna og barna, auk þess sem hann getur frætt börn um Múhameðstrú, ef það eru á annað borð einhver, sem áhuga hafa. Hann getur ekki orðið kennari við skóla, þvi að lestrar- og skriftarkunnátta hans takmarkast við mál kóransins, arabisku. Arabísk áhrif Maður rekst hvarvetna á arabisk áhrif og Múhameðstrúin á feikileg itök i fólki. f vissum skilningi eru arabisku áhrifin i löndunum sunnan Sahara meira einkennandi á sumum sviðum en í hinum eiginlegu araba- löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Járnbrautarstöðin i Bobo Dioulasso, Efri Volta, er í arabiskum stíl. Samkvæmt Múhameðstrú er mönn- um skylt að biðja fimm sinnum á degi hverjum, og alls staðar, á göt- unni, i kaffihúsum, járnbrautarlest- um og á einkaheimilum eru óhrein bænateppi dregin fram á réttum tim- um, ásjónunum snúið i átt að Mekka og bænirnar þuldar. Jafnvel i Norð- ur-Nigeriu klæðir fólk sig á arabavisu, konur bera siða blæju fyr- en áður að fara til starfa í dreif- býli. LÆKNASKORTURINN 1 REYKJAVlK Heimilislæknaskorturinn i Reykjavík er aftur á móti óleyst vandamál. Lengi tiðkaðist það, að sérfræð- ingar stunduðu heimilislækning- ar í byrjun, en hættu því að miklu leyti, þegar þeir fengu fastar stöð- ur á sjúkrahúsum eða höfðu feng- ið fullt starf við sérþjónustu. Voru þvi um tfma mikil skipti á heimilislæknum. Ibúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað ört, en heimilis- læknum ekki fjölgað að sama skapi. Þarf því hver læknir að sinna mun fleiri sjúklingum en læknar úti á landi og þar við bætist að heimilislæknar veita þjónustu í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í Kópavogi. Starfssvið þeirra hefur þrengst og á höfuðborgarsvæðinu er mun meira um tilvisanir til sérfræð- inga en annars staðar á landinu. Starfsskilyrði heimilislækna í Reykjavík eru mun lakari en víða gerist úti á landi, bæði hvað við- kemur vinnuhúsnæði og sér- hæfðri aðstoð. NÚMERAGREIÐSLUR Hópstarf í líkingu við það sem gerist utan höfuðborgarsvæðisins hefur ekki komist á i Reykjavík m.a. vegna þess greiðsluforms, sem viðhaft er. I Reykjavík eru svonefndar númeragreiðslur, sem byggjast á því, að þeir sem eru 17 ára og eldri velja sér heimilislækni og fær læknirinn fast gjald fyrir hvern einstakling — númer— og einnig fasta aukagreiðslu fyrir hvert barn. Utan Reykjavíkur fá læknar viðast greitt fyrir hvert unnið læknisverk. Auðveldar þetta að læknar geti skipt með sér verkum, leyst hverj- ir aðra af í veikindum, náms- og sumarleyfum, og þetta tryggir réttláta tekjuskiptingu og það að hægt er að bæta við læknum ef vinnuálag eykst. TILLÖGUR UM HÓPSTARF Hugmyndir um hópstarf lækna í Reykjavík komu fyrst fram 1940, en þá lögðu læknarnir Theodór Skúlason og Björn Sigurðsson á Keldum fram tillögu um, að öll heimilislæknisþjónusta yrði á ein- um stað með sameiginlegri spjald- skrá og tækniaðstoð. Því miður fékk þessi tillaga ekki nógu mik- inn byr, þannig að af þessu varð ekki. Árið 1960 vakti Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, nú ráðu- neytisstjóri, máls á því í Lækna- félagi Reykjavíkur að kominn væri timi til þess að mynda starfs- hópa lækna, en hann hafði kynnst slíku hópstarfi erlendis. Siðar tók Páll málið upp á opin- berum vettvangi og 1964 fól Borg- arstjórn Reykjavíkur 5 manna nefnd undir forsæti Jóns Sigurðs- sonar, borgarlæknis, endurskoð- un á fyrirkomulagi þeirrar Iækn- isþjónustu, sem veitt er utan sjúkrahúsa í Reykjavik. LÆKNISÞJÖNUSTUNEFND REYKJAVlKURBORGAR Nefndin lagði fram tillögur I 24 liðum og voru þær samþykktar í borgarstjórn og Læknafélagi Reykjavíkur árið 1968. I tillögun- um segir m.a.: „Stefnt verði og stuðlað að því að nokkrir heimilislæknar vinni saman i sameiginlegu húsnæði og taki að sér að annast heimilis- læknisþjónustu á ákveðnu borg- arsvæði. Þetta sé aðalstarf þeirra hvers og eins og þeir taki ekki að sér önnur störf, sem háð getur þeim við heimilislæknisstarfið. Stuðlað verði að þvi að skipta borginni í læknasvæði t.d. með 6-14 þúsund ibúum hvert, eða þannig að 1500 til 2400 íbúar komi á hvern heimilislækni og skulu börn talin með sem fullgild- ir einstaklingar. Heimilislæknir hafi sér til að- stoðar hjúkrunarkonu og/eða læknaritara. Hver heimilislæknir haldi spjaldskrá yfir sína sjúklinga þar sem færðar séu allar nauðsynleg ar upplýsingar um heilsufar þeirra og geymd gögn er að því lúta. Samstarfslæknar eiga aðgang að spjaldskrám þessum, enda ann- ist þeir meðferð sjúklinga hvers annars eftir þörfum og eftir regl- um, sem þeir setja sér. Fyrir heimilislæknisstörf fái læknirinn föst laun eða fast ár- gjald fyrir hvern einstakling, sem hann hefur tekið að sér að annast almenna læknisþjónustu fyrir og greiðslur fyrir einstök verk, rann- sóknir og meðferð, sem hann framkvæmir." SVÆÐASKIPTING Nýlega hafa komið fram tillög- ur um svæðaskiptingu í Reykja- vík, sem Skúli G. Johnsen, borgar- Framhald á bls. 20 ir andlitinu og bæði kynin ganga i skósiðum kyrtlum. i öllum bæjum og þorpum, sem eitthvað kveður að, trónar moska á áberandi stað. f hvert skipti, sem maður nemur staðar, hvort sem það er i bil. lest eða framan við búðarglugga, koma litlir drengir aðvifandi og syngja eða öskra trúarljóð i von um að fá ein- hverja skildinga fyrir vikið. Forlagatrú Áhrifa Múhameðstrúarinnar gætir ekki á yfirborðinu einvörðungu. Margir gagnrýna þá forlagatrú, sem Múhameðstrúin innrætir hinum guð- hræddu. og margir Evrópumenn telja, að forlagahyggjan risti miklu dýpra hjá ibúum Vestur-Afriku en sjálf Múhameðstrúin. í Niger i Mið-Vestur-Afriku sáum við eftirfarandi spakmæli máluð aftan á yfirhlaðinn vörubil: „Það sem Allah vill, það verður." — Hvað ætli það þýði eiginlega að framkvæma þróunaráætlanir hérna. — sagði erlendur sérfræðing- ur, sem ég ræddi við. — Fólkið er afar þakklátt fyrir það sem við gerum, en við getum verið þess fullvissir, að um leið og við snúum i það baki, fellur það í sinn gamla farveg, og gerir eins litið og það framast kemst af með. Menn leggja sig á bekk og hvila sig. Ef nágranninn sveltur, er Allah látinn um að bæta úr, en sjálfir gera þeir sér enga rellu út af þvi. Maður skynjar fljótt, að hann hef- ur að mörgu leyti rétt fyrir sér. ( raun réttri eru það furðu margir Vestur- Afrikumenn, sem virðast taka lifinu með mestu ró, en einnig sér maður marga, sem bera þess merki að þjást af næringarskorti, og loks sjást þess merki, að erlent hjálparstarf hefur runnið út i sandinn. I Nianga, þar sem marabóinn sat og las, höfðu erlendir aðilar reist skóla, sem nú er notaður sem gripahús. Marabóar, forlagatrú og gnæfandi moskur eru ekki einu dæmin um arabisk áhrif i Vestur Afríku. í Niger starfa mjög ötlug menningarsamtök, Samtök Múhameðstrúarmanna, og heimildarmaður Morgunblaðsins ræddi við aðalritara þeirra, Alkassoum Albade. Sagði hann ma: — Við höfum engin afskipti af Klæðnaður í Vestur-Afríku líkist mjög klæðnaði Araba ! löndum norðan Sahara. stjórnmálum, og látum okkur litlu skipta venjulega fræðslustarfsemi. Á hinn bóginn höfum við áhuga á að koma siðferði fólks á hærra stig. Við hittumst i Magara nálægt landamær- um Nigeriu, þar sem stjórn samtak- anna var að kynna sér þróunaráætl- un, fjármagnaða af EBE. Hann hélt áfram, og sagði. — Við trúum á þróun innan marka Múhameðstrúarinnar, þ.e.a.s. þróun, sem ekki miðar eingöngu að efnis- legum gæðum. Þessi afstaða Albades og Nigerlýð- veldisins hefur fengið hljómgrunn meðal grannanna i norðri, Libyu- manna. Rikisstjórn Libyu, sem hefur getið sér orð fyrir ihaldsemi og rétt- trúnaðarstefnu, hefur sýnt mikinn áhuga á að veita stuðning þessu riki, sem hefur svipaða afstöðu til Múhameðstrúar og hún. Libyumenn hafa veitt Nigerbúum aðstoð til að reisa stóra menningarmiðstöð i höfuðborginni Niamey og að sama skapi fjármagna þeir þróunaráætl- anir um landið allt. Eftir Jörgen Harboe Olíuauður Libyumenn ættu ekki að vera i vandræðum með peninga. Þeir hafa hagnazt mjög á oliu. og það má segja stjórnum oliurikjanna til hróss, að á síðustu árum hafa þeir i mjög aukn- um mæli beitt sér fyrir þróunar- aðstoð við þau riki, sem verr eru sett. OECD-samtök vestrænna þjóða um samstarf og þróun, hafa nýlega birt niðurstöður rannsókna, sem sýna, að oliurikin i sameiningu leggja fram miklu drýgri skerf af þjóðartekjum sinum til aðstoðar við þróunarlöndin en vestræn riki. Vest- urlönd verja 0,33% þjóðartekna til þróunaraðstoðar, en oliurikin 1,8%. Á siðasta ári lögðu Vesturlönd fram 11,3 milljarða dollara i þessu skyni, en oliurikin 2,5 milljarða. Það eru hin öflugu oliuframleiðslu- riki araba, sem eru stórtækust i alþjóðlegu hjálparstarfi. Þessi lönd, Framhald á bls. 20 Ef Allah leyfir....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.