Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1975 - BRCSIO, FÉLAGARi BROSIP! Rúmlega 200 konur sitja kvennaársráðstefnuna. Kvennaársráðstefnan 1975: Miklar umrœður um framþróun, frið, kvenréttindi og menntun Varðskipsmenn skjóta á lævísa V-Þjóðverja VARÐSKIP skaut aðvörunarskot- um að v-þýzkum togara f fyrrinótt eftir að togarinn hafði ítrekað reynt að sigla á varðskipið. Hop- aði þýzki togarinn af hólmi. Það var um kl. 01.50 í fyrrinótt að varðskip kom að fjórum v- þýzkum togurum um 15 sjómilur fyrir innan 50 milna mörkin suð- vestur af Reykjanesi. Þegar varð- skipið nálgaðist hífðu togararnir upp og héldu út fyrir mörkin nema einn þeirra — Sagefisch BX-668 — sem hélt á móti varð- skipinu. Gaf varðskipið togaran- um stöðvunarmerki, sem ekki var sinnt en í þess stað reyndi togar- inn tvisvar að sigla á bakborðshlið varðskipsins. Varðskipsmenn skutu þá einu lausu skoti og tveimur föstum i átt að togaran- um. Hélt þá togarinn i suðaustur frá landinu. Varðskipið veitti honum eftirför þar til um kl. 6 í morgun, en þá sneri varðskipið við, enda höfðu þá varðskipsmenn. rökstuddan grun um að þýzki togarinn hefði haft það hlutverk að lokka varðskipið af þessu svæði til að hinir togarnir gætu hafið veiðar fyrir innan mörkin á nýjan leik. Nýtt verð á fiski til mjölvinnslu Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið lág- marksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. júnf til 31. desember í ár. Um tvenns konar flokkun er að ræða — f fyrsta lagi þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiski- KVENNARAÐSTEFNAN 1975 hófst f gær á Loftleiðum og stendur í tvo daga. Rúmlega 200 konur taka þátt I ráðstefn- unni og urðu miklar umræður um framsöguerindi, scm flutt voru um morguninn en um þau var fjallað í umræðuhópum, er hófust eftir hádegi. 1 gær voru flutl sex erindi, en sjö verða flutt í dag. Bergljót Halldórs- dóttir bauð gesti velkomna fyr- ir hönd samstarfsnefndar kvenna, sem að ráðstefnunni stendur. Guðrún Erlendsdóttir formaður Kvennaársnefndar var fundarstjóri á morgunfund- inum og Freyja Nordal úr Mos- fellssveit ritari. En síðdegis var Guðrún Hallgrfmsdóttir fund- arstjóri og Björn Stefánsson ritari. Fyrstu erindin tvö tóku fyrir tvö af einkunnarorðum kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna og nefndust „Framþróun — frið- ur“ á alþjóðavettvangi. Dr. Gunnar Schram tók til umræðu starf Sameinuðu þjóðanna og þátttöku Islands og ræddi m.a. um þátttöku íslenzkra kvenna á þeim vettvangi á allsherjar- þinginu, stofnunum þess og í þróunarlöndum. En Ólafur Eg- ilsson, deildarstjóri, ræddi meira friðarmálin. Þriðja er- indið flutti Haraldur Olafsson, „Kvennréttindi — mannrétt- indi ákvarðast af menningu" og fjallaði um gerð þjóðfélagsins Bergljót Halldórsdóttir, er opnaði ráðstefnuna með ávarpi frá samstarfsnefndinni, og Guðrún Erlendsdóttir, fundarstjórinn, bera saman bækur sfnar fyrsta morguninn. miðað við þátttöku kvenna á jafnréttisgrundvelli. Katrín Friðjónsdóttir talaði um Konur og vísindi og ræddi m.a. hve lítt konur nýtast til vísindastarfa og hvers vegna það hugsanlega gæti verið. María Lárusdóttir fylgdi úr hlaði samantekt Erlu Elfasdóttur um nám í Háskóla Islands. Var lögð fram mjög ítarleg tafla um hlut kvenna í háskólanámi á undanförnum árum. Hefur konum fjölgað samtals úr 325 árið 1965—66 í 792 árið 1974—75, en mjög mis- jafnlega eftir deildum, mest i verkfræði og raunvisindadeild úr 4 i 93. Þá flutti Steinunn Harðardóttir erindi um Island og heimsfriðinn og urðu i lok ráðstefnunnar harðar umræður um tillögu, er fram kom um að ráðstefnan lýsti óskum um frið unarsvæði á Norður- Atlantshafi. Var tillögunni vís- að frá í atkvæðagreiðslu. Byggingarsamvinnufélag í fjárhagskröggum: Húsbyggiendur leita á náðir hins opinbera HOSBYGGJENDUR að Aspar- felli 12 i Reykjavfk hafa sent félagsmálaráðherra tilmæli um að hann hlutist til um að fjár- magn fáist til að Ijúka fram- kvæmdum við fyrrgreint stigahús og létti þannig „ófyrirsjáanlegum erfiðleikum og gjaldþroti af 39 fjölskyldum, sem verða mundi ef framkvæmdir stöðvuðust," eins og segir í bréfi trúnaðarmanns húsbyggjenda til ráðherra. Asparfell 12 telst til 6. byggingar- flokks Byggingarsamvinnufélags atvinnubifreiðarstjóra og er nr. 12 nú eina stigahúsið sem eftir er að afhenda samkvæmt fyrr- greindu bréfi. ÞAÐ eru 400 manns sem koma til með að njóta þeirra 200 milljóna króna, sem launaliður Flugleiða hækkaði um vegna nýgerðra kjarasamninga við flugliða, þ.e. flugstjóra, flugmenn, flugvél- stjóra og flugfreyjur. Þetta þýðir því sem næst 500 þúsund króna hækkun á hvern flugliða á ári eða um 42 þúsund krónur á mánuði. I bréfinu kemur fram, að fram- kvæmdir við þetta stigahús hafa dregizt mjög á langinn og vegna fjárskorts sé nú svo komið að framkvæmdir séu um það bil að stöðvast — þ.e.a.s í byrjun marz þegar bréfið er ritað. Segir i bréf- inu, að stjórn félagsins virðist hafa mistekizt að útvega nauðsyn- legt fjármagn, og sé fjárhagur flestra húsbyggjenda orðinn mjög knappur og vonlaust að þeir geti lagt fram öllu meira fé en orðið sé, enda sé það langt umfram allar áætlanir sem stjórn BSAB hafi lagt fram. Segir einnig í bréf- inu, að flest af þessu fólki sé ungt fólk, sem ekki eigi íbúð fyrir og Skylt er þó að taka fram, að ákaf- lega er mismunandi hversu háar fjárhæðir koma í hlut einstakra flugliða, og þar eru flugst jórarnir Iang tekjuhæstir. Þeir eru 35 tals- ins, og hinir hæstu þeirra eða 7 talsins frá rúmlega milljón króna hækkun á ári með þessum samn- ingi. búi i dýru leiguhúsnæði. Fram kemur í bréfinu, að húsbyggjend- ur að Asparfelli 12 telja að fjár- magn það sem þeir hafi reitt af hendi svo og framkvæmdalán Húsnæðismálastofnunar til Asparfells 12 hafi ekki nýtzt í þeirra þágu heldur hafi verið veitt til framkvæmda við önnur stigahús í Asparfelli sem lengra voru komin. Trúnaðarmaðurinn skýrir frá því í bréfinu, að honum hafi ekki þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tekizt að fá hjá stjórn BSAB viðunandi skýringar á því hvernig innborgað fé byggjenda í Asparfelli 12 hafi nýtzt. Er þvi þeirri beiðni beint til félagsmála- ráðherra að hann gangist fyrir því að hlutlausir aðilar í tengslum við embætti ráðherra geri athugun á fjárreiðum BSAB og hvernig inn- borgað fé á byggingarreikninga hafi nýtzt i þágu byggjenda hvers stigahúss um sig. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá félagsmálaráðuneytinu var framangreindu bréfi húsbyggj- enda að Asparfelli 12 vísað til 3 sérfróðra manna á vegum IIús- næðismálastofnunar ríkisins til könnunar og hefur skýrsla þeirra ekki enn borizt. Morgunblaðið fékk hins vegar þær upplýsingar Framhald á bls. 18 mjöls en þá er verðið sem hér segir: Fiskbein og heill fiskur, annar en sfld, lodna, karfi og steinbllur, hvert kg .....................................kr. 0.65 Karfabein og heill karfi, hvert kg ..kr. 1.60 Steinbftsbein og heill steinbftur, hvert kg ............................kr. 0.42 Fiskslóg, hvert kg...................kr. 0.29 I öðru lagi þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjölsverksmiðja en þá er verðið sem hér segir: Frambald á bls. 18 Sjálfboðaliðsvinna við Sjálfstæðishúsið UNNIÐ verður af krafti við nýja Sjálfstæðishúsið í allan dag. Eru allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins hvattir til að koma í sjálfboðaliðsvinnu við húsið ein- hvern tíma dagsins og leggja hús- byggingarmáli flokksins lið með þeim hætti. Elzti Grímsey- ingurinn látinn INGA Jóhannesdóttir, ættmóð- ir margra Grimseyinga, andað- ist sl. miðvikudag og vantaði þá 2 daga I 101. aldursárið. Inga hafði verið lasburða f vor og var fyrir nokkrum dögum flutt f fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hún andað- ist. 400 flugliðar skipta með sér 200 miHjómim Afgreiðslu ferjunnar verður flýtt að mun Finnbogi Isaksen varalögmaður Fær- eyinga í Reykjavík FINNBOGI Isaksen, varalög- maður Færeyinga, var hér í Reykjavfk í gær ásamt Tomasi Arabo, forstjóra færeyska skipa- félagsins er gerir út ferjuna Smyril. Samgöngumál fallaundir varalögmanninn f landsstjórn Færeyja, og f samtali við Morgun- blaðið kvaðst Isaksen kominn hingað gagngert til viðræðna við ráðherra og ýmsa embættismenn um ýmsa þætti er snertu siglingar Smyrils — f þá veru að flýta og auðvelda alla þjónustu tollaf- greiðslunnar og útlendingaeftir- litsins f sambandi við siglingar ferjunnar. Einnig kvað Isaksen hafa verið rætt um reglur um þann gjaid- eyri sem farþegum leyfist að nota um borð til veitingakaupa, hvort heldur um er að ræða erlendan gjaldeyri eða íslenzkar krónur en varalögmaðurinn kvað þennan farareyri til ferjufarþeganna af mjög skornum skammti. Mál þessi ræddi Finnbogi Isaksen við tvo íslenzka ráðherra, þá Matthías Bjarnason og Halldór E. Sigurðsson, svo og nokkra embættismenn. Sagði Finnbogi, að hann væri mjög ánægður með niðurstöðu fundarins með hinum islenzku ráðherrum og embættis- mönnum. Myndi nú margháttuð- um byrjunarörðugleikum rutt úr vegi og t.d. myndi öll afgreiðsla Smyrils framvegis taka einungis skamma stund. Sjálfur kvaðst Finnbogi vera mjög ánægður með tilkomu ferjunnar og að sínu áliti hefði hún mikið verk að vinna varðandi sameiginleg málefni Is- lendinga og Færeyinga. „Og það gleður mig að sjá hve áhugi almennings er mikill hér á landi,“ sagði Finnbogi, en hann ætlar sjálfur með Smyrli til Færeyja í kvöld til að kynnast af eigin raun þessum nýja þætti í samgöngumálum Færeyinga. Sýning Braga opin um helgina GÓÐ aðsókn hefur verið að sýningu Braga Asgeirssonar á „Loftinu" og hafa nokkrar myndir selzt. Sýningin verður opin um helgina kl. 14—18 laugardag og sunnudag. ÞAN KASTWK-J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.