Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen tvær stúlkur hingað ínn, og var önnur þeirra Sigríður; ég ætlaði að ganga til þeirra og hafa tal af þeim, en áður en ég náði þeim, voru þau öll komin inn og lokuðu á eftir sér; síðan gekk ég hingað, og er ég þess nú vís orðinn, að þau sitja í þessu herbergi við glaum og gleði mikla; en ekki get ég nein orðaskil heyrt, þó ég hafi verið að bera mig að hlusta, og er það í fyrsta sinni, sem ég hef haft þá iðju að standa á hleri. Og hversu lengi ætlar þú hér að standa? Þangað til Sigríður fer héóan úr hús- inu aftur, þó það verði ekki fyrr en á morgun. Jæja, bíddu hérna fyrst; nú ætla ég að vita, hvort ég get ekki fundið Möller, því ég sé, að hann er þó heima; mér þykir líklegt, að hann ljúki upp. Að svo mæltu gekk kaupmaður sama veg, sem hann hafði komið, og er hann gekk aftur fram hjá veggnum á húsinu, varð hann var við, að þar stóð maður við húsvegginn og fálmaði fyrir sér með höndunum, og sýndist honum hann líta svo út sem hann væri ekki með öllu rétt gáður. Kaupmaður gekk til hans, en und- ir eins og maðurinn kom auga á kaup- mann, tekur hann þannig til orða: Hver ert þú, rýjan mín? Kaupmaður sagði til sín. Hann þekkti þegar manninn og sagði: Nú, það ert þú, Jón minn! Hvernig stendur á ferðum þínum? Ég skal segja yður, sagði Jón hálfdraf-, andi, af því þér eruð dánumaður og vænn maður, ég skal segja yður, ég er ofurlítið kenndur, ég skal segja þér, eða réttara sagt yður, hvernig var, ég fékk nokkur staup hjá garminum honum Gvendi, og því er ég ögn hýr, en ekki er ég drukkinn, fari það bölvað. Já, ögn hýr, mátulega hýr, hélt Jón áfram. Ég sé það, að þú ert kenndur; en ég spurði að því, hvert þú værir að fara. Já, nú skil ég, nú, ég skal segja þér það, greyið mitt, yður, ætlaði ég að segja, þér fyrirgefið mér það, kaupmaður góður! Ég skal segja yður eins og var, ég ætlaði Stúfur litli hitt, sem áður hafði komið og tíu hausa hafði það. „Eldur og eimyrja“, æpti tröllið. „Hvar sérðu það?“ spurði Stúfur. „Viltu berjast við mig?“ spurði tröllið. „Ég kann nú ekki aö berjast, en kannski ég geti lært það,“ sagði Stúfur. Þá reyndi tröllið að berja hann með járnstönginni sinni, — hún var miklu stærri en sú, sem fyrra tröllið hafði haft. En Stúfur skaut sér undan högginu, svo það kom í jörðina og moldargusan stóð 10 álnir upp í loftið. „Svei“, sagði Stúfur. „Kallarðu þetta högg? Nú skal ég sýna þér eitt högg, sem um munar“. Síðan greip Stúfur sverðið sitt og hjó til tröllsins og fuku af allir 10 hausarnir og ultu víðsvegar um hvamminn. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN MOR&JlV- Kflrr/Nu Þið komið einmitt þegar við er- um að fara út f bæ en við getum orðið samferða hérna niður göt- una. 530 IsOu___ CM»W V/LL HELOUR EKKÍ . t^JMREÍNSA -ffepPÍN 51 N j -ST&rfúND *«*"'-»' Maigret og guli hundurinn SS= 16 Maigret sem hafði ekki gengið til náða um nóttina hafði farið í bað og var að raka sig fyrir framan Iftinn veggspegil. Það var kaldara f lofti en dag- ana á undan. Og enn var samí eyðileikinn og bleytan yfir öllu. Niðri stúð blaðamaður og beið komu Parfsarblaðanna. Hann hafði heyrt flautið i járnbrautar- lestinní. Eftir stutta stund kæmu blaðasalarnir með blöðin stútfull af æsifregnum. Úti á torginu hafði fúlk safnazt saman f smáhópa. En þar hvfldi sami drunginn yfir. Allir töluðu f hálfum hljóðum. Bændurnir virt- ust áhyggjufullir yfir þvf, sem sagt var. Maigret varð þess var að eitt- hvað var á seyði, þegar hann sá aö fólk hópaðist nú þéttar saman og allir horfðu f sömu átt. Glugginn hans var óopnanlegur og hann heyröi ekki hávaðann að utan, eöa öllu heldur þau óákveðnu hljóð sem honum virtust berast þaðan. Hann hvarflaði augunum lengra. Við höfnina voru nokkrir sjómenn að bera tómar fiskikörf- ur og koma þeim fyrir f bátnum. En skyndilega stóðu þeir kyrrir eins og stólpar f tveimur röðum og á mílli þeirra birtust tveir lög- regluþjónar sem leiddu mann á milli sfn og gengu með hann f áttina að ráðhúsinu. Annar lögregluþ jónanna var ósköp ungur og varnarlaus að sjá. Einfeldnin lýsti af honum langar leiðir. Hinn var með prútt yfir- skegg og þykkar augnabrúnir gerðu hann hálfógnvckjandi að sjá. A torginu hafði allt tal stein- þagnað. Fólk starði á mennina þrjá sem komu gangandi og nálg- uðust óðum og bentu á handjárn- in sem voru um úlnliði mannsins f miðjunni. Hann var sannkallaður risi! Hann gekk álútur og þreytuiega og þrátt fyrir það leit einna helzt út fyrir að hann drægi lögreglu- þjónana tvo á eftir sér. Hann var klæddur f gamlan snjáðan jakka, var berhöfðaður og hafði mikið og dökkt, hrokkiö hár. Blaðamaöurinn hljóp upp stig- ann, dúndraði á herbergisdyr og hrópaði tíl sofandi Ijósmyndar- ans sfns. — Benoitf... Benoit! Komdu í hvelHI Þú getur náð alveg stór- kostlegri mynd... vertu snöggur. Hann hafði óneitanlega á réttu aö standa og á meðan Maigret þvoði framan úr sér sápulöðrið og klæddí sig f jakkann án þess að slita augun frá torginu gerðist dálítið sem var vissulega ein- stætt. Fjöldinn hafði smám saman þrengt sér nær lögregluþjónun- um og fanga þeirra. Hann hafði bersýnilega beðið eftir þessu augnabliki og nú rykti hann allt f einu höndunum upp. Lögregluforinginn sá i fjarlægð leifarnar af því sem höfðu verið handjárn skömmu áður. Og svo réðst maöurinn á fjöldann. Konu var velt um koll. Fólk flúði f allar áttir. Enginn hafði náð sér eftir undrunina, þegar fanginn hafði stokkið inn f götu, nokkra metra frá Hotel de 1‘Amiral, rétt við auöa húsið sem skotið hafði verið úr á Mostaguen fyrir fáeinum dögum. Yngri lögregluþjónninn gerði sig líklegan til að skjóta, en hætti við og tók til fótanna á eftir hon- um og hélt á vopni sfnu svo ankannalega að Maigret var dauð hræddur um að slys hlytist af. Timburstafli gaf undan flótta- manninum og mikiö skark heyrð- ist. Ungi maðurinn var sá eini, sem vogaði sér á eftir manninum. Maigret sem þekkti til þarna lauk við að klæða sig án þess að flýta sér sýnilega. Því að það væri kraftaverk ef þeir næðu manninum. Ilann þekkti áreiðanlega útgönguleið- irnar niður að höfninni Auk þess var mikið af vöruskúrum á þessu svæði og mjög einfalt fyrir hann að komast undan eftir ýnu>um leiðum. Fólk hélt sig i hæfilegri fjar- lægð. Konan sem hafði skollið á jörðina var rauð í vöngum af gremju og lyfti hnefanum f reiði um leið og tárin runnu niður kinnar heníii. Ljósmyndarinn kom þjótandi út úr gistihúsinu, klæddur regn- kápu yfir náttfötin. Hálfri stundu sfðar kom bæjar- stjórinn og skömmu sfðar lög- reglustjórinn með sfna menn og nú var tekíð til við að rannsaka svæðið hátt og lágt þar sem maðurinn hafði horfið. Þegar borgarstjórinn rakst á Maigret f mestu makindum niðri l veitingastofunni að snæða morg- unverð ásamt aðstoðarmanni sín- um fylltist hann svo heilagri vandlætingu að rödd hansskalf: — Ég hef sagt yður lögreglu foringi, að nú eruð það þér, sem berið ábvrgðina ... á ... En það virðist ekkert hrfna á yður! Ég hef hugsað mér að hringja til innanríkisráðherrans og segja honum að ... að ... og biðja hann að .... Hafið þér hugmynd um hvað hefur verið að gerast héfna úti fyrir? ... Fólk flýr hús sfn í stórum stfl.... Gatnall maður sem er lamaður veinar stöðugt af hræöslu, vegna þess að hann býr á annarri hæö og kemst ekki hjálpariaust niður .... Alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.