Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULl 1975. 15 sem þau eru f a.m.k. hér austan- fjalls. Tvær draga húsfylli A þessu vori hefur aðeins tveimur popphljómsveitum, ef ég man rétt, tekizt að draga að húsfylli fólks á dansleik hér austanfjalls. önnur þeirra, postuli suðurnesja sem leikur soulkennda rokktónlist, hefur fengið þá einróma umsögn eftir dansleikina að hún sé mjög góð hljómsveit en satt bezt að segja held ég að krakkarnir botni lítið í því ennþá hvernig skuli dansa eftir þessum takti sem er nýr í eyrum austanfjallsbúa. Sjálfsagt kemur það með tímanum enda ekkert vafamál að þarna er á ferðinni góð dans- tónlist. Hitt sá ég mér til furðu þegar ég skrapp á sveitaball um daginn að krakkarnir dönsuðu af mestri innlifun eftir tónlist hljómsveitarinnar sem þar skemmti þegar hún spilaði þann hluta prógrammsins sem byggist upp á tíu til tuttugu ára gömlum slögurum. Lögum sem fyrirfinnast í prógrammi svo til allra popphljómsveita lands- ins og hljómsveitirnar spila nánast af skyldu. Það er erfitt að vera hljóm- listarmaður, sagði jóðlarinn, og eru víst orð á sönnu. Mig grunar að það sé vilji flestra popphljómlistarmanna að fylgja eftir þróuninni og spila það sem nýjast er en það er harla erfitt ef dansgestir þeirra láta sér nægja að fylgjast með f atatfzkunni en eru áhugalausir um hliðstæðar breytingar í poppinu. Slagsmál og brezka árbandið Ur því ég minntist á nýaf- staðna dansleikssókn mína þar sem gamla einvaldshljóm- sveitin skemmti ásamt brezka árbandinu er bezt að það komi fram að mér þótti þar ríkja nokkuð jákvæðari og skemmti- legri andi en hefur verið á sveitaböllum f vor. Kannski er það nú bara vegna þess að fólk er komið í sumarskap. Hinir brezku liðsmenn ár- bandsins stóðu bak við söng- súlur og horfðu yfir salinn eftir að þeir höfðu lokið spili sínu og aðrir teknir við. Sennilega hefur marga í salnum grunað að þeir brezku stæðu ekki þarna að ástæðulausu heldur hafi þeim verið sagt að slags- mál væru fastur liður á hverju sunnlenzku sveitaballi. Er það ekki auðskilið að útlendinga langi að sjá fslenzk slagsmál? Klukkan tæplega tvö virtist sú von að þeir fengju séð ærleg slagsmál orðin að engu en þá skyndilega tóku nokkrir strákar sig til og byrjuðu að slást, að því er mér sýndist, upp úr þurru og alveg að ástæðu- lausu. Hljómsveitin hætti að spila og þeir brezku færðu sig fram fyrir söngsúlurnar. Lög- reglan kom aðvffandi og hugð- ist skakka leikinn en áður en við var litið var búið að kippa af þeim húfunum og gefa þeim þung högg. Einum ár- manninum fannst svo mikið til um atburðinn að hann sótti myndavél og smellti af ýfir hóp- inn meðan hinir veltust um af hlátri. Austanfjalls- löggur Vissulega voru þetta kátbros- leg slagsmál en frammistaða lögreglunnar var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sjálfsagt á hún sínar afsakanir en lengst af hefur mér þótt frammistaða lögreglumanna á dansleikjum, sama hvar það hefur verið á landinu, mjög ámælisverð. Þegar maður horfir upp á það hvað eftir annað að sakláusir menn eru teknir og járnaðir þar sem þeir slangra eða liggja vankaðir eða hálfrotaðir, af þvf að erfiðara er að handsama þann aðiljann sem hlaupinn er burtu, þá viðhefur maður ekki hrósyrði um lögregluna (ég tek fram svo öllu réttlæti sé full- nægt að það er langt í frá að ég telji austanfjallslöggur öðrum verri. T.d. hafa tvær slíkar eitt sinn brotið reglur sfnar og landslög til að ég kæmist á sveitaball). Undir lok þessa margrædda balls stóð ég uppi við senuna og góndi á tunglsljósið án þess að verða þess var að ljómandi hugguleg stelpa sat á senubrún- inni beint fyrir framan mig. — Hvað heitir þú, ljúfurinn ? sagði sú huggulega þegar hljómsveitin þagnaði. Mér varð orðfall, enda átti ég ekki von á þvflfku hispursleysi hjá ófullri manneskju og það á þessum sfð- ustu og verstu tímum. Mér fannst ég vera kominn þrjú til fjögur ár aftur f tímann svo minn eigin fýlusvipur hvarf eins og reim undir sóla. Hljóm- sveitin byrjaði aftur og ég heid ég hafi aldrei svarað spurning- unni. (Fyrirgefðu, ljúfan). Gamalmenni? En úr þvf ég er byrjaður að tala um stelpur dettur mér í hug sagan um strákinn sem vantaði nöfn á rollurnar sínar. Sfðasta lausnin sem honum datt í hug var jafnframt sú bezta. Hann skrifaði niður nöfn allra þeirra stelpna sem hann hafði „verið með“ á sveitaböllum og skfrði síðan rollurnar í höfuð þessara ástkvenna sinna. Það má vfst með sanni segja að áhrifa sveitaballanna gæti á ólíklegustu sviðum. — Það held ég nú, segja menn þegar þeir finna ekki lengur neitt meira að segja. Þá er um tvennt að velja. Annað- hvort að hætta rövlinu eða fara að tala um veðrið. Ég vel það fyrrnefnda og legg málið í dóm. Ég býst ekki við því að allir verði mér sammála eftir lestur þessarar greinar enda væri greinin þá tilgangslaus með öllu. Ef einhverjum dettur það í hug að breytingarnar sem ég tala um séu aðallega í hausnum á mér og ég sé orðinn forpokað gamalmenni sem ekki skilji breytta skemmtanahætti held ég að sá hinn sami geti af- skrifað þann möguleika strax. Rökin — minn elskanlegur — rökin fyrir því eru þau að ég er frjálslyndari en ég var fyrir fjórum árum. Vekji þessi grein einhverja til umhugsunar þá er til- ganginum náð og verði hún til þess að menn fari að ræða þessi mál og komast að niðurstöðu um þau.þá er svo sannarlega betur af stað farið en heima setið. Ómar Þ. Halldórzzon AF tilefni greinar ömars Haildórzzonar fékk Slag- sfðan sér göngutúr og kannaði lítillega um leið huga nokkurra gagnvárt sveitaböllum og spurði: „Ferð þú á sveitaböll?“ Fara svörin hér á eftir. Grétar Axelsson, vinnur í Casanova. Nei, ekki nú orðið. Ég hef ekki farið í mörg ár. Filipus, guðsbarn. Ég geri lítið af því. Það er orðið langt síðan ég fór seinast. Einar Björgvinsson, flokksstjóri í Sigöldu. Já, ég fór um síðustu helgi á Hvol til að sjá Pétur Kristjánsson og Paradís. Það var bara mikið fjör og mjög gam- an. Annars hef ég ekki farið síðan ’72. Space City, guðsbarn. Nei, ég hef aldrei farið á sveitaball. Lotta Júlfusdóttir, skóla- nemi. Nei, það er orðið anzi langt síðan, líklega 5—6 ár. Halldóra Lúðvfksdóttir, bókari,og Sigrún Kristjáns- dóttir, vinnur á bókhaldsskrifstofu. Nei, við erum alveg vaxnar upp úr því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.