Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 25
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULl 1975. Teikning sem sýnir Apollo og Soyuz eftir fyrirhugaða tengingu: Apollo til vinstri og Soyuz til hægri. BURÐARFLAUGIN — Burðarflaug Rússa flutt síðasta spölinn. apn Síðasta lendingin Þegar geimfararnir hafa verið saman í tvo daga halda þeir sameiginlegan blaða- mannafund í geimnum. Síð- an fjarlægjast geimförin hvort annað en því næst verða þau aftur tengd saman og að þessu sinni verður notazt við tæki Soyuzar, en flest tæki Apollo, verða óvirk. Á laugardaginn verða geim- förin aðskilin og kl. 6.51 morguninn eftir snýr Soyuz aftur til jarðar og lendir í Norður-Asíu án þess að lendingunni verði sjónvarp- að. Apollo getur verið lengur á lofti og verður á braut þrjá daga í viðbót og þann tíma munu bandarísku geimfar- arnir nota til ýmissa tilrauna. Gert er ráð fyrir að Apollo lendi á Kyrrahafi vestur af Hawaii kl. 5.18 eftir hádegi 24. júlí og að lendingunni verði sjónvarpað ef björgunarskip verður nærri. Þetta verður síðasta lending mannaðs geimfars Banda- ríkjamanna á sjó samkvæmt Apollo-áætluninni. Með síð- ustu Apollo-geimferðinni lýk- ur áætlun sem hefur meðal annars gert kleift að 12 bandarískir geimfarar hafa farið til tunglsins. Þetta er jafnframt síðasta mannaða geimferð Bandaríkjanna í fjögur ár. Nú einbeita Banda- ríkjamenn sér að , smíði nokkurs konar eldflaugaflug- vélar, „space shuttle", sem á að geta farið nokkur hundruð geimferðir. Fyrsta ferðin verður farin 1979 og lent verður á venjulegum flug- velli. Bandarískir og sovézkir geimvísindamenn vona að sú reynsla sem fáist af fyrstu sameiginlegu geimferðinni leiði til aukinnar samvinnu á næsta áratug þegar eld- flaugaflugvélin kemur til sög- unnar, en Bandaríkjamenn ráðgera 50 eða fleiri mannaðar geimferðir á ári eftir 1 980. í ferðinni sem nú verður farin er það auðvitað eitt helzta markmiðið að full- .Lokaðu glugganum V Kt i m M* * mlí m m ’*• "’n * ■Mzm Þegar kalt er orðið í húsinu, — rigning úti eða frost og stormur, lokarðu glugganum, þá þarf glugginn að vera það þéttur að hann haldi vatni, vindi og ryki utandyra. Þannig eru gluggarnir okkar, með innfræsta TE-TU þétti- listanum og þannig eru einnig svalahurðimar frá okkur. Við framleiðum einnig útidyra- og þílskúrshurðir af ýmsum gerðum. Þeir sem hafa reynt þær, gefa þeim einnig 1. ágætiseinkunn. Það getur borgað sig fyrir þig — ef þú ert að byggja einbýlis- hús eða fjölbýlishús, að senda teikningu eða koma og skoða framleiðsluna, athuga afgreiðslutíma og fá verðtilboð. gluggaog hurðaverksmíðja YTRI-NJARDVk Simi 92-1601 Pósthólf 14 Keflavik OPNWL GutoCX HNFmSTU* rtrv Þémusv =ÍZ!=c^, Of*MNL HUOV | komna þau tæki og þær að- ferðir sem nota þarf við tengingu geimfara, þannig að geimfar frá Bandaríkjun- um geti bjargað geimfara frá Sovétríkjunum úr lífsháska í geimnum og öfugt. Chester M. Lee, stjórnandi tilraunar- innar í stjórnstöð NASA, seg- ir: „Það eitt að fá tvær stjórn- stöðvar sem eru mörg þúsundur mílur hvor frá ann- arri til að skilja hvor aðra og hafa samband sín í milli auk þess að stjórna raunverulega ferðinni, verður ómetanlegt í framtíðinni. Við munum öðlast reynslu í þessari ferð sem mun spara tíma og fjár- muni þegar svipaðar tilraunir verða gerðar í framtíðinni. Geimurinn verður kannaður. Það er eðli mannsins að gera það og við gætum eins vel gert það í sameiningu." Minni leynd í sambandi við geimferð- ina hafa Rússar í fyrsta skipti sagt fyrirfram frá geimskoti, og í fyrsta skipti leyfa þeir erlendum blaðamönnum að fara til sovézku geimstjórnar- stöðvarinnar. Bandarískir geimvísindamenn fá nú í fyrsta sinn að fara til skot- stöðvarinnar í Baikonur þótt þeir fái aðeins að fylgjast með geimskotinu úr fjarska. Sjónvarp úr geimnum er líka algert nýmæli í Sovétríkjun- um en raunar er óvíst hvort sovézkur almenningur fær að fylgjast með því, þótt erlend- ir blaðamenn fái að gera það í Intourist-hótelinu í Moskvu. Og í fyrsta skipti hafa erlend- ir blaðamenn fengið afhenta upplýsingabæklinga og ýmis gögn önnur um fyrirhugaða geimferð. Þetta segja frétta- ritarar að sé gjald sem Rússar verði að greiða fyrir álitsauka sem samvinnan við Banda- ríkjamenn verði þeim og tækniþekkingu sem þeir afli sér, en þótt hér sé um algert brot á sovézkri hefð að ræða eru upplýsingarnar sem Rússar veita litlar samanbor- ið Bandaríkjamenn. Rússar skutu fyrsta spútnik sínum út í geiminn 1957 og allt frá upphafi neituðu þeir þvl að þeir ættu ! keppni við Bandaríkjamenn í geimnum, en voru sigri hrósandi í hvert skipti sem þeir tilkynntu um ný afrek í geimnum og enginn vafi lék á því að þeim var það mikið kappsmál að auka álit sitt á alþjóðavettvangi með afrek- um í geimnum. Bandaríkja- menn neituðu því líka frá byrjun að þeir ættu í sam- keppni við Rússa í geimnum, en John F. Kennedy gaf þá frægu yfirlýsingu að Banda- ríkjamenn mundu senda mann til tunglsins fyrir lok síðasta áratugs. Það tókst 1969, Rússar drógust aftur úr í geimvísindakapphlaup- inu, kalda stríðinu lauk og við tók batnandi sambúð. Síðan hafa Rússar sjaldan heyrzt halda því fram að sovézk geimvísindaafrek sanni yfirburði þjóðfélags- skipulags Sovétríkjanna, sama er að segja um Banda- ríkjamenn og með hinni sam- eiginlegu geimferð sem nú verður farin má segja að þessu kapphlaupi sé lokið. Bæði Rússar og Bandarlkja- menn hafa látið í Ijós áhuga á áframhaldandi samvinnu í geimnum og hún gæti sýnt að þeir geta unnið saman að sameiginlegu marki þótt þeir búi við ólíkt þjóðskipulag. Málarinn áþakínu velur alkydmálningu með gott veðrunarþol. Hann velur ÞOL frá Málningu H.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur ÞO L frá Málningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að málningu á gluggunum, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Otkoman er: fallegt útlit, góð ending. Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.