Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.07.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULI 1975. 47 Bridgesambandið afhendir verðlaun og viðurkenningar Forsvarsmenn verðlaunafirmanna f Firmakeppni BSl, fremri röð: Arnór Eggertsson fyrir Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árna- sonar, Pétur Stefánsson fyrir Lakkrfsverksmiðjuna Drift sf., Gunnar Bjartmars fyrir Gunnarskjör. Aftari röð: Ólafur Þorsteins- son fyrir Ólaf Þorsteinsson og Co., og Þorfinnur Karlsson fyrir Raffell hf. FYRIR nokkru voru afhent verðlaun i firmakeppni BSI — en sem kunnugt er er keppni þessi eina tekjulind Bridge- sambandsins til að standa straum af utanlandsferðum landsliðsins og öðrum kostnaði. Sex verðlaun voru veitt og urðu úrslit þessi: 1. Drift s.f. 2. Gunnarskjör. 3. Endur- skoðunarskrifstofa Björns E. Arnasonar. 4. Óiafur Þorsteins- son & Co. h.f. 5. Verzlunin Grund. 6. Raffell h.f. Þá var einnig tveimur ungum mönnum veitt viðurkenning frá BSl fyrir þátttöku i keppni sem Oxfordskóli hélt — en var spiluð hér heima. 24 pör tóku þátt í keppninni hér en alls voru þau 448 frá fjölmörgum þjóðlöndum. Jón Gíslason og Snjólfur Ólafsson náðu II. sæti í keppninni og fengu þeir bóka- gjöf frá BSI. Þá voru einnig tilkynnt úrslit I Bikarkeppni BSl og urðu úr- slit þessi: 1. Haraldur Gestsson, Selfossi og Halldór Magnússon, Selfossi, 9.107 stig. 2. Guðmundur Arason, Borgarnesi og Sigurþór Halldórsson, Borgarnesi 8.924 stig. 3. Halla Bergþórsdóttir, Reykjavik og Kristjana Steingrimsd., Reykjavík 8.896 stig. Alls tóku 1000 manns þátt í keppninni úr 37 félögum víðs- vegar um landið. A.G.R. Hjalti Elfasson, forseti BSl, afhendir Jónl Gfslasyni og Snjólfi Ólafssyni viðurkenningu fyrir góðan árangur f Oxfordkeppninni. t Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi INDRIÐI JÓNSSON. verkstjóri, HjarSarhaga 28, Reykjavfk, andaðist I Landakotsspitala föstudaginn 1 1. júlí. GySa GuSmundsdóttir, Arnór Valgeirsson, Ellsabet Hauksdóttir, Valur Arnórsson Thulin Johansen —Kveðjuorð Fæddur 7. júní 1907. Dáinn 21. júnf 1975. Við brottför Thulins Johansen úr þessari jarðvist er mér efst í huga þakklæti og eftirsjá. Horfinn er einn hugljúfasti samtíðarmaður minn og einlægur vinur. Það er margt sem áhrif ^iefur á það, hversu samtíðar- mennirnir og kunningjarnir tengjast, svo að sönn og einlæg vinátta skapist. Thulin hafði þá eiginleika sem til þess þarf í ríkum mæli. Glæsileiki hans og drengilegt viðmót vöktu traust og tiltrú strax við fyrstu viðkynn- ingu. Við nánari kynni komu mannkostir hans æ betur I ljós. Heimili þeirra hjóna Thulins og frú Gerðar var viðurkennt fyrir reisn og myndarskap, og voru þau samhent um það. Segja má að þau hafi ekki átt langt að sækja fyrir- myndina að glæsilegu h'eimilis- haldi. Foreldrar þeirra beggja áttu glæsilegustu rausnarheimili á sinni tið hér á Austurlandi. Rolf Johansen og frú Kitty á Reyðar- firði og Þórhallur Danielsson og frú Ingibjörg á Hornafirði. Rolf Johansen faðir Thulins og Þór- hallur Danielsson faðir frú Gerðar voru báðir miklir athafna- menn i verzlun og viðskiptum og heimili þeirra beggja fyrir- myndar austfirzk heimili, er stóðu jafnframt undir gestaánauð þeirra tima af mikilli reisn og höfðingslund. Þessir mannkostir og hættir foreldranna yfirfærðust af sjálfu sér á heimili þeirra Thul- ins og frú Gerðar, þar ríkti ávallt sama reisnin, heimilishlýjan mætti manni f dyrunum, þangað var gott að koma og þar var gott að vera. Sama mætti segja um heimilisbrag hjá systur Thulins, frú Aagot, konu Árna læknis, sem ég kynntist og fann þennan skyld- leika, hvað gestrisni og reisn snerti. Austfirðingum var mikil eftir- sjá að heimili þeirra Thulins og frú Gerðar, er þau fluttu sig til Reykjavikur, en heimilið og heimilishættir voru þeir sömu þó að til Reykjavíkur væru komin. Thulin átti langan starfstíma á Reyðarfirði, fyrst við verzlun föður síns, siðan við eigin rekstur, en lengst starfaði hann hjá Kaup- félagi Héraðsbúa og hafði þar mikla umsýslu. Þar á meðal umsjón með öllum skipakomum á Reyðarfjörð. Þá var hann fulltrúi Flugfélags Islands m.a. I þessu fjölþætta starfi var hann í miklu afhaldi viðskiptamanna. Allra vanda vildi hann leysa og kom þar til velvild hans og drengskapur enda var mikið til hans leitað með alls konar fyrirgreiðsiur. Eftir að hann fluttist til Reykja- víkur og starfaði sem fulltrúi hjá Rikisskip munu Austfirðingar hafa haldið áfram að Ieita til hans og njóta hans fyrirgreiðslu varð- andi flutninga með strandferða- skipunum og aðra fyrirgreiðslu. Eg átti sérstakt samstarf með Thulin um árabil i félagsmálum. Er mér ljúft að minnast þess, hvað gott og traustvekjandi var að Neikvæð skrif blaða um Breiðholtsskýrsluna hörmuð VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli stjórnar Framfarafélags Breiðholts III og félagsráðgjafa þeirra, sem tóku saman skýrslu um félagslega þjónustu i Breilholti III. Framangreindir aðilar urðu ásáttir um eftirfarandj yfirlýsingu: Við hörmum neikvæð skrif nokkurra blaða um skýrslu þessa, sem eingöngu var vinnuplagg fyrir norrænt námskeið félagsráðgjafa um fyrirbyggjandi starf. Það skal tekið fram, að Framfarafélag Breiðholts III var ekki aðili að gerð skýrslunnar. Ekki átti félagið heldur kost á þvi að'senda fulltrúa á námskeiðið. Eftir lestur skýrslunnar kemur I ljós, að ekki er um neinn samanburð á Breiðholti III og öðrum borgarhverfum að ræða. Skýrslan bendir aðeins á þau félagslegu Ekkert nýtt í gjallmálinu Rannsókn á gjallinu, sem Álverið lét varpa i sjóinn fyrir framan verksmiðjuhúsin I Straumsvik fyrir skömmu, er ekki lokið. Grímur Jónsson héraðslæknir í Hafnarfirði sagði í gær, að niður- staða um efnainnihald gjallsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Manni bjargað úr brennandi íbúð SOFANDI manni var bjargað út úr brennandi fbúð á Freyjugötu 11A f Reykjavik aðfararnótt föstudags. Húsið er lágreist bakhúg með tveimur litlum fbúðum og skemmdist önnur (búðin mikið af eldi. Hús- ráðendur voru að koma heim um kl. 4.30 og urðu þá eldsins varir, en þar sem þeir vissu af sofandi manni.f fbúðinni hjálpuðu þeir honum út, en maðurinn var sofandi þegar að var komið. Varð honum ekki meint af en allt innbú skemmdist algjörlega. vandamál, sem upp kunna að koma í hverfum sem byggjast ört, þegar nauðsynlega félagslega þjónustu skortir. Varðandi það atriði, sem hvað mest hefur verið skrifað um í nokkrum blöðum, um ofnotkun áfengis og taugalyfja f Breiðholti III, skal eftirfarandi tekið fram: Engar tölur eru til um þennan þátt skýrslunnar, hvorki varðandi Breiðholt né önnur hverfi borgarinnar, eins og greinilega kemur fram í skýrslunni. Gæti notkun taugalyfja því verið meiri í vesturbænum heldur en í Breiðholti og áfengisneysla gæti verið almennari i Fossvogshverfi en Breiðholti. Tölur um þau atriði verðtfr ekki hægt að birta fyrr en rannsókn hefur farið fram í hinum ýmsu borgarhverfum. Það hefur verið mjög áberandi hjá fjölmiðlum að skýra þanig frá, svo dæmi séu nefnd: „Þjófnaður í BREIÐHOLTI" „Rán í BREIÐHOLTI", „Skemmdarverk i BREIÐHOLTI". En ef slíkir atburðir eiga sér stað i öðrum borgarhverfum er aðeins sagt: „Þjófnaður í Reykjavík" og svo framvegis. Virðast fjölmiðlar keppa að því að gera Breiðholtshv.erfi að einhverjum sérstökum bæ, sem ekki tilheyrir Reykjavíkurborg, og minnir helst á bæ í Villta Vestrinu um síðustu aldamót. F.h. félagsráðgjafa Guðrún Jónsdóttir (sign), Sævar Guðbergsson (sign), F.H. stjórnar Framfarafélags Breiðholts III: Sigurður Bjarnason, (sign), Sigríður Sigurbjörnsdóttir (sign). (Fréttatilkynning). — Sjálfstæði Framhald af bls. 1 lítt þekktrar frelsishreyfingar sem kaus hann einróma. Ibúar eyjanna eru 70.000 og framleiða kókó. Landið fær nýtt nafn. Vasco Goncalves hershöfðingi forsætisráðherra Portúgals, ætlaði að vera viðstaddur hátiða- höld í tilefni frelsistökunnar en hætti við förina vegna ástandsins heima fyrir. eiga hann sem samstarfsmann. Þá var alltaf jafnánægjulegt að sitja og rabba um daginn og veginn við Thulin. En sérstaklega hefur mér þótt mikið til um það, hvað hann hefur borið sjúkdóm sinn með mikilli karlmennsku og æðru- leysi. Vart fann maður fyrir þvi að neitt væri að í slikum samræð- um. Slík var skaphöfn hans og sálarstyrkur. I þeim sjúkdóms- erfiðleikum naut hann hinnar frábæru umhyggju konu sinnar, er aldrei vék frá honum eða lét sig vanta til aðstoðar. Ég flyt konu hans og allri fjölskyldunni mína innilegustu samúðarkveðju. Blessuð sé minning hans. Sveinn á Egilsstöðum. — Portúgal Framhald af bls. 1 breyta stjórnkerfi landsins og byggja það upp á hreyfingum her- manna og verkamanna i stað stjórnmálaflokkanna. Segja opin- berar heimildir að alþýðu- demókratar ætli að fylgja for- dæmi jafnaðarmanna hafi herráð- ið ekki breytt eða hætt við þessa áætlun á miðvikudag. — Víkingar Framhald af bls. 1 Brasilíu. Mahieu segir að nýlega hafi hann fundið sólguðsmusteri sem vikingar hafi reist í norð- austurhluta fylkisins Piaui suð- austur af mynni Amazonfljóts og á því sé nú valekrur. Musterið er geysistórt og lík- ist mjög avipuðu musteri sem hefur fundizt í Neðra-Saxlandi að sögn Mahieus. Höggmyndir „með evröpskum einkennum“ séu á steinum sem musterið sé hlaðið úr. * Hann segir að á steinunum séu ótal rúnaáletranir sem séu á mállýzku er sé mitt á milli „hinnar gömlu dönsk-norsku Þungu“ og „mállýzku sem hafi verið töluð á miðöldum i Slésvik". Mahieu segir enn fremur að „ýmsar norrænar táknmyndir" hafi verið höggnar I steinana, meðal annars hamar Þórs og myndir af skipunum sem hann segir að víkingarnir hafi siglt á eftir Amazonfljóti. — AFP. — Útgerðarmenn Framhald af bls. 17 gerðina, ef þessi tekjuaukning ætti sér stað við gengisfellingu. Kaupþing mun vera sú full- komnasta aðferð sem fundizt hefur til að ákvarða sannvirði ýmiskonar verðmæta og hér virðist kaupþing húsgaflanna ólíkt nær sannleikanum en dag- legar skráningar Seðlabankans. Ein afleiðing þeirrar greiðslu- þrotastefnu fyrir útflutningsat- vinnuvegina sem nú er fylgt, er hin fáranlega skömmtunar- og læknavottorðsstefna sem fylgt er gagnvart utanlandsferðum. Það eru þó smámunir miðað við ýmsar aðrar afleiðingar eins og t.d. að ýmiskonar „sjóðir“ taki að sér rekstur fyrirtækjanna, en slíkt væri að sjálfsögðu kærkomið ýmsum sem gjarnan vilja fá tæki- færi til að spreyta sig við þau skilyrði, og telja sig geta gert betur en núverandi eigendur. Eyjólfur Isfcld Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.