Alþýðublaðið - 14.09.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.09.1958, Blaðsíða 8
YEÐRIÐi.AlIhvass SA; rigníng. Alþúöublaöiö Sunnudagur 14. sept. 1958 sien varðandi hafta og tollálækkanir ¥iia! við dr. Jóhannes í NÆSTA M.ÍNUðl kemur ráðherranefnd Efnahags- samvinnustofiiuuar Evrópu (OEEC) saman tii fundar til þess að ræða fríverzlunarmálin, Er bar um að ræða Mandlingnefnd ina svokölluðu. er liaft hefu,. fríverzlunarmálin til athugunar. A þessum fyrirhugaða fundi nefndarinnar v.erður gerð loka- íilraun til jþess að ná þeim árangri, er gert geti kleift að koma fríverzlun Evrómi á um næstu áramót. Er miög mikilvægt, að þetta takist, bar eð samningurinn um tollabandalag sex- veldanna gengur í gildí 1. janúar 1959. Allt frá því að hugmyndin | um fríverzlunarsvæði í Evrcpu kom fyrst fram, haía Islending ar fylgzt með umræðum um hana og tekið þátt í þeim. Mál- efni Efnahagssa rnvi nnustoínun ar Evrópu heyra undir ráðu- neyti Gylfa Þ. Gíslasonar. — Skipaði hann nefnd sérfræð- inga til þess að vera sér og rík- isstjórninni til ráðuneytis um fríverzlunarmálin. I þeirri nefnd eiga þessir sæti: Þórhali ur Ásgeirsson, ráðuneyíisstjóri, Sigtryggur Kleménzson, ráðu- neytisstjóri, dr. Jóhannes Nör- dal, hagfræðingur og dr. Benja- rnín Eiríksson, hagfræðingur. . Af þessum sérfræðingum hef- ur dr. Jóhannes Nordsí starfað mest að fríverzlunarmálinu og sótt marga fundi sérfræðinga- nefnda OEEC um málið. UMRÆÐUR KOMNAR í STRAND S. L. VQK. Alþýðublaðið átti nýlega við tal við dr. Jóhannes um frí- verzlunina. Sótti hann fund Maudling-nefndarinnar í París 24. og 25. júlí s. 1. og hóf frá- sögn sína um þessi mál á því að skýra blaðinu frá þeim fundi. Jóhannes sagoi, að höfuðtilgang ur fundarins í júlí hefði verið sá, að ganga úr skugga um, — hvort raunveruleg likindi væru til, að samkomulag næðist með ö-veldunum og öðrum ríkjum innan OEEC um stofnun frí- verzlunarsvæðis. S. 1. vor höfðu umræður ver *ð komnar í strand, vegua þess að 6-veldunum hafði ekki tek- ízt að ná samkomulagi, fyrst og fremst vegna tregðu Frakka. Hafa Frakkar verið í miklum vafa um það hvort þeim væri hagur að því að stuðla að fríverzlunarsvaiði Evrópu, fremur en að láta sér 3-veldabandalag nægja. Samningurinn um tollabanda lag sexveldanna var undirritað- ur í Róm 25. marz 1957. Að þeim samningi standa Þessi ríki: Frakkland, Ítaiía, Þýzka- I land, Holland, Belgía og Luxem burg. TVENNS KONAR II.'ETTA Dr. Jóhannes Nordal sagði, að álitið væri, að tollabandalag 6-veldanna gæti haft tvennskon ar hætíu í för með sér, ef ekkert væri að gert, efnahagsleg hætta og pólitíska hættu. Efnáhags- lega hættan er -fólgin í þeim skaða, er innbyrðis tollalækkan ir 6-veldanpa, hafa í för með Dr. Jóhannes Nordal. sér fyrir ríkin, er utan standa. Má búast við, að taka mundi fyrir útflutning margra Evr- ópulanda á ýmsum vörutegund um til sexveldanna, þar eð erf- itt yrði fyrir ríkin, er utan standa, að keppa við ríkin er þátt taka í 6-velda bandalsginu á þeirra eigin markaði. Mjög eru skiptar skoðanir um það, meðai 6-veldanna hvort þeim sé hagkvæmra tollabandalag eða fríverzlun. Þjóðverjar, Hollendingar og Belgíumenn telja t. d. skaðann meiri við að tapa viðskiptum við löndin ut- an við bandalagið, heldur en hagræðið af afnámi toila inn- byrðis -Frakkar eru hins vegar á annarri skoðun. Þeir hafa tal- ið sig tapa miklu af því hag- ræði, er tollabandalagið mundi færa Þeim, ef þeir gerast aðil- ar að fríverzlun Evrópu, HÆTTA Á EININGU 6-VELDANNA. Pólitíska hættan er fólgin í því, að 6-veldin vrðu með tím- anum ein heild, er klofnaðí frá öðrum ríkjum V-Evrópu. Áðiir hafa þessi 6 ríki sett kolatram- leiðslu sína og stáiiðnað undir sameiginlega stjórn, Tolla- bandalag, þessara ríkja væri í beinu framhaldi þar af- Telja ýmsir stjórnmálamenn Vestur- Evrópu þetta hættulega þróun fyrir Evrópu og mikilvægt að afstýra henni með því að koma á fríverzlunarsvæði fyrir öll 17 aðildarríkí GEEC, i 1 i|1| BETRA SAMKOMULAG. Samningur 6-veldanna tók gildi 1. janúar s-1. en raunveru- leg frmkvæmd hans skvldi hefjast ári síðar Var því tahð mikilvægt að ná samkomulagi um fríverzlunina fyrir þann tíma, sagði Jóhannes Nordal. Var ætlunin að ljúka samning- unum í júlí s. 1. en sem fyrr segir komust umræðurnar i strand s. 1. vor og hefur sam- komulag dregizt mjög á lang- inn fyrir bragðið. Á fundinum í júlí kom fram meiri samhugur en áður milli 6-veldanna og ríkjanna, er utan standa. Einn- ig reyndist samkomuiag 6-veid anna sjálfra betra en áður. — Voru horfur Því mun betri en áður eftir júlí-fundinn. HUGMYND UM BR.VÐA- BIRGÐASAMNING, Þrátt fyrir þetta kvað Jó- hannes vonlítið, að samningum Framhald á 2. síðu. bal sé agenl alvinmirekenda! sl. I FORUSTUGREIN Þjóðviljans segir svo m. a. östudag: ,,Það voru alþýðusamtökin sem knúðu fram stöðv unarstefnuHa sumarið 1956 eftir Iátlausa verðbólgu- þróun um 10 ára skeið. Illu heillj höfðu verkalýðssam. tökin ekki styrk til að tryggia framhald þeirra stefnu á s. 1. vori, og því er nú svo komið að draug- ur verðhólgunnar ríður húsum á nýjan leik. Verkaiýðs hreyfingin lilýtur að fylgja aðvörunum og mótmæl- um sínum eftir með bví að hefia gagnsókn, bæði tii þess að rétta hlut verkafólks og til þess að tryggja a'ftur stjórnarstefnu sem sé í samræm; við hagsmuni vinnandi fólks og hörf þjóðarinnar. Verkalýðshreyf- ingin er eina aflið sem megnar að tryggja slíka gagn- sókn, en til þess Jiarf stefnufestu og samheldni inn- an samtakanna; til þess þarf að bægja burt þeim annarlegu öfium sem reyna að suridra samtökunum innanfrá, Reynslan frá s, 1. vori er einmitt gleggsta sönnun bess ?.ð verkaiýðssamtökin megna ekki að gegna hlutverki sínu meðan háðar eru harðvítugar deilur innan þeirra o? agentar atvinnurekenda hag- nýta sér þær deilur til hins ýtrasta“. I þessu sambandi er rétt, að urplýsa, að einn þeirra manna, er harðast börðust fyrir stuðningi 19 manna oefndar ASI við lögin um Utflutningssjóð sl. vor (á máli Þióðviljans; fráhvarfið frá stöðvunarstefnunni) var Hanni bal Valdimársson. Samkvæmt því er hann einn þessara ,,agenta atvinnurekenda* en aðrir voru t. d. Björn Jóns- ;on, Moskvukommi frá Akureyrj og Gunnar Jóhannsson iínukomnii frá Siglufirði! BLAÐIÐ spurðist fyrir im það í þremur mjólkur búðum í gær, ,hvort dreg- ið hefði úr mjólkursölu /egna verðhækkunarinn- ar sem varð í síðustu viku. Hér eru svörin: 1. mjólkurbúð: Höfum ekki orðið vör við minnkun. Hins- vegar hefur sala á brúsamjólk heldur aukist og aðeir.s dvegið úr sölu á rjóma- 2. mjólkurbúð: Það hefur ekki dregið úr sölu. Seljum svipað magn af rjóma. 3. mjólkurbúð: Svipuð mjólk ursala, en talsvert dregið úr rjómasölu. Hjá þessari húð fékk biaðið auk þess þær upplýsingar, að nokkuð hefði borið á kvörtun- um undanfarna daga vegna lé- legrar brúsamjólkur, Þegar hringt var á Samsöl- una, upplýsti hún, að a'iltaf mætti búast við Því, að mjólk- urkaup minnkuðu við verð- hækkun. Hins vegar hafði skrif stofan ekki áreiðanlegar upp- lýsingar um þetta ennþá. Flöskumjólk kostar nú sem kunnugt er kr- 4,03 lítirinn. —* Verðbreytingin, sem átti sér stað í síðastliðini viku, er sií sjöunda síðan 1952. Þá um haustið kostaði mjólkuriítirinit kr. 3,25. Eftir verkfallið i des- ember sama ár lækkaði hana niður í kr. 2,79. Hér er hækkunin síðan: Maí ’55 — 2,75; september ’55 — 3,22; marz ’56 — 3,30; júlí ’56 — 3,33; júní ’58 — 353; og núna kr. 4,03. íslendingarnir, sem nuíw „gistivináttu“ brezka sjóhersins, fremri röð frá vinstri; Jóhannes Elíasson, Hörður Karlsson, Karl Einarsson. Aftari röð frá vinstri: Biörn Baldvinsson, Guðmund ur Sörlason, Ólafur Gunnarsson, Guðmundur Karlsson, Hrafnkell Guðjónsson, Ólafur V. Sig urðsson. Þeir eru allir skipverjar á „Þór“, nema Björn og Guðmundur eru á „Maríu Júlíu“. (Ljósm. Alþbl.: O. ÓL). Fregn til Aiþýðublaðsins. Sauðárkróki í gær. SLÁTRUN hefst hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga á morgun. —■ Vegna þess að heyskapur hefur ekki gengið 'sérlega vel, má bú- ast við, að bændur lógí meira af sauðfé sínu en ella mundi. Er gert ráð fyrir, að' siátrað verði 44 þús. fjár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.