Morgunblaðið - 06.09.1975, Blaðsíða 24
au<;lVsin<;asíminn er:
22480
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
Hafa upplýst smygl á
nær 6 kg af fíkniefnum
það sem af er þessu ári
ÞAÐ sem af er þessu ári hafa
lögregluyfirvöld upplýst smygl á
5,6—5,7 kg af fíkniefnum. Er hír
um að ræða talsverða aukningu
frá I fyrra, en þá upplýstist smygl
á 2,7 kg af hassi.
Morgunblaðið fékk þessar
upplýsingar hjá Arnari
Guðmundssyni fulltrúa hjá Fíkni-
efnadómstólnum. Arnar sagði að
það sem af væri árinu hefði dóm-
stóllinn bókað smygl á 3,6—3,7 kg
af hassi og um 2 kg af marihuana.
Af hassinu hafa lögregluyfirvöld
tekið í sina vörzlu 2,6 kg og um
100 gr af marihuana. Hinn kluti
fíkniefnanna hefur komizt í
umferð áður en lögreglan
stöðvaði dreifinguna.
Árið 1974 komst upp um smygl
á 2,7 kg af fíkniefnum til lands-
ins. Þar ef var hass 2,1 kg, en
marihuana 600 gr. Allt marihu-
ana-magnið var gert upptækt, en
af hassinu náðust 750 gr.
Hassið mun að langmestu leyti
hafa komið frá Kaupmannahöfn,
en marihuana að mestu frá
Bandaríkjunum.
Nautakjötsútsölunni lokið:
Ríkið mun greiða
40% lækkunarinnar
ÍITSÖLU þeirri á nautakjöti, sem
hófst s.l. mánudag, er nú lokið.
Upphaflega var ráðgert að útsala
þessi stæði til 14. september n.k.,
en f gær var búið að selja það
magn, sem selja átti á niðursettu
verði. Auk þess var fjármagn það,
sem áætlað var til að greiða þessa
lækkun úr Verðjöfnunarsjóði
landbúnaðarins, þrotið.
Að sögn Agnars Guðnasonar
hjá Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins nam kostnaður við
þessa lækkun á ungnautakjöti 45
milljónum króna, og var gert ráð
fyrir að Verðjöfnunarsjóður yrði
að bera þennan kostnað óskiptan,
en nú væru allar likur á að rikis-
sjóður greiddi 40% af þessum
kostnaði, en Verðjöfnunarsjóður
60%. Agnar benti á að hér væri ef
til vill um að ræða fyrsta skrefið í
þá átt að greiða niður nautakjöt.
Fé i Verðjöfnunarsjóð land-
búnaðarins er aflað með 5%
gjaldi, sem lagt er á nautakjöt,
sem framleitt er á tímabilinu frá
1. september 1975 til 1. september
1976. Þessa fimm daga, sem út-
salan á nautakjötinu stóð yfir,
nam sala á ungnautakjöti rétt um
200 tonnum, en auk þess voru
seld um 130 tonn af kýrkjöti. Ekki
er gert ráð fyrir að ríkissjóður
taki á sig neinn kostnað af lækk-
un á kýrkjöti og verður Verð-
jöfnunarsjóður að bera hann.
Agnar sagði, að ekkert nauta-
kjöt yrði til sölu hjá heildsölu-
aðilum fyrr en búið væri að aug-
lýsa nýtt verð á nautakjöti en
gera mætti ráð fyrir, að verð á I.
verðflokki yrði 490 krónur hvert
kíló og af II. verðflokki 469
krónur hvert kíló.
SME1
Gott veður f tvo dagá hefur
hjálpað bændum á Suðurlandi
mjög mikið og nú munu margir
langt komnir mcð að heyja, og
ef gott veður helzt fram yfir
helgi, ættu flestir að geta lokið
heyskap. Að sögn Agnars
Guðnasonar hjá Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins er
þegar vitað, að þótt hey náist
inn verða þau einstaklega léleg
og þvf hætt við að mjólkur-
framleiðsla verði með minna
móti í vetur, nema mikill fóður-
bætir verði gefinn með. Yfir-
leitt er það hey, sem nú er verið
að hirða, mjög hrakið eða þá úr
sér sprottið.
Þjóðverji
35 mílum
fyrir innan
LANDHELGISGÆZLUFLUG-
VÉLIN SÝR kom síðdegis í gær
að vestur-þýzka togaranum Mell-
um BX-737 frá Bremerhaven að
veiðum 35 mílur fyrir innan 50
mílna mörkin suðvestur af Vest-
mannaeyjum. Varðskip var ekki
fjarri og stefndi þar strax að
togaranum. Hann hýfði þá upp
vörpuna og sigldi útfyrir. Alls
voru 19 vestur-þýzkir togarar á
veiðum við landið og voru allir
aðrir togarar vel fyrir utan mörk-
in. Tæplega 50 brezkir togarar
voru við landið I gær.
Matvöruverzlanir
lokaðar á laugar-
dögum út október
FÉLAG matvörukaupmanna og
Félag kjötverzlana héldu hinn 27.
ágúst fund, þar sem samþykkt var
að verzlanir félagsmanna beggja
félaganna yrðu lokaðar á laugar-
dögum út október. Hafa félögin
tryggt, að Hagkaup, Vöru-
markaðurinn, KRON og Mjólkur-
samsalan fylgi einnig þessari
reglu.
Samkvæmt kjarasamningum
við verzlunarmenn er heimilt að
hafa verzlanir opnar á laugardög-
um frá 1. september frá 09 til 12.
Talsmaður Svíanna um hveravatnskaupin:
Ekkert bendir til tæknilegra
eða fjárhagslegra örðugleika
Gæti orðið vísir að víðtækri nýtingu þessarar orkulindar
Skuldar 16
millj. kr. 1
söluskatt
Breiðdalsvík 5. september.
VERZLANIR Kaupfélags
Stöðvfirðinga og Breiðdælinga
voru opnaðar á ný í dag, en
sem kunnugt er var þeim lokað
I gær vegna meintra vanskila á
söluskatti. Hreppstjóri Breið-
dalsvíkur opnaði verzlunina
hér kl. 14.50 í umboði sýslu-
manns Suður-Múlasýslu, en
það var gert samkvæmt
tilmælum fjármálaráðuneytis-
ins.
Upplýst var að kaupfélags-
verzlanirnar skulda 16 milljón-
ir kr. I söluskatt fyrir utan
dráttarvexti, en ekki er vitað
hve háir þeir eru orðnir.
Fólk hér var að vonum glatt
að verzlanirnar skyldu
opnaðar á ný, þar sem þær eyu
ekki það margar.
— Fréttaritari.
„EKKERT bendir í dag til þess að
þetta sé óframkvæmanlegt,“
sagði Ove Wengler framkvæmda-
stjóri Skandinaviska aluminium
prófiler AB f Vetlanda, en hann
er talsmaður Wilong-hópsins,
sem sýnt hefur innflutningi á fs-
lenzku hveravatni til Svfþjóðar
áhuga. 1 viðtali við Morgunblaðið
sagði Wengler að rannsóknir
færu fram næstu 6 mánuði á þvf,
hvort þessi viðskipti yrðu hag-
kvæm og tæknilega kleif.
Wengler sagði að Wilong-
hópurinn væri nýstofnuð fyrir-
Hús brann
í Eyjum
UM kl. 22 í gærkvöldi kom upp
eldur í húsinu nr. 28 við Mið-
stræti í Vestmannaeyjum, en
þetta er gamalt timburhús, ein
hæð með risi og kjallara. I risinu
bjó einn maður, en hann var ekki
heima, er eldurinn kom upp.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum logaði mikill eldur
upp úr þakinu um tíma, en sæmi-
lega gekk að ráða við eldinn, enda
veður stillt og bjart.
tækjasamsteypa, sem hefði trú á
hraðri þróun orkumála á næstu
árum. Hann kvað hópinn vera
fjárhagslcga sterkan og hefði
mikla reynslu f stjórnun fyrir-
tækja. Þessa eiginleika sagði
Wengler, að hópurinn vildi nýta f
þeirri orkumarkaðsþróun, sem nú
væri að myndast. í þvf sambandi
hefði hópurinn m.a. til athugunar
innflutning á heitu hveravatni
frá Islandi.
Ove Wengler sagði að fyrir
nokkrum mánuðum hefðu full-
trúar hópsins átt viðræður við við-
skiptaaðila sinn í Reykjavík, Hita-
veitu Reykjavíkur. Hefði verið
ákveðið að hópurinn tæki sér 6
mánaða frest til þess að athuga
bæði tæknilega og fjárhagslega
hlið málsins. Wengler sagði, að
þegar hann ræddi um tæknilega
hlið málsins ætti hann m.a. við
það, hvort vatnið væri nógu heitt,
er það kæmi á áfangastað og eins
á hvern hátt flutningurinn gæti
bezt átt sér stað. I sambandi við
hina fjárhagslegu hlið málsins
beinist athugunin fyrst og fremst
að rekstrarkostnaði fyrirtækisins
og væri þar með talinn stofn-
kostnaður við tækjabúnað í höfn
á Islandi, þar sem ferming skips
færi fram og eins stofnkostnaður
við tækjabúnað í viðtökuhöfninni
f Svíþjóð. Ef þessi kostnaðar-
athugun Ieiðir í ljós að vatnið
veröur það ódýrt að neytendur
vilji kaupa það, ætti allt að vera í
lagi.
„Öll þessi atriði verða athuguð
mjög gaumgæfilega", sagði Ove
Wengler, „og okkur er mikil
alvara með þetta mál. I dag er
ekkert sem bendir til þess að
þetta sé óframkvæmanlegt,
hvorki fjárhagslegt né tæknilegt.
Við ætlum fyrst f stað að nýta
vatnið til upphitunar húsa og er
Gautaborg þar efst á blaði, en ef
framkvæmdin reynist vel getur
málið orðið stærra og þá er
kannski heldur ekki nauðsynlegt
að binda sig við ströndina eina.“
Ove Wengler sagði að mikil-
vægt atriði þessa máls væri að
þessi orkulind, heita vatnið á Is-
landi, þryti ekki í fyrirsjáanlegri
framtíð. Hér væri um að ræða
náttúrulega hringrás vatns, sem
ávallt væri nóg af, og gífurlega
þýðingu hefði það atriði að heita
vatnið væri orka, sem ekki ylli
mengun. Þessir kostir hefðu mjög
mikið gildi i dag, en gildi þessa
myndi stóraukast í framtíðinni.
Sagði Wengler að ef til vill gætu
þessi viðskipti orðið visir að mjög
viðtækri nýtingu þessarar orku-
lindar.
Ove Wengler kvaðst vera mjög
ánægður með þær viðræður og
þau viðskipti, sem þegar hefðu átt
sér stað við Hitaveitu Reykja-
vfkur og Reykjavíkurborg og
nefndi þar sérstaklega nöfn
Weggja manna, Jóhannesar Zoéga
hitaveitustjóra og Gunnlaugs
Péturssonar borgarritara.
Mikil ásókn í þær
jarðir sem losna
ÁSÓKN í þær jarðir, sem nú
losna úr ábúð vegna einhverra
orsaka, er nú mjög mikil, og oft-
ast er það svo, að fleiri vilja yrkja
jörðina en fá. Þessar upplýsingar
fékk Mbl. hjá Sveinbirni Dag-
finnssyni ráðuneytisstjóra í gær.
Sveinbjörn sagði, að mikið væri
nú spurt um rfkisjarðir, og ef jörð
losnaði, væru umsóknir ávallt
margar. Hér hefði orðið mikil
breyting á hin síðari ár, þvi ekki
er langt sfðan, að jarðir fóru
almennt í eyði, ef hætt var að búa
á þeim.
Þá sagði Sveinbjörn, að nú væri
miklu minna um uppsagnir jarða
en verið hefði.