Morgunblaðið - 14.10.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÖBER 1975
5
Kjarvalsstaðir:
Uppselt hjá
Ragnari Páli
1500 gestir um helgina
RAGNAR Páll listmálari opnaði
málverkasýningu að Kjarvalsstöð-
um s.l. laugardag þar sem hann
sýnir bæði myndir sem eru í
einkaeign og myndir sem eru til
sölu. 38 myndir voru til sölu en á
fyrstu klukkutimum sýning-
arinnar seldi hann allar
myndirnar. 1500 manns sáu
sýningu Ragnars Páls um helgina,
en henni lýkur um næstu helgi.
Ragnar Páll var fyrsti listamaður-
inn sem sýningarráð Kjarvals-
staða neitaði um afnot af sölum
hússins á sinum tima. Eftir þá
neitun hélt hann sýningu í Boga-
salnum og seldust öll málverkin
þar fyrsta daginn. I fréttatilkynn-
ingu frá Ragnari Páli um sýningu
hans í Kjarvalsstöðum segir:
„A þessari sýningu, sem er
sjötta einkasýning Ragnars Páls,
eru 75 verk og er rúmur
helmingur þeirra til sölu, en hitt
eru verk í einkaeign og hafa fæst
þeirra verið sýnd áður. Þar á
meðal eru 10 portrait, meðal
annars af dr. Kristni Guðmunds-
syni fyrrverandi ambassador og
Sigurliða Kristjánssyni kaup-
manni. Til sölu eru 20 olíumál-
verk, 13 vatnslitamyndir og 5
pastelmyndir og er verð sölu-
myndanna frá 35 til 175 þús. kr.
Auk mannamyndanna eru á sýn-
ingunni landslagsmálverk
einkum frá Vestfjörðum, Snæ-
fellsnesi, Þingvöllum, Land-
mannalaugum og Siglufirði.
Einnig eru á sýningunni nokkrar
blómamyndir, húsamyndir og
bátamyndir.
Sýning Ragnars Páls er opin
daglega kl. 16—22 til sunnudags-
kvölds 19. október og þar fær
almenningur að kveða upp sinn
dóm um réttmæti ákvörðunar
sýningarráðs Kjarvalsstaða, sem
að meiri hluta var skipað lista-
mönnum, en það var núverandi
hússtjórn, sem leyfði Ragnari
Páli að sýna að Kjarvalsstöðum.
Fyrsta skóflustungan
tekin að Menntaskól-
anum á Egilsstöðum
Egilsstöðum, 13. október
1 DAG kom menntamálaráðherra
til Egilsstaða og tók fyrstu skóflu-
stungu að tilvonandi mennta-
skóla. Þær framkvæmdir, sem eru
að hefjast eru upphaf byggingar
Menntaskólans á Egilsstöðum. t
fyrsta áfanga er annars vegar
mötuneyti fyrir allan skólann og
ýmis sameiginleg aðstaða. Hins
vegar er heimavist fyrir 70 nem-
endur.
Áætlað er að ljúka í ár botn-
plötu fyrir mötuneytisálmuna,
sem er 758 fermetrar að grunn-
fleti, en heildarflatarmál hússins,
sem er á tveimur hæðum, er 1.548
fermetrar og 6.764 rúmmetrar. I
seinni áföngum eru áætlaðar
heimavistir fyrir fleiri nemendur,
kennsluhúsnæði, þar á meðal
íþróttahús og starfsmannaíbúðir
og hefur verið gerð heildaráætlun
um uppbyggingu skólans.
Reiknað er með í framtiðinni, að
skólinn starfi með fjölbrauta-
sniði, þótt byrjað verði á hefð-
Vilhjálmur HJálmarsson mennta-
málaráðherra tekur fyrstu skóflu-
stunguna að menntaskólanum á
Egilsstöðum.
bundnu menntaskólanámi. Um
sjón með undirbúningi og hönnur
hefur annazt byggingardeilt
menntamálaráðuneytisins o{
byggingarnefnd skólans, sem
eru: Þórður Benediktsson, Þor
steinn Sveinsson og Hjörleifu
Guttormsson, sem er formaðu
nefndarinnar. Framkvæm
verksins er í höndum Fran
kvæmdadeildar Innkaupastofi
unar ríkisins. Hönnun verksir
annast Arkitektastofan s.l
Ormar Þór Guðmundsson og öri
ólfur Hall. Sveinn Þórarinssc
verkfræðingur, Verkfræðistol
Gúðmundar G. Þórarinssona
Verkfræðistofa Sigurðar Tho
oddsen s.f. og Verkfræðistofa
Rafteikning s.f.
Arið 1965 voru sett lög, sei
heimiluðu stofnun menntaskóla
Austurlandi. 1971 ákvað Gylfi 1
Gíslason að menntaskólinn skylt
verða á Egilsstöðum. 1972 tók t
starfa undirbúningsnefnd, sem
voru: Lúðvík Ingvarsson, Vi
hjálmur Sigurbjörnsson o
Sigurður Blöndal. 1973 tók núve
apdi byggingarnefnd til starfa.
Vilhjálmur Hjálmarsso
menntamálaráðherra sagði vi
athöfnina í dag er hann tó
skóflustunguna: „Austfirðinga
binda miklar vonir við væntai
legan menntaskóla sinn. Með ti
komu hans víkkar svið skólamál
í fjórðungnum og honum er ætla
að treysta tengslin með verknáir
og bóknámi. Ákvæði um mennti
skóla á Austurlandi voru fyr;
sett í lög 1965. Skólanum vi
ákveðinn staður á Egilsstöðui
1971. Undirbúningsnefnd skipu
sama ár og byggingarnefnd 197
Gerð hefur verið heildaráætlu
um uppbyggingu skólans i stóru
dráttum og allt er tilbúið að hef.
fyrsta verkþáttinn við fyrs
húsið. Heill fylgi byggingu (
siðar starfi Menntaskólans
Egilsstöðum."
— Steinþór.
Ragnar Páll. I fjarska á stóru myndinni er portrett af dr. Kristni Guðmundssyni fyrrverandi
utanrfkisráðherra.
með hið GLÆSILEGA úrval
Amor teen 1111
Amor teen 1112
Amor teen 1115
Amor teen V
Butterfly FT
Butterfly V
Fabienne
Fabienne Slip
Amourette click
Jolly cotton
Teeny flip
Teeny f lip Slip
Doreen
Poesie decor V
Poesie extra soft
Jane Set
Pony H
Sloggi mini
Tríumph
AGUST ARMANIM hf.
UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - sundaborg - reykjavík