Morgunblaðið - 14.10.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKT0BER 1975
11
Framleiðslumáti
Einingahús
>"•*. Endurbættur
r*
• i
JL-jBu
byggingarmáti
Hefðbundinn
byggingarmáti
1967
nr. 5
1971 Ar
Ármann Pétursson for-
maður Landssambands
slökkviliðsmanna
DAGANA 4. og 5. okt. var haldið
að hótel Loftleiðum 3. þing
Landssambands slökkviliðs-
manna. Þingið var sett af for-
manni þess Guðmundi Haralds-
syni. Hann minntist í upphafi
andláts Þórhalls Dan Kristjáns-
sonar eins af forustumönnum
sambandsins frá upphafi. Hann
greindi frá þeirri samræmingu er
gerð var á kaupi lausráðinna
slökkviliðsmanna, en ósamræmi i
launum þeirra var mjög mikið
áður. Þá gat hann þess að á þessu
þingi lægi fyrir umsóknir frá
fimm félögum slökkviliðsmanna
um inngöngu í sambandið. Gestir
þingsins voru Birgir Isl. Gunnars-
son borgarstj., Magnús E. Guð-
jónsson framkvæmdastj., Bárður
Daníelsson brunamálastj., Rúnar
Bjarnason slökkviliðstj., Guð-
mundur Guðmundsson slökkvi-
liðstj. og fl. Fluttu þeir ávörp og
erindi á þinginu.
Á þinginu var fjallað um launa-
mál. Mikill tími fór i umræður um
heilbrigðis- og öryggismál og ósk-
að eftir því að yfirvöld brunamála
Framhald á bls. 27
~e4CZZZZZíZ!ZZZZZZZZ!ZZZZZZZ^
/rvMBJMISI^ SEBRA KÚLUPENNAR NR.44
Agætir — Nýtískulegir — Á hagstæöu verði
Heildverzlun Agnar K. Hreinsson hf.
PÓSTHÓLF 654 — SÍMI: 16382
MEÐALBREYTING A TfMAÞÖRF VIÐ BYGGINGU FJÖL-
BÝLISHÖSA í SVÍÞJðÐ áRIN 1950 - 1971
Heildartími klst/m3
r
Haraldur Asgeirsson:
Karp um byggingannál
hæða blokkbyggingu) reiknast
tímaþörfin í ár milli 7'A og 8 klst/
rúmmetra. (Myndin er nr. 7 i
Rapporti 15, 1975 frá
Byggforskningen Stokkhólmi).
Mér finnst líka ástæða til að
benda á mynd nr. 5 i tilvitnaðri
skýrslu. Hún sýnir að árið 1967
voru ný einingahús aðeins 10%
af öllum nýbyggðum fjölbýlishús-
um í Svíþjóð, en þessi tala jókst
upp á 15% 1971. Á sama tíma
jókst hlutur endurbættra bygg-
ingarmáta úr 55% i 75%, og hefir
það að líkum haft meiri áhrif til
timasparnaðar en sjálf aukning
einingaframleiðslunnar. Hefð-
bundinn byggingarmáti hefir á
sama tíma minnkað úr 35% niður
í 10%.
Þótt mér sé það ljóst, að fleira
en rannsóknir hafi stuðlað að
árangri sænska byggingar-
iðnaðarins, þá fer ekki milli mála,
að Svíar hafa viðurkennt mikil-
vægi rannsóknastarfseminnar í
byggingariðnaði, enda verja þeir
0,6% af allri mannvirkjagerð tií
rannsókna í þeirri grein.
Ég hef líka þá trú, að íslenskur
byggingariðnaður sé nú að vakna
til vitundar um það, að það er eitt
mesta hagsmunamál atvinnu-
greinarinnar, að rannsóknastarf-
semin verði sem öflugust. Öflug
rannsóknastarfsemi verður svo
jafnframt samfélginu til hagsbóta
með því að hún magnar gildi at-
vinnugreinarinnar, sem vissulega
er ein hin mikilvægasta í efna-
hagsuppbyggingu þess.
Reykjavfk, 1975-10-09,
Haraldur Asgeirsson.
SKIPTING BYGGINGARMATA FJÖLBÝLISHÚSA
í SVÍÞJÖÐ ÁRIN 1967 og 1971
ÞAÐ sætir undrun að fram-
kvæmdastjóri í verktakastétt
skuli vera sleginn þeirri blindu,
að geta ekki lesið óbrenglað töflu-
færðar tölur úr opinberum skýrsl-
um, bara vegna þess að niðurstöð-
urnar passa ekki við frumstæðar
eigin hugmyndir hans. Enn verra
er það þó, þegar hann sjálfur
gefur upp opinberar tölur og hag-
ræðir þeim þá til þess að styrkja
eigið hugarfóstur.
Arni Brynjólfsson deilir á mig
og byggingarrannsóknir í grein f
Morgunblaðinu 7. þ.m. og bendir
þar á að ærið fé renni til bygg-
ingarrannsókna og tíundar:
„Rekstrarkostnaður Rann-
sóknastofnunar byggingariðn-
aðarins 42,7 millj. kr., tekjur 8,5
millj. kr. Til viðbótar 26,8 millj.
kr. úr byggingarsjóði."
Arni lætur ókunnugum lesanda
aðeins eftir að leggja saman töl-
urnar. Tölurnar eru úr fjárlögum
fyrir árið 1975, en augljós stað-
reynd er að Árni gat ekki gripið
til þeirra nema hann fengi sam-
tímis vitneskju um það, að tekju-
liðurinn 8,5 millj. kr. er frádrátt-
ar- en ekki viðbótarliður, og að
byggingarsjóðsframlagið 26,8
millj. kr. rennur til nýbyggingar
við Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins — álmu sem hætta
varð við að byggja vegna fjár-
þrenginga árið 1968 —, en
húsnæðisvandræði hafa hamlað
vexti stofnunarinnar síðan.
Rekstursfé til Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins er
þannig áætlað 34,2 millj. kr. en
ekki 78 millj. kr. eins og Árni
lætur að liggja.
Nú sinnir Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins ýmiss konar
öðrum störfum en beinum rann-
sóknarstörfum, svo sem eftirliti,
vinnu við að leiða f ljós hönnunar-
forsendur og við beinan undir-
búning mannvirkja, ekki síst f
vegagerð. Þess vegna eru raun-
verulegar rannsóknir, skv. skil-
greiningum OECD innan við 30%
stárfrækslunnar.
Byggingarrannsóknir við Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins eru þannig af stærðargráð-
unni tlu millj. króna.
Ég legg gjarnan áherslu á fram-
anskráða skýringu, því mjög al-
gengt er, að ruglað sé saman und-
irbúnings- og eftirlitskostnaði og
rannsóknakostnaði. Það getur
líka verið hagstætt fyrir stíl-
glaðan oddamann í verktakahópi,
að vita hvað f hugtakinu
rannsóknir felst.
Því verður víst ekki haggað að
byggingarefni hefir hækkað um
200% á stuttum tíma meðan
launatekjur hækkuðu um 100%,
og að þetta hafi áhrif á lífsafkomu
manna. Hitt er lfka staðreynd, að
við byggjum aðeins átta íbúðir á
1000 fbúa og þurfum að auka
framleiðsluna verulega. Ekki fer
heldur á milli mála, að vinnu-
framlag okkar til þess að koma
upp meðalaíbúð er tiltölulega
hátt — jafnvel þótt eigið vinnu-
framlag íbúðareigenda, sem er
langt mest hér á landi, sé ekki
talið með.
Ásakanir um óheiðarlegan og
flausturskenndan málflutning
eru hvimleiðar, sérstaklega þegar
höfundi verður á að breyta tölum,
sem gera málflutning hans senni-
legri.
Upplýsingar mínar voru, svo
sem tilvitnað var, byggður á
skýrslu frá Nordforsk og frá
Rannsóknaráði, en báðar þessar
stofnanir hafa aflað upplýs-
inganna eftir stöðluðum reglum
Efnahags- og samvinnustofnunar-
innar OECD. Skv. þessum reglum
er það orðin venja, að skrá
heildarframlög til rannsókna sem
hundraðshluta af þjóðartekjum,
en framlög til rannsókna í ein-
stökum atvinnugreinum sem
hundraðshluta af virðisviðauka f
greininni. Skv. skýrslu Rann-
sóknaráðs var þessi hundraðs-
hluti árið 1971 f byggingariðnaði
0,07% (ekki 0,7 + eins og fram
kemur hjá Árna), en var þá 16-18
sinnum hærri í landbúnaði og
sjávarútvegi.
Ég hefi um áratugaskeið predik-
að þá kenningu, að stóraukin
framlög til rannsókna myndu
verða þjóðinni til hagsældar, og
hrekk þvf ekki við þótt skoðanir
mínar rekist nú á við annarra álit.
Ég undrast aðeins hversu lengi
við getum lifað í þeirri sjálfs-
blekkingu að halda að atvinnu-
vegir okkar hlíti öðrum lögmálum
en atvinnuvegir annarra.
Tilgangur minn með þessum
skrifum er vissulega ekki sá að
komast í hnútukast eða karp við
framámenn í byggingariðnað-
inum. Þvert á móti sækist ég eftir
náinni samstöðu við þá og tel aug-
ljóst að við eigum margvislega
sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Ástæða mín er einfaldlega hin
sama og tilgangurinn með þróun-
arskýrslu Rannsóknaráðs, að
hvetja aðila byggingariðnaðarins
til yfirvegunar og umræðna um
stöðu starfseminnar. Tel ég mig
hafa reynt að birta sjónarmið mín
á rökstuddan hátt.
Því er gjarnan haldið fram, að
Sviar geti lagt mikið í rannsóknir
vegna þess að þeir séu svo rikir.
Að hinu má líka færa rök, að
Svíar eru ríkir af því þeir leggja
mikið f rannsóknir (1973 1,7% af
GNF, ísland 0,5%.
Á myndinni, sem ég læt fylgja
hér með, sést hvaða tímasparn-
aður hefir orðið hjá Svíum undan-
farin 20 ár við byggingu fjölbýlis-
húsa. Við gætum ekki náð svona
miklum árangri í ísl. byggingar-
iðnaði, því viðfangsefnin eru hér
of smá. Hálfur þessi árangur væri
þó fyrir okkur mikill ávinningur,
því í nýja vísitöluhúsinu (3ja
100 —,
90 _
80
70 _
60 _
50 -
40
30 —
20 -
10
Mynd
TOYOTA
MODEL — 5000
2 Overlock saumar
. 2 Teygjusaumar
Beinn SAUMUR
Zig-Zag
Hraðstopp
(3ja þrepa zig zag)
Blindfaldur
Sjálfvirkur
hnappagatasaumur
Faldsaumur
Tolufótur
Utsaumur
Skeljasaumur
Fjólfareytt úrval fóta og
stýringar fylgja vélinni.
VERÐ KR. 37.200
TOYOTA
— VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F.
ÁRMÚLA 23, REYKJAVÍK.
SIMI: 81733 — 31226.