Morgunblaðið - 14.10.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 14.10.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÖBER 1975 Eldur á barnasýn- ingu Þjóðleikhússins A blaðamannafundi með framkvæmdastjóra Amnesty International Martin Ennals. Frð vinstri ritari tslandsdeildar Jenna Lfsa Þorsteinsdóttir, Martin Ennals, Einar Karl Haraldsson varaformaður AI hér og Ingi Karl Jóhannsson gjaldkeri. ÞEGAR frumsýning barnaleik- ritsins „Milli himins og jarðar'* hafði hafizt f Þjóðleikhússkjallar- anum klukkan 11 á sunnudags- morgun, brauzt skyndilega út eldur f eldhúsi leikhússins og varð þar allt alelda á svipstundu. Fjöldi barna var f kjallaranum en leiksýningin fór fram á sviðinu þar. Er eldsins varð vart greip Sveinn R. Einarsson þjóðleik- Markaðsaðstæður og verndunar- sjónarmið þáttur í fiskverðsákvörðun Fiskverðsákvörðun sú, sem nýlega var tekin, felur í sér nokkrar breytingar á verðhlutfaili milli fiskteg- unda. Miðað við ársaflann 1974 er meðaltalshækkun fiskverðs um 4,5%, en fisk- tegundir hækka þó mjög misjafnlega og einnig teg- undir eftir stærðum og sumar jafnvel lækka í verði. Ráða þar bæði markaðsaðstæður svo og verndunarsjónarmið. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér fól fiskverðs- ákvörðunin í sér nokkuð miklar verðbreytingar milli tegunda og er þar sérstaklega tekið tillit til markaðsins og aðstæðna á honum, svo og að nokkru verndunar- sjónarmiða. Ákvörðunin fól t.d. í sér að verð á stórum þorski var hækkað, en verð á millistærðar og smáþorski var lækkað. Þá er verðið á ufsanum lækkað, þar sem hann er ekki jafnverðmætur og aðrar fisktegundir og hið sama er að segja um lönguna. Miðað við ársmeðaltal er hækkunin á fiskverðinu um 4,5%. Verðbreytingarnar fara þó' eftir því, hvernig aflabrögð eru eftir tegundum, því að þorskur hækkar um 6 til 7%, ýsan um 4 til 5%, steinbýtur um 3 til 4%, karfi um 2 til 3% og ufsinn lækkar um 6% og langan um 13 til 14%. Annar fiskur hækkar um 4%. Miðað við ársaflann 1974 er þetta talin vera að meðaltali um 4,5% hækkun en miðað við haustaflann í fyrra á því tímabili, sem verðlagningin gildir fyrir, október til desember, þá felur þessi breyting í sér 2.5 til 3% hækkun — vegna þess að ufs- inn er haustfiskur og auk þess er stórþorskur ekki jafn mikilvægur í aflanum á haustin. Það er talið að sú verðhækkun, sem þessi ákvörðun veldur fyrir frystihúsin sé á bilinu 40 til 50 milljónir króna fyrir þessa þrjá mánuði. Hins vegar ætti hráefnis- kostnaður saltfiskverkunar varla að hækka mikið fyrir þessa mánuði og gæti hann jafnvel lækkað, vegna þess hve ufsinn vegur mikið í þeirri framleiðslu. Samkomulagið um fiskverðið hyggðist á því, að ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún myndi beita sér fyrir ráðstöfunum, sem nauð- synlegar kynnu að reynast til þess að verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins gæti staðið við þær skuldbindingar, sem felast í við- miðunarverði og greiðslureglum, sem stjórn verðjöfnunarsjóðsins samþykkti fyrir þetta tímabil. Sú samþykkt sem gerð var í stjórn verðjöfnunarsjóðsins fól í sér að ábyrgjast áfram sama verð fyrir einstakar freðfisktegundir, sem áður höfðu gilt, að viðbættum þessum kostnaðarauka 40 til 50 milljónum króna. I raun og veru snýst ábyrgðin, sem þarna var gefin fyrst og fremst um það, sem fyrir var, þvf að á það skorti að sjóðurinn gæti undir því risið án slíkrar ábyrgðar. Nemur það vafa- laust 250 til 300 milljónum króna og er það aðalatriðið í málinu. Þessar tölur, 250 til 300 milljón- ir, eru miðaðar við núverandi markaðsverð og gengi. Hækki hins vegar verðið á dollaranum eða markaðsverðið á fiskinum, þá minnkar greiðslukvöðin á sjóðn- um. Því er ekki unnt að tala um ríkisstyrki i þessu sambandi, heldur lýsir rfkisstjórnin því eingöngu yfir að hún ábyrgist greiðslugetu sjóðsins með einum hætti eða öðrum. hússstjóri inn f og tókst honum að tæma húsið á skömmum tfma án þess að nokkur hræðsla gripi um sig. Að sögn Svans Agústssonar, eftirlitsmanns Þjóðleikhússins, var mikil guðsmildi, að svo vel gekk að rýma húsið. Eldurinn kviknaði í fitupotti í eldhúsi mötuneytis leikhússins. Svanur hafði skömmu áður kveikt undir pottinum til þess að hann væri tilbúinn til notkunar fyrir kokka hússins. Á pottinum er sér- stakur hitastillir, sem koma á i veg fyrir að fitan í honum fari upp fyrir 50 gráðu hita. Þessi hitastillir bilaði og sprakk pott- urinn. Mikinn reyk lagði þegar um húsið og barst með loftrásum upp um húsið. Strax og eldsins varð vart greip Svanur Ágústsson slökkvitæki og tæmdi úr þremur og tókst honum að mestu að kæfa eldinn í eldhúsinu, en hann var þá kominn inn f loftræstikerfið. Tókst honum einnig að ná pott- inum, sem eldsvoðanum olli, úr sambandi áður en hann varð að flýja eldhúsið. Skemmdir af reyk urðu talsvert miklar og er mötuneyti hússins óstarfhæft og verður í viku til 10 daga að því er áætlað er. Þá er loftræstikerfið, sem eingöhgu er til að hreinsa loft úr eldhúsinu, mikið skemmt, en talsverðan tíma mun taka að gera við það og kvaðst Svanur búast við því að skipta þyrfti um stokka, sem ganga upp um allt húsið. Stefnt er að því að koma Þjóðleikhússkjall- aranum í það lag, að um næstu helgi verði unnt að halda þar dansleik. Barizt fyrir afnámi pynd- inga á allsherjarþingi S.Þ. Framkvæmdastjóri AI leitar liðsinnis á Islandi FRAMKVÆMDASTJÓRI Amn- esty International, Martin Enn- als, hefur dvalið á tslandi á leið sinni á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann verður nú í þriðja sinn til að vinna að verkefnum AI samtakanna, sem beita sér fyrir verndun mann- réttinda. Hér hefur hann hitt full- trúa úr sendinefnd tslands, full- trúa utanrfkisráðuneytisins og mun hafa tal af formanni fsl. sendinefndarinnar, er hann kem- ur vestur, til að vekja athygli þeirra á ýmsum málum, þar sem tsland kemur við sögu eða ætti að koma við sögu. Eitt er það, að tsland hefur ekki ennþá löggilt tvær samþykktir um túlkun og framkvæmd á greinum mannrétt- indayfirlýsingarinnar, sem þó voru samþykktar fyrir mörgum árum, en þær fjalla um pólitfsk réttingi og um félagsleg og efna- hagsleg mannréttindi. — Þetta skiptir máli, sagði hann við fréttamenn, þvf þegar 35 rfki hafa löggilt þessar samþykktir, þá verður hægt að hef jast handa, kalla saman 18 manna ráð og vinna að þvf að þessi ákveðna túlkun nái fram að ganga, en að- eins 33 rfki hafa enn gert það. Með því að löggilda samþykktina gætu tslendingar orðið til þess að þær kæmust f framkvæmd og einnig átt sinn þátt í framhald- inu. Lagði framkvæmdastjórinn áherzlu á að smáþjóðirnar hefðu þarna miklu hlutverki að gegna, einkum ef það eru þjóðir sem raunverulega geta og ætla að framfylgja viðkomandi mannrétt- indum. Ennals hefur verið fram- kvæmdastjóri Amnesty Inter- national frá 1968. Hann er sérfræðingur í al- þjóðalögum og starfaði áður bæði hjá Unesco og Mann- réttindanefndinni. Aðalerindi hans til Sameinuðu 'þjóðanna nú er að fylgja eftir samþykkt um afnám pyndinga sem lengi hefur verið unnið að og sem nú loks er á dagkrá allsherjarþingsins. Var texti samþykktarinnar samin á al- þjóðlegu þingi í Genf 1974. I því máli, sem rætt verður á Allsherjarþinginu, eru m.a. siða- reglur fyrir lækna, þvf fyrr eða síðar koma læknar við sögu, þar sem fangar hafa verið pyndaðir. Og svipaðar alþjóðlegar siða- reglur fyrir lögreglumenn eru í undirbúningi. Hafa lækna- reglurnar verið staðfestar af Al- þjóða heilbrigðisstofnuninni og alþjóðasamtökum lækna. Kvaðst Ennals gera sér vonir um að þessi samþykkt færi í gegn á þessu alls- herjarþingi og fer fram á stuðn- ing Islands. En þó yrði enn Iangt í land, því þjóðirnar þurfa að stað- festa samþykktina. Hann kvað mikilvægt að gera þessu fólki skiljanlegt og fá það til að viður- kenna að það sé rangt að pynda fanga og að eigi að ákæra fyrir það. Annað baráttumál Amnesty International hjá Sameinuðu þjóðunum er að reyna að fá sér- stakar reglur viðurkenndar um tilkynningaskyldu ef ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar eru brotin. Þriðja málið, sem samtökin eru að berjast fyrir, en sem ekki er tekið fyrir á þessu allsherjar- þingi, er afnám dauðarefsingar, sem enn er við lýði f ýmsum myndum í fjölmörgum löndum. — Aftökurnar á Spáni vöktu al- menn mótmæli, sagði Ennals. Ástæðan var ekki aftökurnar sjálfar, heldur að þær voru af stjórnmálaástæðum. I fyrra voru 62 menn leiddir úr fangelsum í Eþíópíu og skotnir. Þvi var mót- mælt en ekki lengi. 1 Sovétríkj- unum er dauðarefsing fram- kvæmd, án þess að það veki mót- mæli. Þar er það venjulega sagt gert af efnahagslegum ástæðum, menn er.u sagðir teknir af lifi vegna smygls eða brota á gjald- eyrismeðferð. 1 Uganda og Iran eru aftökur stjórnunartæki og í Suður-Ameriku, eins og í Chile, hverfa jnenn bara sporlaust, vegna þess að dauðarefsing er ekki sögð við lýði. Idi Amin Ugandaforseti réðst harkalega að Amnesty International í ræðu sinni á Allsherjarþinginu, kallaði þá ræningja og innrásarmenn, en bauð samtökunum á eftir að koma til Uganda. Engin formleg boð hafa þó borist um slikt, sagði framkvæmdastjórinn. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Islenzku þátttakendurnir Friðrik Ölafsson og Björn Þorsteinsson sitja við skákborðið. Fyrir aftan standa frá vinstri: Guðbjartur Guðmunds- son aðstoðarskákstjóri, Einar S. Einarsson gjaldkeri Sl, Þráinn Guð- mundsson, varaformaður St, Ólafur Orrason, úr fjáröflunarnefnd, Guðfinnur Kjartansson, formaður TR, Guðmundur Sigurjónsson, stór- meistari, sem teflir á svæðamóti f Búlgarfu, Gunnar Gunnarsson, formaður St, og Jón K. Pálsson aðstoðarskákstjóri. Ýmsar fjáröflunarleiðir í gangi vegna svæðamótsins „FJARHAGUR Skáksambandins er þvf miður ekki svo blómlegur að hann nægi til að standa straum af kostnaði við alþjóða svæðamót- ið og þvf verðum við að hafa úti allar klær til fjáröflunar á næst- unni,“ sagði Einar S. Einarsson gjaldkeri Skáksambands tslands á blaðamannafundi f gær, þar sem kynnt var svæðamótið sem hefst f Reykjavfk um næstu helgi. Einar gerði grein fyrir helstu tekjuöflunarleiðum. I fyrsta lagi hefur verið í gangið fjársöfnun sem gengið hefur ágætlega. I öoru lagi koma til auglýs- ingatekjur af veglegri leikskrá sem jafnframt er 50 ára afmælis- rit Skáksambandsins. I þriðja lagi er reiknað með töluverðum tekjum af aðgangseyri af mótinu. Aðgangur kostar 500 krónur á hverja umferð en þær eru 15 að tölu. Einnig geta menn keypt miða á allt mótið og borga þá aðeins 5000 krónur. Forsala að- göngumiða hefst í skákheimili TR við Grensásveg á fimmtudags- kvöld. 1 fjórða lagi verður gefinn út minnispeningur með upp- hleyptri mynd af Friðriki Ölafs- syni stórmeistara. Standa Skák- sambandið og Taflfélag Reykja- víkur að útgáfunni, en bæði félög- in eiga merkisafmæli á árinu, TR er 75 ára og St 50 ára. Upplag er takmarkað við 100 gull —, 500 silfur- og 1000 koparpeninga. Byrjað er að taka við pöntun- um hjá scludeild svæðamóts- ins á Hótel Esju, Samvinnubank- anum, Klausturhólum og taflfé- lögum. Þetta er upphaf útgáfu með myndum af stórmeisturum og verður Guðmundur Sigurjóns- son næstur í röðinni. I fimmta lagi er skáksambandið að fara af stað með happdrætti í tilefni 50 ára afmælisins og er aðalvinn- ingurinn eitt af einvígisborð- unum frægu frá heimsmeistara- einvíginu 1972, áritað af Fischer og Spasskí. Fleira er í bígerð til fjáröflunar svo sem sala fyrsta dags umslaga, minjagripasala og einnig er lík- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.