Morgunblaðið - 14.10.1975, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÖBER 1975
Ur leik Leicester og Manchester United á dögunum. Keith Welier, umkringdur varnarmönnum United,
reynir markskot.
Efstu liöin unnu og
staðan því óbreutt
Staða efstu liðanna i ensku 1.
deildar keppninni í knattspyrnu
breyttist ekki á laugardaginn, þar
sem Queens Park Rangers.
Manchester United og West Ham
United unnu öll sigur á andstæðing-
um sínum, en þessi lið eru nú saman
á toppnum i deildinni, öll með 17
stig. West Ham stendur þó einna
bezt að vigi, þar sem liðið á inni einn
leik á hin liðin, hefur leikið 11 leiki
en hin 12. Eftir leikina á laugardag-
inn er svo Liverpool komið i fjórða
sætið með 15 stig, en sama stiga-
fjölda hafa einnig meistarar fyrra
árs, Derby County.
Sá leikur sem vakti mesta athygli á
laugardaginn var viðureign Queens
Park Rangers og Everton, en þar var
fyrirfram búizt við harðri og jafnri við-
ureign En annað kom svo upp á
teninginn. Eftir aðeins minútu leik lá
knötturinn i fyrsta skipti I markinu hjá
Everton, eftir að þeir Stan Bowles og
Don Givens höfðu leikið fallega sin á
milli gegnum vörn Liverpool-liðsins
Givens skoraðí markið Þar með var
tónninn gefinn i þessum leik og á
köflum voru leikmenn Evertons sem
byrjendur i samanburði við leikmenn
Lundúnaliðsins Staðan breytist í 2----
0 á 31 minútu með marki Don Mass-
ons og var staðan þannig i hálfleik. Á
65 mínútu var vörn Everton splundrað
af þeim Stan Bowles og Gerry Francis,
og rak sá síðarnefndi smiðshöggið á
verkið með þvi að leika á markvörð
Everton og renna knettinum i tómt
Dai Davies, markvörður Everton,
hefur þarna betur i viðureign við
Billy Bonds, leikmann West Ham, en
á laugardaginn varð Davies að sækja
knöttinn fimm sinnum i netið.
markið Dave Thomas skoraði svo
fjórða markið og að lokum á 82. min-
útu baetti Q.P.R. fimmta markinu við
og var þar Gerry Francis að verki.
Áhorfendur á leiknum voru um
25 000 talsins
Manchester United fór i heimsókn
til Leeds, og eins og svo oft áður fylgdi
mikill fjöldi aðdáenda liðinu Að leik
loknum urðu svo meiri háttar læti i
Leeds, og stóð lögreglan þar i ströngu
við að hafa hemil á United-
aðdáendunum, sem eru að verða meiri
háttar vandamál Segja lögreglumenn
sem vinna avið knattspyrnukappleiki i
Englandi, að það séu verstu dagar í lifi
þeirra þegar United-liðið kemur i heim-
sókn til borga þeirra Áhangendur liðs-
ins séu oftast dauðadrukknir og virðist
sem þeir komi til þess eins að valda
spjöllum og ólátum
I leiknum í Leeds skoraði irski lands-
liðsmaðurinn Sammy Mcllroy á 29
minútu eftir mjög slæm mistök i vörn
Leeds-liðsins og stóð þannig 1 —0
fyrir Manchester United i hálfleik. Á
50 mínútu bætti Sammy svo öðru
marki við með fallegu skoti af 25
metra færi Eftir að staðan var orðin
þannig 2—0 fyrir United sótti Leeds
án afláts og fékk mörg gullin tækifæri
til þess að skora En það var sem
einhver hulinn verndarkraftur væri yfir
marki United og var það ekki fyrr en á
80 mínútu að Allan Carke tókst loks
að skora fyrir heimamenn Áhorfendur
voru 40 264
West Ham náði forystu þegar, á
þriðju minútu i ieik sínum við New-
castle og var það 1 9 ára nýliði í liðinu,
Alan Curbishley, sem skoraði Þetta
var þriðji leikurinn sem hann leikur
með aðalliði West Ham og jafnframt
fyrsta markið sem hann skorar i 1
deildar keppninni Pat Howard tókst
siðan að jafna fyrir Newcastle skömmu
fyrir lok fyrri hálfleiksins, en i seinni
hálfleiknum tókst hinum marksækna
leikmanni West Ham, Alan Taylor, að
skora sigurmarkið og krækja í bæði
stigin fyrir West Ham
Stórsigur Arsenal yfir Coventry,
5—0, vekur einnig athygli Alex Crop-
ley opnaði markareikning Arsenals I
þesSum leik é 13. minútu Alan Ball
breytti stöðunni i 2-—0 með skoti áf
lóngu færi á 26 mínútu og skömmu
seinna bætti Cropley þriðja markinu
við, oq Brian Kidd skoraði svo fjórða
og fimmta mark Arsenals f leiknum
Coventry átti nokkur allgóð tækifæri í
leiknum, einkum framan af, en leik-
menn liðsins voru klaufskir uppi við
mark andstæðingsins og létu mótlætið
fara i taugarnar á sér. Var Tom Hutch-
inson bókaður fyrir grófan leik Áhorf-
endur að leiknum voru 19.234, og
þykir það ekki há tala á velli Arsenals
Leikur Aston Villa og Tottenham
bauð upp á marga góða spretti af
beggja hálfu, og einkum voru það hinir i
ungu leikmenn í liðunum sem sýndu
góð tilþrif Ray Graydon náði foryst-
unni fyrir Aston Villa með skallamarki
á 51 minútu en 8 mínútum fyrir
leikslok tókst John Patt að jafna fyrir
Tottenham Einum leikmanna Totten-
ham, Terry Naylor, var visað af velli á
63 minútu fyrir grófan leik, en |
snemma í leiknum hafði hann fengið
bókun
Leicester og Middlesbrough gerðu
markalaust jafntefli á laugardaginn, og
er Leicester eina liðið i 1 deildinni sem
enn hefur ekki unnið leik. Þeir hefðu
verðskuldað að ná forystu i þessum
leik á 10. mínútu, eftir að Keith Weller
komst í mjög gott marktækifæri, en
hann hafði hins vegar ekki heppnina
með sér og skaut framhjá
Leikmenn Liverpool voru hins vegar
í ham i leik sínum gegn Birmingham
City, og aldrei vafi á því hvort liðið var
betra. Þetta var sannarlega dagurinn
hans John Töshack sem skoraði öll
mörk Liverpool í leiknum, og var þetta
1 annað skiptið á 12 dögum sem hann
skorar þrennu. Mark Birmingham skor-
aði Bob Hatton á 80 mínútu Mörk sin
skoraði Toshack hins vegar á 18. min-
útu, á 58. minútu og á 86 minútu
Áhorfendur á leiknum voru 36.532.
Úlfarnir unnu stórsigur yfir botnlið-
inu Sheffield United, og er greinilegt
að Sheffield-liðið hefur ekki leyst
vandamál sin með þvi einu að reka
framkvæmdastjórann Staðan Sheff-
ield-liðsins er mjög slæm, og má mikið
vera ef það nær að rétta úr kútnum I
leiknum á laugardaginn skoruðu John
Richards og Ken Hibbitt sin tvö mörkin
hvor
Leikur Stoke City og Ipswich Town
var nokkuð jafn, en Ipswich hafði
heppnina með sér að þessu sinni og
gekk með bæði stigin af hólmi Eina
mark leiksins skoraði Bryan Hamilton á
30 minútu Eftir markið þétti Ipswich
vörn sina, og þrátt fyrir góða tilburði
Stoke-liðsins tókst því aldrei að brjóta
vörn gestanna á bak aftur, Áhorfendur
að þessum leik voru 21975
Bæði leik Manchester City og Burn-
ley og Norwich og Derby lauk með
markalausu jafntefli, en báðir þessir
leikir þó nokkuð skemmtilegir og buðu
upp á spennandi augnablik, og tölu-
verða hörku Þannig meiddust t d
tveir leikmanna Manchester City-
liðsins þegar á fyrstu mínútum leiksins
gegn Burnley Áhorfendur að leik
Manchester City og Burnley voru
33 000, en um 22 000 manns sáu
viðureign Norwich og Derby
2. DEILD
Sunderland hefur enn forystu í 2
deildar keppninni og vann öruggan
sigur yfir Orient á laugardaginn,
3 — 1, en i leik þessum bar það til
tiðinda að dómarinn var borinn af velli
eftir að hafa dottið illa i seinni hálf-
leiknum
Annars er staðan i 2 deildar keppn-
inni nokkuð óljós, þar sem Sunderland
hefur leikið 7 af 1 2 leikjum sínum á
heimavelli, og hingað til hefur Sunder-
land ekki gengið alltof vel i leikjum
sinum á útivelli Bristol City er komið i
annað sæti í deildinni, og Bolton
Wanders i þriðja sæti, en liðin tvö sem
hafa frá upphafi keppnistimabilsins
verið í forystusveitinni i deildinni, Ful-
ham og Notts County, virðast heldur
að missa flugið Baráttan á botninum i
2 deild er gifurlega hörð, þar sem
aðeins 2 stig skilja liðið sem er i 1 1
sæti bg það sem er i neðsta sæti
1. DEILD
L Heima (Jti Stig.
Queens Park Rangers 12 S i 2 ! 0 12:2 ] l 3 1 9:6 17
Manchester United 12 3 2 0 10:4 4 1 2 10:6 17
West Ham United 11 5 0 1 9:4 2 3 0 9:7 17
Liverpool 11 5 1 0 14:5 1 2 2 4:5 15
Derby County 12 5 0 1 11:8 1 3 2 5:7 15
Leeds United 11 3 1 2 8:7 3 1 1 8:5 14
Middlesbrough 12 3 2 0 6:0 2 2 3 6:10 14
Manchester City 12 4 3 0 15:3 1 0 4 3:7 13
Everton 11 3 1 1 9:4 2 2 2 7:12 13
Norwich City 12 3 2 1 12:7 1 2 3 8:13 12
Stoke City 12 2 1 3 7:8 3 1 2 6:5 12
Aston Villa 12 4 1 1 8:4 0 3 3 4:12 12
Arsenal 11 2 2 2 12:8 1 3 1 3:3 11
Coventry City 12 1 2 3 4:7 3 1 2 9:8 11
Ipswich Town 12 3 1 2 8:8 1 2 3 2:4 11
Newcastle United 12 3 2 0 14:4 1 0 6 8:16 10
Burnley 12 1 3 1 9:7 1 2 4 5:13 9
Tottenham Hotspur 11 1 3 1 6:6 0 3 3 8:11 8
Birmingham City 12 3 1 2 10:6 0 1 3 7:16 8
Wolverhampton Wanderes 12 2 3 2 9:6 0 1 4 3:13 8
Leicester City 12 0 5 1 8:11 0 3 3 2:8 8
Sheffield United 12 1 1 4 4:9 0 0 6 2:18 3
2. DEILD
L Heima. (Jti Stig.
Sunderland 12 7 0 0 18:4 1 2 2 2:5 18
Bristol City 12 6 1 0 19:4 1 2 2 6:9 17
Bolton Wanderes 11 2 2 0 11:3 4 1 2 11:9 15
Fuiham 11 3 1 1 9:2 3 1 1 8:6 15
Notts County 11 2 2 1 3:2 4 1 1 8:7 15
Southampton 10 6 0 0 17:3 0 2 2 3:7 14
Oldham Athletic 10 5 0 0 10:3 0 3 2 6:11 13
Blackpool 11 3 2 0 9:6 1 2 3 3:6 12
Bristol Rovers 10 2 2 1 8:6 1 3 1 3:3 11
Hull City 11 3 2 2 6:5 1 0 3 2:5 10
Luton Town 10 2 2 1 7:4 1 1 3 5:6 9
Chelsea 12 2 3 0 7:3 0 2 5 4:14 9
Charlton Athletic 10 2 1 1 5:4 1 2 3 3:12 9
Plymouth Argyle 10 3 1 1 7:5 0 1 4 3:8 8
Orient 11 2 3 1 4:3 0 1 4 3:8 8
Oxford Utd. 11 2 1 2 6:6 1 1 4 5:12 8
West B. Albion 10 1 4 0 5:4 0 2 3 1:10 8
Blackburn Rovers 10 1 1 4 5:7 1 2 1 4:4 7
York City 10 2 0 2 6:5 0 3 3 4:8 7
Notthingham Forest 10 1 0 4 5:7 1 3 1 4:5 7
Carlisle United 11 1 3 1 5:5 1 0 5 5:12 7
Portsmouth 10 0 4 1 3:5 1 1 3 3:8 7
Knattspyrnuúrslit
o
ENGLAND 1. DEILD:
Arsenal—Coventry 5—0
Aston Villa — Tottenham 1—1
Leeds .— Manehester Utd. 1—2
Leicester — Middlesbrough 0—0
Liverpool — Birmingham 3—1
Manehester City — Burnley 0—0
Norwich — Derby 0—0
Q.P.R.—Everton 5—0
Stoke — Ipswich 0—1
West Hain — Newcastle 2—1
Wolves — Sheffield Utd. 5—I
ENGLAND 2. DEILD:
Blackburn — W.B.A. 0—0
Blackpool—Portsmouth 0—0
Bristol City — Charlton 4—0
Carlisle — Luton 1—1
Fulham — Notthingham 0—0
IIuII — Bristol Rovers 0—0
Notts County — Oxford 0—1
Oldham — York 2—0
Plymouth — Bolton 2—3
Southampton—Chelsea 4—1
Sunderland—Orient 3—1
ENGLAND 3. DEILD:
Brigton—Preston 1—0
Bury — Southend 1—0
Chester — A ldershot 1 —0
Chesterfield — Shrewsbury 2—1
Colchester — Walsall 2—0
Crystal Palace — Grimsby 3—0
Gillingham—Port Vale 2—1
Hereford — Wrexham 2—0
Mansfield—Peterborough 1 — 1
Rotherham—Cardiff 1—0
Sheffield Wed. — Millwall 4—1
Swindon—Halifax 3—1
ENGLAND 4. DEILD:
Cambridge — Crewe 1—1
Darlington—Exeter 0—0
Hartlepool—Torquay 0—1
Lincoln—Brentford 3—1
Newport — Barnsley 1—0
Reading — Bradford 2—1
Scunthorpe — Rochdale 1—3
Swansea — Huddersfield 1—1
Watford — Workington 2—0
SKOTLAND — (JRVALSDEILD:
Aberdeen—Celtic 1—2
Ayr Utd. — Rangers 3—0
Dundee — St. Johnstone 4—3
Hearts — Dundee Utd. 1—0
Motherwell — Hibernian 2—1
SKOTLAND 1. DEILD:
Arboath—Hamilton 2—1
Clyde—Airdrieonians 2—2
Dumbarton — Morton 4—0
Dunfermline — Queen of the South 2—2
Montrose—Kilmarnock 2—0
Partick — Falkirk 3—2
St. Mirren — East Fife 2—0
SKOTLAND 2. DEILD:
Albion Rovers —Clydebank 0—4
East Stirling — Forfar 1—1
Meadowbank — Brechin 0—4
Quenns Park — Berwich 1—0
Raith—Alloa 1—0
Stenhousemuir—Cowdenbeath 0—2
Stirling Aibion — Stranraer 3—0
SOVÉTRÍKIN l. DEILD:
Chernomoretes Odessa — Army Rostov 1—1
Ararat Yerevan — Karpatly Lvov 1—0
Pakhtakor Tashkent — Dynamo Tbilisi 1—0
Zarya Voroshilovgrad —
Shakhtyor Donetsk 1—1
Lokomotiv Moskvu —
Tropedo Moskvu 0—1
TÉKKÓSLÓVAKlA 1. DEILD:
Dukla Prag — Slavia Prag 2—3
VSS Kosice — Zbrojovka Brno 4—0
Liaz Jablonec — Spartak Trnava 2—0
Slovan Bratislava — Baník Ostrava 1—3
TZ Trinec — Inter Bratislava 1—0
ZVLZilina — Jednota Trencin 5—0
Skoda Pilzen — Bohemians Prag 3—2
Lokomotiva Kosice — Union Teplice 1—2
BÚLGARlA I. DEILD:
CSKA — Minior 3—1
Levski Spartak — Slavia 0—0
Lokomotiv Plovdiv — Dounav Rousse 1—0
Cherno — Akademik 0—1
Sliven—Beroe 2—0
Botev — ZHSK Spartak 1—0
Spartak Pleven—Trakia 2—3
Pirin — Lokomotiv Sofia 3—3
UNGVERJALAND 1. DEILD:
Honved — Ujpest Dozsa 1—1
Ferencvaros — Vasas 2—1
„Videoton — MTK VM 1 —0
Zalaegerszeg — Kaposvar Rakoczi 5—2
Diosgyor — Haladas 1—1
Szeged Eol —Csepel 1—0
Salgotarjan — Bekescsaba 1—0
Tatabanya — Raba Eto 1 —0