Morgunblaðið - 14.10.1975, Page 26

Morgunblaðið - 14.10.1975, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1975 t pappfrsiðnaði er ekki búist við f jölgun mannafla fram til ársins 1980. Iðnaðurinn Framhald af bis. 13 blendiverksmiðju og að álveriS ( Straumsvlk verði stækkað. Hugsan legt er, að saltverksmiðjan á Reykja- nesi komist af umræðustiginu fyrir lok timabilsins. Þá segir starfshópurinn að undirbún- ingur að stóriðnaði taki langan tíma. Þvi sé ekki við því að búast að hafizt verði handa við nema eina stóriðju eða tvær fram til 1 980. Orðrétt segir svo: Hvað valið verður er einnig erfitt að spá um, en líklegt má telja að valinn verði vegur minnstrar pólitlskrar mót- stöðu og minnstrar hugkvæmni, og samið við Alusuisse um stækkun eða leitað til annars álframleiðanda og sið- an stefnt að stækkun Grundartanga! Nokkur stóriðnaðartækifæri framtíð- arinnar nefnir starfshópurinn ásamt lausiegri áætlun um stofnfjárfestingu. Öllum tillögunum er sammerkt að byggja á innlendri raf- eða varmaorku. Saltverksmiðja Titanverksmiðja Súrálsverksmiðja Áburðarverksmiðja Þungavatnsverksmiðja Fljótandi vetni Stálverksmiðja Milljónir um 2400 um 3500 um 23000 um 5000 um 13000 ? um 1000 Segja má, að þau iðnaðartækifæri, sem upp eru talin hér að fráman, séu sitt úr hverju horninu. Saltverksmiðjan byggir á innlendum hráefnum og varmaorku, súrálsverksmiðjan á inn- fluttu bauxiti og notkun varmaorku, titanverksmiðjan á innfluttum titan- sandi, t.d frá Gambiu, og islenzkri raforku, áburðarverksmiðjan á raforku, þungavatnsverksmiðjan á varmaorku, verksmiðja fyrir fljótandi vetni á notkun ódýrrar raforku, t d næturrafmagni eða afgangsorku, og stálverksmiðjan á brotajárni og raforku. Um framleiðsluiðnaðartækifæri set- ur starfshópurinn fram eftirfarandi möguleika. Stofnkostnaður lauslega áætlaður: Korundum og mullite fram- leiðsla (bræðsla AlzOi og SÍO2) Álsteypa (bráðið ál frá ÍSAL) Fiskkassaverksmiðja Steinullarverksmiðja Perlusteinsvinnsla Perlusteinsframleíðsla Byggingaeiningaframleiðsla (gipsplötur) Sementsframieiðsla með raf- orku við hlið SR Ylrækt Rafeindaiðnaður Sykur Hveitimylla Hér er stofnkostnaður minni, I flest- um tilfellum nálægt verði meðalskut- togara svo þarna ætti að vera mögu- leiki á innlendri fjármögnun öfugt við stóriðjuna. Stóriðja í landinu býður þarna upp á vissa möguleika hvað varðar hráefni Undirbúningstlmi flestra tækifæra i þessum flokki er 4-8 ár. Segir starfshópurinn að fram til 1980 verði hugsanlega hafin fram- leiðsla á fiskkössum og vinnsla perlu- steins komin af stað. Steinullarverk- smiðja gæti orðið að veruleika og yl- ræktarver gæti verið á næsta leiti. Starfshópurinn gerir um það tillögur i skýrslu sinni hvernig staðið skuli að þróun nýiðnaðar með sérstöku tilliti til þátttöku rannsókna- og þróunarstofn- ana hins opinbera Þær eru, að: a) Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað (stóriðjunefnd) verði endurskipu- lögð með þátttöku iðnaðarins og rannsóknastofnana hans. b) Stofnuð verði sérstök nýiðnaðar- deild innan rannsóknastofnana iðnaðarins, er starfi á verkefna- grundvelli að könnun og forvali ný- iðnaðartækifæra. Stefnt verði að því, að á hverjum tima verði til reiðu yfirlit yfir hugsanleg iðnaðartækifæri í for- gangsröð með tilliti til tækni og hag- kvæmni. Stjórnun þessara verkefna verði falin fulltrúum stofnana, fjár- festingarsjóða og starfandi iðnaðar. Huga þarf sérstaklega að notkun vatnsorku og varmaorku til iðnaðar og hefja undirbúning að gerð iðnþróunar- áætlunar er tengist áætlun um virkjun orkulinda c) Skipuð verði nefnd, er hafi það verkefni að hanna og setja fram tillögur um nýjar leiðir til fjármögnunar nýiðnaðarfyrirtækja, og ríkisstjórnin ' taki afstöðu til tillagnanna. d) Starfshópurinn vill undirstrika mikilvægi þess, að jafnt tillit verði tekið til nýiðnaðar og starfandi iðnaðar af þeim, sem fá það verkefni að skipu- leggja störf og verksvið iðntæknistofn- unar. í sérstakri samantekt yfir athuganir sínar segir starfshópurinn um nýiðnað- 300 milljónir 100 milljónir 200 milljónir 600 milljónir 500 milljórtir 400 milljónir 75 milljónir 300 milljónir 500 milljónir 250 milljónir 800 milljónir 250 milljónir Spðð er töluverðri aukningu mannafla í bifvélavirkjun ð næstu árum. Innlend fatagerð hefur haldið sinu striki ð undanförnum ðrum og þar hafa orðið umtalsverðar tæknilegar framfarir. „Enginn aðili hefur það hlutverk að beita tæknilegu og hagrænu mati á nýiðnaðartækifæri og raða þeim í for- gangsröð. Á öllum stigum iðnaðarupp- byggingar er ruglað saman pólitik, tækni og hagkvæmni. Könnun iðnaðartækifæra þarf að stjórna frá einum stað, er hefði yfir að ráða fjár- magni til þess að leggja i einstök verkefni, bæri ábyrgð á verkefnunum, mæti hvað langt ætti að ganga hverju sinni með tilliti til tækni og hag- kvæmni, og visaði t d. aðeins þeim iðnaðartækifærum, er óumdeilanlega hafa upp á ákveðna kosti að bjóða, til Iðnaðarráðuneytis og/eða „Stór- iðjunefndar" Þar geta þeir aðilar metið einstök mál pólitiskt. Tengja þarf stóriðnaðartækifæri al- mennri iðnaðaruppbyggingu Litlir möguleikar uru á fjármögnun nýiðnaðar nema frá islenzka rikinu Eru þvi möguleikar starfandi iðnaðar til þátttöku i slikri starfsemi hverfandi litlir við núverandi aðstæður." Iðntækniþjónusta og þróunarstarfsemi Um þessi atriði fjallar starfshópurinn i lok skýrslu sinnar og kemst m.a. að eftirfarandi niðurstöðum: Nauðsynlegt er að efla tækniaðstoð við iðnaðinn, svo að hún nái til allra þátta iðnþróunar Hægt er að auka verulega framleiðni í iðnaðinum með tiltölulega kostnaðarlitlum aðgerðum á sviði framleiðslutækni, vöruþróunar og markaðstækni. Forsenda aukinnar tækniþjónustu er stóraukin fjárframlög hins opinbera og iðnaðarins sjálfs til hennar. Nauðsynlegt er, að öll iðnþróunar- starfsemi i landinu verði samtengd, samræmd og endurskipulögð frá grunni, í þeim tilgangi að við það fáist virkari þjónusta. Við endurskipu- lagninguna ber einkum að taka tillit til þeirra vandkvæða á miðlun tækni- þekkingar til iðnfyrirtækja, sem komið hafa i Ijós erlendis við starfsemi iðnþróunarstofnana. Til úrlausnar þessum vanda kemur helzt til greina að bæta móttökuhæfni fyrirtækjanna með aukinni menntun og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna, en einkum þó með stórauknu frumkvæði og út- hverfari tækniþjónustu en áður hefur tíðkazt hér. Jafnframt þarf að stuðla að meira sjálfsforræði þjónustustofnana iðnaðarins en nú er rikjandi, svo að verkefnaval og ráðning starfsmanna og stjórnenda verði óbundnara en nú er Ennfremur þarf að koma á lifandi sam- bandi milli háskóladeilda, tækniskóla og fleiri menntastofnana við iðnþróunarstarfsemina i landinu Að lokum leggur starfshópurinn áherzlu á, að enn verði að Ifta á ísland sem vanþrócð land á tæknisviðinu, a.m.k. í samanburði við nágrannalönd- in. Fjölmargar greinar islenzks iðnaðar standa nú á tímamótum vegna ört versnandi samkeppnisaðstöðu. Iðnþróun næstu árin mun að verulegu leyti markast af þeirri tækniaðstoð, sem iðnaðurinn fær og verið hefur alltof lítil til þessa Veltur allt á því, að nógu snemma verði hafizt handa um nauðsynlegar úrbætur. (SS tók saman). tt Alltaf er hann beztur Blái borðinn M smjörliki hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.