Morgunblaðið - 14.10.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÖBER 1975
29
t
Konan mín,
STEINVOR ÁGÚSTA
EGILSDÓTTIR MARBERG
Þórufelli 1 2, Reykjavík
andaðist sunnudaginn 12,október.
Gunnsteinn Jóhannsson.
t
Móðir okkar
MAGNEA JÓNSDÓTTIR,
Smáraflöt 47
andaðist I Landspltalanum 11. þ.m.
Jón Eggertsson Einar Eggertsson
Ester Eggertsdóttir Eggert Eggertsson
Gunnlaug Eggertsdóttir Halldór Eggertsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VIGDÍS LYDÍA SIGURGEIRSDÓTTIR
frð Ólafsvík
andaðist á Heilsuverndarstöðinni 11 okt
Hrefna Bjarnadóttir Ólafur Kristjánsson
Sigurgeir Bjarnason Sigurdis Egilsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir Hörður Guðmundsson
Herdis Ólafsdóttir og barnabörn.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir
BALDUR MÁR KARLSSON
vélstjóri
Sörlaskjóli 94
lézt af slysförum 7. þ.m
Fyrir hönd ^ystkina og vandamanna
Kristjana Baldvinsdóttir
Karl Jónsson
t
Faðir okkar,
CHRISTIAN LILLIE,
andaðist að Fridericia 23 sept
Útförin hefur farið fram.
Magnús Friðriksson
Jörundur Níeisson
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
JÓN HALLDÓRSSON
bifreiðastjóri,
Kleppsveg 120,
lézt i Borgarsjúkrahúsinu sunnudaginn 1 2. október.
Ásta Stefánsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
GUÐMUNDUR J. BREIÐFJÖRÐ,
blikksmiðameistari
andaðist þann 1 2. þ.m.
Dóróthea og Þorsteinn Ö. Stephensen
Ólafla og Agnar G. Breiðfjörð
Faðir okkar
JÓN BJARNASON.
vélstjóri
andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 12/10
Börn hins látna.
t
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
Efstalandi 14, Rvk.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16 okt kl.
13.30
Fyrir hönd vandamanna,
Sigríður Friðriksdóttir,
Jón Berg Halldórsson, Helga Sigurgeirsdóttir.
Minninq:
Ólafur Sigurjónsson
hreppstjóri Njarðvík
I dag er til moldar borinn frá
Keflavíkurkirkju Ölafur Sigur-
jönsson, hreppstjóri Njarðvíkur-
hreppi.
Okkur setti hljóða er sú fregn
barst um byggðina laugardags-
kvöldið 27. sept., að Ólafur hefði
orðið fyrir slysi á Reykjanes-
braut, er hann var á leið til að
sinna störfum sínum í Félags-
heimilinu Stapa.
Það kom þegar í ljós að meiðsl-
in voru það alvarleg að honum
var vart hugað líf og tíu dögum
seinna, þriðjudaginn 7. okt., bár-
ust tíðindin, Ólafur Sigurjónsson
hafði kvatt þennan heim.
Ólafur var fæddur á Selbúðum í
Reykjavík 30. sept. 1921 og var
því rétt 54 ára er hann lést. For-
eldrar hans voru hjónin Diljá
Guðmundsdóttir og Sigurjón
Jónsson, sem nú dvelur á Sjúkra-
húsi Keflavíkur á 85. aldursári.
Fljótlega eftir fæðingu Ólafs,
fluttist hann með foreldrum sín-
um til Keflavíkur, og þar lést
móðir hans í nóvember 1928. Sig-
urjón faðir hans stóð þá einn uppi
með fjóra unga syni. Varð það að
ráði að hann kom drengjunum
fyrir i fóstur hjá góðu fólki i
Keflavík og Njarðvík.
Guðmundur fór i fóstur til
ömmu sinnar að Grund í Njarð-
vík, hann drukknaði i róðri ásamt
Þorvaldi fóstra Ólafs í marz 1943.
Sigurgeir fór í fóstur til Sigurðar
í Þórukoti, Njarðvík, hann lést í
maí 1937. Ólafur fór i fóstur til
móðursystur sinnar Stefaníu Guð-
mundsdóttur og manns hennar
Þorvalds Jóhannessonar að
Grund I Njarðvík, og Gunnar nú
bakari i Keflavík fór i fóstur til
Ásbergshjónanna í Keflavik. Sig-
urjón kvæntist öðru sinni í des-
ember 1935 Ingunni Ingvarsdótt-
ur og tóku þau Guðmund til sín og
var hann hjá þeim þar til hann
lést, sem áður er greint frá.
Ólafur ólst upp i góðu yfirlæti
hjá þeim heiðurshjónunum Þor-
valdi og Stefaniu ásamt börnum
þeirra og var alla tið kært með
þeim og uppeldissystkinum hans,
sérstaklega Reyni sem var á líku
reki og Ólafur. Reynir lést fyrir
réttum 13 árum af völdum bif-
reiðarslyss á svipuðum slóðum og
Ólafur nú.
Við lát Reynis stóð ekkja hans
Sigurlilja Þórólfsdóttir ein uppi
með fjögur ung börn, tók Ólafur
að sér umsjá heimilisins og reynd-
ist hann þeim sem besti faðir og
er söknuður þeirra því mikill.
Ólafur hóf ungur afskipti af fé-
lagsmálum, er hann var rétt tvi-
tugur eða nánar tiltekið 1942,
verða miklar félagslegar breyt-
ingar í Njarðvíkum. Fyrir for-
göngu hins mikla athafnamanns
Karvels ögmundssonar verður
Njarðvikurhreppur sérstakt sveit-
arfélag, en hafði áður verið með
Keflavík. Karvel varð oddviti
hins nýja sveitarfélags og beitti
sér fyrir stofnun ýmissa félaga i
hreppnum svo sem Kvenfélags og
Ungmennafélags sem hann
stjórnaði til að byrja með.
Ólafur gekk strax í Ungmenna-
félagið og gerðist snemma for-
ustumaður þess og formaður í yf-
ir 20 ár. A formannsárum Ólafs
kom hann upp stórkostlegri
íþróttaaðstöðu fyrir félagið og
byggði m.a. grasvöll, sem á þeim
tíma þótti einn besti völlur lands-
ins og nutu hinir fræknu knatt-
spyrnumenn í Keflavík þar góðs
af og var þetta þeirra aðalkeppn-
isvöllur um allmörg ár, eða allt
þar til að þeir eignuðust sinn eig-
in völl.
Fljótlega eftir að Kvenfélagið
og Ungmennafélagið eignuðust
Samkomuhús Njarðvikur „Kross-
inn“ tók Ólafur að sér að sjá um
rekstur þess og í framhaldi af þvi
hófst bygging félagsheimilisins
Stapa, það hús er með glæsilegri
félagsheimilum landsins og það
hús ber veglegt vitni dugnaði og
áræði Ólafs, því að segja má að
það sé að langmestum hlula hans
verk.
Afskipti Ólafs af hreppsiiiálur'
hófust að marki er hann tekur
sæti í hreppsnefnd 1. júlí 1953 og
þar átti hann sæti til dauðadags,
eða í 22 ár. Hann varð eddviti
hreppsins 15. júní 1962 og gegndi
því starfi til 4. júní 1974 eða i 12
ár.
Breytingar í Njarðvikurhreppi
hafa verið nær ótrúlegar siðan
sveitarfélagið var stofnað 1942,úr
því að vera þægindalítið sjávar-
pláss þar sem flest vantaði og í
bæ með góðri menningarlegri að-
stöðu og þjónustu fyrir íbúana,
fyrst undir styrkri stjórn Karvels
í 20 ár og síðan í traustum hönd-
um Ólafs í 12 ár.
Öll störf Ólafs í sveitarstjórn og
utan hennar einkenndust af sann-
girni, þekkingu, heiðarleika,
dugnaði og viljanum til að láta
gott af sér leiða fyrir samborgar-
ana, hugsa meira um annarra hag
en sinn eigin.
Ólafur var fulltrúi Alþýðu-
t
STEINGRÍMUR ÞORLEIFSSON
heildsali
Grenimel 1 2,
andaðist á Landakotsspítala 1 2. október.
Anna Barbara Þorleifsson og börn
og systkini hins látna.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall mannsins mins, föður og tengda-
,öður GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR.
Hamrahlið 23,
sem andaðist hmn 30 sept
Utförin hefur farið fram í kyrrþey samkvaemt ósk hins látna.
Elin Gisladóttir.
Þóra E. Guðjónsdóttir Jón R. Backman
Guðmundur Guðjónsson Jóhanna Sigurðardóttir.
t Hjartkær faðir okkar og tengdafaðir.
MATTHÍAS SVEINBJÖRNSSON
fyrrverandi aðalvarðstjóri
lézt í Landspitalanum að morgni 1 3 1 *o .2 o
Bjarni Matthíasson Svala Pálsdóttir
Margrét Matthíasdóttir Hjálmtýr Hjálmtýrsson
Sveinbjörn Matthíasson Jónína Guðmundsdóttir
Þórunn Matthíasdóttir Vilhjálmur Tómasson
Matthildur Matthiasdóttir Davið Hemstock
flokksins i sveitarstjórn og var
trúr hugsjón jafnaðarstefnunnar,
frelsi, jafnrétti, bræðralag, en
jafnframt trúði hann á mátt ein-
staklingsins til sjálfsbjargar, en
þó alltaf fyrstur til að rétta hinum
minnimáttar hjálparhönd og
margur er sá maðurinn í Njarð-
víkurhreppi sem nú sér á bak
hinum trausta vini, sem alltaf var
svo gott að leita til.
Ólafur tók við starfi hrepp-
stjóra af sæmdarmanninum
Magnúsi Ólafssyni í Höskuldar-
koti og i þvi starfi sem öðru
reyndist hann hinn traustasti
maður og rakti það af mikilli sam-
viskusemi.
Fjöldi annarra trúnaðarstarfa
hlóðust á Ólaf utan þeirra sem
hér hafa verið nefnd og segja má
að öllum málum væri vel borgið
ef Ólafur átti hlut að.
Hann var einn af stofnertdum
Lionsklúbbs Njarðvikur og hjá
Lionsfélögum sem annarsstaðar
en hans sárt saknað.
Ég kynntist Ólafi er ég flutti til
Njarðvíkur fyrir fjórtán árum. Ég
kóna mín og tvær dætur mínar
höfum starfað fyrir Olaf töluvert
á undanförnum árum og reyndist
hann mér og fjölskyldu minni
sannur vinur.
Stjórnmálaskoðanir okkar Ólafs
fóru ekki saman, en það setti
aldrei mark á vináttu okkar, þvi
að sameiginlegu áhugamálin voru
svo miklu fleiri.
Njarðvíkingar allir sjá nú á bak
einum sinna bestu sona, sporin
sem Ólafur skildi eftir fennir
seint í. Það er okkar sem eftir
lifum að halda merkinu á loft, á
þann veg minnumst við best hins
látna heiðursmanns.
Samúðarkveðjur sendi ég, fjöl-
skylda min og starfsfólk Njarð-
víkurhrepps til aldraðs föður,
bróður, ættingjanna á Grund og
annarsstaðar, söknuðurinn er sár,
en það er huggun harmi gegn að
minningin um góðan mann lifir
þótt hann deyi. Guð blessi minn-
ingu Ólafs Sigurjónssonar.
Albert K. Sanders.
Kveðja
frá Hreppsnefnd
Njarðvfkurhrepps.
Njarðvíkurhreppur sér nú á
bak einum af traustustu mönnum
byggðarlagsins Ólafi Sigurjóns-
syni hreppsnefndarmanni og
fyrrverandi oddvita. Stórt skarð
hefur verið höggvið í alltof fá-
menna sveit hugsjónamanna, sem
með fágætum mannkostum sínum
reyna að fegra og bæta mannlífið.
Honum eru í dag færðar þakkir
samborgara sinna fyrir áratuga
þjónustu og forustu um framfara-
mál sveitarfélgsins.
Hreppsnefndarmenn sakna nú
vinar í stað og senda ættingjum
og vinum Ólafs samúðarkveðjur á
sárri kveðjustund.
I dag er til hinztu hvildar bor-
inn Ólafur Sigurjónsson, hrepp-
stjóri Njarðvikurhrepps. Hann
var fæddur hinn 30. sept. 1921 í
Selbúðum, Reykjavík. Foreldrar
hans voru merkishjónin Sigurjón
Jónsson verkstjóri Lundi, Njarð-
Framhald á bls. 30
úlfarasKreyllngar
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36779