Morgunblaðið - 21.10.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
Grundartangi:
„Verkfall vegna vanskila”
— segir verkalýðsfélagið
„Allir hafa fengið sitt”
— segir verktakinn
RtMLEGA þriðjungur starfs-
manna við framkvæmdirnar á
Grundartanga hefur lagt niður
vinnu vegna þess, að þeir hafa
fengið Iaun sfn greidd með inn-
stæðulausum ávfsunum, að þvf er
Skúli Þórðarson formaður Verka-
lýðsfélags Akraness sagði við
Mbl. f gær. Þá hafa vinnuvélaeig-
endur að sögn Skúla einnig látið
tæki sfn hætta vinnu hjá verktak-
anum, Jóni V. Jónssyni, af þeirri
ástæðu, að hann skuldar þeim
tugi milljóna.
Við annan tón kvað þegar Morg-
unblaðið hafði samband við verk-
takann, Jón V. Jónsson. Hann
sagði: „Þetta eru tómar árásir á
mig vegna þess, að ég hef ekki
þörf fyrir þessa menn lengur og
hef þvf sagt þeim upp. Það hafa
allir fengið sitt.“
Skúli Þórðarson sagði, að á
ýmsu hefði gengið í síðustu viku
vegna vanskila verktakans. Eng-
inn hefði fengið gert upp nema
verkamennirnir og þeim hefði
verið tjáð í Iðnaðarbankanum í
gærmorgun, að reikningur sá,
sem verktakinn stílaði á ávísanir
á föstudaginn, væri innstæðulaus.
Auk þess skuldaði verktakinn
vinnuvélaeigendum og vöru-
bifreiðarstjórum tugi milljóna
króna. Þá kvörtuðu ýmis fyrir-
tæki á Akranesi, sem verktakinn
verzlaði við, yfir þvf að ekkert
fengist greitt. „Þetta er hið versta
mál,“ sagði Skúli, „og við munum
ráða það með okkur í vikunni til
Framhald á bls. 39
Bretar varaðir
við þorskastríði
Ljósmynd Sv. Þorm.
HARÐUR árekstur varð á mótum Hafnarstrætis, Lækjargötu og Kalkofnsvegar síðdegis á laugardag.
Þar rákust saman tveir fólksbflar og eins og sjá má valt annar þeirra. Meiðsli munu ekki hafa orðið á
fólki.
Friðrik og Björn töpuðu
báðir í fyrstu umferðinni
FYRSTU umferð svæða-
mótsins f skák var tefld í
gær að Hótel Esju. Friðrik
Ólafsson tefldi við júgó-
slavneska stórmeistarann
Parma og sigraði Júgóslav-
inn auðveldlega í 25 leikj-
um. Friðrik lék ónákvæmt
í byrjuninni og átti sér
ekki viðreisnar von eftir
það. Friðrik hafði hvítt.
Björn Þorsteinsson tapaði
fyrir Dananum Hamman f
28 leikjum. Björn virtist fá
sæmilegt tafl út úr byrjun-
inni en Daninn náði svo
sterkri sókn á kóngsvæng
og vann. Annars urðu úr-
slitin þessi f 1. umferð:
Parma vann Friðrik f 25
leikjum. Hamman vann Björn
Þorsteinsson i 28. leikjum.
Bretinn Hartston vann Laine frá
Guernsey. Finninn Poutiainen
vann Van den Broeck frá Belgíu.
Norðmaðurinn Zwaig vann Tékk-
ann Jansa. Hollendingurinn
Timman vann Ostermeyer frá V-
Þýzkalandi. Frestað var skák
Liberzon og Murrey og Ribli átti
frí.
Upphaflega átti mótið að
hefjast á sunnudaginn, en vegna
þess að tveir keppenda þeir
Liberzon og Murrey, voru ekki
komnir til landsins, var mótinu
frestað um einn dag. Dregið var
um töfluröð á laugardagskvöld,
en vegna þess að skákmennirnir
tveir komu ekki til landsins f
tæka tíð, var dregið upp á nýtt
þannig að þeir tveir lentu saman.
Friðrik Ólafsson er númer 5 f
töfluröð og Björn Þorsteinsson
númer 13.
London, 20. október. AP.
TALSMAÐUR fslenzka sendiráðs-
ins f London varaði við þvf f dag
að nýtt þorskastríð gæti brotizt út
milli Breta og fslendinga ef sam-
komulag tækist ekki um útfærslu
fslenzku fiskveiðilögsögunnar f
200 mflur.
„Ég tel að aftur geti komið til
þorskastríðs ef samkomulag næst
ekki. Ef til þess kemur mun
íslenzka stjórnin beita sömu að-
ferðum (og áður) með varðskip-
um sínum.“
200 mílna Iögsögunni var lýst
yfir því að „sjálf tilvera íslenzku
þjóðarinnar byggist á henni,“
sagði talsmaður sendiráðsins.
„Erlendar þjóðir — einkum Bret-
ar og Vestur-Þjóðverjar — veiða
sem áður næstum því 50% alls
þess fisks sem veiðist á miðunum
við ísland,“ sagði hann.
Talsmaðurinn sagði, að hætta á
ofveiði hefði aukizt með tilkomu
„veiðarfæra af nýjustu og full-
komnustu gerð sem erlendir
sjómenn notuðu.“ Hann sagði að
þeir veiddu á mjög viðkvæmum
hrygningarsvæðum og friðunar-
svæðum.
Talsmaður brezka togarasam-
bandsins sagði: „Við viljum ekki
annað þorskastrfð og við teljum
að íslendingar vilji það ekki
heldur. Við teljum að þeir hafi
ekki ráð á þvf, hvorki stjórnmála-
lega né efnahagslega."
Viðfangsefni Vöku:
„Hverjir stjóma íslandi?”
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi fréttatilkynning frá
Vöku. félagi lýðræðissinnaðra
stúdenta f Háskóla íslands:
„Miðvikudaginn 22. október
munu fara fram kosningar til 1.
des. nefndar stúdenta við Háskóla
Islands. Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta, leggur til að dagur-
Kjartan Guðjónsson segir sig úr safnráði Listasafnsins;
„Skikkaður til að drekka
kaffi meðan Róm brennur”
KJARTAN Guðjónsson, list-
málari, hefur sagt sig úr safn-
ráði Listasafns tslands, þar sem
hann átti sæti samkvæmt skip-
an Magnúsar Torfa Ólafssonar,
fyrrverandi menntamálaráð-
herra, og f bréfi til núverandi
menntamálaráðherra segir
Kjartan, að þann tfma sem
hann sat f ráðinu hafi þar ekk-
ert verið aðhafzt nema að
drekka kaffi og hlýða á fréttir
um að peninga vantaði til lista-
verkakaupa. Segist Kjartan
reyndar ekki betur sjá en tölu-
vert vanti á að lögum um
Listasafn íslands sé framfylgt.
I samtali við Morgunblaðið í
gær kvaðst Kjartan ekki hafa
heyrt nein viðbrögð frá yfir-
völdum menningarmála við
þessu bréfi og hefði hann raun-
ar ekki átt von á því. í mennta-
málaráðuneytinu fékk Morgun-
blaðið líka þær upplýsingar, að
ekki væri búið að skipa að nýju
í safnráðið en var ennfremur
tjáð að Hörður Ágústsson væri
varamaður Kjartans í ráðinu og
myndi hann samkvæmt því
mæta á fundi ráðsins þar til
fundinn væri maður í stað
Kjartans.
„Maður verður vlst að skrifa
það á reikning peningaleysis að
heldur dauft er yfir safninu,“
sagði Kjartan ennfremur í sam-
talinu við Morgunblaðið. I bréfi
hans kemur raunar fram, að á
síðustu fjárlögum hafi verið út-
hlutað um 1200 þúsund krón-
um. Síðan vitnar hann 1,2. grein
laga um safnið þar sem segir
svo að hlutverk þess sé m.a.:
„að afla svo fullkomins safns
íslenzkrar myndlistar sem unnt
er, varðveita það og sýna. Liður
b: að afla viðurkenndra lista-
verka og skal verja I þvf skyni
allt að 10 af hundraði af því fé,
sem safninu er fengið til lista-
verkakaupa. Geyma má fé í
þessu skyni frá ári til árs. —
„Stundum geta lög orðið eins
og billegir brandarar,“ segir
Kjartan I bréfi sínu. I samtali
við Mbl. undirstrikaði Kjartan
það hversu vanmegnugt safnið
væri um að gegna hlutverki
sínu fyrir framangreinda fjár-
hæð I ljósi þess að meðalverð
Islenzkra málverka væri líklega
70—80 þúsund krónur.
Kjartan bætti því einnig við
að honum fyndist af reynslu
sinni I safnráði sem Listasafnið
væri fyrst og fremst rekið sem
varðveizlustofnun íslenzkrar
myndlistar, en hins vegar væri
afar lítil rækt lögð við fræðslu-
hlutverk þess. Kjartan taldi að
þetta atriði mætti líklega lag-
færa með stjórnunarlegum að-
gerðum þrátt fyrir kröpp fjár-
hagsleg kjör. „Þessi þáttur
Listasafnsins hefur alveg legið
niðri finnst mér, og mikið vant-
ar á að safnið sé lifandi stofnun
þar sem eitthvað er alltaf að
gerast, og fólk kemur bara til
að fræðast," sagði Kjartan enn-
fremur I samtali við Mbl.
í bréfi sínu til ráðherra er
Kjartan enn harðorðari. „Það
er hart að horfa uppá listasafn-
ið veslast upp,“ segir hann þar.
„Það er illþolandi að vera út-
nefndur opinber nefndaraðili
og vera sem slíkur skikkaður til
að drekka kaffi meðan Róm
brennur. Ég sé mér þvl ekki
annað fært en að biðja ráðherra
að leysa mig undan þessari
kvöð. Hvatir mínar eru eig-
ingirni: Ég treysti mér ekki
til, fyrir aldrus sakir, að berja
bumbur og hefja krossferð
til að frelsa safnið úr hönd-
um Serkja. Hvatir mlnar
eru öfund: Ég get ekki lengur
sótt sýningar, því að þar er alls
Framhald á bls. 39
inn og hátíðarhöldin verði helguð
umræðum um spurninguna:
Hverjir stjórna Islandi? og aðal-
ræðumaðurinn verði Jón Baldvin
Hannibalsson skólameistari á Isa-
firði.
Jón Baldvin Hannibalsson, skóla-
meistari.
Framboðslistinn er skipaður eft-
irtöldu fólki:
1. Kristfn Vala Ragnarsdóttir
jarðfræðinemi. 2. Þorvaldur Frið-
riksson landafræðinemi. 3. Þor-
kell Sigurlaugsson viðskipta-
fræðinemi. 4. JúKa Ingvarsdóttir
uppeldisfræðinemi. 5. Baldvin
Hafsteinsson laganemi. 6. Alfreð
Jóhannsson viðskiptafræðinemi.
7. Jón Skaptason latfnunemi.
Ástæða fyrir vali á efni þessu
er, að 1. desember er ekki aðeins
hátíðardagur stúdenta heldur
allrar þjóðarinnar. Spurningin
Hverjir stjórna tslandi? varðar
alla þjóðina. Umræður um þetta
hafa yfirleitt verið mikið I
deiglunni og þá oftast mótaðar af
þvl hvar menn standa I þjóð-
félagsstiganum, en hlutlaust svar
við þessari spurningu hlýtur að
vera undirstaða allra stjórnmála-
Iegra rannsókna. Hvernig er
unnið að framkvæmd lýðræðis-
skipulagsins og er það eitthvað
annað og meir en fölsun á stað-
reyndum og blekking sem fólkið
trúir á? Þetta mál vilja lýðræðis-
sinnaðir stúdentar reyna að
brjóta til mergjar 1. desember
næstkomandi nái þeir kjöri.“
Framhald 'á bls. 39
Háskólastúdentar
boða verkfall í dag
NEMENDUR f þremur deildum
Háskóla Islands, Heimspekideild,
Verkfræði- og raunvfsindadeild
og Þjóðfélagsfræðideild, munu
gera verkfall f dag til þess að
undirstrika kröfur stúdenta á
hendur rfkissjóði vegna lánamála
stúdenta. Kennurum hefur verið
tilkynnt um verkfallið bréflega
og verkfallsvarzla verður f Há-
skólanum frá klukkan 08 og fram
eftir degi.
Samkvæmt upplýsingum frá
verkfallsnefnd Heimspekideildar
Háskólans verður haldinn um-
ræðufundur um vandamál Lána-
sjóðs fslenzkra námsmanna og
lánamálin almennt klukkan 10,
en sfðar verður baráttufundur f
Árnagarði, þar sem fluttar verða
ræður og skemmtiatriði. Fleiri
deildir taka ekki þátt í þessu
verkfalli, þar sem undirbúningur
verkfalls var skemmra á veg kom-
inn t.d. í lagadeild og er búizt við
því að verkfall laganema verði
næstkomandi miðvikydag. Ekki
var f gær Ijóst um afstöðu við-
skiptadeildar og talið er lfklegt að
læknadeild fari sér hægar f verk-
fallsmálum en aðrar deildir að þvf
er talsmaður verkfallsnefndar
Heimspekideildar sagði Mbl. Þá
verður haldinn útifundur á Há-
skólalóðinni á miðvikudag og er
búizt við einhverjum aðgerðum f
kjölfar hans.