Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
7
1 (
Ríkisfjármál —
almanna-
tryggingar
Það sjá allir, sem sjá
vilja. að aðhaldi I rlkisfjár-
málum, sem á verða
annað og meira en orðin
tóm, eða umtalsverðri
niðurfærslu rlkisútgjalda,
varð með engu móti við
komið. án þess að sá út-
gjaldaliður fjárlaga, sem
stærstur er, trygginga-
kerfið. kæmi þar við sögu.
Aimannatrygginga-
kerfið er orðið svo
umfangsmikið, að það
krefst vökuls aðhalds og
stöðugrar endurhæfingar,
bæði að þörfum þegnanna
L
og fjárhagslegri getu
þjóðarbúsins. Hvort
tveggja er, að úrbóta er
þörf I kerfinu sjálfu og að
þaðan renna fjármunir til
aðila, sem ekki þurfa á
þeim að halda. Á vegum
rikisstjórnarinnar er nú
unnið að tillögugerð um
2000 m. kr. sparnað i
tryggingakerfinu, sem er
liður i niðurfærslu rikisút-
gjalda, sem ná til allra
þátta rikisbúskaparins.
Hins vegar hljóta
væntanlegar tillögur um
þetta efni að miðast við
það fyrst og fremst, að
fyrirhugaður sparnaður
komi ekki niður á þeim,
sem minnst mega sin.
Þvert á móti ætti endur-
skoðun tryggingakerfisins
að kunna að leiða til þess,
að niðurskurður meira
eða minna óþarfa
kostnaðar og útgjalda,
leiddi til þess, þegar fram
er horft. að betur væri
hægt að búa að þeim, er
raunverulega þurfa á fyrir-
greiðslu tryggingakerf is-
ins að halda.
Hins vegar er það létt
verk, og þó umfram allt
löðurmannlegt, að nýta
sér slikar aðhalds- og
sparnaðaraðgerðir, sem
aðstæður rikisfjármála
gera óhjákvæmilegar, til
að sá fræjum tortryggni i
huga þjóðarinnar, einkum
aldraðra og öryrkja. Á
þetta lagið hefur Alþýðu-
blaðið gengið undanfarna
daga. Vegur þessa blaðs
er að vísu ekki mikill fyrir,
en ekki vex hann með
slikum baráttuaðferðum.
Hyggilegra hefði verið að
biða endanlegra tillagna
rikisstjórnarinnar, en
byggja ekki dóma sina á
getsökunum einum
saman.
Hlutur stjórn-
arandstöðu
Stjórnarandstaða gegn-
ir, eða á að gegna, þýð-
ingarmiklu hlutverki í lýð-
ræðisþjóðfélagi. Hennar
hlutverk er m.a. að halda
uppi málefnalegri gagn-
rýni á stefnu og gerðir
stjórnvalda. Sú gagnrýni
missir þó marks, ef hún
býður ekki jafnframt upp
á einhvern þann annan
valkost, til úrbóta i
aðsteðjandi vanda eða
viðfangsefni, sem al-
menningur getur haft til
hliðsjónar og samburðar,
er hann gerir upp hug
sinn. Þessu hlutverki hef-
ur núverandi stjórnarand
staða gjörsamlega brugð-
izt, a.m.k. að þvi er varðar
aðsteðjandi vanda þjóðar-
innar i atvinnu- og efna-
hagsmálum, ekki sizt
rikisfjármálum.
Gagnrýni stjórnarand-
stöðunnar er naumast
marktæk, meðan þann
veg er að málum staðið.
Allir eru sammála um, að
meginviðfangsefni á þess-
um vettfangi séu nú að
gripa til raunhæfra ráð-
stafana gegn þeirri óða-
verðbólgu, sem geisað
hefur litt heft í nær tvö ár,
eytt kaupmætti launa og
grafið undan atvinnu-
öryggi almennings; að
rétta af greiðslustöðu
þjóðarbúsins við erlendar
þjóðir; og auka verðmæta-
sköpun í þjóðarbúinu,
þannig að meira verði til
skiptanna, sem er eini
raunhæfi grundvöllurinn
undir varanlegar kjara-
bætur. Áframhaldandi
óðaverðbólga eða ný
Sturlungaöld i sambúð
þjóðfélagsstétta, eins og
Tíminn komst að orði í
fyrradag, leiðir hins vegar
til glundroða, stöðvunar
atvinnurekstrar, atvinnu-
leysis og síminnkandi
kaupgetu gjaldmiðils
okkar, sem er allra tap en
engra hagur. Aðhalds
stefna sú, sem fjárlaga
frumvarpið mótar, er
fyrsta alvarlega tilraunin
til að hefta verðbólguna,
en jafnvægi í þjóð-
arbúskap og rikisfjármál-
um er algjör forsenda
þess, að slík viðleitni beri
árangur. Á slikum tímum
og við rikjandi aðstæður,
er það skylda stjórnarand-
stöðu, ekki síður en
stjórnvalda, að skapa
samstöðu um viðfangs-
efnið. Annað er að bregð-
ast þjóðarhagsmunum,
samborgurum sínum,
efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar og framtíðar
giftu.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
&
DUNLOP
Lyftaradekk
23x5 650x10
25x6 750x10
27x6 825x10
1 8x7 27x10-1 2
29x7 700x12 *~W’
500x18 600x15
21x8-9 700x15
600x9 750x1 5
700x9 825x1 5
AUSTURBAKKI ■ , fSIML 38944
Endurminningar
endumýjaðar
Hinn
margumtalaði
og vinsæli
úlsölumarkaöur
vekur
Við önnumst eftir-
tökur og lagfæringar
gamalla mynda.
Stækkum í allar
stærðir frá 13X18 cm
til 2ja fermetra.
AUGLÝSINGA OG
IÐNAÐARLJÓSMYNDUN
HVERFISGÖTU 18,
BAKHÚS
SÍMI 22811
athygli á
Það koma ávallt nýjar
vörur í hverrl vlku á
markaðlnn
Ótrúlegt
vöruúrval
á frábærlega
lágu é
verði
Látið ekki
happ
úr hendi
sleppa
ATHUGIÐ!
Markaðurinn
stendur aðeins
stuttan tíma