Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 11

Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTOBER 1975 Afmœliskveðja: Bárður Isleifsson ufirarkitekt 70ára Þegar ég nú sendi vini mínum góðum og starfsbróður, Bárði Is- leifssyni arkitekt, stutta afmælis- kveðju í tilefni þessa dags, þá fer ekki hjá því, að borinn sé saman árafjöldinn og afmælisbarnið sjálft. Engar ýkjur munu það telj- ast að 50 ár ættu hér betur við en 70, jafnt er varðar útlit sem at- gervi, og veit ég að þeir allir, sem afmælisbarnið þekkja og með honum hafa starfað eru þar á einu máli. Ætt Bárðar og uppruni verður eigi rakinn hér, eða ævi- ferilsskýrsla gefin, — en að loknu stúdentsprófi árið 1927 hóf hann nám við arkitektaskólann danska (Akademi for de skönne Kunster i Kaupmannahöfn), og lauk þaðan fullnaðarprófi árið 1935. Sama ár réðst hann arkitekt hjá húsameistara ríkisins, og hefir verið starfsmaður embættisins síðan. F.vrir nokkrum árum var Bárður skipaður yfirarkitekt em- Fyrsta lendingin á Suðureyri FLUGVÉL lenti í fyrsta skipti á Suðureyri sl. föstudag. Hörður Guðmundsson flugmaður hjá Flugfélaginu Örnum á Isafirði lenti þar á hinni nýju flugbraut, sem verið er að ljúka við að gera. Ernir hafa haldið uppi póst- og sjúkraflugi á sjöunda ár um Vest- firði og hefur stöðug aukning verið öll árin hvað snertir fjölda flugferða um hin dreifóu þorp á Vestfjörðum. í myndinni eru, t.f.v., þeir Guð- jón Jónsson, verkstjóri við flug- brautargerðina, Hörður Guð- mundsson flugmaður og Sigurjón Valdimarsson sveitarstjóri. bættisins, þ.e. staðgengill húsa- meistara og að verulegu leyti stjórnandi teiknistofu, sem hann raunverulega hefir gegnt flest ár- in í tíð þriggja forstöðumanna. Sem að lfkum lætur er Bárður ísleifsson arkitekt tengdari þróun og sögu opinberra bygginga á ís- landi um 40 ára skeið fremur öðrum starfsbræðrum sinum. Þetta tímabil hefir verió tími mikilla framkvæmda og bygg- ingarlegrar þróunar með þjóðinni. Vegna sérstöðu i starfi hefir hann og haft tækifæri til þess að setja svipmót sitt á marg- ar byggingar rfkisins þennan tíma, án þess þó að hafa á nokk- urn hátt státað af þeirri hlutdeild sinni, enda væri slíkt i mikilli andstæðu við hugarfar hans og hollustu i þeim efnum sem öðrum. Auk aðalstarfs hjá húsa- meistara rikisins hefir Bárður gert uppdrætti að ýmsum bygg- ingum, stærri og smærri. Meðal þeirra eru sjúkrahús, skólar og byggingar að Reykjalundi (S.Í.B.S) ásamt bókasafninu á Ak.ureyri. Tvennt hið siðarnefnda vann hann i félagi við Gunnlaug Halldórsson arkitekt. Af fbúðar- húsum má nefna hús háskóla- kennara á lóð Háskóla tslands, er sigursæl urðu i samkeppni arki- tekta þegar byggð voru. Fyrir langt og farsælt starf að bygg- ingarmálum var Bárður Isleifsson sæmdur heiðursmerki hinnar ís- lensku Fálkaorðu. Embætti húsameistara rikisins hefir um langt árabil haft þá stefnu að veita námsmönnum í byggingarlist og ýmsum hliðar- greinum hennar, tækifæri til sumarstarfa á teiknistofu, þegar því hefir verið við komið. Sama hefir verið með unga arkitekta beint frá prófborði. I röðum þeirra má finna all marga af færustu arkitektum okkar, sem nú eru á miðjum starfsaldri og reka sjálfstæðar teiknistofur. Á teiknistofu húsameistara hef- 11 ir það einkum hvílt á Bárði Is- leifssyni að leiðbeina og fylgjast með mótandi störfum þeirra ungu manna og kvenna, er þannig hafa um lengri eða skemmri tíma starfað á vegum emb'ættisins. Hygg ég að þeim öllum sé éinkar hlýtt til afmælisbarnsins, og telji sig í nokkurri þakkarskuld. Sjálfur stend ég í mikilli þakkarskuld við vin minn Báró. Samstarf okkar nær aftur til árs- ins 1937, meira og minna, og aldrei borið á skugga. I stjórnun embættis húsameistara rikisins hefir hann verið mín hægri hönd og staðgengill allt frá því ég tók við þeim starfa. Ljúfmannlegri og traustari samstarfsmann hefði varð verið hægt að kjósa, slikir eru mannkostir hans og starfs- hæfni. Bárði, Unni og mannvæn- legum sonum þeirra sendum við hjónin hjartanlegar heilla- og hamingjuóskir og þökkum órofa vináttu. Hörður Bjarnason. Nýr áfangi á Kanarí blómaeyjan Tenerife Reynsla okkar af óskum islendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí- eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum. í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síðasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferð. Dvalið veröur í íbúöum og á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og veröiö i tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem býöst. Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu, þá snúöu þér til okkar. LOmCIBIR ISLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.