Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 12

Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975 W’t í/ Við hrœðumst að vera kallaðar vargar og sköss efskoðanir okk- ar falla ekki inn íþióðarmunstrið — ÉG álít að kvennafríið á föstudaginn eigi ekki fyrst og fremst að vera til þess gert að sýna vald okkar kvenna, heldur að við stönd- um saman. Ég hef trú á því að okkur takist að sýna þennan samtakamátt. Á hinn bóginn er ég ekki með þvt að við verðum með nein skemmdarstörf þar sem fjármunir þjóðarbús- ins eru í veði. Og ég held ekki að það sé — að minnsta kosti ekki mér — neitt oddamál að elda ekki mat né sinna heimili okkar. Þetta sagði Dóra Guðmundsdóttir, húsfreyja og afgreiðslustúlka, fimm dætra móðir og gift leigubílstjóra Hún er 46 ára gömul og vinnur vaktavinnu á Umferðarmiðstöðinni við afgreiðslustörf og hefur gert í þrjú ár Hún hefur verið áhugakona um starf Rauðsokkahreyfmgarinnar og félagi í Kvenréttindafélaginu í rösk tuttugu ár og segist hafa geng- ið í það og farið fyrir alvöru að huqsa um kvenréttindamál, þegar hún stóð upp, fráskilin með elztu dætur sínar tvær, og engan þann bakhjarl, sem ættingjar eða mennt- un er — Ég er fædd og alin upp í Fljótshlíðinni til tíu ára aldurs. Eftir að móðir mín varð ekkja fluttumst við til systur minnar i Hvolhreppn- um, en fimmtán ára lagði ég af stað til Reykjavíkur i atvinnuleit Ég var fermd og um annað var ekki að ræða en fara að sjá fyrir sér Þá var spurt um það eitt hvort maður treysti sér til að vinna nóg Ég fékk vinnu á Hótel Skjaldbreið við að afgreiða mat og þvo upp Enginn frídagur En kaupið þótti gott, 400 krónur plús fæði og húsnæði á mánuði. AuðvitaS langaði mig til að læra. — Þú hefur ekki haft neina að- stöðu til að fara í skóla? — Nei, það var af og frá Það var visir að framhaldsnámskeiði á Hvols velli og ég sótti það og hef fundið seinna að ég bjó að því, en um annað var ekki að ræða En sérstak- lega hefði ég haft áhuga á að læra tungumál Mig dreymdi um að fara kannski á námskeið eða í kvöld- skóla, eftir að suður kæmi En allur tíminn fór í að hafa i sig og á Seinna fór ég einn vetur i þýzku í námsflokkunum og annan í ensku í Mími Það var nú allt og sumt En alltaf hefur mér sviðið að geta ekki aflað mér menntunar Nú er ég þannig skapi farin að ég verð oft svo fjúkandi reið yfir mörgu, sem mér þykir fara aflaga í þjóðfélaginu Þá kemur upp i mér sterk löngun til að skrifa og tjá mig um það En það er á hinn bóginn svo ríkt i mér að ég sé menntunarlaus og hafi ekkert vit á þessu Mér finnst ég ekki nógu örugg i stafsetningu og kannski er málfarinu ábótavant Svo verður ekki neitt úr neinu Það hefur verið fjarskalega rikjandi í mér að eigin- lega væri ég ekki gjaldgeng nema til likamlegrar vinnu Nú held ég að fimmtán ára stúlka hafi meiri möguleika en var fyrir 31 ári I langflestum sveitum eru komn- ir framhaldsskólar og jafnvel fleiri menntastofnanir, sem gera málið auðveldara. En oft þykir mér sem unglingar kunní ,ekki að meta gildi lærdóms Þegar ég var unglingur langaði mig til að læra, en nú virðist i mörgum tilfellum ráða skyldurækni eða hlýðni við foreldra Þetta finnst mér alveg grátleg staðreynd Að gifta sig og komast á lifsbásinn. Eftir að ég hætti að vinna á Skjaldbreið fór ég í vist að Klömbrum við Rauðarárstíg, stundaði húsverk og lærði þau, enda var þá framtíðin að giftast og hugsa um heimili Það var lífsbás- inn, sem okkur var ætlaður og hann var ekki stór Mér fannst dálítið ég hafi orðið fullorðin. Fór að hugsa öðruvísi. Gerðist kvenréttindakona. Og ég reyndi að hugsa vel um telpurnar mínar þótt tíminn væri ekki alltaf mikill Reyndar hef ég alltaf haft þá skoðun og ekkert síður eftir að ég gifti mig aftur og komst aftur á básinn að það er ekki spurnmg um hversu löngum tíma maður ver með börnunum sfnum sem ræður úrslitum heldur hvernig hann er notaður. Ég fæ ekki skilið og sætt mig við þann tvískinnung sem kemur fram hjá því fólki sem lýsir því yfir hvílík óhollusta sé börn- Dóra Guðmundsdóttir. o ° o Rætt við Dóru Guðmundsdóttur skammarlegt að vera orðin sextán ára og kunna ekki að elda hafragraut hvað þá annað og þarna hjá þessu ágæta fólki fékk ég góða kennslu i húsverkum, lærði hreinlæti og spar- semi, sem síðar kom mér oft og lengi til góða Þarna var ég viðloð- andi þangað til ég gifti mig, en vann þó lika hjá Soffiu Túbals, við að búa til kassa utan um snyrtivörur. Nú svo gifti maður sig og eftir það átti maður ekki að þurfa að „vinna" meira Við fengum eitt herbergi og eldhús i kjallara á Hverfisgötu og borguðum tlu þúsund krónur fyrir- fram Það voru miklir peningar árið 1947, þegar maðurinn minn sem var járnsmiður hafði þrjú þúsund krónur tæpar á mánuði Fljótlega komu svo dæturnar og við vorum ósköp sæl að hafa öruggt húsnæði það var meira en margur gat státað af Seinna fluttum við i tveggja her- bergja leiguibúð á Klapparstig og húsaleiga þar var 500 krónur og auk þess sá ég um hreingerningar á verkstæði á neðstu hæðinni. — Hvernig mér leið? Maður velti því ekki svo grannt fyrir sér Þetta var allt svo sjálfsagt Eigínlega allt eins og það átti að vera Það kom fyrir að mér leiddist og mér fannst ég aldrei hitta fólk og mér fannst ég standa i stað og ég vissi ekkert og gæti ekkert En þetta risti ekki djúpt, enda var þetta lif mitt ekkert frá- brugðið því sem gerðist og gekk hjá ungum konum á þessum tima. Einstæð með telpur tvær — Ein með telpurnar varð ég i árslok 1954 Þær voru 4 og 6 ára. Við höfðum dregið fram yfir hátíðirnar að skilja, en nú tjóði ekki að slá þvi á frest lengur. Svo hófst píslargangan milli barnaheimilanna og vinnuleit Engin voru þá mæðra- launin og fjölskyldubætur voru að- eins greiddar til gifts fólks. Mér dugði ekki annað en setjast niður og reyna að hugsa þetta skipulega Ég fékk vinnu hálfan daginn og telpurn- ar höfðu gæzlu unglingsstúlku Um sumarið kom ég þeim í sveit. Þá vann ég allan daginn og um helgar og ! sumarfríinu mínu var ég kokkur i fjallaferðum. Þetta var afar erfiður tími, en á þessum árum held ég að um að vera á dagheimilum. Er þetta fólk reiðubúið að greiða hærri skatta svo að við getum allar verið heima? Ég held varla Og á sama hátt og ég held ekki að allir piltar séu fæddir I þennan heim til að verða múrarar sé ég ekki að allar konur séu endilega til þess fæddar að verða mæður og húsfreyjur Ég sé heldúr ekki hvað er svona dásamlegt við það eitt að börn séu heima hjá sér, ef móðirin nennir eða getur ekki sinnt þeim og hendir I þau hveitibrauði og vlnar- brauði öðru hverju, sefur til hádegis og lætur krakkana ganga úti eins og þeim hentar En ég fann fyrir þvi á þessum árum og hef orðið vör við það alla tíð að það er litið með ólýsanlegri dómhörku á einstæðar mæður og meiri kröfur gerðar til barnanna þeirra en þeirra barna sem hafa báða foreldra á heimili. Það þykir afsakanlegt og ekkert tiltöku- mál þótt barn af tveggja foreldra heimili sjáist i rifnum buxum, en það fer áldeilis að hvina i, þegar barn einstæðrar móður á í hlut Þá vantar ekki skýringarnar á útgangin- um á blessuðum anganum Annað hjónaband og ibúðarbyggingin — Þetta hafði verið mesta basl með húsnæðið eftir að ég skildi En svo var ég svo lánsöm að vinna bíl í happdrætti DAS og seldi hann á 100 þúsund og keypti mér litla ibúð á 1 30 þúsund og gat meira að segja látið standsetja hana með aðstoð vina og kunningja. Upp úr þvi fór ég að vinna á Hreyfli og var þar i hálft þriðja ár, þá gifti ég mig aftur Maðurinn minn er leigubilstjóri hjá Hreyfli Nú hvarf ég aftur inn i húsmóðurhlutverkið og ég get ekki neitað þvi að mér fannst þetta allt mjög gaman. Ég naut fyrstu mánað- anna i ríkum mæli en svo fór að brydda á því i huganum að mér fyndist þetta ekki nóg, svo að brátt fór ég að stunda vinnu með heimitis- störfunum Það bættust þrjár dætur í búið hjá okkur hjónunum smám saman og það var nóg að gera auk þess sem við drifum i að fara að byggja i þríbýlishúsi, þar sem fjöl- skvldan var nú orðin býsna stór Þessi fyrstu búskaparár okkar ein- kenndust af ólýsanlegum peninga- kröggum, enda hvorugt okkar með réttindi í lifeyrissjóði Ég fór i sildar- söltun á sumrin, var matráðskona á sildarstöð annað sumar, vann i sjoppu og hvaðeina Og allt mjakaðist þetta og ibúðin fékk smám saman á sig lögulegri mynd og má nú loksins heita fullkláruð eftir tólf ára puð Áhuginn á kvenréttindum — Hvenær fórstu að starfa að áhugamáli þlnu, kvenréttindum? — Ég hef kannski aldrei starfað af neinu gagni. En frá þvi ég skildi við fyrri manninn minn hafði ég verið í Kvenréttindafélaginu. En vegna þess ég vann lengst af vakta- vinnu gat ég lítið sem ekki sótt fundi pða starfað, en ég var með i anda og fylgdist með og ég treysti forystu- konunum prýðilega til að leiða málin til lykta Eina félagið sem ég hafði starfað i var kvenfélag Hreyfils og hafði ég þó áður gert mesta grin að kvenfélögum og taldi þau ekki eiga neinn rétt á sér En kvenfélög geta lika verið menningarauki og þar kynnist maður fólki og það er mest- ur ávinningur að kynnast fólki, að minum dómi. Þegar Rauðsokkahreyfingin tók að starfa nér fékk ég áhuga á starfssviði hennar og fór að kynna mér baráttu- málin Er skemmst frá þvi að segja að ég er hjartanlega sammála mörgu hjá hreyfingunni, en þó ekki öllu Þar eru öfgar eins og í öllu sem nýtt er, enda áhöld um, hvort á mann væri hlustað ef ekki er tekið dálitið djúpt i árinni Margt i stefnu- málum hreyfingarinnar höfðar mjög til min eins og launajafnréttið og svo tviskinnungshugsunarhátturinn gagnvart konum, sem birtist I mörgu og meðal annars í viðhorfi til dvalar barna þeirra á barnaheimilum og fleiru Sama tvlskinnungsins gætir, hvað snertir til dæmis fóstur- eyðingar Ég er ekki meðmælt þvi að konur geti fengið fóstureyðingar á færibandi — langt frá því. En ég tel óboðlegt að kona sé þvinguð til að eiga barn sem hún treystir sér ekki til Ég hef aldrei heyrt að karlmenn væru þvingaðir til að hafa börn sem þeir vilja ekki og karlmönnum er ekki legið á hálsi fyrir að fá aðstoð i sambandi við börn sin, ef þeir eru einir, þótt engum finnist þörf á þvi að einstæð móðir með börn fái sér ráðsmann Enda hefur hún engin tok á þvi meðan launajafnrétti er ekki nema i fáeinum stéttum i þjóð- félaginu. Og varðandi fóstur- eyðingarnar vil ég einnig vekja at- hygli á þvi að það fólk, sem belgir sig mest um óréttmæti þess að deyða lif — sést ekki lengur þegar barnið er komið i heiminn. Kærleik- ur sem er aðeins i orði en sést ekki á borði er vitagagnslaus og verri en enginn. Hvar er velvildin og ástúðin nú? Svo eru sumir sem senda fúlgur úr landi til að hjálpa útlendum börn- um, meðan fólk baslar hér af meiri hetjuskap og viljaþreki og kærleika til barnanna sinna en af mætti. Eins og til dæmis unga stúlkan sem ég las viðtal við i Timanum um daginn. Ég er hrædd um að i velferðarþjóð- félaginu hafi margar þekkt sjálfa sig og sina baráttu Hræðslan við að segja meiningu sína og vera ekki nógu spakur — Að mörgu leyti erum við svoddan vesalingar. Við erum hræddar við að segja méiningu okkar og verða kannski að sæta því að vera kallaðar vargar og sköss ef við leyfum okkur að segja hvað við hugsum, ef það fellur ekki inn í þjóðarmunstrið Og svo þetta að þora ekki að koma upp um fáfræði eða fávizku, vera ekki nógu spak- legur og komast ekki nógu vel að orði. Það er þessi spéhræðsla sem tröllriður þessu þjóðfélagi -— Margar konur eru stöðugt í megrun, heldur Dóra áfram — og hugsa um það eitt að ná af sér nokkrum aukakilóum til að flikka upp á útlitið Ég held að það væri mörgum meiri nauðsyn að hefla i sér sálina ekki slður en ná einhverj- um aukakílóum af skrokknum. Kvennaárið hefur vakið til umhugsunar — Finnst þér árangur hafa orðið af kvennaári? — Mér hefur stundum fundist eins og þessu hafi verið slegið upp sem einhverju voða sniðugu og eigi ekki að taka það hátiðlega og mér þykir árangurinn ekki eins mikill og efni hefðu getað staðið til En áreiðanlega hefur það þó vakið marga til umhugsunar. En okkur konunum hættir oft til að sjá ekki aðalatriðin fyrir aukaatriðunum, við erum ekki nógu stórar í hugsun, setjum ekki markið nógu hátt. Við eigum ekki að láta okkur nægja að rétj narta utan i hlutina heldur eig- um við að takast á við kjarna máls- ins hverju sinni h.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.