Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
13
Garðahreppur
Byggung, Garðahreppi
Aðalfundur Byggung í Garðahreppi verður haldinn í félagsheimilinu við
Lyngás, miðvikudaginn 22. okt. kl. 8.30 stundvíslega.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa, mun Páll Friðriksson, framkv.stj.
segja frá nýjungum í byggingariðnaði og rætt verður um stofnun nýrra
byggingarhópa.
Fjölmenið og mætið stundvíslega. Stjórnin
Haustfagnaður templara
og 90 ára afmæli
Góðtemplarareglan á nú að baki
90 ára starfsferil í höfuðstaðnum.
Fyrsta stúkan, Verðandi, var stofnuð
3. júlí 1885.
Það urðu þáttaskil í þjóðarsögunni
þegar góðtemplarareglan hóf starf
sitt. Þá var farið að byggja hús til að
hafa almenna mannfundi í. Þá fóru
menn af ollum stéttum að hittast
vikulega á fundum þar sem unnið
var að félagsmálum og fylgt
ströngum fundarsköpum. Þá fóru
karlar og konur í fyrsta sinn að starfa
saman I frjálsum félagsskap sem
félagsmenn með jafnan rétt.
Þetta allt hafði sín áhrif. Þjóðlífið
varð annað en áður.
Olaf Palme lét svo ummælt i ræðu
í sumar að grundvöllur lýðræðisins í
Svíþjóð hefði verið lagður I stúku-
húsunum. Það á lika við að verulegu
leyti hér á landi. Hinn frjálsi félags
skapur gerði menn hæfa til að nota
sér lýðræðið — gerði lýðræðið að
veruleika.
Slík voru söguleg áhrif góð-
templarareglunnar Mörg félög
önnur og félagshreyfingar fylgdu í
slóð hennar til að fullkomna grund-
völl lýðræðisins.
Þetta allt er að vissu leyti óháð
takmarki og lífshugsjón góð-
templarareglunnar. Allir vita að hún
er alþjóðlegur félagsskapur sem hef-
ur það að markmiði að útrýma
áfengisnautn. Hitt vita menn síður
að bindindið er ekki I sjálfu sér
takmark reglunnar, heldur nauðsyn-
legt skilyrði þess að lífshugsjón
hennar, — bræðralag og farsæld
allra manna — geti orðið veruleiki.
Enn er það svo um allan heim þar
sem áfengis er neytt að um það bil
fimmti hver maður sem byrjar neyslu
þess hefur meiri eða minni vandræði
af því áður en lýkur. Það er sú
staðreynd sem raunsæir menn og
góðgjarnir verða að horfast í augu
við. Þar stoðar ekki að líta undan.
Templarar í Reykjavík efna nú til
haustfagnaðar I tmplarahöllinni
næsta föstudagskvöld. Þar drekka
menn kaffi, syngja mikið saman,
hlusta á nokkur stutt ávörp og
gamanmál » þjóðlegum Ijóðastíl. Og
svo munu þeir dansa. Þar verður
þess að sjálfsögðu minnst að reglan i
höfuðstaðnum á merkisafmæli á
þessu ári en einkum koma menn þó
saman til að minna á að hér er
lifandi félagsskapur sem á sér mikil
verkefni fyrir höndum, þar sem er að
vernda og vikka út áfengislaust um-
hverfi svo að færri verði ógæfumenn
og aumingjar vegna drykkjuskapar.
Templarar munu sækja þetta mót
með gestum sínum svo að það verði
nokkur kynning út fyrir þann hóp,
sem nú er undir merkjum reglunnar
Aðgöngumiða að fagnaðinum geta
menn fengið í bókabúð Æskunnar og
skrifstofu stórstúkunnar i Templara-
höllinni.
Halidór Kristjánsson.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK l
tP
ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINU
KÓPAVOGSBÚAR KÓPAVOGSBÚAR
Sjálfstæðisfélogin í Kópavogi gangast fyrir
Almennum borgarafundi
í félagsheimilinu uppi i kvöld kl. 20:30. Fundarefni: íþróttir og
félagsmál Sigurður Helgason, flytur ávarp.
Frummælendur:
Stefnir Helgason, bæjarfulltrúi Þorvarður Áki Eiríksson, formaður H.K.
Guðni Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar U.B.K.
Rætt verður um hugsanlega stofnun Iþróttabandalags i Kópavogi
Að loknum framsöguerindum, verða almennar umræður og fyrir-
spurnir.
Fundarstjóri: Grétar Norðfjörð
Fundarritari: Kristinn Skæringsson
Skorað er á allt áhugafólk um iþrótta og félagsmálefni í Kópavogi, að
fjölmenna á fundinn.
Launþegaráð
Reykjaneskjördæmis
Framhaldsstofnfundur Launþegaráðs Reykjaneskjördæmis, verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 21. október
1975 kl. 20.30.
Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra og Gunnar Helgason, for-
maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn.
Allt Sjálfstæðisfólk í kjördæminu í launþegastétt, velkomið á fundinn
meðan húsrúm leyfir.
Heimdallur S.U.S.
Undirbúningsnefndin.
Heimdallur S.U.S.
Starfshópur um félagsstarfið
Annar fundur starfshóps um félagsstarfið verður haldinn þriðjudaginn
21. október n.k. kl. 5.30 i Galtafelli Laufásvegi 46.
Allt áhuqamál hvatt til að mæta.
Stjórnm.
BYG GIN GAVORUVERZLU N BYKO
KÓPAVOGS SF
IMÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000
Þar sem fagmennirnir verzla,
er yður óhætt
Vel búið baðherbergi
fráBYKOM
Það fæst bókstaflega allt í BYKO, a. m. k. allar bygg-
ingavörur sem nöfnum tjáir að nefna.
Við gætum t. d. nefnt hreinlætistæki, blöndunartæki, veggflís-
ar. Það fæst líka í BYKO.
Hreinlætistækin eru af ýmsum gerðum í mörgum litum og úr-
valið af blöndunartækjum og keramikflísum er satt að segja
ótrúlega mikið.