Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
19
Stórleiknr Ármanns
NÚ ER ljóst, að leikur Ármanns
og tR um næstu helgi verður
hreinn úrslitaleikur í Reykja-
vfkurmótinu. Ármann sigraði Val
með geysilegum yfirburðum um
helgina, skoraði 117 stig gegn 68.
Ármenningar léku allt frá fyrstu
m(n. til loka af mikilli ákveðni,
og sigur þeirra hefði örugglega
getað orðið enn stærri hefði
vörnin verið leikin af meiri festu.
Jimmy Rogers (31 stig) Jón
Sigurðsson (29 stig) ogGuðsteinn
Ingimarsson (27 stig) voru allir I
miklum ham í leiknum, og raunar
má segja að liðið sé allt mjög gott
um þessar mundir. — Valur skor-
aði fyrstu stigin, en Ármann
svaraði með 15 stigum 1 röð, og
var þá ljóst hvert stefndi. Staðan f
hálfleik 59:32. Það eina sem finna
má að Ármannsliðinu er varnar-
leikurinn sem er á stundum ekki
nógu góður. Jimmy Rogers fellur
vel inn f liðið, og koma hans
hefur mjög góð áhrif á aðra leik-
menn. Mesta athygli vakti þó
leikur Guðsteins, hann hefur
verið vaxandi f allt haust, og
blómstraði nú. Torfi Magnússon
skoraði mest fyrir Val, 20 stig, en
er allt of eigingjarn. gk.
IS marði Fram
ÞAÐ fór eins og spáð hafði verið,
leikur IS og Fram var mjög jafn,
og gat sigurinn lent hvorum
megin sem var. Það sem segja má
að hafi ráðið úrslitum f leiknum
var fádæma léleg hittni Framara
sem gátu oft á tfðum ekki skorað
úr auðveldustu færum. IS hafði
yfir í hálfleik 27:18!!. — í seinni
hálfleik lagaðist hittnin aðeins
hjá Fram og það nægði til að setja
spennu í leikinn rétt fyrir leiks-
lok. Þá misnotaði aðalskytta
Framara Helgi Valdimarsson 3
vftaskot f röð, og lS hafði það af
að merja sigur 57:54.
Ingi Stefánsson skoraði mest
fyrir IS, 12 stig, en IS virðist f
miklum öldudal um þessar mund-
ir.
Þorvaldur Geirsson skoraði 15
stig fyrir Fram, Þorkell Sigurðs-
son 14. Framliðið er að koma til,
það er greinilegt, þótt enn komi
það um sinn ekki til með að
blanda sér f baráttu bestu lið-
anna.
Playboys
bikar-
meistarar
FINNSKA körfuknatt-
leiksliðið Playboys, sem
mætir Ármenningum í
Evrópubikarkeppni bik-
arhafa í körfuknatt-
leik, varði bikarmeistara-
titil sinn í Finnlandi um
síðustu helgi, er liðið
sigraði TuNMKY í úr-
slitaleik með 87 stigum
gegn 81. I Playboysliðinu
vakti sérstaka athygli
bandaríski blökkumaður-
inn Ronnie Canon, sem
skoraði 36 stig í leiknum,
en hann er sagður lang-
bezti maður liðsins.
V
i ■
Jón Héðinsson lék nú á n< með ÍS, hér sést hann hirða frákast við körfu Fram. Héðinn Valdimarsson og
Bjarni Gunnar eru einnig með f baráttunni.
r
UthaMið þrant hjá KR-ingum
og ÍR vaiui með sex stiga mnn
„ÞÓ ÉG sé að mörgu leyti ánægð-
ur með þennan leik, er ekki hægt
annað en vera óánægður með vill-
ur þær sem Curtiss Carter fékk f
leiknum," sagði Kristinn Stefáns-
son liðsstjóri KR eftlr Ieikinn
gegn IR sem KR tapaði 61:67.
„Carter fékk tvær villur fyrir að
öskra að tR-ingi með boltann, án
þess áminning væri gefinn fyrst
eins og venjan hefur verið, og 5.
villan sem dæmd var á hann var
algjör vitleysa hjá dómurunuin,"
sagði Kristinn ennfremur.
En það merkilega skeði, að KR-
liðið lék betur í langan kafla eftir
að Carter hafði fengið reisupass-
ann á 6. mín. í seinni hálfleik. Þá
fóru þeir að hitta úr hverju skoti
Gísli Gislason, Eirikur Jónsson og
Gunnar Jóakimsson, og á 12. mín.
hálfleiksins var staðan 75:63 fyrir
KR, og sigurinn blasti við. En það
sem eftir var leiksins voru ÍR-
ingar einráðir á vellinum og
sigruðu með 6 stiga mun.
IR hafði yfirleitt forustu í fyrri
hálfleik, mest 12 stig um hann
miðjan, og 7 stig i hálfleik 47:40.
Kolbeinn Kristinsson skoraði 30
stig fyrir IR í leiknum, og er án
efa mesta skytta í körfuboltanum
I dag. Kristinn Jörundsson var
með 29 stig, en átti slæman kafla i
sfðari hálfleik, brenndi þá t.d. af 4
sinnum í röð og var tekinn útaf.
Hann kom tviefldur inn stuttu
síðar, og var maðurinn bak við
sigurinn ásamt Kolbeini og
Agnari Friðrikssyni sem nú lék
með á ný, og átti góðan kafla i lok
leiksins.
Þorsteinn Hallgrimsson var
óvenju daufur, og sömu sögu er
að segja um Þorstein Guðnason.
tR-liðið sem heild verður að gera
betur til að sigra Ármann um
næstu helgi í úrslitaleiknum.
Hjá KR var Carter bestur
meðan hans naut við, hann átti öll
varnarfráköst timum saman og
skoraði 19 stig og er ekki gott að
Framhald á bls. 23
íslandsmótið í körfuknattléik hefst 8. nóvember:
Flestir veðja á Ármenninga
sem líklega Islandsmeistara
1. deildar keppnin í körfu-
knattleik hefst 8. nóv. n.k. og
um þá helgi verður leikin heil
umferð i deildinni. Eins og
venjulega bollaleggja menn
ýmislegt um það hvernig mótið
komi til með að fara, og eru
ýmsir spádómar þar á lofti.
Sumir hallast að yfirburðum
ÍR, Islandsmeistaranna frá I
fyrra, aðrir segja að KR og Ár-
mann muni koma til með að
berjast um sigurinn vegna
Bandarikjamannanna I þessum
liðum, og enn aðrir veðja hik-
laust á lið Njarðvíkur sem þeir
segja að verði sterkara en
nokkru sinni fyrr. Þá eru sumir
á þvi að IS muni setja strik I
reikninginn eins og undanfarin
ár, og vissulega hafa þeir mann-
skapinn til þess.
Þau þrjú lið sem eftir eru,
Valur, Frám og Snæfell, koma
því til með samkvæmt þessu að
berjast á botninum, og því
verður varla á móti mælt að
þau eru ekki eins sterk og hin
liðin fimm.
Ég er á þvi að liðin komi til
með að skipta sér í þrjá flokka í
mótinu. I flokki þeirra liða sem
berjast um sigur i deildinni
verða Ármann, KR, IR og
UMFN, siðan komi ÍS og Valur,
og á botninum verði Fram og
Snæfell. En við fengum for-
svarsmenn liðanna til þess að
spá um röðina, en þeir urðu að
sleppa sinum liðum I þeirri spá
sinni, enda visast hvar þeir
myndu setja þau.
Steinn Sveinsson IS:
Ármann
ÍR
KR
UMFN
Fram
Valur
. Snæfell
Jónas Ketilsson Fram:
A
IR
UMFN
KR
IS
Valur
Snæfell
Guðmundur Þorsteinsson Val:
ÍR
A
KR
UMFN
IS
Fram
Snæfell
Hilmar Ilafsteinsson UMFN:
IR
Á
KR
IS
Valur
Snæfell
Fram
Birgir örn Birgirs Ármanni:
IR
KR
UMFN
IS
Valur
Fram
Snæfell
Kristinn Siefánsson KR:
A
IR
UMFN
IS
Valur
Fram
Snæfell
Sigurður Hjörleifsson
Snæfeili:
Ármann
KR
IR
UMFN
IS
Valur
Fram
Hólmsteinn Sigurðsson IR:
A
KR
UMFN
IS
Fram
Valur
Snæfell
Leikirnir i 1. deildinni verða
nú leiknir á fimm keppnis-
stöðum, UMFN leikur heima-
leiki sina að sjálfsögðu í Njarð-
vik, KR I Hagaskóla, IS I Kenn-
araskólahúsinu, Snæfell á
Akranesi, og IR, Valur, Fram
og Ármann á Seltjarnarnesi. —
Allt útlit er fyrir að mótið nú
verði mjög skemmtilegt, lið.in
virðast vera mjög vel undirbúin
flest hver, og áhorfendur eru
nú farnir að sækja leikina i
mjög auknum mæli, og það
gerir leikina strax mun liflegri
og betri.