Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 36
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1975
Valnr svaraði hverjn
marki Þróttar með tveimnr
NÝLIÐARNIR f 1. deild I handknattleik, Þróttur, fengu sfna eldskfrn á sunnudags-
kvöldið í deildinni, er þeir mættu Valsmönnum. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins
eftir 2 mfnútna leik, og náðu sfðan forystunni aftur er staðan var 2—1. En þar með
var lfka sagan öfl. Valsmenn skoruðu tvö mörk fyrir hvert eitt sem Þróttararnir
gerðu, og urðu úrslit leiksins 20—10, fyrir Val. Munurinn hefði þó sennilega getað
orðið enn meiri, hefðu Valsmenn ekki greinilega slakað á undir lok leiksins, en þá
tókst Þrótti að skora helming marka sinna.
Mikið má vera ef róðurinn verður ekki þungur fyrir Þróttarliðið í 1. deildar
keppninni f vetur. Liðið er nokkuð einhæft og mjög fátækt af frambærilegum
skyttum. Raunar má segja að skytturnar í liðinu séu ekki nema tvær; þjálfarinn
Bjarni Jónsson og Friðrik Friðriksson, og allur sóknarleikur iiðsins snýst f kringum
þessa tvo menn. Auðveldar það mjög vörnina fyrir andstæðingunum, enda var það
svo að Valsmenn áttu oftast næsta auðvelt með að svara sóknum Þróttarfiðsins. Þeir
gættu einfaldlega þess að þessir tveir fyrrnefndu leikmenn fengju ekki svigrúm, án
þess þó að taka þá úr umferð. Bjarni reyndi hvað hann gat til þess að dreifa spilinu
hjá Iiði sfnu en allt kom fyrir ekki, og því fór sem fór.
Vörn Þróttarliðsins stóð hins vegar oft vel fyrir sfnu, einkum f leikbyrjun, þegar
mikil hreyfing var á henni, menn „töluðu vel saman“ og voru ákveðnir. Þegar á
leikinn leið, og hann var sýnilega Þrótturum tapaður, varð vörnin slakari, og átti
erfiðara með að fylgja hinum mikla hraða sem Valsmenn héldu lengst af uppi.
Mikill barningur var f leiknum til að byrja með, svo sem bezt má sjá af þvf að eftir
20 mínútna leik var staðan 2—1 fyrir Þrótt. Það var þá að nýliðinn f Valsliðinu,
Gunnar Björnsson, skoraði tvö mörk í röð með miklu harðfylgi og kom þar með
félögum sfnum á bragðið. Síðari helming fyrri hálfleiksins lokaði vörn Valsliðsins
gjörsamlega marki sínu fyrir Þrótturum. Ekki vantaði að töluvert væri reynt,
sérstaklega með langskotum, en Ólafur Benediktsson markvörður var f essinu sínu
og varði mjög vel.
Sem fyrr greinir héldu Vaismenn uppi miklum hraða í leik sfnum, eftir að þeir voru
komnir á strik, jafnvel svo miklum að þeir höfðu ekki fullkomlega vald á honum
sjálfir. Það þarf mikið úthald til þess að leika þannig á fullu, heilan leik,
sérstaklega þegar mikla hreyfingu þarf einnig í vörninni og þar gefst nær ekkert
tækifæri til hvfldar. En Valsmenn eru greinilega f góðri æfingu um þessar mundir
og liðið miklu hreyfanlegra og leikur fjölbreyttari og skemmtilegri handknattleik
en það gerði í fyrra. Skylt er þó að slá varnagla þegar þetta er sagt: Valsmenn hafa
hingað til mætt léttum andstæðingum, Gróttu og Þrötti, og óvfst hvort þeir fá
tækifæri til þess að leika sér jafnmikið og þeir hafa gert f þessum leikjum, þegar
þeir mæta sterkari liðunum.
Stefán Gunnarsson var atkvæðamesti leikmaður Valsliðsins í þessum leik, og má
mikið vera ef hann hefur nokkru sinni verið betri en einmitt nú. Hann var sá klettur
í vörninni sem margar tilraunir Þróttara brotnuðu á og sýndi auk þess mikla
fjölbreytni í sóknarleiknum, m.a. að lyfta sér upp fyrir framan vörn andstæðingsins
og skora með snöggum og föstum skotum. Sýnir Stefán þarna á sér nýja hlið. Jón
Karlsson var einnig mikilvægur f sóknarleik Valsmanna, svo og Jóhann Ingi, sem er
mjög laginn með knöttinn og fljótur að eygja möguleika sem félögum hans bjóðast á
línunni.
Bjarni Jónsson var bezti leikmaður Þróttar í leiknum, en Marteinn Arnason
markvörður stóð sig einnig með miklum ágætum. Það sem Þrótt virðist einkum
vanta um þessar mundir eru leikmenn sem geta verið meira ógnandi svo og meiri
fjölbreytni f sóknarleikinn. stjj
Jóhann Ingi Gunnarsson, hinn fljóti og lagni leikmaður Valsliðsins skorar f
leiknum við Þrótt.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975
21
Eftir jafnan fyrri hálfleik tók
FHöll völd og vann 25-18
Guðmundur Haraldsson sendir knöttinn I mark Vikinganna eftir að Haukarnir höfðu galopnað vörnina. Þeir
Þorbergur. Magnús og Sigfús eru aðeins áhorfendur. Lengst til vinstri er Hörður Sigmarsson.
Haukar mölnðn íslandsmeistarana
Baráttugleði og góð vörn
var aðall liðsins og það
nœgði gegn daufiim Víkingum
Menn þurftu ekki lengi að bíða
eftir óvæntum úrslitum f 1. deild-
ar keppni Islandsmótsins f hand-
knattleik. Á laugardaginn unnu
Haukar, lið sem orðað var við
fallbaráttuna fyrir mótsbyrjun,
stórsigur yfir Islandsmeisturum
Víkings. 22—14 fyrir Hauka urðu
úrslit leiksins, og voru þau ekki
ósanngjörn ef miðað er við leik
liðanna, það voru fremur Haukar
sem Iéku sem meistarar að þessu
sinni, en Vfkingsliðið . var mjög
sundurlaust, og gerði sig sekt um
mistök, sem alls ekki eru við hæfi
hjá meistaraliði. Leiki Iiðið fleiri
slfka leiki á næstu.ini, þarf það
varla að vænta þess að verða með
í topþbaráttunni. Slíkt verður þó
að teljast harla ósennilegt. Vfk-
ingsliðið er skipað það góðum
handknattleiksmönnum, að það á
að geta verið f fremstu röð. Senni-
lega hefur þetta aðeins verið
slæmur dagur hjá Víkingi og
þegar allt kemur til alls er ekki
víst að liðið hafi slæmt af þessum
skelli. Það er þvf viðvörun — og
raunar öðrum þeim liðum sem
álitið var að væru bezt hérlendis
um þessar mundir. I þessu ný-
byrjaða móti er ekki ólíklegt að
um svo jafna baráttu verði að
ræða, að hvaða lið sem er geti
unnið annað.
Það var allt frá upphafi til enda
i leiknum sem Haukarnir komu á
óvart á laugardaginn, og þá fyrst
og fremst fyrir það hversu góðan
handknattleik þeir léku. Svo sem
kunnugt er þá töldu Haukarnir
sig ekki hafa efni á því að ráða
þjálfara og þess í stað eru nú með
liðið núverandi leikmaður með
þvi, Elías Jónasson og fyrrver-
andi Ieikmaður, Þórður Sigurðs-
son. Og ekki var annað að sjá í
leiknum á laugardaginn en að
þjálfunin væri í lagi, og það meira
að segja í góðu lagi. Haukarnir
virtust vita nákvæmlega fyrir-
fram að hverju þeir gengu, og
allir leikmennirnir ræktu hlut-
verk sitt vel. Baráttan og hreyf-
ingin í vörninni var frábærlega
góð, hættulegustu leikmenn Vík-
ingsliðsins voru stöðvaðir nógu
framarlega og eins tókst Haukun-
um að kæfa flestar þær leikflétt-
ur sem Vikingarnir voru að reyna
f fæðingu. Virkuðu sóknarað-
gerðir Víkinganna því oft sem til-
gangslaus hlaup i leiknum, en af
þeim var líka meira en nóg. Þá
var það Haukunum einnig mikill
styrkur að markvörður þeirra,
Gunnar Einarsson, varði mjög vel
í leiknum og sannaðist þarna enn
einu sinni fylgnin milli góðrar
varnar og góðrar markvörzlu.
Sóknarleikur Haukanna í þess-
um leik var einnig vel útfærður
og þeir náðu vel að notfæra sér
helztu veilurnar í Víkingsvörn-
inni. Til að byrja með var marka-
kóngur Haukaliðsins frá mótinu i
fyrra, Hörður Sigmarsson, heldur
óheppinn með skot sin, en þegar
Víkingarnir tóku til þess bragðs
að taká Elías Jónasson úr umferð
losnaði nokkuð um Hörð, og varð
það til þess að hann tók að skora
aftur og aftur. Annars var það
eftirtektarvert að allir útileik-
menn Haukaliðsins, nema einn,
skoruðu mark eða mörk i þessum
leik og sýnir það eitt út af fyrir
sig að liðið hefur yfir góðri breidd
að ráða. Ungu mennirnir sem eru
að koma inn í liðið eru mjög efni-
legir, sérstaklega þó Jón Hauks-
son og Ingimar Haraldsson, en sá
siðarnefndi er nú einn bezti línu-
maðurinn í Islenzkum handknatt-
leik. Bæði grípur hann vel, og
eins hefur hann góða hreyfingu á
línunni, og opnar þannig fyrir
samherjum sinum.
Sennilega hafa Víkingarnir
vanmetið Haukana i leikbyrjun,
en slíkt kann aldrei góðri lukku
að stýra. Vikingarnir komust
aldrei verulega i gagn í leiknum,
og áttu ekki svör við þeirri
varnarleikaðferð Haukanna að
stöðva þá fram undir punktalínu.
Vörn Víkingsliðsins var svo ákaf-
lega gloppótt í leiknum, og stund-
um nánast sem áhorfandi þegar
Haukarnir voru að smeygja sér í
gegn og skora. Hlutverk Rós-
mundar Jónssonar í markinu var
þvi ekki öfundsvert, enda gat
hann lftið gert til varnar.
Sóknarleikur Víkinganna var
um of einhæfur og gekkmest upp
á miðjuna. Öðru hverju brá þó
fyrir góðum leikfléttum, sem
miðuðu að þvi að losa um hinn
hávaxna Magnús Guðmundsson á
línunni, en sá var gallinn á gjöf
Njarðar, að Magnús gripur ekki
nógu vel, og því minni hætta af
honum en ella. Bezti maður Vík-
ingsliðsins í þessum leik var
Viggó Sigurðsson, sem er í mikilli
framför og virðist hættur að taka
eins mikla áhættu i skotum sín-
um, eins og honum hætti stundum
til.
Haukasigurinn í leiknum á
laugardaginn ætti að koma til
góða að þvi leyti að glæða áhuga á
mótinu, en svo virðist sem ein-
hver deyfð sé nú yfir handknatt-
leiksáhorfendum. Það er til að
STAÐAN
mynda fremur sjaldgæft að ekki
skuli leikið fyrir fullu húsi í
Hafnarfirði, en það gerðist þó á
Iaugardaginn.
SAMA sagan endurtók sig hjá
Gróttuliðinu f Ieik þess gegn FH I
1. deildar keppni íslandsmótsins
I handknattleik, og gerðist f leik
Iiðsins við Val á dögunum. Til að
byrja með stendur liðið upp f
hárinu á andstæðingi sfnum, en
þegar fram í seinni hálfleikinn
kemur, er sem úthaldið þverri og
liðið má þola stórt tap. Leikur
Gróttumanna á laugardaginn
gegn FH var þó, þegar á heildina
er Iitið, til muna slakari en var
gegn Valsmönnum, og Iangtfmum
saman í seinni hálfleik leiksins
fengu FH-ingar nánast að gera
það sem þeim sýndist. Var það
happ Gróttumanna f leik þessum,
að FH-ingar voru tæpast á skot-
skónum og misnotuðu fjölda
opinna færa, eins og t.d. eftir
hraðaupphlaup.
Mjög erfitt er því að meta getu
FH-liðsins eftir leik þessum. Ljóst
má þó vera, að enn sem komið er
þá er liðið ekki eins sterkt og það
var I fyrra, og I vörn þess eru
greinilega hrikalegar glompur.
Vörnin hefur oftast verið veikari
hluti FH-Iiðsins, en margir áttu
von á þvf að úr rættist þegar
Reynir Ólafsson tók við þjálfun
liðsins. Enn sem komið er hefur
honum ekki tekizt að þétta vörn
FH-inganna að neinu ráði, eða var
það ef til vill slakur andstæðingur
í leiknum á laugardaginn, sem
varð til þess að FH-ingar voru
ekki nógu vakandi I vörninni?
Sóknarleikur FH-inga var hins
vegar á köflum skemmtilegur, og
voru þeir félagar Geir Hallsteins-
son og Viðar Símonarson þar í
fararbroddi, einkum þó Geir sem
átti hlut að miklu fleiri mörkum
en bókast að þessu sinni á hann.
Er stöðug ógnun af Geir í sóknar-
leiknum og ekki má líta af honum
eitt andartak, til þess að það geti
ekki orðið dýrkeypt fyrir and-
stæðinginn. Auk þess heldur Geir
spili liðsins mjög vel gangandi.
Vörnin var hins vegar mjög slök
hjá Geir i þessum leik, Atli Þór
Héðinsson sneri hvað eftir annað
á hann og skoraði framhjá Birgi
Finnbogasyni i markinu, en
Birgir varði mjög mismunandi í
þessum leik. Tók hin erfiðustu
Geir Hallsteinsson, var erfiður fyrir Gróttumennina og átti mjög
góðan leik. Þarna á hann f höggi við Halldór Kristjánsson og er
kominn framhjá honum.
skot, en sleppti siðan öðrum fram-
hjá sér, sem auðvelt hefði átt að
vera að verja. Viðar var einnig
mjög virkur í spili FH-liðsins, og
skoraði nokkur mörk með sinum
sérstæðu skotum — skotum sem
virðast ekki vera föst, en eru
ákaflega erfið viðureignar fyrir
markverðina.
Mikið má vera ef leikmenn
Gróttuliðsins eru komnir í æski-
lega þjálfun. A.m.k. kemur litið
út úr leikmönnum sem löngum
hafa verið drjúgir, eins og Björn
Pétursson, og stöðugt dofnar yfir
liðinu eftir því sem á leiki þess
líður. Markakóngurinn úr 2. deild
frá í fyrra, Hörður Már Kristjáns-
son, nýtist liðinu fremur illa, þar
sem lítið er gert til þess að hjálpa
honum til þess að komast í skot-
stöðu, en Hörður þarf töluvert
rými á vellinum til þess að njóta
sin. Bezti leikmaður Gróttuliðsins
i þessum leik var Atli Þór Héðins-
son, sem bæði var drjúgur við að
skora og ákveðinn í varnar-
leiknum. Árni Indriðason stóð
fyrir sínu að venju, en á honum
höfðu FH-ingar það góðar gætur,
að hann fékk sjaldan tækifæri til
þess að skora.
Leikinn dæmdu þeir Kjartan
Steinbeh og Kristján Örn Ingi-
bergsson, og voru þeir jafn mis-
tækir og leikmennirnir og alltof
litils samræmis gætti i dómum
þeirra. Ósparir voru þeir að vísa
leikmönnum útaf til hvíldar og
fengu þannig tveir leikmenn sjö
minútna hvíld. Báðir höfðu þeir
gert athugasemd við dóma, og er
út af fyrir sig ekkert nema gott
um það að segja að dómarar taki
slíkt föstum tökum, þar sem fátt
er hvimleiðara en leikmenn sem
sífellt eru að mótmæla og kvarta.
— stjl.
Pálmi tekinn nr nmferð og Ármann
vann npp 6 marka forskot Fram
STAÐAN í 1. deildar keppni íslands mótsins í handknattleik er nú þesi:
Valur 2 2 0 0 44:26 4
FH 110 0 25:18 2
Haukar 110 0 22:14 2
Vlkingur 2 10 1 39:36 2
Fram 10 10 12:12 1
Ármann 2 0 11 26:37 1
Þróttur 10 0 1 10:20 0
Markhæstu leikmennirnir eru
eftirtaldir:
Páll Björgvinsson, Vikingi 11
Stefán Gunnarsson, Val 9
Viðar Simonarson, FH 8
Björn Pétursson, Gróttu 7
Jón Pétur Jónsson, Val 7
Stefán Haltdórsson, Vikingi 7
Viggó Sigurðsson, Vikingi 7
Atli Þór Héðinsson, Gróttu 6
Hörður Sigmarsson, Haukum 6
Þórarinn Ragnarsson. FH 6
ÞAÐ VAR erfitt hlutverk sem
Hörður Kristinsson var I að leiks-
lokum I leik Fram og Armanns f
1. deildar keppni Islandsmótsins
I handknaftleik á sunnudags-
kvöldið. Tfminn var útrunninn og
dæmt hafði verið vftakast á Fram,
og staðan var 12—11, Fram í vil.
En hinn gamalreyndi og öruggi
leikmaður brást félögum sínum
ekki og sendi knöttinn í mark-
hornið, óverjandi fyrir Guðjón
Erlendsson, Frammarkvörð. Þar
með náði Ármann öðru stiginu úr
þessum mikla baráttuleik, sem
Fram hafði fengst af haft í
hendi sinni.
En Hörður Kristinsson gerði
meira í þessum leik en að skora
úr hinu mikilvæga vítakasti.
Hann var kjölfesta Ármannsliðs-
in í varnarleiknum, og þau voru
ótalin þau skot Framara sem
Hörður varði f þessum leik, með
góóum staðsetningum sínum í
vörninni og þekkingu á þvf sem
var að gerast. Sennilega er Hörð-
ur fremur æfingalítill, en kunn-
átta hans vegur þar upp á móti.
Ármenningum gekk ákaflega
illa að skora i þessum leik, enda
án tveggja af sínum atkvæða-
mestu sóknarleikmönnum, Björns
Jóhannessonar og Vilbergs Sig-
tryggssonar, sem báðir eru meidd-
ir. Vörn Framliðsins var líka
lengst af mjög hreyfanleg og bar-
áttuglöð, þannig að tækifærin
sem Ármenningar fengu voru
ekki mörg. Eftir 16 mfnútna leik
var staðan jöfn 2—2, en þá tóku
Framarar að sigla frammúr hægt
og bítandi, og þegar 2 mínútur
voru liðnar af seinni hálfleik var
staðan orðin 8—2, þeim í vil.'og
virtist svo að úr þvf væri spurning
um hversu stór sigur þeirra yrði.
En þá létu Ármenningar loks
koma krók á móti bragði. Þegar
Fram var í sókn var Pálmi Pálma-
son tekinn úr umferð og kom þá
helzt í ljós hversu mikilvægur
hann er fyrir Framliðið. Án virkr-
ar þátttöku hans í sóknarleiknum
var spil Framliðsins heldur ráð-
leysislegt og smátt og smátt tóku
Ármenningar að saxa á forskotið.
Reyndu þeir að nýta sóknir sínar
sem bezt þeir máttu, og tókst það
bærilega.
Mótlætið fór greinilega i skapið
á Frömmurum, og tóku dómararn-
ir brátt að vísa leikmönnum úr
liðinu útaf til kælingar. I sumum
tilfellanna var ástæðan fyrir
brottrekstrinum sú, að Framarar
vildu taka sér dómsvaldið í leikn-
um, og voru með stöðug mótmæli
við dómana. Var það t.d. á mjög
mikilvægum augnablikum í leikn-
um sem þeir gátu ekki stillt sig,
og fengu eðlilega reisupassann
fyrir.
Mikil spenna var f leiknum und-
ir lokin, og náði hún hámarki á
lokasekúnunum. Þá voru Framar-
ar með knöttinn, en reyndu mark-
skot, með þeim afleiðingum að
Ármenningar náðu knettinum og
hófu hraðaupphlaup sem varð
ekki stöðvað á annan hátt en með
svo grófu broti, að ekki var um
annað að gera en að dæma víta-
kast. Úr þvi skoraði svo Hörður
Kristinsson sem fyrr segir.
Þegar á heild þessa leiks er
litið, verður ekki sagt að hann
hafi boðið upp á áferðarfallegan
handknattleik. Alltof mikið bar á
hnoði hjá báðum liðunum, svö og
tilraunum til markskota úr fær-
um sem voru lokuð. Slík skot voru
raunar eðlileg afleiðing þess, að
liðin höfðu ekki yfir það mikilli
fjölbreytni i sóknarleik sfnum að
ráða, að þau megnuðu að opna vel
varnirnar.
Beztu leikmenn Ármannsliðs-
ins í þessum leik voru þeir Hörð-
ur Kristinsson og Ragnar Gunn-
arsson markvörður, en ungu leik-
mennirnir í liðinu stóðu allir vel
Framhald á bls. 23
Arnar Guðlaugsson skorar eitt marka Fram f leiknum á sunnudagskvöldið, án þess að Hörður og Stefán
komi við vörnum.