Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 38
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTOBER 1975
SJÖ leikmenn hafa náð þeim góða árangri að skora
200 mörk í ensku deildunum fjórum. Þeir eru: Ron
Davies, Manchester United, Ken Wagstaff, Hull, Kev-
in Herctor, Derby, Francis Lee, Derby,Geoff Hurst,
WBA, Martin Chivers, Tottenham, og Brian Clark,
Millwall.
Tveir kunnir kappar eiga mikla möguleika á að ná
þessu takmarki f vetur. Þeir eru AllanClarke, Leeds
og Ted MacDougall. Hér á eftir fer viðtal við þann
síðarnefnda, þar sem hann segir m.a. frá þvf hversu
einlæglega hann hafi óskað þess f æsku að verða snjall
markvörður eins og faðir hans var.
Gat ekki orðið einn þeirra
og ákvað því að sigra þá
— Ég ætlaði mér að verða
markvörður eins og faðir minn,
en vegna þess að félagar mínir
hræddu mig endalaust og
strfddu fyrir það hversu léleg-
ur ég væri gafst ég upp og
ákvað í staðinn að fyrst ég gæti
ekki orðið einn af markvörðun-
um, þá skyldi ég sigra þá.
Ted MaeDougall er nú marka-
hæstur leikmannanna f ensku
1. deildinni og hefur fengið við-
urnefnið MacDouGoal. Enska
blaðið Sunday Mirror birti ný-
lega skemmtilegt viðtal við
hann þar sem meðal annars er
að finna orð þau sem hér að
ofan eru höfð eftir Mac Doug-
all.
— Faðir minn var mjög góður
markmaður, hann lék með lið-
inu í bænum þar sem við áttum
heima í skozku hálöndunum og
hvar sem við komum var sagt
að ég yrði aldrei eins góður á
milli stanganna og pabbi, segir
Ted MacDougall. — Mér líkaði
ekki að þurfa að viðurkenna
þessa staðreynd, en ég þorði
ekki að halda áfram. Ég ákvað
að finna mér aðra stöðu á knatt-
spyrnuvellinum og gera mark-
vörðunum lífið erfitt.
Ted MacDougall hóf að leika
með Liverpool,' fór til York,
Bournemouth, Manchester
United, West Ham og loks til
Norwich, en þar leikur hann
með frábærum árangri um
þessar mundir. — Ég lofaði
þjálfara minum, John Bond, að
ég skyldi skora að minnsta kosti
20 mörk á þessú keppnistíma-
bili. Nú er ég búinn að skora 15
mörk í deildinni og er því tals-
vert á undan áætlun. Það skipt-
ir mig ekki máli hvernig ég
skora mörkin, aðeins að ég sjái
knöttinn stöðvast í netmöskv-
unum. Fólk, eins og Tommy
Docherty, sem segir að ég geti
ekki leikið knattspyrnu kemur
mér ekki hið minnsta við. Ég er
á toppnum núna, á morgun
verð ég kannski einskis nýtur.
MacDougall hefur ekki mik-
inn áhuga á þvl f dag að gerast
markvörður í knattspyrnu, seg-
ist jafnvel vera hræddur við að
standa á milli stanganna f
knattspyrnumarki. Hann hefur
þó leikið í marki i deildarleik.
— Ég er fljótur að viðurkenna
að ég hef sjáldan orðið eins
hræddur á ævi minni og þá. Ég
var steinrunninn af hræðslu,
munnurinn þornaði upp og fæt-
urnir voru sem franskbrauð.
En ég hlýt að hafa verið mjög
heppinn þvf við (York) unnum
2:1 og markið var skorað áður
en ég fór f markið. En f mark
fer ég aldrei aftur.
„Markvörðurinn“
Malcolm MacDonald
Vinsœldir Crguffs
dvínandi t Hollandi
ÞEGAR Hollendingar sigruðu
Pólverja með þremur mörkum
gegn engu í leik liðanna í
Fvrópubikarkeppni landsliða f
knattspyrnu á dögunum, tefldu
þeir ckki fram sfnu bezta
liði. Tveir leikmanna þeirra
sem valdir höfðu ver-
ið í liðið, markvörðurinn
Jan van der Beveren og
varnarleikmaðurinn Wiiiy van
der Keulen, báðir leikmenn
með meistaraliðinu PSV Eind-
hoven, sendu landsliðsþjálfar-
anum, George Knobel, afboð
skömmu fyrir leikinn. Með því
vildu þeir mótmæla vali þeirra
Johan Cryuff fagnar marki, en
er leikmaður númer 14 farinn
að dala I áliti fjölmargra
aðdáenda sinna?
Cryuff og Neeskens í liðið, en
sem kunnugt er leika þeir
félagar með spánska liðinu FC
Barcelona.
Óánægja leikmanna hol-
lenzka landsliðsins á rætur að
rekja til fyrri landsleiks
Hollands og Póllands. Þá komu
þeir Cruyff og Neeskens ekki
til liðs við félaga sina fyrr en
tæpum sólarhring fyrir leikinn,
og áttu auk þess báðir mjög
slæman dag í leiknum. Voru
leikmenn hollenzka liðsins á
einu máli um að þeir frefðu
fallið illa inn í það leikkerfi
sem þjálfarinn var búinn að
leggja fyrir þá, og einnig bentu
þeir á það að hollenzka knatt-
spyrnusambandið hefði fyrir
löngu markað þá stefnu, að þeir
leikmenn sem ekki teldu sig
geta æft með landsliðinu,
fengju ekki að spreyta sig með
þvf, hversu góðir sem þeir
annars væru.
En Georg Knobel landsliðs-
þjálfari lét sig ekki. Hann sagði
að án Cruyff og Neeskens væri
hollenzka liðið eins og væng-
brotinn fugl, og þeir hefðu
leikið það marga leiki með
þeim mönnum sem valdir voru
í liðið að þessu sinni, að engin
hætta væri á ferðum þótt sam-
æfingu skorti.
I leiknum í Hollandi áttu þeir
Cruyff og Neeskens báðir mjög
góðan leik, og þá sérstaklega
sá síðarnefndi, sem skor-
aði fyrsta mark Hollend-
inganna og átti góðan þátt
í hinum báðum. Má búast
við að leikur þeirra verði til
þess að kveða niður þá gagn-
rýni sem varð vegna vals
þeirra, en hitt verður líka að
teljast ólíklegt, að Jan van der
Beveren og Willy van der
Keulen fái tækifæri með lands-
liðinu fyrst um sinn.
Milljónir á ferð
Manchester United mesti eyðsluseggurinn
en Burnley hefur fengið mest í kassann
MILLJÓNIRNAR rúlla stöðugt í sambandi við ensku knattspyrnuna, og stöðugt
eru greiddar hærri upphæðir fyrir hvern einstakan leikmann, sem skiptir um
félag. Á síðustu fimm árum hafa þau félög sem nú leika f 1. deildinni í Englandi
verið viðriðin það að 30 milljónir enskra punda skiptu um eigendur. Mestu
eyðsluseggirnir á þessum tíma eru þeir hjá Manchester United. Endurbygging
þess liðs sem vann flest möguleg mót og þar á meðal Evrópukeppnina hefur
kostað félagið næstum tvær milljónir punda.
Billy Bingham framkvæmdarstjóri Everton tilkynnir fréttaþyrstum blaðamönnum um kaup
á leikmanni.
Everton, Manchester City og til vill væri Burnley nú enskur upphæðar var eytt í tvo
Norwich eru þrjú önnur félög, sem greiddu meira en eina milljón fyrir leikmenn á tfma- bilinu frá því haustið 1970 til vors 1975. Norwich tókst líka að þvf leytinu vel til að félagið dvaldi aðeins í eitt ár í 2. deild- inni eins og Manchester United. Það ber að hafa í huga í meistari ef allir þessir leik- leikmenn — Trevor Cherry og menn hefðu verið kyrrir hjá Duncan McKenzie. I staðinn félaginu. hefur Leeds fengið 320.000 Leeds hefur farið varlega pund, sem þýðir að hinn með fengið fé og aðeins eytt frábæri árangur Leeds á þessu 440.000 pundum síðan i maí tímabili hefur aðeins kostað 1970 og meirihluta þessarar félagið 140.000 pund.
FÉLAG BORGAÐ FENGIÐ
sambandi við kaup og sölur Arsenal 700.000 905.000
Everton að félagið hefur þó Aston Villa 635.000 405.000
ekki aðeins eytt peningum í Birmingham City 940.000 595.000
kaup á leikmönnum, Everton Burnley 110.000 1.225.000
hefur lfka selt drjúgt. Coventry City 915.000 810.000
Arsenal, Ipswich og Wolves Derby County Everton 970.000 665.000 310.000 1.180.000
hafa gert betur en komið sléttir Ipswich 270.000 515.000
út úr viðskiptunum með leik- Leeds Utd. 440.000 320.000
menn, en samt sem áður getur Leicester City 968.000 660.000
að líta ótrúlegustu tölurnar hjá Liverpool 905.000 365.000
Burnley. Þeir eyddu 110 þús- Manchester City 1.230.000 740.000
und pundum f tvo leikmenn — Manchester Utd. 1.955.000 790.000
Peter Noble og Paul Fletcher Middlesbrough 210.000 70.000
— en fengu 1250 þúsund pund Newcastle Utd. 1.360.000 475.000
fyrir sölur á leikmönnum. Eðli- Norwich 1.005.000 545.000
lega hafa þessar miklu sölur Q.P.R. 910.000 615.000
komið niður á árangri félags- Sheffield Utd. 405.000 360.000
ins, þeir hafa selt Coates, Kind- Stoke City 960.000 70.000
on, Dave Thomas, West Dobson Tottenham 480.000 438.000
og Nulty, allt leikmenn, sem West Ham 888.000 615.000
aldir voru upp hjá félaginu. Ef Wolverhampton 360.000 380.000