Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 21.10.1975, Síða 18
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1975 Minninq: Magdalena Kampmann 20. ágúst síðastliðinn talaði við mig frændi Lenu Kampmann og sagði mér frá því, að hún hefði látist kvöldið áður í Kaúpmanna- höfn. Það kom mér ekki á óvart, því hún var búinn að vera veik lengi. Lena eins og við kölluðum hana hét Magdalena, var fædd 1. apríl 1898 í Reykjavík, dóttir hjónanna Franzisku, fædd Bern- höft, og Guðmundar Olsens Kaup- manns. Nú er mikið talað um æskustöðvar hennar, Grjótaþorpið og Bernhöftstorf- una, svo að undrum sætir. Þar ólst hún upp í miðri Reykjavík og gekk i Landakotsskóla, sem þótti góður skóli. Þar var handavinna í heiðri höfð og bar öll hennar vinna þess merki. Lena giftist Sören Kampmann lyfsala 6. júlí 1918, og sá ég þau fyrst, þegar ungu brúðhjónin komu akandi suður í Hafnarfjörð niður Reykja- víkurveginn, falleg, glöð og glæsi- leg. Kampmann var fyrsti lyfsali í Hafnarfirði árið 1917 og urðu þau hjónin bæði vinsælir borgarar i Firðinum. Fyrst leigðu þau á Möl- inni og lyfjabúðin var í kjallara húss Þórðar Edilonssonar læknis. En brátt reistu . þau hús við Strandgotu, þar var lyfjabúðin á fyrstu hæð, en íbúð þeirra á efri hæð. Heimilið var framúr- skarandi fallegt og áttum við vin- ir þeirra þar margar glaðar stund- ir. Enkurn minnist ég afmælis- dags Lenu, þegar þar voru saman komnar móðir hennar, móðursyst- ir, og systir, leiksystur hennar, Zoégasystur og móðir þeirra, frú Helga Zoega og ótal fleiri úr Reykjavik og Firðinum. Þá var glaumur og gleði, sem Lena ein gat skapað á sínu glæsilega heimili. Lena var ágæt félags- kona kvenfélagsins Hringsins og studdi félagið á allan hátt, starfaði þar að leikstarfsemi, tombóluhaldi og öllu þvf, sem verða mætti félaginu til fram- dráttar. Börn þeirra hjóna eru: 1. Nína, gift dönskum verkfræðingi, N. Nielsen, og þau eiga fimm mannvænleg börn. 2. Þórarinn Kampmann verkfræðingur, giftur danskri konu og á tvær dætur. Börnin hafa verið henni elskuleg i erfiðum veikindum, þau minn- ast áreiðanlega æskuáranna i Firðinum með gleði. Ingibjörg Ögmundsdóttir. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON. Kleppsveg 42, andaðist I Borgarspítalanum 20. október Guðjón Guðjónsson, Dagbjartur Guðjónsson. t Faðir okkar, KARL JÚLÍUSSON, fyrrverandi bryti, lést að Reykjalundi 19. október. Jarðarförin auglýst siðar. Fyrir hönd vandamanna Þröstur Karlsson, Sigrún Stella Karlsdóttir, Harpa Karlsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÁGÚSTA KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR ANDERSEN, Hólmgarði 26 lést á Landakotsspítala laugar- daginn 1 8 október. Börn, tengdabörn og barna- börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför, UNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Stigahlið 4. Magnús Kolbeinsson, Sigrfður Magnúsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför soriar mins, föður og bróður SIGURJÓNS JÓNSSONAR, Skarðshlíð 29 A, Akureyri. Marta Hólmkelsdóttir, Sigurður Einar, Sigrfður, Gunnar, Sólrún, Benedikt, Helga og Marteinn. + Móðir okkar, HERDÍS SÍMONARDÓTTIR. lézt! Landspitalanum 1 7 þ.m. Valborg Jónasdóttir. Brjánn Jónasson. Snæbjörn Jónasson. + Móðir mín, tengdamóðir og systir okkar SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurbrún 6, lést í lungnadeild Landspítalans aðfaranótt 19 þ.m. Gyða Svavarsdóttir Hreiðar Ásmundsson. Geirlaug Guðmundsdóttir, Jón E. Guðmundsson. + Eiginmaður minn ÞORSTEINN ÞORKELSSON, skrifstofustjóri, Bólstaðarhlfð 39. andaðist í Landspitalanum 1 7 október Fyrir hönd vandamanna Friðgerður Friðfinnsdóttir. + Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG EINARSDÓTTIR, Bræðratungu við Holtaveg. Reykjavík andaðist i Landspítalanum að morgni 20 október Jarðarförin auglýst síðar Eyjólfur Elfasson, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar, SVAVA THORDERSEN, Olduslóð 4, Hafnarfirði, sem andaðist 14. október, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni I Hafnar- firði miðvikudaginn 22 október kl 1 3:30 Sigriður Thordersen, Helga Thordersen, Stefán Ó. Thordersen. + Móðir mín, MARÍA HALLGRÍMSDÓTTIR, Brávallagötu 16. A. andaðist i Landakotsspítala laugardaginn 18 október Astrid Sigfrid Jensdóttir. + Hjartkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA ANDRÉSDÓTTIR, Sogavegi 210, verður (arðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22 október kl. 13:30 Blóm afþökkuð. en þeir sem vilja minnast hennar, láti Krabbameinsfélagið njóta þess Stefán Þ. Gunntaugsson, Björg L. Stefánsdóttir, Halldór Runólfsson, Sigurður A. Stefánsson, Auður Konráðsdóttir, Snæbjörn Stefánsson, Anna S. Helgadóttir, Sigrfður Stefánsdóttir, Gunnlaugur K. Stefánsson og barnabörn Ingibjörg Pálsdótt- ir—Minningarorð Fædd 7. nóv. 1900 Dáin 26. sept. 1975. Kveðja frá Kvennadeild SVFÍ I Reykjavfk Föstudaginn 3. okt. s.l. var gerð frá Frfkirkjunni útför frú Ingi- bjargar Pálsdóttur. Það var okkur mikil harmafregn, þegar við frétt- um andlát þessarar mætu félags- konu okkar. Ingibjörg var búin að vera'virkur félagi í déildinni f nær 40 ár þegar hún lézt, og frá byrjun ein af okkar allra dug- legustu konum. Hún tók slíku ástfósktri við þennan félagsskap, að hún hlffði sér hvergi, ef að hún vissi að þörf væri fyrir hana þar. Hún átti við erfiðan sjúkdóm að strfða mörg undanfarin ár, en hún lét það ekki aftra sér. Það, sem Ingibjörg tók að sér að vinna fyrir deildina, var gert af fádæma trúmennsku og heiðarleika. Nú sfðast, þeg- ar við vorum að vinna að undirbúningi fyrir hlutaveltu, sem við héldum fyrst f október, þá lá Ingibjörg á spítala, og hennar heitasta ósk var að komast sem fyrst þaðan til þess að geta hjálp- að okkur. Nóttina áður en hún átti að fara af sjúkrahúsinu kom kallið mikla, öllum að óvörum. Henni auðnaðist ekki að fá að vera með okkur í lifanda lífi á hlutaveltudaginn, en við trúum þvf að frá æðri stöðum hafi Ingibjörg fylgzt með gerðum okkar og stutt okkur. Það eru konur eins og hún, sem byggt hafa upp þetta félag og gert það að því, sem það er nú. Hún var sjómannskona, sem eins og svo margar aðrar, fannst hún verða að leggja fram krafta sina útfaraskreytingar blómouol Gróðurhusið v/Sigtun sími 36770 til þess að stuðla að öryggi sjómanna. Islenzkir sjómenn standa í mikilli þakkarskuld við þessar konur. Þær hafa með óbil- andi dugnaði unnið að fjáröflun fyrir SVFl til þess að hægt væri að kaupa björgunarrtæki þeim til öryggis. Það er þeim hollt að vita, að einmitt þessar konur með sitt góða móðurhjarta hafa borið hag þeirra fyrir brjósti. Þótt ekki hafi þær haft hátt um það, þá hafa þær unnið markvisst að því, að þeir geti öruggir gengið að vinnu sinni vitandi það, að til eru í landinu björgunartæki og vel útbúnar björgunarsveitir, sem eru til hjálpar, ef eitthvað bjátar á. Ingibjörg var gædd mikilli fórnarlund, sem við urðum glöggt varar við. Hún var að eðlisfari hlédræg og gerði, og ávann sér virðingu þeirra er hana þekktu. Við slysavarnakonur höfum nú misst góðan og tryggan vin, sem við söknum innilega. Við kveðjum hana með þakklæti f huga, og munum geyma minningu hennar um ókomin ár. Ástvinum hennar öllum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. Kvennadeildar SVFl f Reykjavfk Hulda Victorsdóttir. SVAR M/TT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er vfst áhyggjusamur að eðli til, og líklega hafna ég að Iokum á vitlausraspftala. Ég gekk meira að segja f félag manna, scm hafa áhyggjur, og nú er ég svo kvíðinn út af því, að ég muni kvfða, að kvíðinn er að gera út af við mig. Hvað á ég að gera? Ég sá tölur um daginn. Þær voru um það, sem fólk hefur áhyggjur af. Það var athyglisverður lestur. Atburðir, sem aldrei gerast: 40 af hundr- aði. Hlutir, sem fólk getur ekki breytt: 30 af hundraði. Ástæðulausar áhyggjur um heilsuna: 12 af hundraði. Eftirlætisáhyggjur: 10 af hundr- aði. Raunveruleg vandamál: 8 af hundraði. 92 prósent af áhyggjum fólks eru því út í hött. Jesús sagði við lærisveina sína: „Hjarta yðar skelfist ekki.“ Þessi orð benda til þess, að unnt sé að hemja áhyggjurnar. Við látum eftir okkur að vera kvíðin, og kvíði getur orðið ávani. Umhyggja er eitt, en áhyggjur annað. Við eigum að sýna árvekni, og árveknin leiðir af sér jákvæða athöfn. En áhyggjur eru gagnslausar, þarflausar og spilla sál og anda. Biblían segir, að kristnir menn eigi ekki að hafa áhyggjur. í söfnuðinum í Filippíborg hafa aug- ljóslega verið áhyggjusamir menn. Páll skrifar þeim: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð, og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm“. (Filippfbréfið 4,6—7) Trú og von eru ráðin við áhyggjum. Við getum ekki átt trú, þegar við höfum áhyggjur, og þegar við trúum, getum við ekki haft áhyggjur. Látið því trúna leysa áhyggjurnar af hólmi, og yður mun heilsast betur í huga og hjarta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.