Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1975
31
Minning:
Matthías Sveinbjörnsson
fyrrv. aðalvarðstjóri
Fæddur: 16. október 1904.
Dáinn: 13. október 1975.
Matthías lést í Landspitalanum
að morgni 13. október. Hann hafði
ekki gengið heill til skógar að
undanförnu, en ekki grunaði mig
að svo snögglega yrði klippt á
lífsþráð hans, sem raun varð á.
Kynni okkar Matthiasar hófust
er ég byrjaði störf hjá lögreglunni
i Reykjavik árið 1953 og var svo
lánsamur að fara á „Matthiasar-
vakt“ eins og vaktin var nefnd
sem hann stjórnaði, og lifir nafn-
ið enn hjá mörgum lögreglumönn-
um.
Matthías hóf störf í lögreglunni
i Reykjavík 1. janúar 1930 og
starfaði þar í samfellt 44 ár eða til
l. janúar 1974 er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Árið 1940
var Matthías skipaður varðstjóri á
einni af þremur aðalvöktum lög-
reglunnar og gegndi hann þvi
starfi til 1. desember 1961, en þá
var hann skipaður aðalvarðstjóri
við fangageymsluna og lögreglu-
stöðina við Síðumúla sem þá tók
til starfa. Þegar fangageymsla var
flutt í nýju lögreglustöðina við
Hverfisgötú tók hann við stjórn
hennar.
Öll sin störf vann hann af sam-
viskusemi og nákvæmni og rækti
starf sitt með slikri trúmennsku
að betur varð ekki gert. Hann var
prúðmenni hið mesta, grandvar I
orðum, og lagði ætíð gott til hvers
máls. Hann var mjög farsæll í
sínu starfi og var virtur vel af
samstarfsmönnum og samborgur-
um.
Matthías tók mikinn þátt í fé-
iagsmáium lögreglunnar, og var
m. a. einn af stofnendum Lög-
reglufélags Reykjavikur og fyrsti
ritari þess. Ennfremur var hann
einn af stofnendum lögreglukórs-
ins og í fyrstu stjórn hans, og
virkur félagi til hinstu stundar.
Matthías var mikill tónlistar-
unnandi og söngmaður góður og
var alla tíð ein styrkasta stoð Lög-
reglukórsins, bæði sem söngmað-
ur, raddþjálfari og stjórnandi.
Hann iék vel á orgel og samdi
mörg lög og var tónlistin honum
einkar kær og veitti honum marg-
ar unaðsstundir. Við félagar hans
i Lögreglukórnum söknum Matt-
hiasar sárt, og nú er skarð komið í
raðir kórsins sem seint verður
fyllt.
Á sjötugsafmæli Matthiasar
var hann kjörinn heiðursfélagi
Lögreglukórsins, og væntum við
þess þá að fá að njóta félagsskap-
ar hans um mörg ókomin ár.
Hann tók þátt i öllum söngferðum
Lögreglukórsins á lögreglukóra-
mótum I höfuðborgum Norður-
landa, allt frá fyrsta mótinu sem
haldið var í Stokkhólmi 1950, og
nú siðast á söngmótinu i Kaup-
mannahöfn á s.l. vori.
Við félagar hans í Lögreglu-
kórnum þökkum honum ánægju-
leg kynni, sendum honum hinstu
kveðju með þvi að syngja við út-
för hans I dag.
Börnum hans, tengdabörnum
og öðrum aðstandendum sendi ég
innilegar hluttekningarkveðjur.
Bjarki Elfasson.
Aðfararnótt 13. þ.m. dreymdi
mig Matthías svo að hann vék eigi
frá mér langa stund nætur, vildi
segja mér margt sem ekki
verður hér getið. Um morguninn
þegar ég kom á fætur sagði ég
konunni frá þessu næturævintýri
og talaðist okkur svo til að við
skyldum hringja til hans um
hádegið og vita hvort hann vildi
mér eitthvað. En þá klingir það í
eyrum að Matthias sé allur. Svona
tilviljunarkennt geta örlögin
spunnið þráðinn I gegnum ljós og
skugga mannlífsins. Ég vissi að
Matthías var og hafði verið lasinn
undanfarin ár, en að hann væri
á sjúkrahúsi svo þungt haldinn
datt mér ekki í hug. Við Matthias
höfðum starfað saman í 24 ár og
vorum því vel kunnugir. Annars
var það nú svo að þau 16 ár sem
við unnum á gömlu lögreglust.
var kynningin ekki mikil vegna
þess að við vorum ekki saman á
vakt og hitt að annar fór þegar
hinn kom. Síðar varð þessi kunn-
ingsskapur að vináttu eftir að
komið var i Siðumúla 18, þar voru
fáir til að glepja, aðeins tveir á
vakt. Margt sem við tileinkum
okkur af mannlegum kostum
mátti finna í fari Matthísar. Hann
var myndarlegur maður, glæsileg-
ur að vallarsýn og sópaði 'að
honum á yngri árum. Ágætlega
greindur, prúður i fasi og allri
framgöngu, hugsunin djúpstæð
en þó glaðvær og jafnvel kátur í
góðra vina hópi. Hann var siðvand
ur, orðvar og fáskiptinn um ann-
arra manna hagi. Reyndi aldrei að
þröngva sér inn í persónuleg vé
manna en gat verið fundvis á
bestu eðliskosti hvers og eins.
Greiddi oft úr andlegum flækjum
til hjálpar þeim sem hann vissi að
þurfti þess með. Honum var eigin-
Iegt að orka til hugarbóta á alla
sem í kringum hann voru og sáði
ætíð frækorni náungans garð.
Kastaði sér aldrei út i flaumæði
mannlífsins og lét ekki tilfinn-
ingar sinar á þrykk út ganga.
Vissi meira en hann sagði og það
fór honum vei eins og margt
annað. Eiginmaður og faðir var
hann frábær. Það heyrðist utanaf
götunni, að Matthias Sveinbjörns-
son aðalvarðstjóri væri stundum
barnalega sinnaður og þó harður í
dómum þegar þvi væri að skipta.
Nokkuð var til í þessu, með skýr-
ingu: Þvi hvað er betra en barns-
ins bros og mildi. Matthias vildi
aldrei hafa svik eða ósannindi i
fari sinu og ætlaði öðrum það
ekki, kaus heldur að ganga sann-
leikans veg o£ reyndi ævinlega að
hafa það sem sannara var. Við
vissum líka að hann var mjög
formfastur og meira fyrir bókstaf
en brjóstvit. Þess ber að gæta að
maðurinn bar óskoraða virðingu
fyrir landslögum og hafði í nær 50
ár kennt borgaranum að halda
þau.
Mér þótti vænt um Matthias og
taldi hann einhvern allra
vandaðasta mann sem ég hef
kynnst bæði til orðs og æðis. I
Fristundum sínum hafði hann
gaman af að ganga úti i náttúruna
og vera á eintali við jarðlífið eins
og meistari Þórbergur komst að
orði. Eitt sinn fengum við okkur
keyrða út á Suðurnes á Sel-
tjarnarnesi. Kvöldið var töfrandi
fagurt, vorið var vissulega í full-
um skrúða. Hafaldan tónaði
værðarlega við nesið. Esjan var
böðuð í sól og að okkur sýndist,
dansandi í tibránni. Æðurinn
úaði við sundin og krían ómaði
frekjunni út í kvöldkyrrðina. Við
vissum ekki hvað tímanum leið. Á
þessari kvöldstund kynntist ég
Matthíasi meira og betur en á
mörgum undangengnum árum.
Siðar sagði hann mér að lagstúfur
hefði orðið til hjá sér þetta kvöld
og að fuglarnir og hafaldan
hefðu lagt til efniviðinn. Matthias
var söngelskur, hafði yndi af allri
klassiskri músik, hafði snotra
söngrödd og lék bæði á orgel og
pianó og kompóneraði mörg lög.
En þessum meðfæddu éiginleik-
im vildi Matthias lítt flika utan
vinahópsins.
Börnum hans og öðrum ættingj-
um vottum við samúð.
Við Unnur kveðjum Matthias
með virðingu og kærri þökk fyrir
samstarf og trygga vináttu.
Bjarni M. Jónsson.
I dag verður Matthias Svein-
björnsson fyrrverandi aðalvarð-
stjóri til moldar borinn.
Lögreglumenn á B-vakt vilja
senda honum nokkur þakklætis
og kveðjuorð, þar sem margir
okkar voru starfsmenn hans um
fjölda ára. Fráfall Matthiasar
kom okkur óvænt og áttum ekki
von á því að veikindi hans væru
jafn alvarieg og raun bar vitni
um. Fyrir tæpum tveimur árum
hætti Matthias störfum hjá lög-
reglustjóraembættinu, gerði hann
sér vonir um að fá að njóta ævi-
kvöldsins, að hann fengi nú gott
næði til að hlú að þeim hugðar-
efnum sem honum voru hjartkær.
Matthias vann við löggæzlustörf
i rúma 4 áratugi og þá lengst af
sem varðstjóri. Hann hafði til að
bera skapfestu og lét gjarnan
ekki sinn hlut, ef honum fannst
hallað réttu máli. Formfastur og
nákvæmur stjórnandi var hann
og stundum svo að sumum fannst
nóg um. En hann lét það ekki á
sig fá, því Matthíasi var umhugað
um að skila starfa sinum meó
trúmennsku.
Þótt hann yrði að taka óvinsæl-
ar ákvarðanir, sem ekki var und-
an komist, var aldrei hægt að
merkja að hann bæri kala til
nokkurs manns, þó til hvassra
orðaskipta kæmi. Matthías sætti
sig við lífið, kosti þess og galla.
í hugum okkar verður hann
ávallt hinn heiðarlegi og grand-
vari maður sem ekkþmátti vamm
sitt vita i einu eða néinu.
Nú er hann farínn yfir móðuna
miklu, yfir þau^andamæri er okk-
ar allra bíða og enginn fær umflú-
ið.
Matthias trúði í einlægni á lífið
eftir dauðahn og nú þegar hann
hefur lokiöí jarðvist sinni, óskum
við honunti blessunar á nýjum
ævibrautiim.
Við þökkum honum samstarfið
og einlægt viðmót á lifsleiðinni.
Afkomendum hans óskum við
gæfu og velfarnaðar.
Þ.A.
t
Maðurinn minn
OLE OMUNDSEN,
lést að heimili sínu, Fífuhvamms-
vegi 25., Kópavogi, sunnudaginn
19. október. Jarðarförin auglýst
síðar.
Margrét Jóhannesdóttir.
t
Eiginkona mín,
ÁGÚSTA HILDIBRANDSDÓTTIR,
Stóragerðí 13,
andaðist i Borgarspítalanum sunnudaginn 1 9 september
Sigurður Árnason.
t
Útför
MATTHÍASAR SVEINBJÖRNSSONAR,
fyrrverandi aðalvarðstjóra,
Bergþórugötu 31.
Fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21 október kl 1 3 30
Bjarni Matthíasson
Margrét Matthiasdóttir
Sveinbjörn Matthiasson
Þórunn Matthlasdóttir
Matthildur Matthiasdóttir
Svala Pálsdóttir
Hjálmtýr Hjálmtýsson
Jónlna Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Tómasson
Davið Hemstock
Starfsemi
Scmentsvcrksmiðju rikisins
1. Sölumagn alls 1974.
Sölumagn alls 1974 158.597tonn
Selt laust sement 81.849tonn 51.6%
Selt sekkjað sement 76.748 - 48.4%
158 597tonn 100.0%
Selt frá Reykjavik 101.667tonn 64 1%
Selt frá Akranesi 56.930tonn 35.9%
158.597tonn 100.0%
Selt portlandsement 128 528tonn 81.0%
Selt hraósement 23 519 - 14.8%
Selt nýtt faxasement 6425 - 4.1%
Selt lágalkalisement 125 - 0.1%
158.597tonn 100.0%
2. Rekstur 1974
Heildarsala
1.038 m. kr.
Frá dregst: Söluskattur.
Landsútsvar,
Framleióslugjald.
Flutningsjöfnunargjald,
Sölulaun og afslættir.
Samtals 271.4------
Aörar tekjur
766.7 m. kr.
4.6------
771.3 m. kr:
Framleióslukostn. 427.2 m. kr:
Aðkeypt sement
og gjaH
Frá dregst:
Birgðaaukning
217.3----
Flutnings- og
sölukostnaöur
Stjórnun og
almennur kostn.
Vaxtagjöld -
vaxtatekjur
Tap á rekstri
m/s Freyfaxa
Hreinar tekjur
33.1 - - 611.4m.kr:
159.9 m. kr:
100.0 m. kr:
25.3----: 125.3 m. kr:
34.6 m. kr:
30.1----:
4.5 m. kr:
1.6-
2.9 m. kr-
3. Efnahagur 31. 12. 1974.
Veltufjármunir
Fastafjármunir
Lán til skamms tima
Lán til langs tima
363.2 m. kr:
1.373.4 m.-:
527.2- -
204.2 ----
Upphafl. framl.
rikissjóós 12.2 m. kr:
Höfuóstóll 5.2 - -
Endurmat fasta-
fjármuna 1974 987.8- -________________
Eigióféalls 1.005.2-
4. Eignahreyfingar.
Birgðamat i meginatriöum FI.FO.
Uppruni fjármagns
Frá rekstri:
a. Hreinar tekjur
b. Fyrningar .
Lækkun skulda
brófaeignar
Ný lán
Alls
Ráóstöfun fjármagns:
Fjárfestingar
Afborganir lána
Rýrnun eigin veltuflár
2.9 m. kr:
86.4----- 89.3 - -
1.7- -
22.8- -
113.8 m. kr:
135.0 m. kr
83.8 m. kr
Alls 218.8m. kr
105.0m. kr:
5. Ymsir þættir:
Innflutt sementsgjall
Innflutt sement
Framleitt sementsgjall
Aókeyptur skeljasandur
Unnió lipa.it
Innflutt gips
Brennsluoiia
Raforka
34.805 tonn
4.818 -
99.000 -
121.000 m3
32.000 tonn
9.714 -
13.082 -
14.592.100 kwst.
6. Rekstur m/s Freyfaxa:
Flutt samtals
Flutt voru 34.818 tonn af
sementi á 40 hafnir
Annar flutningur
49.477 tonn
34.818 tonn
14.659 -
49.477 tonn
Innflutningur meó Freyfaxa 9.672 tonn
Gips og gjall 9.440 tonn
Annað
232
9.672 tonn
Flutningsgjöld á sement út
á land aó meóaltali 1.138 kr/tonn
Úthaldsdagar 346 dagar
7. Heildar launagreióslur fyrirtækisins:
Laun greidd alls 1974
Laun þessi fengu greidd
alls 333 menn, þar af 145
á launum allt árió.
180.0 m. kr:
8. Nokkrar upplýsingar um eiginleika
sements:
Styrkleiki portlandsements
hjáS.R. .
Styrkleiki skv.
Frumvarpi að isl
sementsstaóli
Þrýstiþol: tágmarkskröfur
3 dagar 250kg/cm* 175kg/cm2
7 dagar 330 kg/cm* 250 kg/cm
28 - 410 kg/cm 350kg/cm2
Aó jafnaöi eigi minna en
ofangreint
Mölunarfinl. 3200cm2/g
Eigi minna en
2500 cm2
Beygjutogþol
portlandsements
Beygjutogþol:
3 dagar 50 kg/cm2
7 - 60 kg/cm2
28 - 75 kg/cm2
5R
SEMENTSVERKSMIDJA RfKISINS
Efnasamsetning islenzks
sementsgjalls.
Kisilsýra (SiO )
Kalk (CaO) 7
Járnoxið (Fe O )
Áloxið (Al O2) 3
Óleysanleg leif
Alkalisölt,
Natriumjafngildi
Glæóitap
40 kg/cm2
50 kg/cm2
60 kg/cm2
Hámark skv. isl
isl. staóli fyrir
sement
20.6%
64.2%
3.7%
5.1%
2.8% 5.0%
1.0% 3.5%
0.7% 2.0%
1.5%
0.3%
99.9%