Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 24
36
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1975
Kóngsdóttirin sem
gat ekki hlegið
í hana heldur fast. En um leið sagði
Hans: „Ef þú vilt vera með, þá hangdu
á!“ Og um leið varð fótur mannsins fast-
ur við kerlinguna, og áfram hélt hersing-
in yfir mela og móa, og leið manninum
enn ver en kerlingunni, því hann hékk á
öðrum fætinum og drógst þannig áfram.
Enn héldu þau áfram og nálguðust
höllina, því vatnsbólið var talsvert langt
frá höllinni, skuluð þið vita, og mættu
smiðnum konungsins. Það var nú kátur
og fjörugur náungi, hann var á leið til
smiðjunnar með stóra töng í hendinni.
Þegar hann sá þessa hersingu koma
hoppandi og skrækjandi, þá setti að hon-
um svo óstjórnlegan hlátur, svo hann
stóð þarna í einum keng. Loksins gat
hann tautað:
„Þetta er sjálfsagt nýr gæsahópur
handa konungsdóttur, en hvað af þessu
skyldi nú vera gæs og hvað steggur? —
Ja;ætli það sé ekki steggur sem fer
fremst. „Gæsir, gæsir,“ kallaði hann svo
og lét sem hann væri að strá korni fyrir
fugla.
En flokkurinn nam ekki staðar. Kerl-
’COSPER'
Með kveðjum til hundsins frá innbrotsþjófnum
— á dögunum.'
V
J
ingin og maðurinn gláptu illilega á smið-
inn, af því að hann var að draga dár að
þeim. Svo sagði smiðurinn:„Gaman væri
nú að halda öllum gæsaflokknum föst-
um“, — hann var sterkur maður, eins og
járnsmiðir eru vanir að vera, og svo tók
hann í fótinn á manninum með tönginni,
og maðurinn æpti og skrækti, en þá sagði
Hans: „Ef þú vilt vera með, þá hangdu
á!“
Þá varð smiðurinn líka fastur og varð
að dragast með, hvort sem honum var
ljúft eða leitt, hann sparkaði og barðist
um, en hann var eins fastur og hann væri
í stærsta skrúfstykkinu I smiðjunni sinni
og gat ekki með nokkru móti losað sig,
auminginn!
Við þetta tók nú hersingin heldur að
lengjast. Og þegar að höllinni kom, þutu
varðhundar upp með góli og gelti, og
konungsdóttir leit út um gluggann, til
þess að sjá hvað á gengi, og um leið og
hún kom auga á alla dræsuna, sem hékk í
gæsinni, fór hún að skellihlægja. En
Hans var ekki ánægður með það. „Bíðið
bara svolítið, þá skal hún hlægja betur,“
sagði hann og lagði leið sína að húsabaki
með allan samfasta hópinn á eftir
gæsinni.
Þegar kom að eldhúsdyrunum stóðu
þær opnar og eldabuskan var að hræra í
grautarpotti, en þegar hún sá Fífu-Hans
og flokkinn allan, þá kom hún þjótandi
með þvöruna i annarri hendinni og stóra
sleif fulla af rjúkandi graut í hinni og hló
svo hún skalf og nötraði öll og vel feit var
hún frúin sú, en þegar hún sá smiðinn
hló hún enn meir. En þegar hlátrinum
tók að linna, fannst henni hún endilega
verða að klappa gullgæsinni, hún væri
svo falleg.
„Fífu-Hans, Fífu-Hans!“ æpti hún og
hljóp út og á eftir halarófunni með graut-
arsleifina og þvöruna, „má ég klappa
fallega fuglinum þínum?“
„Láttu hana heldur klappa mér“, sagði
smiðurinn.
„Já gerðu það“, sagði Hans.
En þegar eldabuskan heyrði það, reidd-
ist hún og sló smiðinn með sleifinni, en
um leið gerði Hanshana fasta við halaróf-
una og hvernig sem hún reifst og skamm-
aðist þá losnaði hún ekki, og þegar komið
var aftur fram hjá glugga konungsdótt-
ur, stóð hún þar og beið, og þegar hún sá
að eldabuskan hafði bætst í hópinn hló
MORö-dN/-
RArr/NU
Þetta er sá sem hún vildi ekki giftast!
fL
... ) | ^ ' | |
Það er ekkert að augum telp- Eg sagði henni mömmu þinni
unnar, frú, aðeins slaka Iftil- að þú myndir verða I lengra fríi
lega á hártaglinu.
en ég að þessu sinni.
— Hvernig stóð á þvf, að þú
hættir að syngja I kirkju-
kórnum?
— Það stóð þannig á því, að
ég var lasinn einn sunnudag,
og þrfr menn skrifuðu söng-
stjóranum og sögðu, að það
gleddi þá að búið væri að gera
við orgelið.
X
Maður úr Reykjavík kom til
Blönduóss I sumar og þurfti að
hitta þar að máli mann, sem
hann hafði aldrei séð. Reyk-
víkingurinn snýr sér að manni
á götunni og segir:
— Þekkir þú Jón Gfslason?
— Já, hann þekki ég.
— Veiztu hvar hann á
heima?
— Já, já.
— Heldurðu að hann sé
heima núna?
— Nei, hann er ekki heima.
— Jæja, en hvar get ég þá
hitt hann?
— Hérna. Ég er Jón Gfsla-
son.
X
Vestur-Dani kom f heimsókn
til gamla landsins og var að
skýra frá þvf hvað allt væri
stórt og mikilfenglegt f
Ameríku.
— Til dæmis f Texas, sagði
hann, fer maður upp f járn-
brautarlest snemma að morgni
og eftir 24 stundir er maður
enn í lestinni.
— Já, ekki kalla ég þetta
neitt sérstakt, það eru lfka til
lestir hér heima, sem ganga
svona hægt.
X
Maður nokkur vildi tryggja
sér, að hann ætti nóg fyrir
jarðarförinni, þegar hann félli
frá. Hann tók það til bragðs að
láta setja tvo gimsteina í fram-
tennur sfnar. — Þar sem
enginn kemst að þeim, sagði
hann við lækninn, nema ég
sjálfur, þegar ég er dauður.
Morö íkirkjugarðinum
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns
dóttir þýddi
13
opnaði ég dyrnar inn á skrifstof-
una, og ... hugsið ykkur, hvað
það var skrftið, dyrnar voru
ÓLÆSTAR. En þar var aldimmt
og ég varð að fara án þess að ég
gæti boðið þeim gleðileg jól.
Hún greip andann á lofti eins
og til að gefa til kynna að frásögn
hennar væri nú senn á enda, en
nú leit Tekla Motander hvasst á
hana með brúnum augum og
sagði ásakandi:
— Mér heyrist þú ætla að
hlaupa yfir dálftið sem þú sagðir
okkur frá. Skugginn sem þú sást
við hflskúrinn, hvernig var með
hann?
Friedeborg roðnaði og horfði
ráðvillt I kringum sig.
— Ja, ég held nú... og þið sögð-
uð það báðar, ... að það hefðí
áreiðanlega verið fmyndun...
— Eg hef einnig áhuga á
fmyndunum, sagði Christer
vingjarnlega og örvandi.
En Friedeborg hafði af ein-
hverri ástæðu glatað hinni miklu
frásagnarkæti sinni.
— Það var — þegar ég kom f
hlaðið hjáSandelI. Þá fannst mér
bregða fyrir einhverjum sem stóð
f felum bak við bflskúrinn. Það
var nú ekki meíra.
Við brutum heilann um það f
djúpri þögn sem við höfðum nú
heyrt þessar sfðustu mfnútur. Það
var farið að lýsa af degi fyrir utan
og virtist ætla að verða kaldur og
fagur dagur.
Christer lauk úr eínum kaffi-
bollanum í viðbót og hélt svo
gætilega áfram yfirheyrslu sinni.
Nú var röðin komin að Teklu
Motander.
— Þér eruð næsti nágrenni
Sandellshjónanna, frú Motander.
Kannski þér hafið heyrt eða séð
eitthvað sem gæti komið að gagni.
— Það gerði ég því miður ekki.
Hún var stutt f spuna, en ekki
óvingjarnleg.
— Ég hélt mig innandyra allan
dagfnn. Vinnukonan mfn sem
íiafdi fengið frf yfir jólin lagði af
stað heim til sfn rétt fyrir fjögur
og svo gekk ég um f cinmanaleik
mfnum og var að dedúa ýmislegt,
þangað til Susann... og sfðan
Friedeborg komu rétt á eftir. Og
þar sem þér lögregluforingi virð-
ist hafa áhuga á Ijósunum f
Sandellshúsinu get ég aðeins
staðfest það sem Friedeborg og
Susann sögðu að það var Ijós f
íbúðinni. Hvort Ijós var f búðinni
get ég ekki sagt um vegna þess að
glugginn á þeirri hliðinni sem
snýr út að húsinu okkar er byrgð-
ur.
— Getið þér sagt mér nákvæm-
lega hvenær dóttir yðar kom
heim?
— Nei, það get ég nú reyndar
ekki. Ilúsið er stórt og ég veitti
þvf ekki athygli. En ég fmynda
mér að það hafi verið klukkan
rúmlega hálf sex.
— Einmitt, sagði Christer. —
Þá er vfst komin röðin að fbúum á
prestssetrinu. Má ég spyrja, sjáið
þið yfir að búðinní héðan?
Jú. ..ú, sögðu Hjördfs og Tord
en nokkuð dræmt. Að vfsu ekki úr
borðstofunni, en úr hinum enda
hússins. En rúllutjöldin höfðu
verið dregin fyrir og gardfnur
dregnar fyrir og enginn hafði víst
verið að gægjast út f myrkrið svo
vitað væri til.
Christer virti fyrir sér með
óskiptum áhuga silkiskerm á
stóra gólflampanum og tautaði
seinmæltur:
— Svona til vonar og vara
ættuð þið kannski að segja mér
frá þvf hvernig dagurinn gekk
fyrir sig á heimilinu...
Hjördfs Holm varð fyrst til að
taka til máls. Ilún strauk yfir
dökkbrúnt hárið, rétt eins og til
að ganga úr skugga um að hvert
hár sæti eins og það ætti að gera.
— Stúlkan sem er mér til að-
stoðar f eldhúsinu fór hjólandi
heim til sín um fjögurleytið, ég
veit að hún ætlaði að verða
Susann Motander samferða. Um
svipað leyti fór presturinn út f
nokkrar vitjanir. Ég átti enn
ýmsu ólokið af verkum mfnum f
eldhúsinu, en ég hcld að hin hafi
öll lokað sig inni á herbergjum
sínum og búið til jólavfsur. Já, og
svo kom Friedeborg rétt rúmlega
hálf sex og tfu mfnútur sfðar eða
svo kom presturinn heim aftur.
Og frá klukkan sex voru við öll
saman f dagstofunni.
Við hin höfðum ekki miklu við
þetta að bæta. Faðir minn, Einar,
Lotta og ég höfðum, eins og
Hjördis hafði réttilega vakið at-
hygli á — setið bak við lokaðar
dyr í hvert f sfnu herbergi og
verið með hugann við það eitt að
hnoða saman jólavfsunum. Einar
gaf að vfsu f skyn að vfsurnar
mfnar hefðu ekki verið upp á
marga fiska og það sannaði ekki
að ég hefði ekki getað skotist yfir
f búðina til Arne Sandells, en
faðír minn leit á hann ásakandi
gegnum þykk gleraugun og
augnaráð hans bar þess glöggan
vott að honum fyndist svona
spaug f hæsta máta óviðurkvæmi-
legt. Maðurinn minn flýtti sér þvf
að biðja forláts, iðrunarfullur á
svip.
Christer Wijk gafst þó ekki
upp.