Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 25

Morgunblaðið - 21.10.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1975 r 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100» kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % 33 ára heimafrú svarað Margrét S. Pálsdóttir, sem kveðst vera 34 ára gömul heima- vinnandi húsmóðir í Kópavogi skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að skrifa þér nokkur orð viðvikjandi bréfi, sem 33 ára „heimafrú" skrifar þér í dag. Að mörgu leyti er ég sam- mála henni og stend nokkurn veginn í sömu sporum og hún og er nokkurn veginn ánægð með það, m.a. af þvl að ég hef mikla ánægju af handavinnu og bók- lestri. En það eru ekki allar konur eins gerðar og þá er nauðsynlegt fyrir þær að komast út af heim- ilinu. Af hverju þurfa allir að vera eins? Allt í lagi með það, en i guðs bænum hættu þessari sjálfum- gleði á báða bóga og hættum að halda þvi fram, að okkar eigin aðferð við að lifa lífinu sé sú eina rétta. Með kveðju, Margrét S. Pálsdóttir.“ ^ Fyrsta eða annars flokks þjóðfélagsþegnar Jóna Jónsdóttir, Æsufelli 2, skrifar: „Þetta á að vera svar til konu, sem er dauðleið á kvennaári og segir, að ekkert kvennaár fái sig til að líta á sig sem annars eða þriðja flokks þjóðfélagsþegn: Vegna bréfs þíns til Velvak- anda 16. október Iangar mig til að benda á nokkrar staðreyndir og bið þig um að lita lengra en í eigin barm. Þú segist eiga fjögur börn, indælt heimili og eiginmann, sem vinnur fyrir peningum til heimil- isins. Það er gott og blessað, en þvi miður hafa margar konur í þinni aðstöðu vaknað upp við vondan draum, „fyrirvinnan" fallin frá og þar með brostið fjár- hagslegt öryggi fjölskyldunnar. 1 slikum tilvikum verður ekkjan, sem e.t.v. hefur helgað eigin- manni, börnum og heimili alla sína starfskrafta að leita út í at- vinnulífið. Hver er svo staða hennar þar? Fær hún störf sin innan veggja heimilisins metin? Nei, jafnvel ekki við skúringar, uppþvott eða barnagæzlu. Þar má hún láta sér nægja byrjendalaun. — Ber að skilja þetta svo, að enginn — nema presturinn — hafi stigið fæti út fyrir dyr á heimilinum eftir klukkan fjögur á aðfangadag? Þegar hér var komið gaf sig fram óvænt vitni, sem enginn hafði sinnt fram að þessu. Lotta horfði stóreyg á ókunna manninn og sagði: — En þegar ég hljóp niður í eldhús til að biðja Hjördisi að ydda biýantinn minn var hún ekki inni. Klukkan var kortér yfir fjögur og ég sá að kápan hennar var horfin... og þá fór ég upp og notaði pennann minn f staðinn. En það er miklu verra. Hjördis varð hvert við og hún hnyklaði augabrýnnar. — Litla vína min, ég VAR heima ailan ttmann. Þú hefur þá ekki leitað almennilega að mér. Ég hef kannski verið I borðstof- unni eða inni I mfnu herbergi eða___ Einar kom henni til hjálpar. — Hvernig sem þvf er nú farið þá sat ungfrú Holm hin rólegasta f eldhúsinu klukkan hálf fimm, ég get borið um það. Til að segja nú allan sannleikann þá læddist ég niður f eldhús til að biðja um Er þetta að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn? Þú segir, að kona bónda í sveit vinni mikið, en bendir réttilega á, að hann vinni lika og I samein- ingu sjái þau árangurinn. Þetta er rétt, en veizt þú, að vinnuframlag bændakvenna er metið til 175 þús. króna á ári? Er þetta að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn? Þú segist hafa tima til að sinna áhugamálum, lesa góðar bækur og afla þér fróðleiks. Ekki kveðst þú fá kaup fyrir þetta, en það veiti þér ánægju. Þú segist vera þakklát fyrir að geta veitt þér þetta á þínu fallega heimili. Þetta er gott fyrir þig, en þú ert ekki ein i heiminum. Eða er þér kannski nóg, að þér sjálfri liði vel? Er það að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn? Jóna Jónsdóttir." 0 Innfluttar tertur Rannveig Guðmundsdóttir, Laufásvegi 38, skrifar: „Velvakandi góður. Mig langar til að vita hve lengi á að sóa gjaldeyri i þessar inn- fluttu tertur og kökur, sem hafa verið fluttar til landsins lengi. Við höfum góðar brauðbúðir, ef við getum ekki bakað heima. Hver getur svarað? Rannveig Guðmundsdóttir.“ Á fínu hagfræðingamáli heitir þetta ekki gjaideyrissóun, heldur frjáls verzlun. Hins vegar, þegar ferðamenn fá ekki gjaldeyri til að ferðast fyrir, nema búið sé á far- fuglaheimilum og nærzt við pylsuvagna, á milli þess sem skipt er um almenningsbekki til að auka tilbreytni i útsýni, þá er það kallað aðhaldsaðgerðir og að sporna við gjaldeyrissóun þjóð- arinnar. 0 Heimskommún- isminn Hér kemur loks bréf frá „húsmóður", — þó ekki um kvennaárið: „Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðum um flotastöðina Diego Garcia á Indlandshafi. Bandarikjamenn fengu hana í stríðinu og þótti sjálfsagt. Það hlálega var, að Rússar tóku Ytri- Mongólíu af Kínverjum og létu þar greipar sópa, þvi þar höfðu Japanir þungavélaiðnað sinn og hreinsuðu Rússar þetta landsvæði svo vel, að ekki voru skilin eftir svo mikið sem botnsstykkin undan vélunum. Síðan harð- neituðu þeir að skila aftur land- inu. Það var þvi ekki út i bláinn er Teng Hsíaó Ping aðstoðarráð- herra i Kína sagði óbeint, að styrj- aldarhættan í heiminum kæmi frá Sovétríkjunum. . Sendiherra Rússa strunsaði þá út og fylgdu honum sex sendiherrar frá lepp- rikjum. Sannaðist þá hið forn- kveðna: „Veit hundur þá étið hefur“. Forsætisráðherra Ceylon viil engar herstöðvar í Indlands- hafi. Gott er það, en auðvelt verður það ekki. Verk Viet-Cong eru nú farin að sjást og fer litið fyrir frelsishug- sjónunum. Þeir eru búnir að skira höfuðborgina i höfuðið á mann- inum, sem réðst á landið og vildi innlima það I Norður-Víetnam. Atti kannski Jón Sigurðsson að biðja um að tsland yrði eitt af dönsku ömtunum? Síðan bjóða þeir Rússum herstöðvar Banda- rikjamanna, svo að Asíurikin sjái nú sína sæng uppreidda. Afríka liggur svo að Indlandshafi og sum ríkin þar vilja margt fyrir Rússa gera. Það ættu svo fleiri þjóðir en Kinverjar að sjá að heimsvalda- stefna ógnar mest hinum frjálsa heimi. Þegar Bandaríkjamenn voru búnir að þurrka út nasism- ann þá áttu þeir engin lönd og eru búnir að skila Japönum Okinawa. Rússar halda hins vegar enn Kuril-eyjum. Það vita allir, að Rússar hafa miklu meiri völd i lepprikjunum en nýlendurikin höfðu í gamla daga. Indverjar máttu hafa sin trúarbrögð I friði fyrir Englendingum, en af hverju mátti Tékkóslóvakia ekki vera frjáls með stjórn á sinu landi. Ekki ætluðu Tékkar að segja sig úr Varsjárbandalaginu. Nei, þeir ætluðu bara að sleppa pölitískum föngum og létta svoiítið á kúgun- inni. Rússar létu Varsjárbanda- lagsþjóðirnar ráðast inn i landið og nú situr allt við það sama. Nú sitja 188 sögukennarar undir lás og slá í Tékkóslóvakíu. Þarf frek- ar vitnanna við? Húsmóóir." HÖGNI HREKKVÍSI .. Hún elskar mig af öllu hjarta — yfirmáta — ofurheitt...“ 30% meiraljós á vinnuf lötinn sami orkukostnaöur PHILIPS PhilipsArgenta’ SuperLux keiiuperan meö tHiöjafnanlega hirtuglugganum Ókeypis Ijósaskoðun til 1. nóvember fyrir allar teg. Skoda-bifreiða. Tékkneska — bifreiðaumbodið á íslandi h.f., Auðbrekku 44 — 46 Kópavogi. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi Andlitsboð, húðhreinsun, fót- og handsnyrting Megrunar- og afsloppunar nudd og nudd við vöðvabólgum. VIL VEKJA SÉRSTAKA ATHYGLI Á: 10 tíma megrunar- og afslöppunarkúrum. Nudd, sauna, vigtun, mæling og matseðill OPIÐ TIL KL. 1 0 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Sími 40609. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Símanámskeið Stjörnunarfélagið gengst fyrir sima- námskeiði fyrir símsvara 23.. 24. og 25. okt. að Skipholti 37. Námskeið- ið stendur yfir kl. 14.00 —- 17.00 fid. 23. okt., föd. 24. okt. kl. 14.00 — 18.00 og laud. 25. okt. kl. 9.15 — 12.00. Fjallað verður um starf og skyldur simsvarans, eiginleika góðrar símraddar, simsvörun og simatækni. Ennfremur fer fram kynning á notkun simabúnaðar, kallkerfi o.s.frv. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Helgi Hallsson og Þorsteinn Óskarsson simvirkjaverkstjóri. Vinnurannsóknir og launa- kerfi. Fyrir þá, sem vilja bæta afköst og auka hagræðingu. Stjórnunarfélagið gengst fyrir nám- skeiði um vinnurannsóknir og launakerfi 27., 28. og 29. okt. n.k. i Skipholti 37 Námskeiðið stendur yfir kl. 15:00 — 18:45 alla dagana. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir helstu atriðum við framkvæmd þeirra. Ennfremur verður farið i einkenni og uppbyggingu mismun- andi launakerfa, kosti þeirra og galla. Námskeiðið er ætlað þeim, sem vilja bæta framleiðsluaðferðir starfsemi sinnar. Jafnframt er nám- skeiðið heppilegt fyrir trúnaðar- menn á vinnustöðum. Leiðbeinandi er Ágúst Eliasson tæknifræðingur. Þátttaka tilkynnist í síma 82930 Þekking er góð fjárfesting.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.