Morgunblaðið - 21.10.1975, Qupperneq 26
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1975
Rússar fá
kornið og
selja olíu
Washington, 20. október.
AP.
BANDARÍKIN hafa fallizt á
að selja Sovétrfkjunum sex til
átta milljónir lesta af hveiti og
mafs á ári næstu fimm árin frá
og með október á næsta ári að
þvf er skýrt var frá f dag.
Banni, sem var sett á kornsöl-
una fyrir tveimur mánuðum
hefur verið aflétt.
Samkomulag varð um korn-
söluna f þriðju lotu viðræðna
Charles W. Robinsons aðstoð-
arutanríkisráðherra við sov-
ézka embættismenn f Moskvu.
1 staðinn lofuðu Rússar að
selja Bandarfkjamönnum olfu,
ef samkomulag tekst um verð.
Magnið er 200.000 tunnur á
dag sem er Iftið brot af þvf sem
Bandarfkin flytja inn.
Embættismenn segja að
Rússar muni kaupa hveitið og
mafsinn á núverandi mark-
aðsverði f Bandarfkjunum og
af einkaaðilum. Reynt verður
að dreifa sölunni jafnt á hvert
ár. Búizt er við að Rússar
kaupi nú sjö milljónir lesta af
metuppskeru Bandarfkjanna.
Spánn
skorar á SÞ
New York, 20. október.
Reuter.
SPÁNN skoraði á Öryggisráðið
f dag að beina þeim tilmælum
til Hassans Marokkókonungs
að hann aflýsti fyrirhugaðri
mótmælagöngu 350.000 Mar-
okkómanna inn f Spænsku-
Sahara. Ráðið frestaði fundin-
um svo fulltrúar gætu borið
saman bækur sfnar.
I Marokkó var haft eftir
heimildum f stjórninni, að all-
ar áskoranir frá SÞ um að af-
lýsa göngunni yrðu að engu
hafðar ef Spánverjar sam-
þykktu ekki að afhenda Mar-
okkómönnum yfirráð yfir ný-
lendunni.
f Madrid kom spænska
stjórnin saman til aukafundar
vegna göngunnar sem hefst á
morgun og Carlos Arias
Navarro forsætisráðherra ráð-
færði sig við yfirmenn hersins.
Franco hershöfðingi aflýsti
fundi með herforingjum
vegna inflúenzu.
50 fórust
Mexíkóborg, 20. október.
AP.
ALLT AÐ fimmtfu biðu bana
og minnst 175 slösuðust f
árekstri tveggja lesta á neðan-
jarðarjárnbrautinni f Mexfkó-
borg í dag. Tveir öftustu vagn-
ar lestarinnar, sem ekið var á,
lögðust saman.
Brotizt inn
hjá Ford
Washington, 20. okt. AP.
BROTIZT var inn f skrifstofu
kosninganefndar Ford forseta
f gær og reynt að opna skáp
sem í voru peningar og bók-
haldsskýrslur nefndarinnar að
sögn The Washington Star.
Málið minnir á innbrotið f
aðalstöðvar demókrata f Wat-
ergate-byggingunni 1972 en
starfsmaður nefndarinnar ef-
ast um að innbrotstilraunin
hafi verið af pólitfskum toga.
Átök í Golan
Damaskus, 20. október.
Reuter.
ÁTÖK urðu milli sýrlenzkra
og fsraelskra hermanna f Gol-
an-hæðum f dag og Sýrlending-
ar segjast hafa hæft f jóra fsra-
elsmenn.
Forsætisráðherra:
Sem víðtækust og raunhæf-
ust friðun fískveiðilandhelginn
ar er markmið viðræðnanna
UMRÆÐUR urðu f Sameinuðu
Alþingi f gær um landhelgismál,
samningaviðræður og nýtingu
hinnar nýju fiskveiðilandhelgi.
Þær umræður leiddu m.a. f ljós,
að væntanlegar viðræður við
aðrar þjóðir um landhelgismál
byggjast á alþjóðlegum skuld-
bindingum, sem við höfum undir-
gengizt, um að reyna til þrautar
samningaleið f deilumálum þjóða
f milli, sem og að fá úr þvf skorið,
hvort við náum meiri árangri um
fiskvernd og samdrátt f sókn út-
lendinga á fslandsmið með
samningum eða án. Þá kom og f
Ijós f máli forsætisráðherra, að
höfð ve,'ður hliðsjón af skýrslu
Hafrannsóknastofnunar um
minnkandi stofnstærð nytjafiska
á fslandsmiðum f viðræðum við
aðrar þjóðir og allri framkvæmd
útfærslunnar.
Lúðvfk Jósepsson (K) kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár i samein-
uðu þingi í gær, í tilefni af
væntanlegri för viðræðunefndar
um landhelgismál til London.
Sagði hann þjóðarsamstöðu um
það meginatriði, að ekki yrði sam-
ið um nýjar veiðiheimildir innan
hinnar nýju landhelgi, sér í lagi
ekki innan 50 milna markanna. í
þvi sambandi vakti hann athygli á
samþykktum mikils fjölda sam-
taka i landinu, s.s.: ASÍ, FFSl,
LÍU, Sjómannasambandsins,
Félags áhugamanna um sjávarút-
vegsmál, fjölda sveitar- og bæjar-
stjórna, landshlutasamtaka og
fleiri aðila.
Átaldi Lúðvík sérstaklega, að
landhelgisnefnd hefði ekki verið
kölluð saman til fundar frá þvi
fyrir útgáfu reglugerðar um hina
nýju landhelgi, eða i meir en 3
mánuði, og hvorki höfð samráð né
samvinna við stjórnarandstöðuna
um framkvæmd málsins allan
þennan tima. Hinsvegar væri við-
ræðunefnd á förum til London og
viðræður ákveðnar við V-
Þjóðverja en hvorki þing né þjóð
hafi verið skýrt frá stefnu eða
markmiðum rikisstjórnarinnar
með þessum viðræðum.
Hann minnti á nýja skýrslu
fiskifræðinga á vegum Hafrann-
sóknastofnunar, þar sem skýrt og
skorinort væri sagt, að ekki mætti
taka meira aflamagn úr helztu
nytjafiskum okkar á næstu árum,
þ.e. þorski, ýsu og karfa, en við
hefðum sjálfir gert á undanförn-
um árum, ef ekki ætti illa að fara.
M.ö.o., ekki mætti grisja fisk-
stofnana meir en við værum ein-
færir um og vel það með fiskveiði-
flota okkar, svo í raun væri ekki
um neitt að semja. Hann sagði að
ríkisstjórnin yrði að leggja þessa
skýrslu fram sem sönnunargagn I
viðræðum við aðrar þjóðir, hefja
þegar samstarf við stjórnarand-
stöðu á ný og lýsa þvi ótvírætt
yfir, að engir samningar verði
gerðir um veiðiheimildir innan 50
milna markanna.
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, sagði það meginmarkmið
rikisstjórnarinnar, að 200 sjó-
Gefr Lórtvfk
Hallgrfmsson Jósepsson
mílna fiskveiðilandhelgin yrði
friðuð i heild fyrir erlendri fisk-
veiðiásókn. Samningar um
hugsanlegar fiskveiðiheimildir
yrðu að byggjast á eftirfarandi, ef
þá til þeirra kæmi: umtalsverður
samdráttur i sókn útlendinga á
íslandsmið, bæði að því er varðaði
skipafjölda og aflamagn, tak-
mörkuð veiðisvæði færð fjær
landi en núgildandi samningar
við Breta gerðu ráð fyrir, með það
fyrst og fremst i huga að ná sem
viðtækastri og raunhæfastri
friðun að 50 mílna mörkum; óg
engar undanþágur veittar nema
til mjög skamms tima.
Spruningin væri einfaldlega sú,
hvort okkur tækist betur að fjar-
lægja erlend skip af Islandsmið-
um með eða án samninga.
Forsætisráðherra gat þess, að
sjávarútvegsráðherra hefði skýrt
frá niðurstöðum Hafrannsókna-
stofnunar um ástand fiskistofna á
íslandsmiðum, er hann kunngerði
erlendum og innlendum frétta-
mönnum útgáfu hinnar nýju
reglugerðar um 200 sjómílna fisk-
veiðilandhelgi. Jafnframt hefði
rikisstjórnin óskað eftir ítarlegri
greinargerð stofnunarinnar, sem
nú iægi fyrir, og nýtt yrði hvort
tveggja í væntanlegum viðræðum
við aðrar þjóðir og við kynningu
sjónarmiða okkar, bæði hérlendis
og erlendis. Hin nýja skýrsla yrði
að sjálfsögðu rædd í landhelgis-
nefnd og fiskveiðilaganefnd, sem
nú ynni að samningu frumvarps
um skynsamlega nýtingu hinnar
nýju fiskveiðilandhelgi. Þá væri
og I athugun hjá sjávarútvegsráð-
herra að halda tvær ráðstefnur
um skýrslu Hafrannsóknastofn-
unar: annarsvegar ráðstefnu inn-
lendra aðila, sem hér ættu hlut að
máli, fiskifræðinga, útvegs-
manna, sjómanna, fiskvinnslu-
aðila og hagfræðinga, hinsvegar
ráðstefnu fiskifræðinga frá þeim
þióðum, sem fiskveiðihagsmuni
Benedikt Karvel
Gröndal PSImason
ættu á hafsvæðunum umhverfis
okkur. Einn helzti þáttur slikra
ráðstefna væri kynningarstarf-
semi.
Er landhelgisnefnd hefði þing-
að siðast um hugsanlegar við-
ræður við aðrar þjóðir, hefði
komið fram verulegur ágrein-
ingur um það atriði, og stjórnar-
andstaðan tekið aðra stefnu en
stjórnin hefði talið rétta vera. Við
værum skuldbundnir til, skv.
ýmsum alþjóðasáttmálum, sem
við hefðum undirgengizt, m.a.
sáttmála S.Þ., að reyna samninga-
viðræður um slík deilumál.
Annað mál væri, hvort slíkar við-
ræður leiddu til samninga, sem
reynslan yrði úr að skera.
Benedikt Gröndal (A) sagði
m.a., að stjórnarandstaðan hefði
siður en svo slitið neinu samstarfi
við ríkisstjórnina um landhelgis-
mál, eins og álykta mætti af orð-
um forsætisráðherra, Rétt er,
sagði Benedikt, að við værum með
ýmsum alþjóðasáttmálum bundn-
ir samningatilraunum, sem rétt
væri að iáta reyna á. Alþýðu-
flokkurinn hefði alltaf verið
fylgjandi viðræðum af þessu tagi.
Að sínu mati „mætti líta á“
hugsanlega samninga utan 50
mílna marka.
Þá gagnrýndi Benedikt harð-
lega ónóga kynningu á málstað og
röksemdum Islendinga I land-
helgismálinu á eriendum vett-
vangi, og taldi að þar hefði betur
mátt gera.
Það væri margt, sem ræða
þyrfti við aðrar þjóðir, og byggt
gæti upp gagnsókn af okkar
hálfu, s.s. refsiaðgerðir EBE-
rikja, löndunarbönn á Islenzkum
fiski, ýmiskonar viðskiptahags-
munir o.fl. Hvatti Benedikt til
einarðari viðleitni um samstarf og
samstöðu, sem ekki myndi af
veita, þó staða okkar væri sterk-
ari nú en nokkru sinni áður vegna
þróunar hafréttarmála á alþjóða-
vettvangi.
Karvel Pálmason (SFV) mót-
mælti því, eins og Benedikt, að
stjórnarandstaðan hefði með ein-
um eða öðrum hætti skorið á sam-
vinnu við rikisstjórnina í land-
helgismálinu. Hins vegar væri
það samdóma álit hennar, að ekki
ætti að semja um neinar veiði-
heimildir innan 50 mílna marka.
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar,
sem nýkomin væri I hendur þing-
manna, renndi enn frekari
stoðum undir þetta sjónarmið. I
raun væri ekkert til að semja um
við aðrar þjóðir. Skoraði hann á
forsætisráðherra og dómsmála-
ráðherra að lýsa þvi yfir hér og
nú, án málalenginga, að flokkar
þeirra væru andvígir hverskonar
veiðihemildum innan 50 milna
markanna.
Lúðvlk Jósepsson (K) sagði það
alrangt, að Alþýðubandalagið
hefði nokkru sinni verið á móti
viðræðum við aðrar þjóðir. Þvert
á móti. Hann hefði I landhelgis-
nefndinni boðið upp á það, til
samkomulags, að sætzt yrði á það
meginatriði að sinum dómi, að
ekki yrði samið um veiðiheimildir
innan 50 milna markanna. Hins-
vegar kæmi til mála að semja á
„ytra beltinu, milli 50 og 200 sjó-
mllna“.
Hann minnti á breytt sjónarmið
Breta, sem sjálfir stefndu að 200
sjómílna fiskveiðilandhelgi, þró-
un líkra viðhorfa á þingi Banda-
ríkjanna, yfirlýsingu Mexikó-
stjórnar o.fl., sem sýndi, að að-
staða okkar út á við styrktist dag
frá degi. Þessi staðreynd, ásamt
niðurstöðum skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar um siminnkandi
stofnstærð nytjafiska okkar, ætti
að taka af allan vafa í hugum
ráðherranna, og stuðla að sam-
stöðu landsmanna bæði heima
fyrir og út á við.
Sparnaður í bifreiðaeftirliti:
Nýtt númerakerfi bifreiða
FRAM er komið stjórnarfrum-
varp um breytingu á umferðar-
Iögum, sem að meginefni gerir
ráð fyrir að hætt verði að umskrá
ökutæki vegna flutninga milli
lögsagnarumdæma. Frumvarpið
hefur ennfremur að geyma
ákvæði um skráningu og notkun
beltabifhjóla (vélsleða) og um
hámarkslengd ökutækja. Þá er
iagt til að lögboðin ábyrgðar-
trygging ökutækja verði hækkuð
og ennfremur gert ráð fyrir
nokkrum öðrum breytingum á
umferðarlögum. I athugasemdum
með frumvarpinu segir m.a.:
„Samkvæmt gildandi ákvæðum
umferðarlaga skal skrá öll
skráningarskyld ökutæki hjá lög-
reglustjóra, þar sem eigandi öku-
tækisins er búsettur. Þá er eig-
endaskipti verða að skráðu öku-
tæki og hinn nýi eigandi er
búsettur í öðru lögsagnarum-
dæmi, skal tilkynna Iögrpglustjór-
um beggja umdæma eigenda-
skiptin. Skal ökutækið þá skráð
að nýju, en afskráð í umdæminu,
sem það fluttist frá. Þegar eig-
andi ökutækis flyst búferlum með
ökutæki sitt í annað lögsagnarum-
dæmi, skal eigandi senda til-
kynningu um flutninginn til lög-
reglustjóra beggja umdæmanna.
Skal ökutækið þá afskráð I þvi
umdæmi, sem það fluttist frá, en
skráð að nýju í umdæminu, sem
flutt er I. Gildir þetta þó eigi,
þegar um skemmri dvöl er að
ræða. Auk þess sem þannig hefur
verið lögskylt að umskrá ökutæki
vegna flutnings ökutækja milli
umdæma, hefur tiðkast að um-
skrá ökutæki að ósk eiganda, þótt
eigi hafi það verið skylt að lögum.
Með auknum bifreiðafjölda
hefur umskráningum farið mjög
fjölgandi, og umsvif tengd þeim
hafa aukist ár frá ári hjá hinum
ýmsu lögreglustjóraembættum,
svo og við Bifreiðaeftirlit rikisins.
Undanfarið hefur bifreiðafjöldi
(i árslok), nýskráningar og um-
skráningar verið sem hér segir:
Þessu auknu umsvif hafa kallað
á fjölgun starfsliðs og aukinn
rekstrarkostnað. Hefur þvi á und-
anförnum árum verið til athug-
unar á hvern hátt draga megi úr
kostnaði á þessu sviði og gera
skráningarkerfið einfaldara, bæði
fyrir þegnana og hið opinbera. Er
með frumvarpi þessu lagður
grundvöllur að því að skráningu
ökutækja verði breytt á þann veg,
að tekið verði upp fast númera-
kerfi fyrir allt landið, þar sem
meginreglan er sú, að ökutæki
haldi óbreyttum skráningar-
merkjum frá því það er fyrst
skráð og þar til það er tekið af
skrá sem ónýtt. Kostir við þessa
breytingu eru fyrst og fremst
sparnaður í vinnu og aðstöðu, þar
sem hætt yrði að umskrá ökutæki
vegna flutnings milli umdæma
Framhald á bls. 39
Fjöldi Nýskrán Umskrán
Ár bifreiða ingar ingar
1971 ............................. 52489 7193 13321
1972 ............................. 57155 6123 16900
1973 ............................. 63189 7666 19800
1974 ............................. 71364 9435 27340