Morgunblaðið - 16.11.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1975
11
Mðlarinn 1930. Þá var bjart
yfir veröldinni og maður trúði
á heimsbyltingu, nýja jörð,
nýja sögu, nýtt endurreisnar-
tfmabil."
dauð“, og streyttust þeir sömu í
tvivíðum flötum, hvort sem
þeir áttu hér erindi eða ekki.
AUt þetta ætti að geta kennt
okkur að loka aldrei dyrum fyr-
ir öðrum gildum, þótt eitt
þeirra sé öðrum gildum vin-
sælla um stund og þykir meir i
anda framúrstefnu, þyki taka
öllu öðru fram og vera hið eina
sanna.
Jón og félagar hans, Gunn-
laugur Scheving, Snorri Arin-
bjarnar, Þorvaldur Skúlason,
Jóhann Briem o.fl. hófu mann-
inn til öndvegis í málverkum
sínum á þessum árum og lands-
lagið varð einungis hluti af bak-
grunninum á stundum. Þetta
var sjaldnast fólk undirheima,
álfar né draugar, heldur mað-
urinn á götunni i virkt sinni og
smæð, jafnt hin rómantíska
óspillta ungfrú sem hin lífs-
þyrsta nautnakona heimsborg-
arinnar.
Seinna var þessu öllu varpað
fyrir borð og figúran gerð út-
læg úr málverki framúrstefnu-
manna um árabil. Fólk hafði
ekki undan að melta svo stór-
stígar breytingar, og sfst af öllu
hér á hjara veraldar þar sem
framúrstefnur voru littþekkt
fyrirbæri- og andstaðan gegn
þeim því skiljanleg.
Það var síður en svo að Jóni
og félögum hans væri tekið
fagnandi hendi hér heima, list
þeirra var hérlendum málurum
framandi og hvað þá almenn-
ingi, en þeir nutu álits fyrir
góða skólun og frama þeirra
erlendis. Myndheimur þeirra
þótti hrjúfur einkum það atriði
að staðsetja venjulegt fólk inn i
myndirnar, siíkt þótti gera þær
einum of hversdagslegar og í
mótsögu við hið upphafna, guð-
dóminn í náttúrunni.
Á sýningunni i Listasafninu
er röð fágætlega vel málaðra og
fallegra mynda, sem Jón málaði
í Kaupmannahöfn, svo sem nr.
45 „Model“, 64 „Madame" 65
„Bláklædda konan" 72 „Kona
34 Kvöld f Kaupmannahöfn (1934) Eigandi Gunnar M. Guðmundsson.
með blóm“ og 155 „Madame".
— Sama er að segja um mynd-
irnar nr. 37 „Model" og 38
„Svartagil", sem báðar eru mál-
aðar 1940 og eru, sem hinar
myndirnar, margslungnar i út-
færslu og magnaðar í lit. Litur-
inn er þykkur, safaríkur, mett-
ur og efniskenndur, og auðsæ
er nautn málarans af starfi
sfnu, hann gengur allur inn í
verk sitt og virðist mála af ofur-
kappi og upp á líf og dauða.
Hann var þá líka staddur þar I
umhverfi, sem hann fékk
hljómgrunn fyrir slík vinnu-
brögð, og jöfnum höndum aðdá-
un félaga sinna sem lof gagn-
rýnenda. Heimkominn skorti
hann aftur á móti algjörlega
slíka uppörfun og andlegan
stuðning og hann fer að endur-
taka sig, mála gömul mótív frá
Hafnarárunum og jafnvel mála
inn í áður fullgerðar myndir,
líkast því að hann vildi mála í
og yfir kvöl minninganna,
vegna skorts á lífsnauðsynlegu
eldsneyti og vettvangs til
áframhaldandi þroska og
frama.
Það er skoðun mín, að af áð-
urnefndum málurum og félög-
um Jóns var það sízt að skapi
hans að setjast að hér i fámenn-
inu. Hann var hinn umbúða-
lausi heimsborgari í eðli sinu,
er hér var komið sögu, sem nú
var skyndilega horfin af þvi
rómantíska sviði, slitinn úr
tengslum við félaga sina og eðl-
islægt umhverfi, en festur við
þröngan kost og fásinni þeirra
tíma i heimahögum.
Hinn mikli spanski heim-
spekingur og húmanisti Jose
Ortega y Gasset reyndi að svara
spurningunni, hvernig gæti
staðið á því að nútimalistamenn
óttuðust hin mögnuðu, grósku-
miklu form hins lifandi likama.
Hvernig bætir hann þau upp
með flatarmálsformum? Hann
minnist þess, að samsvarandi
fyrirbæri myndrænnar flatar-
málsdýrkunar eru ekki óþekkt i
listasögunni. Hann skýrir
„ikonoklasmen" (afnám helgi-
mynda), sem trúarlegt fyrir-
bæri, sem birtist á tímabilum,
sem stjórnast af hræðslu við
samprófun við við alheiminn.
— Hér má bæta þvi við að Iista-
menn taka hiklaust afstöðu
gegn viðurkenndum fræðisetn-
ingum varðandi listir. Ný gildi
fæðast á því augnabliki er lista-
menn rísa upp gegn ríkjandi
fræðisetningum, viðurkennd-
um gildum. Til skilningsauka á
framúrstefnum er mikilvægt að
vera sér meðvitandi um þessa
afneitunartilhneigingu lista-
manna á fyrri gildum á öllum
timum. Þetta er ekkert annað
en lögmál framþróunar og við
veröum að meðtaka þessar stað-
reyndir sem eðlilegan hlut.
En það er erfitt að yfirgefa
gróin myndheim sinn og fórna
honum til hags fyrir önnur
gildi þegar menn standa mitt i
rífandi framþróun innan
marka hans líkt og Engilberts.
Skyndilega var það vottur aft-
urhalds og stöðnunar er var áð-
ur framúrstefna, nú mátti
fígúaranhelztekkisjástí mynd
nema þá mjög færð í stilinn,
helst afskræmd. Jón streyttist
gegn þessum viðhorfum lengi
vel, og það var alveg rökrétt
afstaða hvað honum viðkom, og
þó virðist þetta hafa valdið
röskum á sálarlegu jafnvægi
hans, þvi að hann hefur álitið
sig framúrstefnulistamann og
öll þau mörgu nýju gildi sem
ruddu sér braut á þessum árum
fóru sannarlega ekki framhjá
honum, jafn opnum og vakandi
listamanni. Hann mun því hafa
verið farinn að efast um fersk-
leika listar sinnar, svo sem ým-
is hliðarspor sýna, og síðustu
árin, sem hann starfaði af full-
um krafti, vann hann nær ein-
göngu í abstrakt — expressjón-
isma, umbúðalausum og litrík-
um. Þar á undan getur að líta
örhrifa viðleitni við að finna
sinni skapgerð og upplagi sínu
eðlilegan farveg í margvisleg-
um tilraunum með liti og form.
Það fór ekki hjá því að í odda
skærist á milli hlutlægra og
óhlutlægra myndlistarmanna,
og því miður bar listamönnum
okkar ekki gæfa til að deila
málefnalega. Deilur verða per-
sónulegar hér úr hófi fram
rætnar og félagar heilsast ekki
á götu árum saman og vilja
yfirleitt ekki vita af tilvist
hvors annars félagshyggja er
lítt raunhæf og félög klofna af
þeim sökum. Þeir sem byggt
höfðu Listamannaskálann
gamla, og um árabil staðið f
fylkingarbrjósti í félagsmálum
og veðsett hús sin til þess að
skáli sá risi af grunni, lutu i
lægra haldi i Félagi islenzkra
myndlistarmanna og hrökkluð-
ust þaðan, félaginu sjálfu og
íslenzkri myndlistarmennt til
ómælds skaða. Öumdeilanlega
hafa allar innbyrðis deilur milli
myndlistarmanna gert menn-
ingarsviði þeirra meira ógagn,
og stéttinni i heild, en allt mis-
viturt andóf utanfrá. Listamað-
urinn Jón Engilberts var einn
þeirra sem fremst stóðu í eid-
línunni, var í röðum útskúfaðra
á sýningar félagsins um langt
árabil. Má auðsætt vera að slík
stöðnuð framvinda hafi ekki
fallið að skapi leitandi og fram-
sækins könnuðar á sviði mynd-
listar og haft miður holl áhrif á
hinn skapstóra en þó viðkvæma
mann. Hin litla þjóð þarf á öllu
sínu bezta að halda-til að sýna
hér styrk sinn og stöðu. — Jón
Engilberts gat alltaf gert góð
myndlistarverk hvar sem hann
bar niður, en þetta var naumast
rökrétt né æskileg þróun, og
hann varð aldrei jafn heill í
vinnubrögðum sem á áratugin-
um góða 1934—44, auk þess
sem hann tók slikar myndir
fram og málaði og krukkaði í
þær, sennilega f þeirri trú að
hann væri að lifga þær upp.
Slíkt hefði hann mátt láta ógert
því að nær öllum listamönnum
verður hált i slikum vinnu-
brögðum.
Það er meinlegt að hugsa til
þess, að þegar Jón hafði misst
heilsu og eðlilegt vinnuþrek, þá
hélt maðurinn (fígúran) aftur
innreið sína inn í myndlistina
endurnýjaður og ferskur, enda
voru myndlistarmenn orðnir
leiðir á hinu stöðuga lita og
flatabruðli, fram og aftur í tvo
áratugi, og nær því á svip-
stundu breyttist svið heimslist-
arinnar og holskefla af nýjum
gildum ruddi sér braut. — Það
hefði legið vel við Jóni Engil-
berts að lenda mitt í slíkri
bylgju á því skeiði er hann
hafði fullt starfsþrek og óheft-
an lifsþorsta, og þá hefði góð
tæknileg undirstöðuþekking
hans og frjó skólun sannarlega
notið sin til fulls. En mönnum
er það ekki í sjálfvald sett á
hvaða tíma þeir eru bornir.
Hæfileikar Jóns innan hins
grafiska sviðs fengu ekki held-
ur að njóta sín, hér var hvorki
skilningur, grundvöllur né
markaður fyrir slikt og mál-
verkið hið eina er gildi hafði
sem stofuprýði og eitthvað gaf i
aðra hönd. Jón var mjög góður
teiknari, svo sem menn geta
sannfærst um á þessari sýn-
Framhald á bls. 28
45 Model. Eigandi Tove Engilberts.