Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1975
17
hjá okkur fæst allt í baóhenbengió
og reyndan flest sem þarf til aó
byggja eóa fegna hvent heimili
gjörtó svo vel - iítió inn.
Viö erum sannfœröir um aö
okkar fousn er betri fogsn
a ÞQRLAKSSON & NÖRÐMANN HÆ
c* Skélogöiu $0 — Bankastrætí 11 - Slmí 11280
90 ára:
Jón Arnason fyrrum fram-
kvœmdastjóri og bankastjóri
Á morgun, 17. nóv. 1975, er einn
okkar þjóðkunnustu manna, Jón
Árnason fyrrv. framkvæmda-
stjóri og bankastjóri, níræður að
aldri.
Hann er fæddur í Syðra-
Vallholti í Seyluhreppi í Skaga-
firði. Var faðir hans Árni tré-
smiður og bóndi í Borgarey, en
móðir Jóns, kona Árna, var Guð-
rún Þorvaldsdóttir, bónda i Fram-
nesi í Akrahreppi. Arni var Vopn-
firðingur að ætt, bóndasonur frá
Rjúpnafelli og Böðvarsdal’ þar í
sveit. Hann og fjölskylda hans
höfðu undirbúið för sina til
Vesturheims á harðindaárunum
eftir 1880, en Árni breytti áætlun
sinni og gerðist bóndi í Skaga-
firði, en hann varð skammlífur og
lést árið 1888.
Þau hjónin höfðu eignast tvö
börn auk Jóns, Ingibjörgu, sem
enn er á lífi, komin á tíræðis-
aldur, búsett hér í höfuðborginni,
og Árna, er varð bóndi á Stóra-
Vatnsskarði, dáinn 1971.
Guðrún, móðir Jóns, giftist
aftur, og var seinni maður hennar
Pétur Gunnarsson og voru þau
lengi búendur á Stóra-
Vatnsskarði, en eftir þau börn
þeirra. Núverandi bóndi þar er
sonarsonur Guðrúnar og Péturs,
Benedikt Benediktsson.
Jón Árnason stundaði nám í
Gagnfr'æðaskólanum á Akureyri
og lauk þaðan prófi vorið 1905.
Um leið og hann luku þar námi,
meðal annarra, fjórir skóla-
bræður hans, sem á seinni árum
eru oft nefndir saman og allir,
ásamt Jóni, eru taldir hafa mark-
að stærri spor í íslensku þjóðlífi á
þessari öld en flestir aðrir sam-
tímamenn þeirra. Þessir menn
eru taldir eftir aldri: Snorri Sig-
fússon skólastjóri og námstjóri,
Jónas Jónsson skólastjóri, al-
þingismaður og ráðherra, Þor-
steinn Methúsalem Jónsson skóla-
stjóri, kaupfélagsstjóri, alþingis-
maður og bókaútgefandi, Jón
Árnason kennari, framkvæmda-
stjóri og bankastjóri; og þeirra
yngstur, Þórarinn Kristjánsson
Eldjárn bóndi, kennari og kaup-
félagsformaður, faðir núverandi
forseta íslands. Sá elsti þeirra var
fæddur 1884, þrir 1885 og sá
yngsti 1886. Tveir þeirra eru
horfnir sjónum okkar en þrír eru
meðal vor og heyrði þjóðin rödd
eins þeirra fyrir skömmu á öldum
ljósvakans. Við óskum að ævi-
kvöldið megi verða þeim sem
mildast og minningar um liðna
daga sem ljúfastar.
Eftir að skólanámi Jóns lauk á
Akureyri gerðist hann farkennari
næsta áratuginn og var starfssvið
hans bæði heima á æskustöðvun-
um í Skagafirði og síðar sunnan
Ævarsskarðs i Húnaþingi. Sumar-
mánuðina sinnti hann öðrum
störfum svo sem venja var og er.
Hann annaðist þá alls konar
sveitastörf og jafnvel stundaði
hann sjóróðra. Hann gat brugðið
sér til margvíslegra starfa eftir
því sem þörf var fyrir og hugur-
inn leitaði eftir. Þessi störf voru
honum ekki ókunn, þar eð hann
hafði I æsku stundað þau á
bernskuheimili sínu, en að sjálf-
sögðu kynntist hann þá enn nánar
hugsun sveitafólksins og starfs-
háttum þess utan heimasveitar
sinnar og varð þaulkunnugur
landbúnaðinum, því heldur sem
hann var þá orðinn fullþroskaður
með ágæta menntun.
Við lok þrítugsaldursins verður
alger bréyting á störfum hans.
Hann yfirgefur átthagana og
kennsluna og heldur rakleiðis til
Kaupmannahafnar án þess þó að
hefja þar nýtt skólanám né störf
hjá neinu dönsku stórfyrirtæki,
sem þó hefði mátt telja líklegt. I
Kaupmannahöfn dvelur hann
fram á vor 1917 og kynnir sér
kaupfélögin dönsku og starfsemi
þeirra bæði í höfuðborginni og
utan hennar, bæði í sveitum og
bæjum og nær þannig ýtarlegri og
víðtækri þekkingu á skipulagi
dönsku samvinnufélaganna.
Hallgrfmur Kristinsson kaup-
félagsstjóri frá Akureyri var um
þessar mundir I Höfn I störfum
fyrir kaupfélögin á Norðurlandi.
Hafði hann þá hafið undirbúning
að víðtækari starfsemi á vegum
sambands þeirra, þar á meðal að
stofnun heildsölu i Reykjavík og
innflutningi á aðfluttum vörum
þeirra frá útlöndum.
Á miðju ári 1917 flytur Jón
Árnason aftur heim til Islands,
gerist fastur starfsmaður kaup-
félagasambandsins með aðsetri í
Reykjavík og hefst þá starf þess
þar vegna viðskiptaþarfa félag-
anna í landinu, þar með talin
stofnun heildsölu o.fl., er síðan
hefur óslitið haldist, sem kunnugt
er. Jón Árnason varð þannig
fyrsti fastur starfsmaður Sam-
bandsins og þá ekki til einnar
nætur tjaldað því að starfstíminn
helst óslitinn til ársloka 1945 eða í
meira en 28 ár og Jón þá orðinn
sextugur að aldri. Aðalstarf hans
var framkvæmdastjórn útflutn-
ingsdeildar Sambandsins, þ.e.
sala allra framleiðsluvara kaup-
félaganna sem náði einnig til sölu
á innlendum markaði. Þetta var
allt að sjálfsögðu eitthvert mesta
vandaverk, einkum þó er verst lét
í ári eins og 1920—24 og aftur
1930—34. Það voru ekki miklir
sæludagar I þeim efnum þau árin,
og má áreiðanlega heimfæra orð-
takið gamla „sá á kvölina sem á
völina" sem lýsingu oft og einatt
um þau störf, jafnvel þó vel
gengi. Fyrir þessi störf átti Jón
miklar þakkir skildar, svo örugg
voru orð hans og áætlanir að þau
mátti mikils meta og bera fyllsta
traust til. Hann innti af hendi
mörg vandaverkin sem fylgdu
starfinu beint og óbeint og marg-
sinnis voru honum faldar samn-
ingsgerðir erlendis fyrir ríkisins
hönd, þótt hér verði ekki talið.
Samningar um saltkjötstollinn I
Noregi, og ákvarðanir um smíði
Brúarfoss, er flutningur og sala á
freðkjöti var að hefjast mega þó
ekki gleymast.
Eittt stórmál vil ég auk þessa
nefna, þ.e. undirbúningur setn-
ingar afurðasölu-laganna, er tóku
gildi sumarið 1934 og í ársbyrjun
1935. Þáttur Jóns var þar mikill
og meiri en flestum er kunnugt.
Um þessi mál urðu hörð átök og
meiri en flest annað enda var hér
um stórfellda hagsmuni að ræða
sem fjörutíu ára reynsla sýnir.
Um það leyti sem Sambandið
byrjaði starfsemi sina hér i
Reykjavik voru stofnuð mörg
samvinnufélög í landinu og
leituðu flest atbeina um stuðning
þess og fengu hann þótt allerfitt
væri um vik. Viðskiptaárferðið
var erfitt fyrstu árin eftir heims-
styrjöldina, sem endaði 11. nóv.
1918, þó að undanskildu árinu
1919. Snjóavetur 1920, sá mesti á
þessari öld hér sunnanlands, varð
bændum og um leið kaupfélögun-
um, sem mjög voru fjárvana,
mjög þungur i skauti og veitti þá
Sambandið mikla aðstoð, og skipti
þá miklu að hafa við stýrið góð-
viljaða menn og ötula eins og for-
stöðumenn Sambandsins reynd-
ust og i minnum má hafa.
Á erfiðleikatimum eins og voru
nokkur ár eftir 1919 er gott að
geta minnst þess að hafa átt i
fararbroddi menn eins og Hall-
grím Kristinsson og Jón Arnason,
,sem áttu í sér þann þrótt, sem
almenningur naut og virti í orði
og verki.
Að loknu hinu mikla og mikil-
væga starfi hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga við árslok 1945
gerðist Jón bankastjóri Lands-
banka Islands og hafði það starf á
hendi næstu tíu árin eða fram á
árið 1954, en frá þvi 1928 hafði
hann verið formaður bankaráðs-
ins og allan þann tima og fylgst
með öllum meiriháttar störfum
þar.
I lok heimsstyrjaldarinnar
síðari var gjaldeyrisstaða þjóðar-
innar sterk og miklar erlendar
innstæður fyrir hendi, en þær
höfðu óðfluga minr.kað næstu
árin og hagur bankanna gagnvart
útlöndum versnað i verulegum
mæli. Mun þá varkárni og að-
gæsla Jóns hafa komið sér vel, er
hann gegndi bankastjórastörfum.
Seinni ár Jóns í Landsbankanum
var stofnaður Seðlabanki Islands
og var Landsbankastjórnin þá
einnig stjórn Seðlabankans.
Störfin í stjórn Landsbankans
hafa því verið umfangsmikil og
krafist mikillar vinnu.
Þegar kemur fram á árið 1954
varð það að ráði að störfum Jóns
lyki i Landsbankanum en hann
tæki að sér bankastjórastörf í Al-
þjóðabankanum í Washington
næstu tvö árin eða til loka ársins
1956. Var hann þar bæði fyrir
hönd íslands og Norðurlandanna.
Hann dvaldi þvi vestan hafs í
höfuðborg Bandaríkjanna þau
árin en flutti éftir það heim til
íslands. Síðan hefur hann ekki
haft opinber störf á hendi, en
notið heimilis sins upp frá þvi.
Auk þeirra starfa sem hér hafa
verið talin hefur hann haft á
hendi margskonar önnur störf,
oft sinnis verið í samninganefnd-
um fyrir rikisstjórnina. Hann átti
frá 1923 sæti í stjórn Eimskipa-
félags Islands, lengst af skipaður
af ríkisstjórnum, en eftir það kos-
inn af hluthöfum, þangað til hann
baðst undan endurkosningu.
Jón Árnason er mikill áhuga-
maður um almenn mál og tók
mikinn þátt i þjóðmálastarfsemi,
lengi og vel, allt frá yngri árum og
fram yfir miðjan aldur. Veittu
menn því jafnan mikla athygli,
hvað hann lagði til mála, bæði
þeir er sammála honum voru og
hinir, og var þess saknað af
mörgum er hann lagði árar í bát
og hætti þátttöku sinni á því sviði.
Reynslan og hæfileikarnir gátu
svo mörgu gagnlegu miðlað
öðrum, þeim er á vildu hlýða.
Jón Árnason kvæntist 8. jan.
1925 ágætri konu, Sigríði frá
Kornsá i Vatnsdal, dóttur Björn
Sigfússonar alþingismanns og
bónda þar og konu hans Ingunnar
Jónsdóttur frá Melum í Hrúta-
firði, systur séra Jóns prófasts
hins fróða á Stafafelli I Lóni.
Heimili Sigríðar og Jóns á Laufás-
vegi 71 hefur verið og er með
hinum mesta myndarbrag bæði
Utan húss og inrian, þar sem
gestir njóta hlýju og nærgætni
beggja húsráðenda og állrar fjöl-
skyldunnar.
Synir þeirra hjóna eru tveir,
Björn og Arni, og gegna báðir
störfum hjá Sambandi fsl. sam-
vinnufélaga. Dóttur áttu þau
eina, en hún lést af slysförum á
fermingaraldri. Var hún bæði dáð
og syrgð af öllum er til hennar og
heimilisins þekktu.
Eftir að Jón lét af opinberum
störfum og raunar allt frá því
fyrsta, hefur hann verið maður
heimilisins, þ.e. látið sér mjög
annt um heill þess og heiður og
viljað njóta nærveru fjölskyld-
unnar og sinnt sem best óskum
hennar og þörfum. Hann hefur
lengst af notið góðrar heilsu, and-
legrar og lfkamlegrar, þrátt fyrir
mikil störf og margþætt, en svo
hefur farið um hann sem aðra, er
ellin heimsækir, að fæstir geta
varnarvopnum við komið til
lengdar. Jóni hefur daprast sjón
Framhald á bls. 30
takiö eftir!