Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 Hvað er að gerast í tízkuheiminum? Hvað er tízku? Hvað er að fara úr tizku? Hvað er að komast i tizku? Til þess að leita svara við þessum spurningum hefur Morgunblaðið snúið sér til starfsmanna fjögurra tizkuverzlana f Reykjavik, sem allar eru i nánum tengslum við þær hræringar, sem hverju sinni eru i tízkunni. Fara svör þeirra hér á eftir. /Krlstinn Dulaney / /___"___í Faco: / Aldur gallabuxna kaupenda fer stöðugt hækkandi — Hjá okkur eru gallabux- urnar númer eitt og ekki á und- anhaldi, nema síður sé miðað við undanfarin ár. Aldur þeirra viðskiptavina sem velja galla- buxur fer og hækkandi. Þessar breytingar hafa orðið á tiltölu- lega skömmum tfma. Efnið í buxunum er einnig þykkára. Fyrir nokkrum árum voru gallabuxur mun ódýrari en til dæmis terelynebuxur, en nú eru gallabuxur úr vönduðum denimefnum orðnar mun dýr- ari. Fatasmekkurinn hefur vissulega tekið nokkrum breyt- ingum á síðustu árum, þó er einna eftirtektarverðast, hvað breiddin er orðin meiri og fólk á öllum aldri kaupir sér flíkur, sem voru eingöngu taldar tán- ingavörur fyrir nokkrum árum. Klæðaburður fólks er allur frjálsmannlegri og vöruvöndun miklu meiri. Kristinn Dulaney, innkaupa- og verzlunarstjóri hjá FACO, segir þetta og hann bætir við, að á tímabili hefði ýmislegt bent til að klæðnaður hér væri að fara út í svokölluð „ffnni" föt. Gatsbytizkan hefði verið í þeim stíl, en sú alda væri liðin hjá og smekkurinn væri sá að mönnum fyndist þeir vera vel klæddir í vönduðum og góðum gallabuxum. Fólk er vand- látara en ádur — Annars er i raun og veru allt í gangi. Mönnum finnt þeir líka vera vel klæddir i jakka og stökum buxum, og svo eru aðrir sem vilja jakkaföt með vesti. Sérstaklega er þó eftirspurn eftir þeim flíkum á ákveðnum árstima. Ungir piltar margir sem eru nú í kringum 15—17 ára hafa aldrei átt jakkaföt, þar sem sú tízka var horfin, þegar þeir voru litlir. Nú eru þessir piltar dálftið að byrja að kaupa sér slíkar flíkur og það er mjög svo áberandi hvað ungir piltar eru yfirleitt sjálfstæðari og ein- arðari í vali sínu en var fyrir fáeinum árum. Það þýðir ekk- ert að ætla að selja vólki hvað sem er, það er vandlátara en áður og slfkt verður vitanlega til að gæðin verða í samræmi við kröfurnar. Nú orðið þýðir ekkert að vera með óvandaðar vörur, það fengi maður miskunnarlaust í hausinn aft- ur, enda eðlilegt, þar sem föt eru dýr og fólk vill fá eitthvað almennilegt fyrir sinn snúð. Meirihluti stúlkna í síðbuxum Varðandi ýmsar breytingar í tizku og viðhorfi kaupenda sagði Kristinn: — Ef við tökum til dæmis frakkatfzku sé ég ekki teljandi breytingar í henni. Kápur, peysur, bolir og kjólar standa alltaf fyrir sínu, enda þótt kjólamarkaðurinn sé árstiða- bundnari en hinar vörurnar flestar. Meirihluti stúlkna sæk- ist éftir þvf að ganga í síðbux- um og okkar álit og reynsla hér er sú að buxnatízkan haldi velli mjög sterklega. Bolir við buxur eru vinsælir og orðið mikið úr- val af þeim, hvað snertir snið og efni. Þegar á heildina er litið sé ég ekki að neinar stökkbreyt- ingar í fatasmekk hafi orðið upp á síðkastið. Við kaupum okkar vörur aðallega frá Hol- landi og Englandi, og verðum að sjálsögðu f innkaupum að miða við ýmislegt ekki sfzt kem- ur þar til íslenzka veðráttan. Það er ekki allar vörur sem henta hér, þótt manni geti þótt þær skemmtilegar og óvenju- legar. Það eina sem ég sé verulega breytingu f núna er helzt f sambandi við peys- urnar. Þar hafa sniðin breytzt nokkuð og meira orðið um þykkar, síðar jakka- peysur bæði fyrir karlmenn og kvenfólk. Þær eru ýmist með rennilás eða hnepptar, sömu- Ieiðis v-hálsmáli eða rúllu- kraga. Litirnir eru fjölbreyttari en var, bæði f peysum og öðrum fatnaði, og ber þar mest á því að ljósir litir hafa leyst hina dekkri og drungalegri af hólmi í auknum mæli. Enda ósköp gott að Iyfta sér dálítið upp yfir skammdegið með því að klæða sig í bjartari liti. Grétar Franklíns son í Adam: ,,Það eru alllr í gallabuxum” Grétar Franklínsson er verzlunarstjóri f Adam, en verzlunina rekur fyrirtækið Sportver, sem einnig rekur Herrabúðina og Herrahúsið. Við spurðum hann fyrst hvers konar vörur væri aðallega verzlað með þar: — Við erum eingöngu með karlmannaföt. Sjálfir fram- leiðum við öll jakkaföt, staka jakka og buxur, aðrar en galla- buxur. Annað er innflutt. Ekki lengur táningabúðir — Hvaða aldursflokkar eru það, sem aðallega verzla f Adam? — Fyrst í stað voru það nær eingöngu unglingar, en svo hef- ur þetta breytzt, og nú má segja, að þessar svokölluðu tán- ingabúðir séu ekki til sem slíkar lengur, — aldurinn hef- ur færzt upp, þannig að þeir, sem voru unglingar þegar tán- ingabúðirnar hófu göngu sína, eru nú komnir á fullorðinsár og hafa haldið áfram að verzla í þessum búðum. Annars hafa tímarnir breytzt svo geysilega mikið. Það eru ekki nema tíu til fimmtán ár síðan farið var að tala um karl- mannafatatízku. Fram að þeim tíma voru menn bara í jakka- fötum, sem öll voru nánast eins. Annað, sem líka hefur breytzt mikið á skömmum tíma, eru peningaráð fólksins. Það hefur nú svo miklu meira handa á milli en áður var, og það kemur meðal annars út þannig að það kaupir sér meira af fötum. Áður fengu karlmenn sér föt fyrst og fremst til að hylja nekt sína, en nú er það breytt. Þeir eiga nú miklu meira af fötum og hugsa mikið um hvernig fötin líta út. Yngri karlmenn sjálfstæðari —-"Finnast þér karlmennirnir vera sjálfstæðir f fatavali? — Það fer alveg eftir aldrin- um. Þeir yngri, að ég tali nú ekki um unglingana, eru langtum sjálfstæðari en þeir, sem eru t.d. milli þrítugs og fertugs eða þar yfir, sam koma yfirleitt flestir með konurnar með sér, ýmist til að láta þær velja fyrir sig eða samþykkja það, sem þeir hafa sjálfir auga- stað á. Stundum koma þeir og skoða, en segjast Svo ætla að sækja „æðsta valdið", sem er náttúrlega konan. Unglingarnir eru aftur á móti ekkert að hugsa um neitt slfkt. Þeir koma og skoða og eru svo ekkert að tvínóna við hlutina. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir vilja og kaupa það. Frjálslegur klæðnaður — Hvað er mest f tfzku um þessar mundir? — Þetta skiptist alveg í tvennt, — annars vegar dag- legan fatnað og alls konar frjálslegan klæðnað, og svo spariföt, sem eru jakkafötin. Jakkafötin eru yfirleitt einlit, ýmist úr gaberdfni eða flaueli. Við höfum verið með sérstök föt í Adam, sem við köllum Adamson-föt. Þau eru nokkuð frábrugðin öðrum jakkafötum, sem við framleiðum og erum með f hinum búðunum. Jakkinn er aðskorinn, buxurn- ar víðari en þær, sem hafðir eru við þessi hefðbundnu jakkaföt, ef svo má að orði komast, og þessi föt eru ákaflega vinsæl meðal ungra manna. Þessi frjálslegi fatnaður, sem mest er verið i daglega, er svo aftur ailt annar handleggur. Þar er mikið um gallabuxur og alls konar stakar buxur, peysur, skyrtur og blússur. Þetta er ákaflega þægilegur klæðnaður, sem auðvelt er að halda hreinum og fólki líður vel í. Þessi stífi hversdags- klæðnaður, sem tíðkaðist hér áður fyrr, er nú að heita má alveg úr sögunni hvað unga menn snertir. Meðan verið var í jakka- fötum, sem öll voru svo að segja eins, nema hvað viðkom lit og efni, var líka miklu meira lagt upp úr því að fötin væru vönduð og entust vel. Menn komu og keyptu sér föt, voru i þeim þar til þau voru orðin slitin, og komu þá og fengu sér ný. Til- breytingin var þá mjög lítil, en nú hefur þessu alveg verið snúið við, þannig að menn eiga yfirleitt marga alklæðnaði, og ég held að flestir karlmenn eigi jakkaföt til að bregða sér í, þótt þeir séu t.d. f gallabuxum og peysu hversdags. Þegar spurt er hvað sé mest í tfzku er erfitt að svara, því að það er eiginlega allt, sem er f tízku. Þó held ég, að hægt sé að segja, að gallabuxurnar séu það, sem mest er áberandi. Það þarf ekki annað en Ifta í kring- um sig úti á götu. Það eru allir í gallabuxum. Enda þótt þær séu svona vinsæiar, þá er þó eitt í þessu sambandi, sem hefur tvi- mælalaust breytzt, en það er, að druslutízkan, sem ríkti fyrir fáum árum, er alveg úr sög- unni. Almennt er fólk langtum betur og snyrtilegar til fara nú en var hér i eina tíð. Hins vegar er tízkan hér ekki sú sama og f nágrannalöndunum, en þar á veðráttan áreiðanlega sinn hlut að máli. Þegar á heildina er litið, þá er ríkjandi meiri fjöl- breytni og þetta er líka orðið einstaklingsbundnara en var. — Hvað segirðu um skóna? — Skótízkan-er ekki sú sama hér og annars staðar, sagði Grétar. Mér finnst þó mest eima eftir af þykkum sólum og háum hælum í Englandi, bæði á kven- og karlmannaskóm. Miklu minna er um þetta á meginlandinu nú orðið. Það er ekki auðvelt að spá um hvað komist í tízku á næstunni — það er hlutur, sem maður veit ekkert um fyrr en þar að kemur. Til dæmis var því spáð fyrir um það bil tveimur árum, að nú væru gallabuxurnar búnar að vera. Það rættist nú aldeilis ekki — þær hafa aldrei verið vinsælli og útbreiddari en einmitt ná

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.