Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 19

Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 19
/Sævar Baldursson/ /____í Karnabæ: / „Fólkið sjálft ákveð- ur nvað er í tízku” Framkvæmdastjóri Karna- bæjar er Sævar Baldursson. Hann hefur starfað hjá fyrir- tækinu frá þvf að það var stofn- að fyrir tæpum 10 ðrum. Karna- bær var fyrsta sérverzlun hér á landi, sem tók að verzla með föt handa ungiingum eingöngu, og þeir eru sjálfsagt margir sem muna þá byltingu, sem varð þegar fyrsta Karnabæjarbúðin var opnuð uppi á Skólavörðu- stfg. Þá hafði landinn lftil kynni haft af þeim verzlunar- brag, sem þar var frá upphafi, — popp — og Bftlaöldin var runnin upp — og þar með breyttist margt. Sfðan popptón- arnir fylltu fyrst Karnabæ og streymdu út á götu eru Karna- bæjarbúðirnar f Reykjavfk orðnar þrjár, aðrar fjórar eru úti á landi — á Akureyri, Isa- firði, Akranesi og f Vestmanna- eyjum, en þar að auki eru margar verzlanir um allt land, sem selja ekkert annað en vörur frá Karnabæ. Þá rekur fyrirtækið verzlunina Bóna- parte f Reykjavfk, sem er sér- verzlun með karlmannaföt og flest það sem hæfir sérverzlun fyrir karlmenn, og fataverk- smiðju, þar sem vinna 35 stúlk- ur. Þegar fyrsta Karnabæjar- verzlunin var sett á laggirnar voru það unglingarnir, sem meðtóku nýjungarnar, sem þar komu fram, en hinir eldri komu svo f kjölfarið. Við spurðum Sævar hvernig á því stóð, að hann komst inn í hringiðuna á frumstigi: Hjá Karnabæ frá uppbafi — Ég hafði alltaf haft gaman af því að spekúlera i fötum. Það var eiginlega tilviljun, að ég fór að vinna í Karnabæ þegar fyrir- tækið var stofnað. Ég var þá 18 ára og mér fannst þetta óskaþ- lega spennandi. Þetta var svo nýtt og þetta var öðruvfsi en allt annað. Þá datt engum i hug, að þetta æði mundi draga þann dilk á eftir sér sem síðar kom á daginn. Maður hélt, að þessi ósköp liðu hjá á nokkrum mán- uðum, en það var nú eitthvað annað. Eftir að nýjabrumið fór svo að fara af þessu 1967—68, þá fór fólkið fyrst að verða gagnrýnið og hugsa um gæði og annað þess háttar. Síðan hefur það haldizt og við gerum ákveðnar gæðakröfur til alls þess, sem við seljum. — Hvernig verður tfzka til, Sævar? Fólkið ræður — Það er fólkið sjálft, sem ákveður hvað kemst i tízku. Það er af sem áður var þegar ein- hverjir tízkupostular í Paris réðu lögum og lofum I tízku- heiminum. Við förum á sýn- ingar mörgum sinnum á ári — í London, Paris, New York, Kaupmannahöfn, Köln, Dússel- dorf — og á skósýningar í Mílanó og Þýzkalandi. Á stóru sýningunum er geysilegt úrval. Þær fara þannig fram, að þeir, sem þar sýna og eru yfirleitt með stór fyrirtæki, framleiða til dæmis 60 til 70 sýnishorn af siðbuxum, pilsum eða kjólum. Síðan hangir þetta á sýningun- um, innkaupastjórarnir skoða og gera sínar pantanir, og þá fyrst er farið að framleiða það, sem greinilegt er að hefur gengið i augun á innkaupastjór- unum, því að það er það sem seljast mun. Þvi, sem enginn eða fáir lita við, er einfaldlega sleppt og aldrei er búið til nema þetta eina sýnishorn, sem síðan lftur ekki dagsins ljós. Svo koma fötin, sem verða fyrir valinu, á markaðinn mörgum mánuðum seinna, og þá slær sumt í gegn, án þess að nokkur víti raunverulega hvers vegna. Svo getum við aftur tekið svona dæmi eins og upplituðu tízk- una, eða gallabuxnatízkuna., Hún byrjaði þannig að fræg tízkumódel í fríi birtust allt í einu í þessu í St. Tropez. Það var gapað og sumir urðu hneykslaðir, en á svipstundu var þetta orðið eitt æðisgengið „craze“. Allir voru komnir i gallabuxur, blússur og jakka úr denim-efnum og þetta er enn i tízku, líklega af þvi að þetta er svo þægilegur klæðnaður. Svo kom til dæmis Gatsby-tizkan. Hún breiddist út á skömmum tima úti, en hingað kom hún ekki fyrr en farið var að sýna myndina hér. Nú höfum við ekki útfært svoleiðis hluti mjög nákvæmlega — það er frekar hægt að segja, að við höfum þetta til hliðsjónar og aðlögum það því, sem við vitum að gengur hér. Framhald á bls. 46 /Guðlaug / Baldursdóttir / í Popphúsinu: Breiddln í fatavali meiri — ÞÆR breytingar, sem mér finnast einna eftirtektarverð- astar varðandi fatasmekk fólks eru, að nú er eiginlega fráleitt að segja að þetta eða hitt sé í tfzku. Breiddin í fatavali við- skiptavina er miklu meiri en var fyrir fáeinum árum. Fólk lætur hvorki segja sér eitt né neitt, en kaupir að sfnum sjálf- stæða smekk. Þvf er þó ekki að leyna að buxnatfzkan — og þar á ég fyrst og fremst við galla- buxurnar — er allsráðandi sem fyrr. Þetta segir Guðlaug Baldurs- dóttir, einn eigenda Popphúss- ins og Buxnaklaufarinnar. I Popphúsinu er einkum á boð- stólum fatnaður fyrir kvenfólk, og Guðlaug segir það áberandi að nú orðið sé aldur þeirra, sem kaupa sér flikur i þeim verzlun- um sem voru áður nefndar „táningaverzlanir", miklum mun hærri en fyrir örfáum ár- um. í Buxnaklaufinni eru svo buxur af öllu tagi, bæði fyrir kvenfólk og karla, svo og bolir, en áður peysur og ýmis annar varning- ur. Gallabuxur hafa unnið sér ákveðinn sess — Mér fannst gallabuxnasal- an vera mikil fyrir tveimur ár- um, eða svo, en hún eykst jafnt og þétt og ýmsar breytingar hafa verið því samfara. Þar á ég einkum við, að fyrir nokkrum árum þótti mörgum sem galla- buxur væru aðeins notaðar sem hálfgerður drasl- eða slarkfatn- aður. Nú orðið hafa gallabux- urnar unnið sér ákveðinn sess — hlotið ákveðna'wiðurkenn- ingu neytenda, ef svo má að orði komast og það hefur ger- breytt myndinni. Enda hafa snið og efni orðið æ fjölbreytt- ari og allur frágangur vandaðri, svo að gallabuxur þykja nú sjálfsagður klæðnaður við flest tækifæri. I sambandi við galla- buxurnar hefur aldurinn hækk- að mikið og þessi tízka höfðar til miklu stærri hóps en var. I Popphúsinu verzla konur á öll- um aldri, enda kappkostað að vera með flíkur sem hverri og einni er að skapi. Föt fyrir kvenfólk og punktur Sú skipting sem var áður milli aldurshópa kvenna til dæmis virðist nú nánast horfin, enda getur 35 ára gömul kona haft vöxt á við átján ára stúlku og engin ástæða til að hún klæði sig öðruvísi eða virðuleg- ar, bara vegna þess að hún er komin yfir þrftugt. Fyrir nokkrum árum var þessi skipt- ing mjög áberandi. Þá voru föt fyrir „táningastúlkur, föt fyrir ungar stúlkur, föt fyrir konur“. Nú eru það hreinlega föt fyrir kvenfólk og þar með punktur. Hvað varðar kjólaval kvenna þá fer nú senn í hönd sá timi, þegar kvenfólk fær sér slíkan fatnað, þegar jól og árshátiðar fara að nálgast. En einnig þar er allt með öðrum brag en áður, frjálsara og léttara í staðinn fyrir þessar föstu formúlur, sem voru fyrir því hvernig „jólakjóllinn" eða „sparikjóll- inn“ ætti að vera. Popphúsið hefur starfað í sex ár, en síðan settu eigendur þess einnig Buxnaklaufina á lagg- irnar. Vörur eru aðallega keyptar frá Skandinaviu, Eng- landi, Italíu og nokkuð frá Bandaríkjunum. Sportlegar skyrtur — Hið sama frelsi gildir um karlmannafatnað, segir Guð- laug. — Skyrtur eru að sjálfsögðu sfgildar, enda þótt þar hafi orð- ið breyting á. Nú eru sérstak- lega vinsælar — og hafa verið um langa hríð — sportlegar skyrtur, sem hæfa vel og fara snyrtilega með gallabuxum. Köflóttar skyrtur með eins kon- ar kúrekasniði og flónelsáferð, opnar i hálsinn. Ekkert hálstau. Þá eru bolir af öllu tagi og varðandi öll þessi föt er ég aidrei að tala um neinn ákveðinn aldurshóp, heldur er þetta fólk á öllum aldri sem við sögu kemur. Varðandi bolina voru í sumar einlitir bolir en nú eru að koma röndóttir rúllukragabolir sem kvenfólki hefur sérstaklega fallið i geð. — Hvað litina snertir eru engar umtalsverðar breytingar alveg upp á siðkastið. En sé haft i huga hvernig þetta var fyrir fáeinum árum má auðvit- að segja að þar hafi og komið til breyting. Þá voru meira brúnir og svartir litir sem bar á. Nú er það að visu svo að skærir litir eru ekki endilega eftirsóttastir, en allavega bjartari litir, fleiri tónar. Einhvern veginn þeir lit- ir, sem fólki finnast hressandi og lífga dálítið upp á umhverf- ið. — Sé á heildina litið, sagði Guðlaug Baldursdóttir — þykja mér ekki nein umbrot i tízk- unni um þessar mundir. Það sem er númer eitt, tvö og þrjú, eru gallabuxurnar, vandaðri og betri í sniði, þannig að flestir geta fengið við sitt ha'fi. En allra jákvæðast þykir mér þó vera það aukna sjálfstæði i fatavali, sem fólk sýnir og ég minntist á áðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.