Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975
l'r bók Kristjáns Eldjáms:
Hagleiksverk
Hjáknars í Bólu
Dr. Kristján Eldjárn hefur sent frá sér bók um útskurð
og smíSisgripi Bólu-Hjálmars, Hagleiksverk Hjálmars I
Bólu, og er saga þeirra sögS I máli og myndum. Morgun-
blaðiS hefur fengiS leyfi höfundar og forlags (Helgafells)
til aS prenta valda kafla úr bókinni og myndir sem þeim
fylgja — og eru sýnishorn þessa merka þáttar I listsköp-
un Bólu-Hjálmars birt hér, enda merkur þáttur þjóSar-
sögu.
HEIMILDIR UM
HAGLEIKSIÐJU HJÁLMARS
Bólu-Hjálmarssögu samdi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-
núpi upp úr heimildum sem Simon Dalaskáld hafði safnað.
Um tréskurð Hjálmars segir svo í sögunni (bls 49):
„Það var kunnugt, að Hjálmar var hagleiksmaður og
einkar skurðhagur. Smíðaði hann rúmbríkur, rúmfjalir og
prjónastokka og seldi með góðum hagnaði Allt var það
útskorið með ýmsum myndum, t. a. m. af Adam, Evu og
höggorminum o. fl. Þótti það meistaralega gjört af ólaerðum
manni."
Einnig segir í sögunni (bls. 137) að þá er Hjálmar fór að
kvonbænum eftir lát konu sinnar hafi hann haft með sér til
gjafa útskorna rúmfjöl og spegil í útskorinni umgjörð, hvort
tveggja mjög haglega gert. Þá er og sagt að hann hafi
smíðað silfurbúnar svipur og gefið vinum sínum sumar (bls.
48).
Aðrir sem ritað hafa æviágrip Hjálmars hafa lítið til mála
að leggja um hagleiksverk hans. Jónas Jónsson telur
krossmörk á leiði meðal smíðisgripa hans. Líklega hafa það
þó frekar verið leiðisfjalir. Nokkra áherslu leggur hann á þá
tekjubót sem Hjálmar hafi haft af skurðlist sinni. Kann þetta
hvort tveggja að vera eftir heimildum manna í Skagafirði.
Ennfremur hyggur Jónas að rúnir þær og ristingar, sem
Hjálmar var á æskuárum kærður fyrir að hafa í fórum sínum,
hafi í rauninni verið útskurður hans. Þetta er miður sennilegt
þar sem menn voru þá alvanir útskornum hlutum mjög
áþekkum hagleiksverkum Hjálmars. Auk þess er „rúnir og
ristingar" ekkert annað en stuðlastirðnað orðasamband sem
fleiri nota, t. d. bæði Gísli Konráðsson og Jón Þorláksson á
Bægisá. En fróðleikshnýsni og fjölþættar gáfur Hjálmars hafa
meðal annars beint honum að rúnum og þær hafa verið
honum tamar. Sér þess vott bæði í handritum hans og
skurðverkum.
Sigurður Guðmundsson málari var kunnugur Hjálmari og
lét hann lýsa fyrir sér skálanum í Flatatungu. „Hans sögu-
sögn met ég mikils," segir Sigurður rhálari í óprentuðu riti
sínu um hagleiksverk íslendinga, „því hann var vel skurð-
hagur maður og hafði einmitt þess vegna tekið eftir öllum
fornum skálum, hvar sem hann fór. Hann er og gamall
maður og skynsamur og hafði mikla ánægju af þess konar."
Það hefur verið sumarið 1856 sem Sigurður kynntist
Hjálmari og enn er Hjálmar á lífi þegar Sigurður skrifar þessi
orð. Það er þvi athyglisvert að Sigurður skrifar „var vel
skurðhagur", eins og hann sé að benda til þess að Hjálmar
hafi fengist við útskurð á yngri árum en síður um það leyti
sem þeir kynntust.
í kveðskap Hjálmars sjálfs er ekki margt að finna um
hagleiksverk hans; virðist skáldið ekki hafa haft mikla hvöt til
að fjölyrða um slikt:
Handverks nafn að hræsna með
hlaut eg ei né lærði,
mig og fátæk börn á beð
búkarls hnauki nærði.
Raunar má viða sjá í kvæðum hans að hann bar virðingu
fyrir verklegum iþróttum, hagleik og smekkvísi í störfum og
búrekstri, enda hafa menn haft álit á honum sem verk-
högnum manni. Til dæmis er sagt að hann hafi eitt sinn verið
fenginn sérstaklega út á Sauðárkrók, þegar hann bjó í
Grundargerði, til að segja fyrir um hvernig haganlegast yrði
hlaðinn grjótgrunnur undir timburhús sem þar átti að reisa.
Og ekki er heldur brennt fyrir að vottur sjáist um tréskurðinn
í skáldskap hans. Þannig segir hann í Ijóðabréfi til Þórdisar
Gísladóttur, konu séra Gunnlaugs Gunnlaugssonar á Stað í
Hrútafirði, sem hann orti i Bólu um 1840:
Handverki venst eg helst ónýtu,
horfa í blöð og tálga spýtu,
rispa með penna og raula stef.
Veggskápur f Þjóðminjasafni,
„Blöndalsskápur“, úr furu.
Veggskápur f Þjóðminjasafni
„Vfdalfnsskápur**, úr furu,
geirnegldur, nú bæsaður og
lakkaður.
Kistiil, var lengi f eigu Ingi-
bjargar Jóhannsdóttur frá Lýt-
ingsstöðum f Tungusveit,
Skagafirði.
Þarna minnist hann á skáldskap sinn og útskurð í sömu
andránni, enda er það einmitt um þessar mundir að hann
fæst hvað mest við skurðlist. Þegar hann vikur að hagleiks-
Kistill, sem var f eigu Sigurðar
Nordals prófessors, „Nordals-
kistill“, úr furu, geirnegldur,
botninn nýr.
verkum sínum seinna á ævi er svo að sjá sem hann hugsi til
þeirra í fortíð, „hinnig tíðar" eða „forðum", og kemur það vel
heim við það sem síðar verður sagt um feril hans sem
skurðlistarmanns:
Hægra mér þótti
hinnig tíðar,
þá fjör og kraftur
fleytti mundum,
hamar, töng, hnífur,
hefill, exi,
sveifla sveðju grass
eður saegögnum.
Þannig er fyrsta erindið sem Hjálmar skrifar í syrpu sina
frá 1852. Og í kvæðinu Raupsaidurinn, sem hann kvað
síðasta árið sem hann lifði, „til gamans i ellinni til að hlæja
að", eru þessar stökur um íþróttir hans sjálfs:
Telgdi eg forðum tré með egg,
teygði járn og skírði,
Fjölnis brúðar skóf af skegg,
skeið á vatni stýrði.
Tætti eg ull og bjó úr band,
beitti hjörð um vetur,
heitum kopar hellti í sand,
hjó á fjalir letur.
Af siðustu orðunum í seinna erindinu mætti ef til vill álykta
að Hjálmar hefði verið að hugsa um útskurð sinn fremur en
ritstörf er hann kvað þessa alkunnu vísu:
Blómstrum skreyta leturs lönd
líst mér ellin banni,
von er stirðni helköld hönd
hálfniræðum manni.
En hvað sem um það er, má segja að nú sé upptalið það
sem Hjálmar sjálfur og aðrir hafa á bækur fest um hagleiks-
verk hans og má ekki minna vera. En þá er að leita á vit
verkanna sjálfra, enda var leikurinn alltaf til þess gerður. Þau
eru óljúgfróðust um hagleiksmanninn. Vandinn er að þekkja
þau úr fjöldanum, feðra þau rétt.
SKRÁ UM HAGLEIKSVERK
HJÁLMARS í BÓLU
1 VEGGSKÁPUR í Þjóðminjasafni (Þjms. 15608), „Blönd-
alsskápur", úr furu, 71,5 sm á hæð, 54 sm á br., en fjalirnar
ofan og neðan hurðar, sem standa nokkuð út af, eru 61,5
sm langar. Dýpt skápsins er 25 sm. Negldur er hann allur
með járnnöglum og ofan á honum eru tveir járnkrókar til að
festa hann á vegg; skrá er í hurðinni vinstra megin og
ómerkileg látúnsfluga um skráargatið. Framhliðin öll og
hurðin er útskorin. Umgerðarfjalirnar eða brikurnar fjórar eru
aiþaktar undnum teinungum sem í stórum dráttum minna
mikið á skurðverkið á Vídalínsskáp (nr. 2); þó eru brúnirnar
allar ávalari hér og um leið er upphleypingin meiri, reyndar
óvenjulega mikil meðal verka Hjálmars. Tilbreytni er mjög
mikil í meðferð teinunganna og sumir eru tvöfaldir og
samanfléttaðir. Þrátt fyrir fjölbreytnina er samhverfing í
verkinu sem heild og sést slikt víða i verkum Hjálmars.
Brúnir umgerðarfjalanna eru tilskornar og fylgja útlinum
teinunganna.
Hurðin er 38x47 sm. Hún er gerð sem rammi af fjórum
fjölum og spjald fellt í. Á fjölunum að neðan og til beggja
hliða eru teinungar, en á fjölinni að ofan,er þessi áletrun og
tvö bönd dregin í. Ano MDCCCXL (þ.e. 1840). Spjaldið í
hurðinni er óútskorið, en á það mitt er negldur (með
trénöglum) sérskorinn teinungur og á honum miðjum marg-
blaða blóm. Báðum megin við þennan teinung er skáphurðin
slétt og óskorin og kemur þetta fyrirkomulag nokkuð á óvart
en fer ekki illa.
í skápnum eru tvær hillur, en þegar hann er opnaður
kemur í Ijós að hægt er að láta þverfjölina að neðan falla
niður og birtist þá á bak við hana skúffa geirnegld og með
tveimur látúnshringum í framhlið. Á milli þeirra er með fögru
flúri útskorið nafn Guðrúnar Þórðardóttur Blöndal og mun
helst eiga að lesa það G Th Bl^ndhal, en upphafsstafirnir eru
svo kirfilega umvafðir fléttuflúri að erfitt er að greina þá.
Annað er auðlesið.
Skápinn ánafnaði safninu Guðrún Blöndal, fyrrum
kennslukona I Reykjavík. Áður hafði átt hann amma hennar
og nafna, Guðrún Þórðardóttir, kona Björns Auðunssonar
Blöndals, sýslumanns í Hvammi I Vatnsdal. Fylgir sú saga
skápnum fortakslaust að Hjálmar hafi skorið hann og gefið
frú Guðrúnu. Naumastættiaðvera hætta á að þetta hafi farið
milli mála á svo beinni og skammri leið, enda kunnugt úr
annarri átt vinfengi Hjálmars við Hvammsfólk og vingjafir
hans til þess. í Bólu-Hjálmarssögu er frá því sagt að Hjálmar
og Guðný kona hans færu í kynnisför til frændkonu sinnar
Guðrúnar sýslumannsfrúar í Hvammi sér til afþreyingar eftir
þjófaleitina hjá þeim 28. nóvember 1 838 og var þeim einkar
vel tekið af sýslumannshjónunum. „Færði Hjálmar þeim
rúmbríkur, kistil og prjónastokk, allt haglega útskorið, og
silfurbúna svipu, er hann hafði einnig smíðað sjálfur og var
svo vel gjör, að þau höfðu hana til sýnis" (bls. 101). Hvort
skápurinn hefur verið meðal þeirra hluta, sem Hjálmar færði
hjónunum, eða hann hefursmíðað hann handa frúnni og sent