Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975
23
hann eftir kynnisförina eins og Ifklegt má þykja (sbr. ártalið
1840), verður að liggja milli hluta, en öldungis víst hlýtur að
teljast aðskápurinn sé hans verk, meira aðsegja vandaðasta
verk hans sem nú er til og merkasti lykill að verkum hans
yfirleitt. Hjálmar hefur lagt sig fram þegar launa skyldi
drengskap þeirra f Hvammi og Guðný lét ekki sitt eftir liggja.
Til Guðrúnar orti hún kvæðið Líðandi stund og sendi henni
1839.
2, VEGGSKÁPUR í Þjóðminjasafni (Vídalfnssafn nr. 67).
„Vídalfnsskápur'', úr furu, geirnegldur, nú bæsaður og
lakkaður. Hæð framhliðar 65 sm, br. 51 sm, dýpt 25,5 sm.
Þverfjalirnar fyrir ofan og neðan hurðina skaga nokkuð út
fyrir til beggja hliða, 9,5 og 11 sm að br. og 55,5 sm langar.
Hliðacfjalirnar eru 10—10,5 sm breiðar. Öll framhliðin með
hurðinni er þakin útskurði. Á þverfjölina fyrir ofan hurðina er
skorin áttablaðarós f miðju og út frá henni gengur stórgerður
bandfléttuskurður til beggja hliða. Á þverfjölinni fyrir neðan
hurðina er stórskorinn blaðastrengur eða teinungur. Hliðar-
fjölunum er skipt í tvennt að endilöngu og eru samfelldir
blaðastrengir upp eftir þeim öllum, nokkru smágerðari á
innri og mjórri reitunum og ekki eins báðum megin hurðar. í
ytri reitunum ná strengirnir alveg út á kant og er hann
laufskorinn í samræmi við þá. Hurðin er 44,5 sm á hæð og
30,3 sm að breidd. Á henni er mynd af syndafallinu:
Skilningstréð er í miðju, að neðan með einum stofni, en er
ofar dregur slær hann sér út og greinist margvíslega og
fléttast og vinst alla leið upp í topp og endar með rósum efst.
Undir trénu standa Adam og Eva allsnakin. Eva stendur til
vinstri og hefur hár ofan á hæla en heldur á einhverju sem
hlýtur að eiga að vera epli. Hún leggur eyrað að snjáldri
höggormsins sem vindur sig um stofn trésins og teygir fram
álkuna til þess að hvísla freistingarorðunum að konunni.
Hinum megin stendur Adam, með hár ofan á herðar. Hann
heldur á eplinu en virðist ekki enn búinn að taka þann
munnbita sem æva skyldi. Ofan við syndafallsmyndina
stendur með stórkarlalegum gegnumþræddum rúnum
hialmar þ.e. Hjálmar, en neðan við adamokheua, þ.e. Adam
og Eva (stafirnir kh eru bundir og ekki ótvíræðir). Beggja
megin við myndina eru blaðastrengir með andbverft undn-
um blöðum eins og annars staðar á skápnum. Koparlykill
fylgir skápnum og koparlauf er um skráargat. Tvær hillur eru
f skápnum.
Jón Vídalin konsúll og Helga kona hans arfleiddu safnið að
skáp þessum og barst hann safninu 21. september 1910.
Ekki er nú vitað hvar Vídaltn fékk hann, en sú sögn fylgir
honum að hann sé eftir Hjálmar. Við það bætist svo að
nafnið Hjálmar er skorið á skápinn og þar eru Adam og Eva
og höggormurinn sem einmitt var tamt viðfangsefni Hjálm-
ars eins og segir í Bólu-Hjálmarssögu. Með vissu má því
eigna Hjálmari skápinn, enda bersýnilegt þegar vel er gáð að
handbragði að Vídalinsskápur og Blöndalsskápur eru eftir
sama mann. Þessir tveir skápar eru mestu stórvirki Hjálmars
í tréskurði sem nú eru kunn.
4. KISTILL, var lengi i eigu Ingibjargar Jóhannsdóttur frá
Lýtingsstöðum ÍTungusveit, Skagafirði, úr furu, 1.37,5, br.
20, hæð 23 sm, allur negldur með sivölum trénöglum.
Kistillinn er allur útskorinn. Á framhlið er skilningstréð og ris
upp eftir miðju með beinum stofni en út frá toppinum
greinist mikið laufskrúð sem fyllir allan flötinn beggja vegna.
Vinstra megin við tréð stendur Eva og réttir fram eplið en
hægra megin Adam og teygir fram höndina á móti því. Bæði
eru nakin og með stutt hár. Ofan við höfuð þeirra er
ormurinn og vindur sig um tréð; snýr haus hans að höfði
Evu. Ofan við tréð er mynd sem minnir á kross og akkeri. Á
göflunum eru undningar og fléttuverk, ekki eins á báðum,
og aftan á stórgert opið skurðverk í sama stíl. Á lokinu er i
miðju engill með kórónu, viðvaningslegar gerður en hitt, en
umhverfis svofellt höfðaletursband: madamiingi / biör /
geinarsdott / irak. (ii gæti táknað stafinn í eða upphafsstaf,
Ingibjörg; er þó ef til vill ritvilla fyrir ai). Skil eru alls staðar
milli stafa. Höfðaletrið er blátt áfram, ekki sérlega fallegt,
frábrugðið letrinu á flestum þeim hlutum sem hér á eftir eru
eignaðir Hjálmari Væri ekki hægt að þekkja þegar I stað að
báðar leturgerðirnar væru eftir sama mann. Það eru þær þó,
svo sem betur mun skýrast siðar.
Kistill þessi er vafalaust eftir Hjálmar. Augljóst er að hann
er verk sama manns og Vídalinsskápur; það sýna bæði
syndafallsmyndin og skurðhöndin, en auk þess eru góðar
heimildir fyrir þvi að kistillinn sé verk Hjálmars. Það er nafn
Ingibjargar Einarsdóttur, húsfreyju á Merkigili i Austurdal í
Skagafirði, sem á kistlinum er, en hún var langamma
Ingibjargar Jóhannsdóttur sem bar hennar nafn (Ingibjörg
— Lilja — Jóhann Lárus — Ingibjörg). Á Hjálmar að hafa
gert kistilinn og gefið í sátta og yfirbóta skyni fyrir gamlar
væringar og mótgerðir og hefur Ingibjörg Jóhannsdóttir
skýrt skemmtilega frá þeim atburðum öllum. Ber frásögn
hennar að mestu saman við Bólu-Hjálmarssögu og skal ekki
hirt að rekja hana hér að öðru en því að rimma varð milli
Jóns Höskuldssonar á Merkigili og Hjálmars út af spýtu sem
báðir vildu eigna sér; vildi Ingibjörg kona Jóns stilla til friðar
en fékk þá ómaklegt högg af Hjámari.
Ingibjörg Jóhannsdóttir sagði að innan á lok kistilsins
hefði verið límt blað með kvæði sem Hjálmar hefði ort til
langömmu hennar skrifað með rauðu bleki Það er nú að
mestu glatað, en sjálf hafði Ingibjörg lært úr fyrsta erindinu
þessar Ijóðlinur:
Tvinnastokkinn treflahrund
taki og eignast nái.
Framhald á bls. 46
m-m
mmmmm
Kynningar
kvöld
§M9
HÓTELSAGA
SUNNUDAGUR 16. NÓV. 1975
ARABÍSKUR RÉTTUR COUS COUS
(Byggt á lamba og kjúklingaréttum)
Kvikmyndasýning Bingó og dans
JANIS CAROLL ÁSAMT HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASONAR
OPNAÐ KL. 19.00
Borðum haldið til kl. 20.30
Borðapantanir hjá yfirþjóni
IFeróamióstöóin hf.
iCENTRAL TRAVEL
PHONE 11255 TELEX 2154
I AÐALSTRÆTI 9 REYKJAVÍK ICELAND