Morgunblaðið - 16.11.1975, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1975
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
þjónusta l tilboö — útboö | fundir — mannfagnaöir
Kældur uppboðssalur íSkagen Tekið á móti fiski til geymslu og til sölu alla daga vikunnar. Magn: 20.000 kassar. Hiti í uppboðssalnum +4 — 6° C. Nýtízku ísvélar — góður ís til fiskiðju. A/S SKAGEN NY ISVÆRK NY HAVN SÍMI 08-441538. Útboð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gatna- gerð og lagnir í Lækjargötu og Hjalla- braut. Verkið er boðið út í tveim hlutum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. nóv. kl. 1 1.00. Bæjarverkfræðingur. \ f s F (wMffill Verzlunar-og skrifstofufólk YJÍIr /erzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur élagsfund í Víkingasal Hótels Loftleiða unnudaginn 16. nóvember 1975 kl. 14. :undarefni: Uppsögn kjarasamninga. Verzlunarmannafélag Reykja víkur
Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu
illl 1 1 1 1 I ■ i i i i i i i t • Fyrirsögn 1 1 1 1 1 150
r 1 i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 300
1 i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 1 1 1 1 1 450
> | i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 1 1 1 1 1 600
> 1 t i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 1 i 1 1 1 750
► i i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 1 1 1 1 1 900
1 i_j i i i i i i i i i i i i i i j i J 1 1 1 t 1 11050
* Hver
NAFN: ..
HEIMILI:
ína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr
_a__6__a_
.. SfMI: ...
__n______A.
"VV
■....V
‘ Athug
Skrifið með prentstöfum og <
“ setjið aðeins 1 staf F hvern reit.
ÁrFðandi er að nafn, heimili
og sfmi fylgi.
^ -
A i A i 11 rx....................-A
r-~v~v~
...v....y
T.'.L. AÆ/Su......................... -j
JMAMX /M TfiJCA 0. .SJF./S.U ZfJl-'
JJA M£XA ,/S.tM ./. SA/UaI /yAa- •<
./. S/ftA
-n~,A. A »n
-/! ,<l...o.
1
REYKJAVÍK:
KJÖTMIOSTÖÐIN, Uugalæk 2,
HAFNARFJÖRÐUR:
UÖSMYNDA-
OG GJAFAVÖRUR
Reykjavíkurvegi 64,
Háaleitisbraut 68, - • ----„ _ ..
KJÖTBÚÐ SUOURVERS, Stigahlíð45—47, VERZLUN
HÓLAGAROUR, Lóuhólum 2—6 ÞÓROAR ÞÓRÐARSONAR, c
. . Suðurgotu 36,
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS ____________
Álfheimum 74, KÓPAVOGUR
ÁRBÆJARKJÖR, ÁSGEIRSBÚÐ, Hjallabrekku 2
Kotabæ 9. BORGARBÚOIN, Hófgerði 30
Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar
Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.
i____A----—.—A—.—a-------*— A A
-A__A__«.
Guðspekingar minnast aldar-
afmælis félags síns á mánudag
GUÐSPEKIFÉLAGIÐ er eitt
hundrað ára á mánudag næstkom-
andi. Það var stofnað I New York
þann dag árið 1875 og voru stofn-
endur sautján talsins, en frum-
kvöðlar að stofnun þess voru þau
Helena P. Blavatsky, rússnesk
aðalskona, og Henry S. Olcott,
amerískur ofursti úr her norðan-
manna f þrælastrfðinu. Afmælis-
ins mun verða minnzt með heims-
þingi sem þessa dagana stendur
yfir f New York og sérstöku
hátfðarþingi f Madras um áramót-
in auk ýmiss konar útgáfustarf-
semi. Hérlendis minnast
guðspekifélagar afmælisins með
hátfðafundum sem voru f gær f
Guðspekifélagshúsinu og sam-
John B.S. Coats, núverandi for-
seti Guðspekifélagsins
H.S. Olcott
kvæmi f templarahöllinni á
sunnudag auk sérstaks fundar á
mánudagskvöld f Guðspekifélags-
húsinu.
Guðspekifélagið hefur deildir
um allan hinn frjálsa heim, alls í
milli 50 og 60 löndum og telur um
34 þúsund félaga. Það hefur
aldrei verið fjölmennt, en aftur á
móti starfsamt og má telja þau
félög, skóla og stofnanir í tugum,
ef ekki hundruðum sem rekja þá
til þess beint eða óbeint.
Höfuðstöðvar félagsins eru í
Madras á Indlandi og hafa verið
þar síðan 1882. Fyrsti forseti þess
var H.S. Olcott, en núverandi for-
seti er Skotinn John B.S. Coats.
Stefnuskrá félagsins er: Að
móta kjarna úr allsherjar bræðra-
lagi mannkynsins án tillits til
kynstofna, trúarskoðana, kyn-
ferðis, stétta eða hörundslitar. Að
hvetja menn til að leggja stund á
samanburð trúarbragða, heim-
speki og náttúruvísindi. Að rann-
saka óskilin náttúrulögmál og öfl
sem leynast með mönnum.
Það er að líkindum fyrsta
félagið í heiminum sem lýsti yfir
skilyrðislausu jafnrétti allra
manna og áskildi manninum hvar
sem hann er og hver sem hann er
óskorað hugsanaskoðana og tján-
ingarfrelsi. Það heldur uppi
miklu fræðslustarfi fyrir félaga
sína, en í nafni félagsins er eng-
um skoðunum eða kenningum
haldið fram, það er talið einkamál
einstaklinganna.
Á Islandi hefur Guðspeki-
félagið verið starfandi síðan 1912.
I Islandsdeildinni eru á sjöunda
hundrað félagar. Hún er fjórða
stærsta deild Evrópu að félaga-
fjölda. Forseti hennar er Karl
Sigurðsson.
— Myndlist
Framhald af bls. 11
ingu, en hérlendis var heldur
ekki uppörfandi jarðvegur fyr-
ir þá listgrein, enda flestir
beztu teiknarar síðari ára verið
nær verkefnalausir, og það er
langt í land að sú listgrein sé
skilin hér og metin sem skyldi.
Engum getum skal leitt að
því hver hefði orðið þróun Jóns
hefði hann haldið kyrru fyrir I
K.höfn, en framanskráð gefur
sannarlega til kynna, að hún
hefði orðið önnur, í öllu falli
væri hægt að álykta að svið
íslenzkrar grafík-listar væri
breiðara og svipmeira . ..
Ég hef hér valið þá leið að
greina þróunina að baki verka
Jóns Engilberts í stað þess að
tíunda sýninguna svo sem hún
kemur persónulega fyrir sjónir,
með því að ég álít sá háttur sé
vænlegri til skilnings á list Jóns
og æviverki hans. Að sjálfsögðu
má að ýmsu víkja varðandi ein-
stakar myndir og sýninguna í
heild, t.d. mun þar vanta mörg
ágæt verk og grafíkin fær rýr-
ari hlut en ég hefði kosið, þá
hefði verið æskilegt að sýna
fleiri teikningar og þá hina
skemmtilegu brjóstmynd í
gipsi sem listamaðurinn mun
hafa gert af móður sinni sem er
enn eitt dæmi um fjölhæfni
hans. Þá er það óþekkt hér á
Islandi í sambandi við yfirlits-
sýningar á æviverki lifandi sem
látinna listamanna, að rekja
æviferil þeirra í myndum, text-
um og uppdrætti af ferli þeirra,
sem er mjög áhugaverð og fróð-
leg viðbót við slíkar sýningar.
Artöl vantar víða f sýningar-
skrá, sem er til mikils baga, en
þó afsakanlegt þar sem erfitt
mun að ákveða þau óyggjandi I
mörgum tilvikum. En rétt væri
að gera á þessari sýningu úttekt
á þvl eftir föngum hvenær
myndirnar voru málaðar, þvf að
eftir sýninguna er það of seint,
alla vega margfalt erfiðara.
Ég vil benda á að ekki er vel
búið að ýmsum myndum, kart-
on gamalt, upplitað og þvælt, og
sum málverkanna þurfa hreins-
unar við, hafa þornað upp af
olíuskorti, þær þarf að fernis-
bera af fagfólki. Jafnvel kom
fram þykkt ryklag á einni gam-
alli mynd í eigu sjálfs lista-
safnsins, slíkt má ekki koma
fyrir í sambandi við yfirlitssýn-
ingu, og hef ég enda hvergi
annarsstaðar séð. Slík vangæsla
í meðferð mynda, sem hér
kemur fram er of algeng á yfir-
litssýningum og okkur lítt til
sóma.
Þá þarf að auglýsa slíka sýn-
ingu mikið og vel, og þar sem
safnið er mjög févana virðist
það ofrausn að hafa þar ókeypis
aðgang og nær skammt, þvi að
enginn sá lætur sýninguna
fram hjá sér fara sem á annað
borð hefur áhuga fyrir að sjá og
njóta listaverka. En hinsvegar
skiptir miklu að fjármagna
undirbúning í sambandi við,
svo sem sýningarspjöld (plak-
öt> og sjálfsagða kynningu
hennar í fjölmiðlum.
I heild er þessi yfirlitssýning
á verkum Jóns Engilberts stór-
falleg og ómældur listviðburð-
ur, sem engir listvinir mega
láta fram hjá sér fara. Sýningin
er auk þess mikill sigur fyrir
list Jóns, því að margur kemur
frá sýningunni með nýja og
heilbrigðari sýn á æviverki
þessa merkilega málara og stór-
brotnu persónu, ég tala hér
ekki um ungu kynslóðina, sem
lítið þekkir til þessa lista-
manns.
Listasafni Islands og öðrum
þeim er hér lögðu hönd á plóg-
inn ber að þakka mikillega, og
að siðustu vil ég mælast til þess
að beina þvt til safnráðsins, að
framlengja sýningunni, en
henni á að ljúka í dag.
Bragi Asgeirsson,