Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 31 I IB3I a gerá’ist ] í k a . r . Raunir Sovétmanna U.S. News & World Report vekur athygli á þvi, a8 Sovétmenn standi nú I ströngu i þremur heimshlutum — nafnitaga: 1) f Asiu, þar sem Kinverjar sýni . þess enn engin merki að þeir| ætli að lúffa fyrir Rússunum; 2) i Austur-Evrópu, þar sem lepp- rikin halda áfram að sækja é , um meira sjálfsforræði; og I 3) i Austurlóndum nær. þar sem Egyptar, þessir fyrrverandi samherjar Kreml-manna, þok- j ast nú æ nær Bandarikja- mönnum. _________ Ritið ber ennfremur fróða menn fyrir þvi, að Kinverjar muni liklega halda óbreyttri utanrikisstefnu — fyrst um sinn. En sömu menn telja þó, að það sem einkum vaki fyrir Kinverjunum sé að viðhalda sem hagstæðustu valdajafnvægi stórveldanna tveggja. Þeir vara við þvi, að I þessari refskák kynnu Ktnverjar þvi jafnvel að kúvenda einhvern daginn — þ.e. þegar þeim sýndist sem Bandarikjamenn væru að verða of sterkir og Rússarnir þá að sama skapi aflvana. Barsmíð og sektir Spánskir „stjórnarsinnar" ætla ekki að gera þaS endasleppt við þá Baska sem þeim mislikar við. The Times segir frá óhugnanlegum atburði sem átti sér nýlega stað I hafnarbænum Zaraus. Tveir vopnaðir menn ruddust þar inn á heimili móður Juans Parades, sem var einn fimm-menninganna, sem voru liflátnir þann 27. september siðastliðinn. Mennirnir réðust með barsmið á frú Parades og dóttur hennar og fullkomnuðu siðan afrekið með þvi að gjöreyðileggja innbú þeirra. — Þá er handtökum haldið áfram i Baskahéruðunum og sektum að auki beitt i siauknum mæli. Þannig voru unglingar tveir, sem voru grunaðir um þátttöku i ólöglegum mótmælafundi, sektaðir um tæplega 300.000 krónur. Og klerkur einn I Pablona, sem flutti stólræðu. sem lögreglunni geðjaðist ekki að, hlaut jafnvel stærri skell. Sú ræða kostaði guðsmanninn nær niu hundruð þúsundir krónal Misjafnir dómar Á italiu er lokið dálitið sérstæðri skoðanakönnun: menn voru semsagt spurðir hvaða reynslu þeir þættust hafa af viðskiptum sinum við tryggingafélög. Fimmtiu og þrir af hundraði svöruðu i þeim dúr, að tryggingafélögin hefðu „einungis áhuga á þvi að rukka inn iSgjöldin" og að sama skapi litinn áhuga á að „sýna sanngirni vi8 mat á bótakröfum". Einungis 22 af hundraði lýstu sig sátta vi8 tryggingafé- lögin sin. — Það bætir svo naumast úr skák, að ef tryggingarhafi á ftaliu þykist þurfa að leita réttar sins hjá dómstólunum, þá tekur það hann venjulega fjölmörg ár að fá málið tekið fyrir. Hið herskáa kvenkyn Nú eru þeir i Washington búnir að opna allar gáttir fyrir þeim bandariskum konum sem fýsir að leggja hermennsku fyrir sig, þvi að með opnun herskólanna fyrir hlutgengum konum engu siður en körlum má segja að siðustu hindruninni hafi veriS rutt úr vegi. Bandaríska vigvélin er i mannahraki og kann það að mati kunnugra að ráða nokkru um það hve áfjáSir þeir borðalögðu eru nú i að fá kvenfólk til herþjónustu. Þá virðist þaS lika að vera að renna upp fyrir konunum. að þeim gefst óviða jafngott tækifæri til þess að standa jafnfætis körlum en einmitt á þessum óliklega vettvangi. Kaup og kjör eru hin sömu og hlunnindin eru þar að auki ákaflega girnileg, svo sem ókeypis læknisþjónusta af öllu tagi og ókeypis fræðsla fyrir þá sem ráða við það, bæði verkleg og bókleg. — Bresk blaðakona, sem fjallaði um þessi máli Observer, skýrir svo frá, að nú fari það senn að verSa liSin tið vestra, að stúlkum sé vikið úr herþjónustu ef þær verða barnshafandi. Þær eiga að fá að njóta sömu réttar og karlmenn i hernum, sem fá ekki einu sinni ofanigjöf fyrir að feðra barnið. Blaðakonan nefnir það sem dæmi um forfrömun hinna einkennisklæddu kvenna, að ein stjórni nú hverju mannsbarni á heil- um herflugvelli. Og skemmtilegt dæmi umjafnrétti kynjanna má það lika teljast, að Bandarikjaher getur nú státað af tveimur nýliðum sem eru mæðgin! Móðir og sonur létu samtimis skrá sig til herþjónustu sem óbreyttir dátar — til þess að vinna fyrir pabbanum sem hugði á háskólanám. Sitt lítið af hverju Baráttan gegn eiturlyfjasmyglurum i Frakklandi hefur gengið svo vel upp á siðkastið, að „skammturinn" af heróini. sem kostaði 50 franka fyrir einungis einu ári, er nú kominn i þúsund frartka . . . Verður bandarisk lögfræðiskrifstofa opnuð i Moskvu? Margar um- sóknir liggja fyrir og stjórnvöld hafa málið til athugunar . . . Nú er það nýjast við kúluritvélarnar frá IBM, að ef slegið er á rangan staf, geta menn látið vélina sjálfa fjarlægja hann og slegið siðan þann rétta i eyðuna . . . Eftir að hafa um árabil farið heldur lækkandi, hefur tala fangelsaðra i Bandaikjunum allt i einu tekið stórlega að hækka. Um 360.000 karlar og konur gista nú bandarísku fangelsin, og þrengslin eru sumsstaðar orðin svo mikil, að i Georgiu til dæmis tala yfirvöld um að sleppa allt að 2.000 föngum, þótt þeir hafi ekki lokið refsivist sinni . . . Sovéskir diplómatar kváðu trúa starfsbræðrum sínum vestan tjalds fyrir þvl — og vera ekki parið hrifnir — að þegar Nicolae Ceausescu. forseti Rúmeniu. var i Portúgal fyrir skemmstu.hafi hann hvatt leiðtoga hersins til þess að „halda sig við sósíalistana" en láta portúgalska kommúnista lönd og leið. Ceausescu, sem löngum hefur verið óþægur við Rússann, taldi réttlinumennina i Portúgal „of þjónkunarsama" við Moskvu. FALLEGT, NIÐSTERKT OG AUÐVELDAST AÐ ÞRÍFA /*Pl EGILLÁRNASON H.F SKEIFUNNI 3 Electrolux Automatic 320, ryksugan, „sem hugsar sjálfstættr HUGSAR: Nýr rofl ÞiB þurfið ekk. «8 beygja yfckur. Tyliið tánni i rofan og rykaugan far I gang og slekkur é aér — eðe anúran gengur fcm. HUGSAR: Sjálfvlrkur haus Lyftir burstanum fyrir teppi. en lækkar hann é hörðom góifum. HUGSAR: Þegar sklpt er um poka Ryksugumótorinn stöðvast, setjiS nýjan poka i og mótorínn fer i gang. Kraft- mlkll Þrífur af krafti vili hvaSa verk að sklpta •r. Ekkert ryk. Hendið þeim að lokinni notkun. Ný sjélfvirk iaasing. Auðvelt 1 notkun og hreinlegt. HUGSAR: Kveikir á varúðarljósi Sýnir moB Ijömr S| vélin er I ssmbendi Það er einfðid ástæða fyrir þvl að það getur verið erfiðisverk að ryksuga Ög þá l&rum við að hugsa um af hverju éítkT að gera ryksugu, ,,sem hugsar sjálfstætt'? Og það er einmitt það sem Electrolux Automatic 320 gerir. Þegar skipta þarf um poka stöðvast Automatic 320. (Venjuleg ryksuga með fullan poka stöðvast ekki, hún heldur áfram og sýgur næstum éktí neitt ryk af gólfunum). Hljómar vel? Við sögðum ykkur að hún hugsar sjálfstætt og þar að auki er hún kraftmesta ryksugan á markaðinum i dag. Söluumboð Electrolux munu af mestu ánægju sýna þér hvernig ryksugan vinnur. Við tökum t.illit til alls. Vörumarkaðurinn hf. Armúla ’A Húsgagna og heimilisd S 86 112 Matvorudeild S 86 1 1 1 Vefnaðarv d S 86 1 1 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.