Morgunblaðið - 16.11.1975, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975
Magnús Guðjónsson
bóndi — Minning
ÞANN 16. mars næstliðinn vetur
andaðist Magnús Guðjónsson
bóndi frá Ösi í Steingrímsfirði
rúmlega áttræður að aldri.
Með honum er til moldar hnig-
inn einn þeirra farsælu iðju-
manna, sem aldrei láta undan síga
fyrir erfiðri lífsönn meðan þeir
geta hrært heilar hendur.
Magnús var Strandamaður í
báðar ættir, fæddur að Sunndal í
Bjarnarfirði 5. júlí 1894. Foreldr-
ar hans voru hjónin Ingibjörg
Þórólfsdóttir og Guðjón Sigurðs-
son. Á þeim árum hafði íslensk
alþýða sjaldan rúmt um hendur
og þeir voru oft nokkuð á hrak-
hólum, sem ekki áttu jarðnæði
sitt sjálfir. Þess vegna var það, að
foreldrar Magnúsar höfðu fjórum
sinnum skipt um ábýli þegar
hann, þá uppkominn maður,
fluttist aftur með þeim að Sunn-
dal en þar bjuggu þau síðan allan
sinn búskap.
Eftir að fjölskyldan fluttist til
Bjarnarfjarðar réð Magnús að
mestu ferð sinni sjálfur en átti þó
heimili hjá foreldrum sínum
þangað til hann stofnaði heimili.
Fyrsta heimanför ungra Stranda-
manna var þá venjulega til sjó-
róðra vestur að Isafjarðardjúpi.
Vestfirskir sjómenn hafa jafnan
verið harðsæknir og engum auk-
visum þótt hent að ráðast til rúms
með þeim. En dalapilturinn úr
Bjarnarfirði reyndist fullkomlega
hlutgengur og lét sér hvorki
bregða við blindviðrisrokur né
birmlendingu. Varð hann því
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma
SIGURBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR,
lézt að heimili sinu Hátúni 10B 10 þessa mánaðar — jarðarförin fer
fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 22 nóv kl 10:30 F.h.
Hreiðar Haraldsson
Halla Haraldsson
Ásta Haraldsson
Helga Haraldsson
Útför + ARNLEIFAR EINARSDÓTTUR
Skeggjagötu 8.
Fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 7 nóvember kl 1.30.
Hulda Guðmundsdóttir, Hjalti Guðnason.
t
Útför mannsins míns föður, tengdaföður og afa okkar,
SÓLBERGS Á. EIRÍKSSONAR,
Öldugötu 52,
fer fram frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 1 8 nóvember kl 1 3 30
Blóm vinsamlega afþökkuð Þeim sem vildu minnast hans er bent á
líknarstofnanir
Una D. Sæmundsdóttir,
Vilborg R. Sólbergsdóttir, Kolbeinn Jakobsson,
Eirfkur Kolbeinsson, Ólafur Kolbeinsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda-
föður og afa
VALDIMAR KR. GUÐMUNDSSON
Prentara.
Þórður Valdimarsson.
Sverrir Valdimarsson, Málf rfður Jóhannsdóttir,
Barnabörn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
VIGDÍSAR LYDÍU SIGURGEIRSDÓTTUR
frá Ólafsvlk.
Hrefna Bjarnadóttir, Ólafur Kristjánsson,
Sigurgeir Bjarnason, Sigurdls Egilsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir, Hörður Guðmundsson,
Herdts Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim fjölda ættingja og vina, sem hafa vottað
okkur samúð sína og minnst með ástúð og virðingu eiginmanns mins,
sonar mins, bróður okkar og mágs,
INGÓLFS ARNARÁSBJÖRNSSONAR,
við andlát hans og útför
Arnþrúður Sæmundsdóttir,
Ásbjörn Stefánsson,
Ragnhildur Ásbjörnsdóttir,
Lilja Ásdfrs Þormar, Halldór Þormar,
Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Elfsabeth Hangartner,
Kolbeinn Sæmundsson,
Kristján Sæmundsson.
Guðnumdur Gunnlaugs-
son — Minning
fljótt þekktur og gat valið um
verstöð.
Þegar systkinin í Sunndal voru
öll uppkomin þótti þeim starfs-
vettvangurinn þröngur og því var
það, að bræðurnir, Magnús og
Þórólfur, keyptu Fagradal í Dala-
sýslu og fjölskyldan fluttist
þangað.
Árið 1929 kvæntist Magnús
Aðalheiði Loftsdóttur frá Hólma-
vík og hófu þau búskap að Mikla-
garði í Saurbæ og bjuggu þar all-
mörg ár. Þaðan fluttu þau svo út í
Hrappsey á Breiðafirði en þá
höfðu þau átt saman tíu börn.
Talsvert áræði mun hafa þurft til
að flytjast með svo mörg börn á
æskuskeiði út í eyjar, en hvorugt
þeirra hjóna skorti þá eigind. Það
skipti mestu máli að sjá fjölskyld-
unni farboða, til þess mátti ekkert
erfiði spara. Húsmóðirin lét sér
jafnvel ekki fyrir brjósti brenna
Framhald á bls. 33
I gær, laugardag var afi Minn
Guðmundur Gunnlaugsson
kvaddur hinstu kveðju, en hann
lést á elliheimilinu Grund þann
10. nóv. s.l. á 81. aldursári, eftir
stutta sjúkdómslegu.
Ég var þeirrar ánægju aðnjót-
andi, að geta umgengist afa öll
min bernskuár, þar sem við áttum
heima I sama húsi. Ég man hvað
mér fannst gott að geta farið á
kvöldin upp og kúrt hjá afa eftir
að vinnudegi lauk hjá honum, og
talað við hann því að hjá afa
fannst mér gott að vera.
Fyrir þetta og margt annað sem
okkur för á milli vil ég þakka
honum af alhug.
Ömmu votta ég mfna dýpstu
samúð og óska henni guðs bless-
unar á komandi timum.
Fæddur 28. 9. 1928.
Dáinn 22. 10.1975.
Laugardaginn 1. nóvember var
til moldar borinn frá Sauðár-
krókskirkju Kjartan Haraldsson
bifreiðarstjóri, sem andaðist á
Sjúkrahúsinu á. Sauðárkróki 22.
október, eftir erfiða sjúkdóms-
legu, aðeins 47 ára að aldri.
Mikið fjölmenni var viðstatt út-
förina og sýndi það hvern hug
Blessuð sé minning afa míns.
G.B.H.
samferðamennirnir báru til
Kjartans Haraldssonar og fjöl-
skyldu hans.
Kjartan var fæddur að Frosta-
stöðum i Akrahreppi 28. septem-
ber 1928 næst elstur fimm syst-
kina og voru foreldrar hans hjón-
in Haraldur Jóhannesson og
Anna Bergsdóttir, sem nú eru
búsett að Bakka í Viðvíkurhreppi.
Kjartan var af norðlenzkum rót-
um runninn. Anna móðir hans er
úr Svarfaðardal, en föðurætt
Haralds eyfirsk, afi hans Bjarni
Bjartmarsson fluttist í Blöndu-
hliðina úr Eyjafirði skömmu fyrir
aldamót, en Helga, kona Bjarna
var systir ömmu minnar og voru
þær fæddar á Svalbarðsströnd.
Móðurættir Haralds eru hins veg-
ar skagfirzkar og húnvetnskar,
m.a. Skeggstaðaætt.
Kjartan ólst upp hjá foreldrum
sínum á Frostastöðum til fimmtán
ára aldurs og síðan á Unastöðum í
Kolbeinsdal. Hann stundaði nám
á Laugarvatni 1947—1948, en fór
síðan á námskeið í meðferð vinnu-
véla og vann um skeið á jarðýtum.
Síðan réðst hann í það, sem var
nokkurt stórvirki á þeim tíma fyr-
ir ungan og eignalausan mann, að
kaupa sér vöruflutnihgabifreið og
taka að sér mjólkurflutninga úr
Hofshreppi og Viðvíkurhreppi.
Stundaði hann það starf í nokkur
ár og var frábærlega vel látinn í
því starfi. Janhliða tók hann
einnig um tíma að sér flutning á
neyzlumjólk frá Sauðárkróki til
Siglufjarðar og varð vinnudagur-
inn þá oft ærið langur.
Kjartan fluttist til Sauðárkróks
1957 og stundaði þar vörubif-
reiðaakstur meðan heilsa hans
leyfði og raunar lengur, eða allt
þar til í sumar, og var þó vitað að
hann hafði ekki gengið heill til
skógar um skeið. Lýsir þetta vel
óbilandi þreki hans og dugnaði til
síðustu stundar.
12. september 1954 kvæntist
Kjartan sinni ágætu konu, Maríu
Hermannsdóttur frá Lóni í Við-
víkursveit, og voru þau mjög sam-
hent í að byggja upp heimili sitt
og framtíð og fyrir réttum fimm
Framhald á bls. 33
+
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTVEIGAR JÓNSDÓTTUR
Soffta Kristinsdóttir,
Ltna Guðbjörnsdóttir. Vilhelm Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar,
og tengdamóður
JÓDfSAR BJARNADÓTTUR,
Mávahltð 5.
Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir,
Birgir Jakobsson, Ragnhildur Vilhjálmsdóttir,
Helga Sigurbjarnadóttir. Ólafur Bertlesson,
Þórmundur Sigurbjarnason, Þóra Filippusdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall sonar okkar bróður og
mágs
BALDURS MÁ KARLSSCNAR
vélstjóra
Sörlaskjóli 94
fyrir hönd vandamanna
Karl Jónsson
Kristjana Baldvinsdóttir.
+
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
kennara,
Lokastlg 20 A
Steinn Erlendsson,
Erlingur Steinsson, Guðrún Melax.
Gunnar Steinsson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir.
Guðmundur Steinsson. Þorbjörg Ingólfsdóttir.
og barnabörn.
+
Alúðar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð við
andlát og útför eigirikonu minnar, móður og tengdamóður,
JÓNÍNU ÞORSTEINSDÓTTIR,
frá Brekku,
Leifsgötu 21.
sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Hjúkrunar og
endurhæfingardeild Heilsuverndarstöðvarinnar
Guðlaugur Guðmundsson, Guðlaug Guðlaugsdóttir,
Ntels Gtslason, barnbörn og barna-barnabörn.
^—■—wmmmm
Kjartan Haraldsson
Sauðárkróki — Kveðja