Morgunblaðið - 16.11.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975
47
Ford vitnar í réttar-
höldum gegn Fromme
Sacramento — 15. nóv. — Reuter.
Myndsegulband með vitnis-
burði Geralds Fords Bandarfkja-
forseta 1 réttarhöldunum gegn
Lynnette Fromme var sýnt I
réttarsalnum f Sacramento f gær.
Sýningin tðk 20 mfnútur og þar
kom m.a. fram, að forsetinn
kvaðst ekki geta gert sér grein
fyrir þvf hvort hann hefði heyrt,
að Fromme hafi tekið f gikkinn á
byssunni eða ekki þegar hún
beindi skotvopninu að honum, en
lögfræðingar hennar hafa haldið
þvf fram, að hún hafi ekki ætiað
að myrða forsetann, heldur
aðeins leggja áherzlu á mðtmæii
sfn gegn mengun og þá kröfu, að
mál George Mansons yrði tekið
fyrir að nýju. Fromme er ein af
’„fjölskyldu“ Mansons, sem myrti
Sharon Tate og fleiri árið 1969.
Hingað til hafa tvö vitni i mál-
inu haldið þvi fram, að heyrzt
— Norræni
Framhald af bls. 1
stuðningi íslendinga við stofnun
bankans. Ræða hans verður birt i
heild síðar.
Síðdegis mun Jón Skaftason
taka þátt f umræðunum.
Fulltrúar íslands í Norður-
landaráði eru auk Ragnhildar
þeir Jón Skaftason, Ásgeir
Bjarnason, Gils Guðmundsson,
Sverrir Hermannsson og Axel
Jónsson. Hinir þrír síðastnefndu
tóku sæti í ráðinu í forföllum
Magnúsar Kjartanssonar, Jó-
hanns Hafsteins og Gylfa Þ. Gísla-
sonar. Framkvæmdastjóri Is-
landsdeildar Norðurlandaráðs er
Friðjón Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Alþingis.
— Marokkó
Framhald af bls. 1
Gano, ráðherra, sem fer með áætl-
ana- og þróunarmál i spænsku
stjórninni, hélt til fundar við
Boumedienne Alsírforseta i dag
til að skýra fyrir honum þátt
Spánar i samkomulaginu, en Alsír
hefur lagt á það áherzlu að efnt
verði til Þjóðaratkvæðagreiðslu
meðal íbúa Spænsku-Sahara um
framtið landsins.
Alsír hefur til þessa lagzt ein-
dregið gegn því að Marokkó legði
undir sig Spænsku-Sahara og hef-
ur verið lögð á það áherzla að
íbúar Spænsku-Sahara hefðu
sjálfir úrslitavald um framtið
landsins. Herrera, upplýsinga-
málaráðherra Spánar sagði í gær,
að ekki yrði gerð grein fyrir sam-
komulaginu í smáatriðum fyrr en
í næstu viku, en áreiðanlegar
heimildir i Madrid herma, að við-
brögð Alsír við samkomulaginu
bendi til þess, að enn sé ekki
útilokað að átök geti orðið um
framtíð Spænsku-Sahara.
— Klippt á
Framhald af bls. 48
aðgerðar varðskipsirís í gær og
þess að hún gerist sama dag og
brezka sendinefndin er væntan-
leg til landsins til viðræðna við
islenzka ráðamenn.
Ekki tókst að ná í dómsmálaráð-
herra til að spyrja hann hvort
vænta mætti frekar aðgerða af
hálfu islenzku varðskipanna nú
næstu daga.
Kaffisala í
Ytri-Njarðvík
SYSTRAFÉLAG Ytri-
Njarðvikursóknar heldur kaffi-
sölu í Stapa í dag og hefst hún kl.
15.30. Þar verður ýmislegt til
skemmtunar svo sem tizku- og
danssýning, söngur, gamanvísur
og happdrætti. Eitt af markmið-
um systrafélagsins er að stuðla að
kirkjubyggingu i Ytri-
Njarðvikursókn en þar er að rísa
af grunni stór og vegleg kirkja.
hefði þegar tekið var í gikkinn.
Þetta er í fyrsta sinn, sem forseti
Bandarikjanna ber vitni fyrir
rétti með aðstoð myndsegulbands.
— Fólkið sjálft
Framhald af bls. 19
Alveg bráð-
nauðsynlegt
Við höfum alltaf reynt að
fylgjast mjög vel með því sem
er að gerast í þessum málum.
Við höldum t.d. fundi með
verzlunarstjórum allra búð-
anna og fólki úr einstökum
deildum á hverjum einasta
mánudagsmorgni. Þar eru
svona 10 manns — fólkið úr
búðunum, við Guðlaugur Berg-
mann og Colin Porter, sem er
hönnuður okkar. Á þessum
fundum berum við saraan
bækur okkar, ræðum um hvað
sé spurt, hvað viðskiptavinirnir
vilji og annað þess háttar. Þetta
er alveg bráðnauðsynlegt.
London er
ennþá
miðstöðin
— Frá hvaða landi kaupið þið
mest?
— Við kaupum langmest frá
Englandi. Einnig þó nokkuð frá
Hollandi. 1 Englandi byrj-
aði þessi alda með Bítl-
unum og við vorum fyrstir
til að taka við okkur hér á
landi, þannig að við gátum
bókstaflega valið úr beztu fyrir-
tækjunum þegar við fórum á
stúfana. Þetta á að sjálfsögðu
sinn þátt í því hvernig fyrir-
tækið hefur stækkað og fært út
kviarnar. Englendingar fram-
leiða vandaða vöru, og enda
þótt Frakkar séu góðir og eigi í
sumum tilfellum hugmynd-
irnar, þá taka Bretarnir upp
eftir þeim, en það er bara sá
reginmunur, að verðið er allt
annað. Þú ferð kannski til
Parísar og sérð þar flfk, sem er
búin til þar og er rándýr. Svo
kemurðu til London og sérð
sams konar flfk þar, jafnvand-
aða. Munurinn er bara sá, að
hún er þrisvar sinnum ódýrari,
og á henni er miði sem á
stendur „Made in England", en
ekki „Made in Franee".
Tízkan mjög
fjölbreytt*
— Hvað er mest f tfzku núna?
— Eins og sakir standa er
tízkan mjög fjölbreytt. Það sem
við seljum mest af eru buxur,
buxur og aftur buxur í ótrúlega
mörgum efnisgerðum t.d.
denim — tereline og ull —
riflað flauel — finflauel og
kakhi. Það eru svo margar gerð-
ir af buxum og það er ekki nóg
að buxur séu buxur með tveim-
ur skálmum. Það verða að vera
sérstök snið og fjölbreytni, sem
er helzt fólgin i allskonar smá-
atriðum — saumum, vösum og
þess háttar. Hins vegar er eitt,
sem ég er viss um — og veit
raunar að muni slá i gegn á
næstunni. Það eru gallabuxur
meö þröngum skálmum —
sigarettuskálmum, eins og
Ameríkanarnir kalla þetta.
Þessar buxur held ég að verði
aðeins f tízku hjá kvenfólki en
þær eru Iangflestar í síðbuxum
hvað sem hver segir, sama er að
segja um samfestingana „Jum
suits“, ég held að sú tízka muni
örugglega ná fótfestu hér. Það
er nefnilega þetta, sem hefur
breytzt. Kvenfólkið lætur ekki
lengur segja sér hvað er í tízku.
Það lætur ekki skipa sér að fara
i pils ef þvf finnst þægilegra að
vera í síðbuxum og lætur ein-
faldlega ekki taka þær frá sér.
Svo eiga þær auðvitað allar pils
eða kjóla til að fara I þegar
þeim dettur f hug, þvf eins og
ég sagði áðan, tfzkan er geysi-
lega fjölbreytt um þessar
mundir.
— Hvað með skótfzkuna?
Þunnt
og þykkt
— Það eru nokkur ár siðan
ætlunin var að koma þvi inn
hjá fólki, að þykku sólarnir
væru búnir að vera. Það tókst
bara ekki. Sumt fólk vill ekki
fara niður á jörðina aftur. Það
vill fá að vera á sfnum þykku
sólum og háu hælum hvað sem
hver segir, sérstaklega kven-
fólkið, þótt stefnan i skótízk-
unni sé þunnur botn með háum
hæl. Við höfum haft Gatsby-
skótfzkuna (fínlegir skór með
þunnum botni og háum hæl)
frá opnun skóverzlunar okkar
og hafa þeir notið vaxandi vin-
sælda. Mest eru áberandi hjá
kvenfólkinu víð og há stígvél
(svokölluð Baggy Boots) en
einnig njóta kúrekastígvél
(cowboy boots) mikilla vin-
sælda, sagði Sævar Baldursson
að lokum.
HÉR KEMUR TILROfllfl. SEM HÚ
HEFIIR BEfllfl EFTIR
Undanfarnar vikur hafa keppinautar okkar lagt sig
sérstaklega fram um að bjóða mönnum upp á hag-
stæð hljómtækjakaup, og hafa ýms dágóð tilboð
komið fram. — Þetta gerum við nú reyndar alltaf,
hvenær sem er og hvernig svo sem á stendur, og
er sú samstæða, sem hér er sýnd, glöggt dæmi um
það. — Hér er um að ræða vandaðan, 20 sinus/RMS
watta, sambyggðan for- og kraftmagnara teg. A-245
frá SUPERSCOPE verksmiðjunum bandarísku á-
samt tveimur SUPERSCOPE S-26A hátölurum og
fullkomnum sjálfvirkum plötuspilara frá BSR i Eng-
landi, teg. BDS-80 með ADC K-7E segulþreif.
— Samstæða þessi kostar kr. 79.600,00, og teljum
við, að hagstæðari hljómtækjakaup gerist ekki um
þessar mundir. — Við erum ekki að varpa neinni
rýrð á keppinauta okkar með þessu, síður en svo,
þeir eru margir hverjir hinir gegnustu menn, en hins
vegar viljum við vekja athygli á því, að við beitum
nú annari innkaupaaðferð en flestir þeirra. Okkar
aðferð byggist á þvi, að kaupa frá mörgum verk-
smiðjum (við erum nú með einkaumboð fyrir tíu
valda hljómtækjaframleiðendur i sex þjóðlöndum),
ekki einni eða tveimur, og velja saman tæki í sam-
stæður. Ennfremur kaupum við það eitt frá hverjum
og einum framleiðanda, sem hann framleiðir sjálfur
(ekki það, sem framleitt er fyrir hann af öðrum, þó
undir hans eigin vörumerki sé) og útilokum þannig,
eftir því, sem slíkt er hægt, milliliða álagningu. —
Það er þessi mismunur i innkaupaaðferðum, sem
gerir hinn stóra gæfumun.
NESCO HF
Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788