Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Bretar veiddu við ísland 73.6581 fyrstu 9 mánuðina Fiskmarkaðurinn í Bretlandi mjög hár HEILDARAFLI Breta af tslands- miðum er nú orðinn miðað við sfðustu tölur, sem gefnar hafa verið út, þ.e. til loka september, 73.658 tonn, en á fyrstu 9 mánuðum ársins í fyrra varð aflinn 93.575 tonn. Af þessu eru um 80% þorskur, þannig að togararnir hafa veitt á fyrstu 9 mánuðum þessa árs 58.926 tonn af þorski, en það eru 90.7% af þvf boði, sem fslenzka samninga- nefndin hafðí viðrað I viðræðun- um við Breta f sfðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum Jóns Olgeirssonar, ræðismanns í Grimsby, varð afli togaranna í septembermánuði 7.832 tonn, en í Skip Hafrannsóknastofn- unarinnar bundin við bryggju vegna fjárskorts! sama mánuði í fyrra varð aflinn 10.798 tonn. Jón sagði að, þegar þessar tölur væru bornar saman yrði að hafa f huga að frá því f marzmánuði 1975, hefur brezkum togurum fækkað um u.þ.b. 30 skip. Fiskmarkaðir f Bretlandi eru mjög háir um þessar mundir og fá togararnir mjög gott verð fyrir aflann. Togari, sem var að veiðum í Hvfta hafinu seldi f Grimsby i gær 1116 tonn fyrir 18,8 milljónir og var meðalverðið 168 krónur eða rúmlega það. Þá seldi togar- inn Northern Eagle 738 tonn af Islandsmiðum fyrir 10,1 milljón króna og fékk meðalverðið tæp- lega 137 krónur. Ross Kelvin, sem einnig kom af miðunum hér, seldi 638 tonn fyrir 8,8 milljónir króna og fékk meðalverðið rúmlega 138 krónur. Loks seldi togarinn Boston Commanche 601 tonn fyrir 7,9 milljónir króna. Meðalverð hjá honum var 132 krónur fyrir hvert kg. — Viðtal við skipstjóra Boston Commanche er á öðrum stað hér í blaðinu. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur átt við nokkra fjárhagserf- iðleika að etja undanfarið og nú iiggja þrjú stærstu skip stofnun- arinnar bundin við bryggju í Reykjavfk, þar sem ekki er hægt að koma þeim út og minnsta skip- ið, Dröfn, er væntanlegt til Reykjavfkur á næstu dögum. Jón Jónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar sagði f sam- tali við Morgunblaðið í gær, að stofnunin hefði átt við erfiðleika að stríða þennan mánuð og væri nú beðið eftir aukafjárveitingu. Arni Friðriksson hefði komið til hafnar á laugardag og myndi liggja við bryggju fram yfir ára- mót, Bjarni Sæmundsson kæmi í kvöld og yrði einnig bundinn. Hafþór hefði legið við bryggju siðan fyrir síðustu mánaðamót. — Yfirleitt er það svo, að skipin hafa frekar lítil verkefni í desem- ber og þeim er oftast nær lagt um miðjan mánuðinn og eru inni fram yfir nýár. Nú er það hins vegar svo, að búið er að leggja skipunum eða verið að gera það, Framhald á bls. 26 Samkomulag ríkis og BHM í dag? SAMNINGANEFNDIR rfkis- ins og Bandalags háskóla- manna hafa nú f rúman mánuð haldið viðræðufundi hjá Kjaradómi. Er nú svo komið, að samkomulag er f sjónmáli, og sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri f fjármála- ráðuneytinu, við Mbl. f gær- Framhald á bls. 38 Hörður Þórðarson sparisjóðsstjóri látinn LATINN er f Reykjavfk Hörður Þórðarson, sparisjóðsstjóri f Sparisjóði Reykjavfkur og ná- grennis, tæpra 66 ára að aldri. Hörður Þórðarson fæddist 11. desember 1909 að Kleppi við Reykjavík. Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson prófessor og yfirlæknir á Kleppi og k.h. Ellen Sveinsson. Hörður lauk stúdents- prófi við MR 1927 og lögfræði- prófi frá Háskóla Islands 1933 Hann starfaði í Landsbanka Is- lands fyrstu árin eftir nám en gerðist árið 1942 sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis og gegndi því starfi til dauðadags, eða í rúm 33 ár. Hörður starfaði töluvert að félagsmálum, var m.a. í stjórn SlBS í nokkur ár og sömuleiðis formaður Bridgefélags Reykja- víkur um hríð, en hann var f nokkur skipti Islandsmeistari í þeirri íþrótt og í landsliði. Kona Harðar, Ingibjörg Odds- dóttir, lifir mann sinn. Þeim varð tveggja barna auðið, sem bæði eru uppkomin. Sigurður Guðnason fyrrv. alþm. látinn SIGURÐUR Guðnason fyrrver- andi alþingismaður lést á sjúkra- húsi í Reykjavík að morgni s.l. sunnudags, 87 ára að aldri. Sig- urður Guðnason stóð um árabil í fylkingarbrjósti verkalýðshreyf- ingarinnar og sat á Alþingi á árunum 1946 til 1956, á 15 þing- um alls, fyrst sem landskjörinn þingmaður en síðan sem þing- maður Reykvfkinga. Sigurðar Guðnasonar er nánar minnst á síðu 39. 40 millj. kr. skyndilán til námsmanna erlendis Krakkar! Sendið efni í jólalesbók barnanna! MORGUNBLAÐIÐ hefur í hyggju að gefa út jólablað fyrir yngstu lesendur sína með svipuðu sniði og gert var í fyrra. Þá fylgdi áttblöðungur aðfangadagsblaðinu, þar sem birtur var fjöldi teikninga eftir börn, sögur, föndur og leikir og ótal margt fleira. Þvf viljum við nú hvetja krakka til að senda blaðinu efni og það sem allra fyrst. Það geta verið teikningar, sögur, Ijóð, stutt leikrit, gátur og þrautir og hvað eina sem ykkur dettur i hug. Utan á skal skrifað: Morgunblaðið, „jólablað barn- anna MENNTAMALARAÐHERRA, Vilhjálmur Hjálmarsson, til- kynnti stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna í gær, að 40 milljón kr. skyndilán hefði verið tekið til að flýta afgreiðslu haustlána til námsmanna eriendis. I bréfi menntamálaráðuneytis- ins til Lánasjóðsins segir, að ráðu- neytið hafi i samráði við fjármála- ráðuneytið samið við Seðlabanka Islands um skyndilán að upphæð 40 milljónir króna. Lánið skuli nota til að flýta afgreiðslu haust- lána til námsmanna erlendis og að lánið skuli greiða upp I janúar- mánuði næstkomandi með hluta af 100 milljón kr. greiðslu á fjár- lögum 1976 sem áður hefur verið heitið að veita til Lánasjóðsins í þeim mánuði. Gunnar Jóhannsson settur skatt- rannsóknastjóri GUNNAR Jóhannsson lögfræð- ingur hefur verið skipaður deild- arstjóri í skattrannsóknadeild rík- isskattstjóraembættisins frá 1. nóvember 1975 að telja. Jafn- framt hefur Gunnar Jóhannsson verið settur skattrannsóknastjóri í sex mánuði frá sama tíma að telja. Gunnar Jóhannsson tekur við skattrannsóknastjóraembætt- inu af Ölafi Nilssyni, löggiltum endurskoðanda, er fengið hefur lausn frá þvf starfi skv. eigin ósk. Gunnar Jöhannsson. Rækjubátur sigldi á sker og sökk RÆKJUBATURINN Glaður IS 101 frá tsafirði sigldi um sexleyt- ið f gær á svonefnd Breiðusker fyrir innan Ögurhólma f Isafjarð- ardjúpi og sökk báturinn á skömmum tfma. Bræður tveir voru á bátnum, Júlfus og Jónatan Framhald á bls. 26 JMtrgunliIðMfc Jólalesbók bamanna .. im mM jólakötturínn Kmhia. fimm ún. grtfU þt*tw myatl Sjafa- ;>raut «<* W* * ín*4i*xSr /Akl Forsfðan af jólalesbók barn- anna f fyrra. Skipstjórinn á Boston Commanche: „Kjánalegt að heyja baráttuna á miðunum Sendir skipherranum á Ægi sínar beztujólakveðjur 99 HINN 3. desember sfðastliðinn klippti varðskipið Ægir á tog- vfra brezka togarans Boston Commanche GY 144 út af Gerpi. Aðeins forvfrinn fór f sundur og f gær seldi togarinn f Grimsby 601 tonn fyrir 7,9 milljónir fslenzkra króna. Meðalverð á hvert kg var 132 krónur, sem er gott verð, enda hefur markaðurinn f Bretlandi rokið upp, eins og hann raunar gerir alltaf f þorskastrfði. Skip- stjóri á þessum togara er Raimund Evans og í gær hringdi Mbl. til hans. — Jú, mér fannst vernd brezka flotans fullnægjandi, sagði Evans, því ef hennar nyti ekki við, gætum við augljóslega ekki verið að veiðum. Nærvera flotans er algjör forsenda veið- anna. — Misstuð þið vörpuna, er Ægir skar á togvírana hjá ykk- ur um daginn? — Nei, enda fór aðeins annar vírinn í sundur. Það tók okkur fjórar klukkustundir að gera við og greiða úr flækjunni, sem myndaðist en sfðan gátum við haldið áfram veiðum. Auðvitað er ég síður en svo hrifinn af þessum aðgerðum varðskip- anna ykkar, en ég held að það sé bæði vitlaust og kjánalegt, að heyja baráttuna á miðunum. Mál, sem þetta ætti að leysa f viðskiptum ríkisstjórnar minnar og ríkisstjórnar ykkar. Þetta nær engri átt. — Freigáturnar eru forsenda veiða okkar eins og ástandið er nú, sagði Evans, en gallinn er þó sá að það er ekki nægilegur fiskur á þeim slóðum, þar sem við veiðum nú. Aflinn er mjög Framhald á bls. 38 Gunnar ólafsson, skipherra á Ægi; fær beztu jólaóskir frá einu af fórnarlömbum sfnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.