Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN □ Gylfi Gröndal: Ásta málari. □ Endurminningar Ástu Arna- dóttur ritaðar eftir frum- drögum hennar sjálfrar og öðrum heimildum. □ Utgefandi: Bókbindarinn h.f. Reykjavfk 1975. RG MINNIST þess greinilega, þegar ég heyrði Ástu málara fyrst getið. Það var heima í Lokinhömrum. Faðir minn kom úr kaupstað og var spurður frétta. Og fyrst alls sagði hann frá því, að hann hefði heyrt um það talað sem furðufrétt í verzlunarbúðinni á Þingeyri, að ung stúlka í Reykjavík, Asta að nafni, væri orðin útlærður málari; orðið málari þýddi þá ekki annað vestra en húsa- málari. Það varð þögn í baðstofunni. Svo sagði miðaldra vinnukona og rak upp á föður minn augun: „Ég er svo aldeilis hissa. Er stúlkutötrið einhver flenna — eða er hún ekki með sjálfri sér?“ Þá sagði ungur og glettinn háseti föður míns: „Þetta er náttúrlega einhver □ Vfsur Æra-Tobba. Q Jón frá Pálmholti safnaði og bjó til prentunar. □ Hringur Jóhannesson myndskreytti. Q Otgefandi: Iðunn. Reykjavfk 1975. Það er ekki vonum fyrr, að safnað er saman vísum Æra- Tobba og þær gefnar út. Jón frá Pálmholti ritar allrækilegan formála fyrir kverinu, þar sem hann segir frá því hvenær og hvar Tobbi var uppi og tínir saman fátæklegar heimildir, sem hann hefur um hann fund- ið. Hann segir, að hann hafi aðeins valið þær vísur eignaðar Tobba, sem beri þess Ijóst vitni, að hann sé höfundur þeirra. Aðeins ein slík vísa er á hverri blaðsiðu kversins, en hafi Jón rekizt á aðra gerð vísunnar en hann hefur valið, er sú gerð prentuð neðst á síðu, og þar er einnig getið heimilda. Fimm myndir eftir Hring listmálara Jóhannesson eru í kverinu, og herfa, sem enginn karlmaður vill líta við." Svo var það, að móðir mín leit af einum á annan ærið hvass- eyg og mælti: „Hvers vegna skyldi ekki kvenmaður geta tekið það fyrir að verða málari engu síður en hver karlmannsvæflan? Ætli þessi unga stúlka þurfi að vera flenna eða herfa til þess að taka þetta fyrir. Það er bara í henni sú dáð og sá dugur, sem fleiri stúlkur þyrftu að eiga. Hún er hreinlega skörungur, sem vill geta staðið á eigin fótum i lifs- baráttunni." Þessi orð giltu sem dómsúrskurður, en einhverju kann að hafa verið hvíslað um þessa einstæðu Ástu, nema ég var hreykinn af úrskurði móð- „Málaðu ur minnar, og hlakkandi var ég, þegar ég einu eða tveimur ár- um seinna, gat veifað framan í fólkið blaði með mynd af Ástu Árnadóttur og sagt viss í minni sök: „Þarna getið þið séð, að Ásta málari er engin herfa. Mér þyk- ir hún að minnsta kosti reglu- lega falleg." Seinna hvarf mér þessi fagra og sérstæða gerðarkona, en vissulega greip ég bókina Ásta málari með nokkurri eftir- að öllu leyti er útgáfa þess smekkleg. Svo sem Jón minnist á í for- málanum er Æra-Tobba getið sem rímnaskálds í skáldatali frá öndverðri 18. öld, þó að ekki séu til eftir hann neinar rfmur, en þetta er ljóst vitni þess, að kunnur hefur hann verið að haglegum kveðskap, þó að sá kveðskapur væri með ærið sér- stökum hætti. Margar vísur eru í kverinu, sem eru miklu lakar gerðar en svo, að ég telji lík- legt, að þær hafi varðveitzt óbrenglaðar, enda voru vísur Æra-Tobba sfður en svo auð- lærðar mæltar af munni fram. Eftirfarandi vfsu eftir „lista- skáldið góða“ hafa menn, sem nú eru uppi, lært f ljóðabókum hans, en fáa hef ég heyrt fara með hana að fullu rétta: Kfmur af fleó, karlinn minn, krfmur af Leó hrósí, grfmur af reó rek ég inn, rfmur af Geógnósi. Það er alkunna meðal þeirra, sem lesið hafa þjóðsög- Gylfi Gröndal. nú, barn, væntingu, þar eð ég þá minntist ljóslega þess, sem frá er sagt hér á undan. Og þó að i bókinni sé ærið sögulegum og jafnvel óvenjuátakanlegum aðstæðum og atburðum lýst ósköp blátt áfram, las ég hana frá upphafi til enda í svo að segja einni lotu. Og ég komst að þeirri niðurstöðu um gerð hennar, að Gylfi Gröndal muni þar hafa valið réttilega, því að ella hefði honum ekki tekizt að gæða hana þeim furðu samfellda blæ æðru- og látleysis, sem hefur ábáti ur dr. Jóns Þorkelssonar, að Tobbi hafi tvisvar með vísum mæltum af munni fram vfsað ferðamönnum þannig til vegar yfir vötn, að þeir hafi drukkn- að, og svo hafi þá himnafaðir- inn refsað honum með því að svipta hann skáldgáfunni — og einnig hafi hann truflazt á geði. En hvað sem líður slysförunum af völdum Tobba, varð önnur vísan Grími Thomsen efni í snilldarferskeytlur, og vissu- lega tel ég fjarri sanni, að skap- arinn hafi rokið til og gereytt skáldgáfu Tobba, enda hefur hann nú hlotið sess f nýútgefnu bindi af íslenzku ljóðasafni Almenna bókafélagsins, sem hinn vandláti Kristján Karls- son og góðskáldið Hannes Pét- ursson velja í Ijóðin. Mér hafa og jafnan þótt ýmsar vísur Æra-Tobba gæddar undarlegu seiðmagni, svo sem Jón frá Pálmholti víkur að, og oft hef ég haft sumar þeirra yfir. Hún er ekkert leirbull, vísan sú arna: verið á handritsdrögum Astu og henni að skapi. Asta lýsir þvf í fyrsta kafla sögu sinnar, að hún var í bernsku óvenju fjörmikil og fann upp á mörgu og margvís- legu. A blaðsíðu 13 segir svo: „Eitt sinn náði ég f flatnings- hnff og fór að gera að grásleppu niðri við sjó. Þá beit skollans hnífurinn svo vel, að ég sneiddi framan af vinstri vísifingri og skar dálítið f aðra tvo. Ég vafði höndina inn i hvíta svuntu mfna. Hún var orðin rauð af blóði, þegar ég kom heim. Mamma kom á móti mér, því að spölkorn var frá húsinu eftir stfgnum niður að skúrnum. Hún batt fljótt um sárið og reyndi að láta sepann, sem hékk laus, gróa við. Þegar hún rl \ 99 máiaou var búin að þessu, leið yfir mig. Þá dreymdi mig, að sjálfur skaparinn, góðmannlegur og hvítskeggjaður eins og ég fmyndaði mér hann í bernsku, stæði hjá mér og segði við mig: „Málaðu nú, barn, málaðu." Ég leit í kringum mig og sá fagurt sólarlag. Allt var svo undarlega bleikt og rautt“. Asta getur þess ekki, að hún hafi sem barn haft tilhneigingu til að mála eða teikna. Faðir hennar dó frá tfu börnum, þegar hún var 17 ára. Ásta vildi Agara gagara nfzkunös, nú er hann komínn á heljarsnös, heiminn kvaddi, hamarinn sprakk, hylurinn tók við bagga af klakk. Straumurinn bar hann eyrina á. agara gagara jagar á, skrokkurinn gat ei skriðið þá, skjótt leið sálin honum frá, hún kvað f bergi nurtara kreistum nagar á. Helzt er ég á því, að Tobbi hafi verið illa haldinn í bernsku, og svo hafi hann sem ungur maður verið einrænn og bitur, og slysavísurnar hafi hann síðan ort af ósjálfráðri kerskni. Hann hafi svo eftir slysin orðið fyrir átölum og að- kasti, sem ásamt sjálfsásökun- um hafi gert hann enn ein- rænni og beizkari en áður. Hann hafi þá svo til alveg hætt að yrkja á daglegu og öllum skiljanlegu máli og tamið sér í storkunarskyni við umhverfi sitt sinn kynlegan og oft að nokkru seiðandi og dulkennd- an, skáldskaparhátt, enda oft verið dillað, þá er hann hefur orðið þess vís, hve skáldskapur hans reyndist á vissan hátt áhrifaríkur og hve mjög hann var hafður á orði. Og Æri-Tobbi hefur ekki orð- hjálpa móður og systkinum. Hún réðst í vistir og kaupa- vinnu og reyndi að fá skiprúm sem háseti en fékk auðvitað neitun. En þegar hún á Akureyri sá málað leiktjald, minntist hún þess, hve gaman henni hafði þótt „að fjálgrast í málningunni hjá mömmu, þegar hún málaði skólann fyrir föður minn forðum daga.“ Þegar hún svo nokkru síðar sagði húsmóður sinni, Björgu, ekkju Markúsar skólastjóra, frá. ákvörðuninni, fórust henni þannig orð: „Ég ætla að verða húsamálari og reyna að fá kaup eins og karlmenn, því að ég hefði fyrir móður minni og syst- kinum að sjá.“ Hér hef ég nú stuttlega skýrt frá þvi, hvað Ásta Árnadóttir segir um orsakir þess, að hún ákvað að verða málari, en þó að hún geti þess ekki, þá hygg ég, að hvíslað hafi verið úr leynd- um hugskots hennar rödd hins síðskeggjaða, sem vitjaði henn- ar í öngvitinu og sagði: „Málaðu nú, barn, málaðu." Enda minnist hún þessa atviks, þá er hún nokkrum áratugum síðar hefur málað sólsetur á hurð í kirkju, — „og frá því sló rauðbleikum lit á allt.“ Aftur og aftur ógnaði það mér við lesturinn, hvað þessi glæsilega, fjölgáfaða, listræna, til- finningaríka og göfuga gerðar- kona varð að þola. Fyrst var það spé og spott, klám og klúr- yrði, sem að henni var beint Framhald á bls. 30 ið einn um það að yrkja svokall- aða vitleysu. Mér virðist ekki ólíklegt, að sumar kynjavísur Jónasar Hallgrímssonar hafi verið ávöxtur þunglyndis hans og leynds biturleika yfir að- stæðum sínum og framtfðar- horfum. Og hvað um Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, þeg- ar fastast svarf að honum? Eða Þórbergur Þórðarson, áður en hann var tekinn í meistaratölu og átti ekki margra kosta völ? Hann hafði miklar mætur á vís- um Æra-Tobbaogbirtií ljóða kverum sínum kveðskap, sem margir höfðu gaman af, en var af flestum talin rimuð endi- leysa ... Svo er það annar meistari, Jóhannes Kjarval. Ég kann eftir hann kveðskap frá árum kreppu og vanmeta, sem var vissulega storkun bráðvit- urs snillings við „heimskan her“. Það hefur mörgum íslenzkum snillingi sviðið að hann hefði mátt segja við þjóð sfna: Vampara stampara vumparar pumpara vaktist rómur. Frumbara þumbara fjandans lómur fékk mér ask og hann var tómur. Guðmundur Gfslason Hagalfn. Ekki er hann einn Skemmtisögur fyrri tíðar FAlR atburðir gerðust hér merkari í menningarlífinu á 19. öld, en söfnun og útgáfa þjóð- sagna Jóns Árnasonar. Það var fyrst 1852 að þeir, hann og Magnús Grfmsson, fengu prent- að smákver með sögum sem þeir höfðu þá safnað og nefndu tslenzk æfintýri. Aðalsafnið var svo prentað í Leipzig i Þýskalandi í tveim bindum 1862 og ’64 að tilstuðlan Kon- rads Maurers, þýsks lögfræð- ings sem ferðast hafði hérlend- is, hrifist af Islandi, fslenskum fræðum og íslenskum þjóðsög- um. Þar með var þetta mikla sagnasafn almenningseign og er óhætt að fullyrða að næstu áratugina hafi fátt lesefni verið kærara alþýðu manna. Ekki voru þá allir jafnsammála og nú um menningargildi sagn- anna, sumir litu á þær sem skemmti- og dægrastyttingar- efni fremur en bókmenntir sem mark væri á takandi — svona svipað og litið er á reyfara nú á dögum! Um aldamótin hóf Björn Jónsson Isafoldarritstjóri að gefa út úrval sagnanna og kom það út í níu smáheftum alls. Tilgangur Björns var meðal annars að viðhalda þessum ágætu bókmenntum á markaði því, eins og hann sagði: „Hið mikla og merkilega þjóðsagna- safn Jóns heitins Arnasonar er nú löngu uppselt, og það, sem til er af því manna á meðal, víðast ekki annað en uppslitnar rytjur." En Björn hafði líka annað markmið fyrir augum: „Fyrir börn og unglinga getur naum- ast ákjósanlegri skemmtibóka- lestur en slfkt þjóðsögusafn sem þetta, einkum ef síað er burt úr því allt klúrt og hrotta- legt, svo sem hér er gert og verður gert í framhaldi safns- ins." Björn vissi að þjóðsögurnar voru ekki aðeins við barna hæfi i þeim skilningi að þau lærðu af þeim fagurt og ómengað tungu- tak heldur voru þær einnig ein- hver ágætasti „skemmtibóka- lestur” sem ungir lesendur gátu þá óskað sér. Þó hjátrú sú, sem sögurnar voru sprottnar af, væri tekin að dvína um aldamót, eimdi samt nógu mikið eftir af henni til að kitla ímyndun barna og ungl- inga; þeir trúðu sögunum að minnsta kosti meðan þeir voru að lesa þær. Og stundum nokkuð lengur. Langt fram eftir þessari öld fundu margir unglingar þægilegan og óræðan sæluhroll hrfslast um hverja lfkamans taug eftir að hafa lesið mergjaðar draugasögur undir nóttina og síðan varla þorað að heyra eigin andardrátt eftir að ljós voru slökkt. Hjá sumum hljóp slfk gróska í ímyndaraflið að þeir töldu sig síðar verða fyrir svipaðri reynslu og þeir höfðu lesið um í sögunum. Nú hefur Isafold verðuglega rækt minning Björns Jónssonar með því að gefa þetta úrval út aftur og eru nú öll níu heftin komin út í einkar smekklegum og handhægum búningi. Snöggtum eru bækurnar stærri en litlu heftin forðum eða svipaðar að stærð og barna- og unglingabækur gerast nú al- gengastar. Fyrsta bindið kom út fyrir fimm árum og voru í því huldufólkssögur en tvö hin síðustu voru að koma nú nýver- ið og ber annað yfirskriftina Sendingar og fylgjur en hitt Náttúrusögur. Ég verð að játa að ég renni ekki grun í hvaða viðtökur þessar sögur kunna nú að hljóta hjá börnum og ungling- um, efast um að þeir muni al- mennt líta á þær sem „skemmtibókalestur" eins og fyrrum en vona að þeir kunni að meta þær að verðleikum eigi að síður. Vissulega er heimur sagnanna nú orðinn fjarlægari en hann var um aldamót, engin baðstofa lengur, heldur raflýs- ing, útvarp og sjónvarp, pop og stereo, en allt mun þetta vera tiltölulega óhallkvæmt álfum og huldufólki og öðrum ei- lffðarverum. Eigi að síður halda þjóðsögurnar skáld- skapar- og lífssannindagildi sinu, og ef vel er að gáð og þá litið á þær sem dæmisögur fremur en sannar sögur má finna þeim ótal hliðstæður i Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON daglegu lífi nú á dögum. Og svo er þjóðin, eftir á að hyggja, hreint ekki laus við hjátrú þrátt fyrir birtu og tækni atóm- aldar. Ég vil að Iokum taka fram að mér virðist safn þetta allt eins henta fullorðnu fólki þó útgef- andi hafi einkum sniðið því stakk við barna og unglinga hæfi. Þetta er lestrarútgáfa, leysir ekki af hólmi þá miklu og fræðilegu útgáfu sem kom fyr- ir almenningssjónir fyrir nokkrum árum, en gegnir öðru og alls ekki veigaminna hlut- verki — að vera lesin eins og útgáfa Konrads Maurers sem varð á hálfum fjórða áratug „uppslitnar rytjur" af mikilli notkun. Latneskur málsháttur segir að bækurnar eigi sér ör- lög og slík örlög eru ekki hin verstu sem bókar bíður. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.