Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 19 Ármenningar aftur yfir 100 stigin ÁRMENNINGAR unnu auðveldan sigur yfir Val um helgina. Þetta var 2. leikur Ármanns i mötinu, og eins og i fyrri leik sinum skoruðu þeir vel yfir 100 stig. nú 113, og er þetta i 4. skipti á keppnistlmabilinu sem Ármann brýtur 100 stiga „múrinn" margumrædda. Valsliðið sem hefur átt i miklum erfiðleikum með mannskap sinn i vetur stóð þó i Bikarmeisturunum framan af, það var t.d. jafnt um miðjan fyrri hálfleik 17:17, en Ármenningar náðu góðri forustu fyrir hálfleik 51:33 og var það mest fyrir tilstilli þeirra Haralds Haukssonar og Jimmy Rogers en þeir skoruðu þá grimmt. I siðari hálfleik jókst svo munurinn enn, og eina spurningin var um það hvort Ármenningum tækist að ná 100 stiga markinu. Það gerðu þeir á 17. min hólfleiksins og bættu síðan við 1 3 stigum eftir það Eins og oft hefur verið minnzt á eru erfiðleikar Vals um þessar mundir miklir, Jóhannes Magnússon er á sjúkrahúsi, Þórir bróðir hans er enn ekki orðinn góður eftir handleggsbrot sem hann varð fyrir ! haust, Þröstur Guðmundsson æfir lítið og var t.d ekki með nú, svo sjá má að blóðtaka liðsins er mikil. „Þeir fá þvi aldeilis tækifæri ungu mennirnir i liðinu að spreyta sig, og koma sumir hverjir mjög vel frá þvi Valur reyndi nú nýliða með m.fl.. Ástráð Eysteinsson, og er þar mikið efni á ferðinni Hann er enn dálitið ragur i leik með m fl. en getur hitt með óllkindum ef sá gállinn er á honum Og ekki var það til að bæta úr skák fyrir Val að Guðmundur Þor- steinsson þjálfari liðsins var i leikbanni og sat á áhorfendapöllum. Þeir Jimmy Rogers og Jón Sigurðs- son voru að venju drýgstir Ármenn- inga, og virðist Jimmy auka við getu sina allverulega nú upp á siðkastið Skorar mikið, tekur mikið af fráköstum, og virkar mjög hvetjandi á liðið á allan hátt Haraldur Hauksson (sá buxna- lausi frá Dublin) tók mikla og góða rispu i fyrri hálfleiknum, og stóð sig að öllu leyti vel nú. Stighæstir hjá Ármanni: Jimmy Rogers 37, Jón Sigurðsson 27, Haraldur Hauksson 1 9 Hjá Val: Torfi Magnússon 28, Haf- steinn Guðmundsson 18, Rikharður Hrafnkelsson 14 98-— „Neistinn er kominn ” r _ Sögðu IS-menn eftir sigur gegn Fram Stigahæstir hjá fS Steinn 20, Bjarni Gunnar 1 7, Ingi C. Stefánsson 12 stig — Fram: Þorkell 22, Helgi Valdimarsson 16, Eyþór Kristjánsson 10 Góðir dómarar voru Marinó Sveins- son og Sigurður V. Halldórsson —gk Sigurður Gfslason, iR-ingur hefur náð knettinum, en fleiri eru greini- lega um boðið. „Við erum beztir — sagði Trukkurinn eftir sigurinn gegn ÍR KR-ingar hafa nú tekið forustuna i íslandsmótinu eftir sigur sinn gegn fslandsmeisturum ÍR um helgina. Þetta var fyrsti ósigur ÍR-liðsins siðan I feb. þegar þeir töpuðu fyrir Ármanni i Bikarkeppninni. Lokatölur leiksins á laugardag urðu 90 stig KR gegn 76 stigum ÍR, en leikurinn var mjög jafn allan timann það var ekki fyrr en siðustu minúturnar sem fr- ingarnir brotnuðu og KR tryggði sér svo stóran sigur. í lið ÍR vantaði að þessu sinni þá Þorstein Hallgrímsson og Agnar Friðriksson, og munar að sjálfsögðu um minna. Þeir voru báðir erlendis þegar leikurinn fór fram. Leikur ÍR bar þess greinileg merki, enda Þorsteinn yfirburðamaður og sá sem bindur liðið saman. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, það var t.d jafnt á öllum tölum upp að 1 6, en síðan komst KR yfir 6 stig og var það mesti munurinn á liðunum I hálf- leiknum Jón Jörundsson sem tók stöðu Agnars á hægri kantinum var „iðinn við kolann ', og skoraði mikið með langskotum Hjá KR var Trukkur að venju drýgstur við stigaskorunina I hálfleiknum svo og þeir Gunnar Jóa- kimsson og nafni hans Ingimundar- son sem kom inná um miðjan hálf- leikinn Staðan að fyrri hálfleik loknum var 42:40 fyrir KR. KR byrjaði fyrri hálfleikinn með miklum látum og náði fljótlega 10 stiga forustu, en á 10 min. hálfleiksins voru ÍR-ingar búnir að vinna þann mun upp og jafna Þá komu 8 stig i röð frá KR, og við þetta mótlæti brotnaði ÍR- liðið gjörsamlega Það sem eftir var leiksins gátu KR-ingarnir leyft sér að spila hlæjandi og kátir, sigurinn var I höfn og lokatölur urðu sem fyrr sagði 90 stig gegn 76. „Ég hafSi mikla ánægju af aS spila þennan leik," sagði Trukkur Carter að honum loknum. „ÞaS er gaman aS spila á móti þeim beztu og þó sérstaklega þegar maSur vinnur þá Þegar maður spilar við meistarana langar mann aS sýna sitt bezta, og ég tel aS ég hafi átt mjög góðan leik. ÍR-liSiS er gott lið en við KR-ingar sönnuðum það að KR er betra. Munurinn á þessum leik okkar viS ÍR og leiknum viS þá i Reykjavikurmót- inu var mikill, þótt aSalmunurinn að minu mati hafi verið sá að ég fékk ekki 5 villur (nú hlær Trukkur ógur- lega). En I alvöru talað. þá höfum við vit á þvi I siðari hálfleik að halda boltanum þegar við vorum með forustu og skutum ekki nema I öruggum færum. En það sem skiptir mestu máli vinur minn, var sigurinn, sem er sönnun þess að við erum beztir." Trukkur var bezti maður KR i þess- um leik, en sá sem kom mest á óvart var Gunnar Ingimundarson, ungur bakvörður sem átti mjög góðan leik I fyrri hálfleik og hélt þá KR-liðinu á floti Gunnar Jóakimsson og Bjarni Jóhannesson áttu sæmilega kafla en duttu niður þess á milli Kolbeinn Páls- son var I einhverju óstuði að þessu sinni, hitti illa, og átti á annan tug sendinga sem höfnuðu hjá mótherja ÍR-liðið bar að sjálfsögðu mikinn svip þess að Þorstein og Agnar vantaði, og virkar liðið ekki mjög sann- færandi án þeirra Þeir bræður Kristinn og Jón Jörundssynir voru beztu menn liðsins, Þorsteinn Guðnason og Sig- urður Gíslason með góða kafla, Kolbeinn Kristinsson óvenju slakur að þessu sinni. Stighæstir hjá KR: Trukkur 34, Gunnar Jóakimsson 12, Kolbeinn 11, Bjarni Jóhannesson 10stig Hjá ÍR: Kristinn 20, Jón 19, Þor- steinn 14, Kolbeinn 12 Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Ingi Gunnarsson Þeir dæmdu yfir höfuð mjög vel, þótt nokkrir dómar þeirra orkuðu tvímælis eins og óum- flýjanlegt er gk.— „ÞETTA er allt að koma hjá okkur, við höfum náð betri tökum á þeim leikaðferðum sem við erum með. og hraðaupphlaupin eru farin að „rúlla i gegn." Okkur hefur I vetur skort einhvern neista. einhverja smávið- bót við það sem við höfum sýnt, en nú er þetta allt saman komið. Neist- inn er kominn, og nú fer bráðlega að loga." Sá sem hefur orðið er Steinn Sveins son, fyrirliði (S, og hann var kampakát- ur að leik ÍS og Fram loknum. ÍS vann þar góðan sigur, lokatölur 78:66 eftir 43:30 I hálfleik og (S hafði ávallt yfirhöndina I leiknum ÍS náði 20 stiga forustu upp úr miðjum fyrri hálfleik, en þá tókst þeim vel að útfæra svæðispressuna sem þeir spila, og hirtu boltann oft af Frömurum á þeirra vallarhelmingi Eftir þessa góðu byrjun ÍS má segja að öll spenna I leiknum hafi verið úti, ÍS hélt sinum hlut og allir leikmenn liðsins léku mikið Én rþá3'voru Ijósir punktar I leik Framliðsins, t d leikur Þorkels Sigurðssonar sem var mjög góður að þessu sinni. Þarna var miðherji unglingalandsliðsins I baráttunni gegn landsliðsmiðherjunum I ÍS og kom Þorkell sterkur út úr þeirri viðureign. Steinn Sveinsson var mjög drjúgur fyrir ÍS I þessum leik, honum tókst flest sem hann reyndi, nema að skora úr vltaskotum sínum. Hann „eyðilagði" mikið prósentutölu slna I vitaskotum, enda talan hans I vltahittninni fyrir þennan leik með óllkindum STAÐAN KR 3 3 0 288:217 6 IR 4 3 1 341:291 6 Is 5 3 2 403:405 6 A 2 2 0 220:166 4 UMFN 4 2 2 325:303 4 Fram 3 1 2 236:230 2 Valur 3 0 3 243:313 0 Snæf. 4 0 4 257:388 0 ís vann UMFN „VIÐ töpuðum þessum leik aðallega vegna lélegrar vlt«h hittni, og einnig var hittni okk* ar utan af vellinum afleit. Þaé er vissulega slæmt að vera bé- inn að tapa 4 stigum I mótinu, en við gefumst ekki upp,“ sagði Gunnar Þorvarðarsson fyrirliði UMFN eftir 72:78 ósigur sinna manna gegn IS. IS gerði það gott um þessa helgi, þeir léku tvo leiki og unnu báða og eru að koma mikið til eftir slaka byrjun. Þeir virtust þó vera að lenda í vandræðum í Njarðvfk þegar heimamenn tóku örugga forustu I upphafi Ieiksins. En þeir náðu að minnka muninn fyrir hálfleik, og hjálpaði það þeim mikið að innáskiptingar þjálfara UMFN voru mjög um- deilanlegar. Þannig tók hann alla útaf um svipað leyti þá Gunnar, Stefán og Brvnjar. Staðan f hálfleik var 32:27 fyrir heimamenn, en strax f upphafi sfðari hálfleiks tókst IS að komast yfir og þeir slökuðu aldrei á eftir það. Lokatölur 78:72. Bjarni Gunnar var stighæst- ur hjá IS með 29 stig, Jón Héðinsson skoraði 15 stig, Steinn Sveinsson 14. — Jónas Jðhannesson átti sinn lang- bezta leik með UMFN til þessa bæði f vörn og sókn þar sem hann skoraði 15 stig, Gunnar og Stefán voru báðir með 14 stig. Dómarar voru Þráinn Skúla- son og Helgi Hólm, og voru margir óhressir með frammi- stöðu þeirra. Aðrar deildir HINIR kunnu knattspymumenn úr Vestmannaeyjum þeir Har- aldur „Gullskalli" Júlíusson, Friðfinnur Finnbogason og Tómas Pálsson voru aSalmáttarstólpar Vestmannaeyjaliðsins um helgina ásamt Jóhanni Andersen. Þeir léku tvo leiki. unnu fyrst Selfoss á laugardag með 63:40. og dag- inn eftir unnu þeir einnig stóran sigur gegn ÍBK sem hefur veriS álitið sigurstranglegt i 3. deild- inni. Lokatölur þar voru 67:55. Þá vann Breiðablik Hauka i 2. deildinni með 71 stig gegn 60. Sá teikur var jafn framan af og höfðu Haukar t.d. yfir i hálfleik 32:27. en I síðari hálfleik tók Guttormur Ólafsson til sinna ráða og tryggði Breiðablik með góðum leik. Lið USVH i 3. deild fór til Akureyrar og lék 3 leiki. Þeir léku á laugardag við KA og töpuðu naumlega 33:35. A sunnudags- morgun léku þeir við KA á ný og töpuðu 34:42, og eftir hádegi þann sama dag lék USVH gegn Tindastól frá Sauðárkrók. Enn urðu Húnvetningar að þola tap, nú töpuðu þeir með þriggja stiga mun 42:45. Þetta voru einu leik- irnir á Akureyri þessa hetgi. leikj- um Þórs og UMFG i 2. deild ver frestað. svo og leik ÍS og Þórt I m.fl. kv. Við spiluðum „happa og glappa ”aðferðina Rœtt við Einar Ólafsson þjálfara ÍR EINAR Ólafsson hefur verið nefndur „Faðir ÍR" I körfu- knattleiknum, og hefur örugglega margt vitlausara verið sagt. Það má segja að Einar sé maðurinn bak við velgengni félagsins s.l. 10 til 15 ár, og hefur hann unnið þar gifurlegt starf bæði sem leikmaður og þá ekki siður sem þjálfari og uppalandi. „Min fyrstu afskipti af körfuknattleik voru þegar ég var á f þróttakennara- skólanum árið 1948. Þá kenndi Sigriður Valgeirs- dóttir okkur undirstöðu- atriði I körf uknattleik og ég hreifst af iþróttinni. Eft ir námið á Íþróttakennara- skólanum starfaði ég sem farkennari, og var þá aðal- lega á Snæfellsnesi. var t.d. á stöðum eins og Grundar- firði, Hellissandi og Ólafs- vik. Þá gafst ekki mikill timi til að iðka körfubolt- ann, en fljótlega eftir að ég kom til Reykjavikur hóf ég að leika með ÍR." En hvenær byrjaðir þú að fást við þjálfun? „Það má segja, að þjálf- un min hjá ÍR hafi hafizt af alvöru árið 1957, en áður hafði ég litillega fengizt við þetta." Á árunum sem I hönd fóru voru yngri flokkar iR nær ósigrandi og var ekki óalgengt að ÍR væri með a- og b-lið i úrslitum I hverjum flokknum á eftir öðrum. Og allt þetta byggði Einar upp. Þeir eru margir leikmenn- irnir sem hafa stigið sin fyrstu skref með boltann undir handleiðslu hans, menn sem siðar hafa skipað sér i fremstu röð isl. körfu- knattleiksmanna. Má I þvi sambandi nefna nöfn eins og Kristin Jörundsson, Kol- bein Kristinsson, Birgi Jakobsson, Anton Bjarna- son o.fl. Þá hefur Einar um langt árabil þjálfað kvennalið ÍR, og við spurðum hann hverja hann teldi meginástæðuna fyrir erfiðleikum kvenna- körfuboltans. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hafa alltaf verið allt of fá lið. Hér fyrr á árum voru það aðeins lið ÍR og Armanns, siðan hætti Ármann með kvennakörfu- bolta en KR kom i staðinn. Þannig var þetta i mörg ár, en það er fyrst núna sem virðist eitthvað vera að rofa til i þessum málum og fleiri félög eru að taka kvenna- körf uboltann á dagskrá." Einar hefur nær undan- tekningarlaust þjálfað þau kvennalið sem hafa verið valin til keppni fyrir hönd K.K.f. t.d. landsliðið sem lék á Norðurlandamótinu 1970. En hann hefur einnig þjálfað isl. karlalandsliðið. „Já, það var árið 1964 þegar landsliðið fór i keppn- isferð til Bandarikjanna. Þetta var mjög erfið ferð, leiknir 12 leikir á 16 dög- um. Þetta var engin sigur- ferð enda ekki við þvi að búast, en ég man að undir- búningur fyrir ferðina hefði getað verið mun betri en hann var." Hver er að þinu mati aðalmunur á körfuknatt- leiknum I dag og á þeim árum þegar þú varst að hefja keppni? „Munurinn liggur aðal- lega I þvi að i dag hafa leikmenn mun meiri undir- stöðuþekkingu en áður var, og leikskipulag er allt ann- að. Nú eru yfirleitt spiluð ákveðin „kerfi" og þetta er allt i fastari skorðum. Hér áður fyrr spiluðum við meira „happa og glappa" aðferðina svokölluðu, eins og visu er enn gert á sum- um stöðum i dag. gk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.