Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 2
425 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 för me8 sér, að rfkisstjórnir munu telja þa8 þess virði að styrkja vanþróuS svæði um mörg ókomin ðr þrátt fyrir aukin vandamél. sem aflinn hefur I för með sér, en margar rlkisstjórnir hafa jafnframt gert sér grein fyrir þýðingu annarra fisktegunda, sem til greina koma. Þannig er um þa8 rætt I Bret- landi, aS úthafstogararnir beini hluta orku sinnar að nýjum tegundum, sem taliS er að borgi sig að veiða og kunnri tegund, sem hingað til hefur aðeins verið veidd I bræðslu-kolmunna. Tæknivæðing skipanna og veiða þeirra kemur þvt miður að litlum notum við öflun nýrra markaða. Bæði héþróaðar og frumstæðar þjóðir eru mjög tregar til að breyta matarvenjum slnum. Til þess að selja nýja fisktegund þarf miklar „markaðs-fortölur". Þannig segir Eric Elston, birgðastjóri Birds Eye Food: „Auglýsingar upplýsa og fullvissa, en aðeins viðvarandi þrýstingur, sem dreifist é langan tima, breytir grundvallarskoðun- um fólks um matinn, sem það borðar." Sjávarútvegur heimsins virðist eiga litla framtlð fyrir sér nema fljótlega komi til alþjóðareglur um nýtingu og verndun sjávarauð- linda. Aðeins þannig er hægt að leysa vandann I sjávarútveginum, og þvl olli hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna flestum fisk- veiðiþjóðum heims miklum von- brigðum. Nú búa margar þeirra sig undir einhliða aðgerðir til að vernda heimamið sln — þau þeirra sem eiga sllk mið. Sjávarútvegsréðherra jslands, Matthlas Bjarnason, tilkynnti 15. júll I sumar fyrirhugaða útfærslu 50 milna fiskveiðilögsögu lands- ins I október — og nú er hún komin til framkvæmda — svo að togurum margra þjóða verður bannað að veiða á tiltölulega fengsælum miðum. En Islendingar eru með þessu einvörðungu að móta atburðarásina vegna þess að ekkert samkomulag náðist á slð- ustu hafréttarráðstefnu. Fulltrúi i brezka sildar- iðnaðarráðinu. dr. W. J. Lyon Dean, sagði í sumar: „Við verðum að færa úl fiskveiðimörkin til að bjarga sildarstofnunum i Norður- sjó. Bretar ættu sem meiriháttar fiskveiðiþjóð að hafa á hendi for- ystu um myndun nýrrar „stjórnar" fiskveiða á Norðaustur- Atlantshafi. En það má ekki eiga sér stað kapphlaup þar sem hver hrifsar til sin það sem hann getur klófest." Norðmenn hafa þegar sett strangar takmarkanir á veiðar skipa sinna é heimamiðum og þeir eru ein þeirra þjóða, sem óliklegt er að blði alþjóðlegs samkomulags um útfærslu. Samdráttur Stórhækkun á oliuverði hefur komið hart niður á öllum fiskveiði- þjóðum. svo margar veiðiferðir borga sig ekki af fleiri en einni ástæðu. „Brezki úthafsskipaflot- inn þjáist af samdrætti. sem getur orðið hættulegur," segir Charles Meek, formaður White Fish Authority. Á fyrstu mánuðum ársins 1975 lögðu Bretar 80 úthafstogurum og tekjur strandmiðasjómanna minnkuðu úr 21 milljón punda i 16 milljónir. En þótt alþjóðlegar verndunar- ráðstafanir verði samþykktar verður þeirri staðreýnd ekki hnekkt, að sjávarútvegurinn i heiminum hefur reist sér hurðarás um öxl. Verndun mun að vissu leyti hafa sömu áhrif og núverandi efnahagsvandi. Þess verður vart, að auðlindir minnka. Skerðing kvóta, sem alþjóða- nefndir ákveða, er auðvitað óvinsæl. Frá þvi hefur verið skýrt, að Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndin ákveði veru- lega minnkun sildarkvót- ans 1976. og sú frétt hefur vakið mikla reiði skozkra sjómanna. sem óttast að þeir missi atvinnuna. Meiriháttar aðgerðarleysi hins stækkandi fiskiskipaflota gæti virzt aina lausnin, en of litið er vitað um fiskstofna og endurnýjun þeirra, svo að framtiðarspár séu mögulegar um þann tima, sem vinsælustu stofnarnir þurfa til að endurnýjast. Fiskstofnar hafa átt það til að stækka upp úr þurru. Enginn veit af hverju. Verið getur að einhvers staðar leynist ungir árgangar, sem stórauki stofnana á næstu árum. Veðurfræðingar spá kuldaskeiði og ef til vill bjargar það sjávarút- veginum, þannig að hann verði sem hingað til mikilsverð atvinnu- grein. Ástæður fiskdauða geta verið margar, en margt bendir til þess að kaldur vetur gefi haft ótviræð endurnýjandi áhrif á ungan fisk, þótt hann geti gert mikinn usla hjá skelfiski við strendurnar. j kjölfar kaldasta vetrar. sem mælzt hefur i Norðursjó — 1963 — komu geysistórir árgangar þorsks. kola og fleiri tegunda. Veturnir 1922 og 1947 voru einnig mjög harðir og í kjölfar þeirra fylgdu árgangar, sem voru yfir meðallag. Árgangur sumra fiskstofna eru stórir vegna góðra hrygningarára, sem bera af mörgum öðrum. Sildarárgangarnir 1962 og 1967 voru til dæmis mjög stórir. Árgangurinn 1967 var 25 sinnum stærri en meðalárgangur i Norður- sjó og þess vegna var metsíldveiði i tvö ár. Árin 1969 og 1 970 veidd- ust yfir 600.000 tonn miðað við innan við 100.000 tonna meðal- afla fyrir 1964. Rannsóknir Skipulagning er ógerleg vegna skorts á vitneskju um, hvers vegna sum ár eru góð og önnur slæm. Nokkur góð ár geta orðið til einskis, þar sem þau ýta undir gegndarlausa ofveiði, sem venju- lega er stunduð þegar verst stend- ur á — við upphaf mögru áranna. Visindamenn og tæknifræðingar reyna að stuðla að auknum rann- sóknum á stærð fiskstofna og þeim atriðum, sem ráða stærðinni. en jafnframt leita þeir að nýjum fisktegundum. Tvær stofnanir Sameinuðu þjóð- anna vinna að rannsókn rækjuteg- undar, krils, við Suðurskaut, sem hefur ekki verið nýtt til þessa. Þegar rannsóknin kemst á rekspöl verður hún einhver vlðtækasta áætlun, sem framlög hafa verið veitt til úr sjóðum Þróunaráætl- unar Sameinuðu þjóðanna, og að henni mun standa fiskveiðideild FAO. Frumathugun tekur þrjú ár og I henni taka þátt skip, sjómenn og vísindamenn frá niu löndum. Tvær þjóðir hafa reynt að nýta þessa tegund upp á eigin spitur. Japanir gerðu út tvo skuttogara á síðustu sumarvertið á Suðurskaut- inu og fengu 2.800 lestir, og Rússar hafa rannsakað kríl I nokkur ár þar sem þeir hugsa sér fiskinn sem átu i fiskræktarbúum. Margir telja lausnina á þverrandi fiskforða vera fiski- búskap, og margt bendir til þess, að þeir hafi mikið til sins máls. Þannig vilja þeir rækta fisk i sjón- um og aðlaga fisk, sem lifir i fersku vatni, söltum sjó, svo hægt verði að veiða hann þar. Þannig er hægt að laga regnbogasilung að söltum sjó. Þeir þrifast vel og þjást jafnvel minna af sjúk- dómum. Fiskbúskapur undan ströndum er þó háður sams konar meng- unarvandamálum og fiskveiðar undan ströndum. El einhver þróun af þessu tæi á að geta átt sér stað, verður að veita henni eins mikla tryggingu gegn iðnaði á strand- svæðum og fiskveiðum og þessar tryggingar eru ekki fyrir hendi með fiskbúskap i huga. Samt sýna hálfopinberar stofnanir, fram- ieiðslufyrirtæki og margra þjóða fyrirtæki áhuga á visindalegum og tæknilegum fiskbúskap sem nýjun valkosti við öflun matvæla. Spyrja má, hvort þessi áhugi hafi i för með sér viðunandi og nógu skjótan árangur, þvi eins og nú horfir getur þess verið skammt að biða, að ekkert verði eftir að veiða handa siðustu risaveiði- mönnunum. t ! i l ? ! I i i I f I “■ 1954 56 5» SO 62 64 6« 68 70 72 74 FLEIRI SKIP, MINNI AFLI — Eins og þetta linurit sýnir hefur heimsaflinn tvöfaldazt á rúmum áratug með tilkomu stórra og fullkominna fiskiskipa og flotinn heldur áfram að vaxa en aflinn er farinn að minnka. Fleiri skuttogarar virðist ekki vera lausnin. ■““'H og hvítvín Q Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk: [J Holdið er torvelt aðtemja. Q] Bókaútgáfan örn og Örlyg- ur. Reykjavfk 1975. Ég hef allt frá þvf að ég las fyrstu bók Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk, þótzt sjá, að hún hefði ekki ætlað sér annað en að skrifa sögur, sem þættu skemmti- legar og væru líklegar til að seljast vel. Ég veit það, ekki sízt frá reynslu minni sem bókavörður, að slík- ar bækur hafa hlutverki að gegna, og það er hreint ekki lélegt hlutverk að skemmta mönnum, en auk þess getur lestur skemmtisagna leitt fólk smátt og smátt til að lesa veiga- meiri bækur. En Snjólaug hef- ur stundum í sögum sínum tek ið slíka frásagnarspretti og brugðið upp allskýrum skyndi- myndum af stöku persónum, að mér hefur fundizt að um hug- artún hennar hlytu að streyma hreint ekki svo litlar lindir frá uppsprettu ,,skáldalæksins“. Og þó að þessi bók hennar um óstýrilátt hold sé ekki skáldlegt afrek, virðist mér hún benda allgreinilega til þess, sem mig hefur órað fyrir. Sagan gerist í Reykjavfk og aðalpersónumar eru karlar og konur, sem ýmist fitla við ein- hvers konar listir eða eru í tengslum við „listafólk". Ragna segir svo um sambýliskonu sína Fíu: „Merkilegt, hvað Fía gat safnað utan um sig alls kyns listamannaspírum. Hópurinn af heimilisvinum samanstóð af málurum, myndhöggvurum, skáldum, Ijósmyndurum, fyrir- sætum og alls kyns spekúlönt- um, sem höfðu í sér fólginn lífsvfsdóminn að dómi Fíu og Palla." Þau Fía og Palli lifa saman í lagsmennsku og þeim fellur mjög vel. Hann yrkir ósköpin öll af ljóðum, sem hann birtir ekki, en safnar í kassa, og Ffa starfar sem fyrirsæta og hefur gengið í myndlistarskólann, en Ragna er teiknari, teiknar fyrst og fremst bókakápur, og hún er sú eina af félögunum, sem vinn- ur fyrir sér með list sinni. Hún hefur verið í París og kynnzt þar um tíu daga skeið verðandi „skáldi", sem heitir Jón Þrá- inn. Honum ann hún, en hefur ekkert frá honum heyrt og í rauninni strikað yfir hann. Næst honum ann hún kettinum Skúla og á „svipaðan hátt“ bfl virkjanum Gulla. Kostirnir við Gulla eru þeir, að hann er aldrei með neitt þras og „fer einkar þægilega f rúmi“. Hjá Bókmenntir o eftir GUÐMUND G. HAGALÍN honum svaf hún, „en áreiðan- lega var ekkert órómantfskara en Gulli. Hvernig var svo sem hægt að vera rómantískur, þeg- ar maður lá undir biluðum bfl- um allan daginn og gekk sífellt með svartar rendur undir nögl- unum?“ Þá eru það þeir eldrauð- hærðu bræður, Kiddi og Kalli, annar „málaraspira, en hinn myndhöggvari af áhuga mikl- um“. Kiddi, sem er kallaður Kiddi annar, býrmeð sálfræði nema sem heitir Ólöf. Hún er svo umburðarlynd, að hún fæst ekki um það, þótt Kiddi komi ekki heim marga nóttina og hún og kunningjahópurinn viti, að þá sefur hann hjá hinum og þessum öðrum kvinnum, því nógar standa til boða. Svo er það, að allt f einu birtist pínulft- il, en ljómandi frfð stúlka, sem Hildur heitir, og hefur stundað sýndarnám í sögu úti í Svfþjóð, og kærasti hennar, sem er eng- inn annar en skáldið Jón Þrá- inn. Hún er dóttir ríkisbubba, sem lætur henni eftir morð fjár, hvenær sem henni er fjár- vant, en hefur öll sfn hjóna- bandsár þrælkað móður hennar eins og verstu ambátt. Rögnu bregður heldur en ekki í brún, og henni gremst að Hildur reynist vita allt, um ástir þeirra Jóns Þráins, enda getur Hildur ekki leynt sigurgleði sinni. Nú hefst í raun og veru fyrst sú atburðarás, sem reynir mest á mannþekkingu og skáldgáfu Snjólaugar. Og vissulega tekst henni að lýsa allnáið þeim per- sónum, sem eru burðarásar sög- unnar, og gefa grun um sín eigin viðhorf við þvi rótlausa hvítvínsvökvaða lffi, sem þess- ar persónur lifa. Það virðist mótað álíka tómleika og sýndar- mennsku og líf eldri kynslóða, sem unga fólkið telur sig hafa risið gegn með allt að því kerf- isbundnu lauslæti og nöturleg- um og subbulegum klæðnaði — sem og kommúnistískri rót- tækni, sem er í rauninni alvöru- laus og tizkubundin. Veigamest og athyglisverðust af persónum bókarinnar er Ragna, sem vissulega er þó síður en svo líkleg til að verða dæmigerð kvennaárspersóna, þar eð hún lendir í því, ekki aðeins að láta skáldræfilinn Jón Þráinn gera sér barn, heldur tekur saman við hann til alvarlegrar sam- búðar. Það virðist auðsætt af þessari sögu, að hvítvfn er orðið tfzkudrykkur, en svo glöð er Ragna yfir að hafa höndlað skáldið, að hún vill innsigla ákvörðun þeirra með kampa- vínsdrykkju. Ýmsir lesendur munu andvarpa feginlega les- andi þessi sögulok — og ef til vill hefur skáldkonan ætlazt til þess. En hún hefur lýst þannig hamingjuprinsi Rögnu, að ill- mögulegt er að hugsa sér að sá tími sé ýkjalangt undan, þegar henni með nokkurri eftirsjá, verði hugsað til Gulla, bifvéla- virkjans, sem lengi vel svalaði henni holdlega, — „fór þægi- lega f rúmi“, þó að hann hefði svartar rendur undir nöglun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.