Morgunblaðið - 14.12.1975, Side 3

Morgunblaðið - 14.12.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 43 Haustspjall frá Jens í Kaldalóni Bæjum 28. nóv. ’75. Nú að loknu leiðinda sumri hvað tíðarfar snertir tók við framan af hausti kalsaleg norðan átt, með slyddu, snjókomu og vætu, svo erfitt var á stundum að ná saman fé af fjöllum vegna óveðurs, en var þó bát í máli, að nokkuð sló fé sér nær byggðinni vegna kulda og snjóa, og engin áföll urðu af völdum óveðurs. Fé var í haust flutt til Isa- fjarðar bæði með bflum, en þó mest með Djúpbátnum, og var hjá Kaupfélagi Isfirðinga slátrað um 10.000 fjár, en það er 3.000 fjár fleira en á s.l. hausti enda nú minna flutt til slátrunar suður fyrir Þorskafjarðarheiði en s.l. haust. Má það teljast spor í rétta átt, þar sem orðið hefur að flytja kjöt i stórum stíl til Isafjarðar yfir vor- og sumarmánuðina. Til Mjólkursamlags Isfirðinga bárust nú í s.l. októbermánuði 20 þúsund lítrum minna af mjólk en í októbermánuði í fyrra, og eru nú fluttir 10 þúsund lítrar á viku hverrri til Samlagsins utan af landi, auk rjóma og skyrs, það eru því stórir fjármunir sem fara út úr héraðinu til þessara nauðsyn- legu matvælakaupa. Sumarið var óþurkasamt, og gekk því heyskapur seint og erfiðlega, enda seint að sláttur hæfist vegna vorkulda og kals í túnum. Víða mun þó heyfengur mikill að magni, en gæði hans misjöfn og óvíða góð, nema þar sem um góða súgþurrkun er að ræða, en dýrt er það drottins orð, eins og fleira að láta vélarnar þurrka hey að mestu, svo sem olían nú kostar. Mikið hefur verið um byggingarframkvæmdir I sumar hér við Djúp, og er þeim ekki lokið ennþá. Á Látrum í Mjóafirði er í byggingu 30 kúa fjós. I Botni í Mjóafirði fjárhús fyrir 600 fjár, einnig f Hörgshlíð fjárhús- bygging, svo og á Eyri, Heydal, og Skálavík hlöður við fjárhús, sem þar voru byggð í fyrra. Hlaða á Hamri í Nauteyrarhr. fjárhús á Laugalandi, Nauteyrarhr., og stór vélageymsla á Skjaldfönn, í Naut- eyrarhreppi. Þá var í Æðey byggð fjárhúshlaða við nýbyggt fjárhús þar í fyrrasumar, og f Unaðsdal f Snæfjallahr. er í smíðum stór vélageymsla. Þá hefur mikið verið unnið við raflínulagnir hér í Djúpi í sumar. Var ný raflína byggð yfir Lauga- Þórður Jónsson Látrum: Hrakar siðferðis- kennd þjóðarinnar með aukinni menntun Framanskráð spurning kom upp f huga minn nú fyrir skömmu eftir að hafa horft á einn skemmtiþátt i sjónvarp- inu, sumt var gott og skemmti- legt í þætti þessum sem í öllum öðrum, en eitt atriði í umrædd- um þætti olli mér, og ég ætla mörgum öðrum, bæði reiði og undrun, svo ég hef hugsað nokkuð um framanskráða spurningu síðan. Þetta atriði þáttarins var keppni milli tveggja skóla, og var um það, hvor keppnisflokk- ur gæti grett sig og geiflað meira framan í okkur sjón- varpsáhorfendur. Notuðu kepp- endur óspart hendur sínar til að teygja út munnvikinn, rífa upp augun, eða til að afskræma þau gallalausu andlit, sem guð hafði gefið þeim, og flest fólk er þakklátt fyrir, og vill varð- veita sem bezt. Mér varð hugsað til þess tíma, er ég var á aldri þess- ara keppenda, eða fyrir 50 árum, hér úti í dreifbýlinu, að ef einhver unglingur hefði grett sig og geiflað framan í ókunnuga, að þá hefði hann fengið ærlega ofanfgjöf hjá framfærendum sínum eða for- eldrum og sennilega löðrung. Þá var það talið svívirða að geifla sig eða gretta framan f viðstadda. Með þessa kannski úreltu sið- ferðiskennd mína í huga, varð mér hugsað til þeirra háttvirtu manna, sem ráða þessum sterka og áhrifaríka fjölmiðli, sjón- varpinu. Varð hugsað til hæst- virts menntamálaráðherra, þess siðprúða og fágaða manns, og spurði sjálfan mig: Var þjóð- inni sýnd þessi svivirðing með vitorði þessara hæstvirtu manna? Mér finnst, að við, sem greið- um peninga fyrir að horfa á sjónvarpið ogþarmeð þessum umræddu keppendum kaup fyrir að gretta sig og geifla framan í okkur, eigum heimt- ingu á að fá svör við því. Og ég leyfi mér hér með að æskja þeirra svara, því ég álft ekki sama, hver ræður sliku tæki sem sjónvarpið er. Það er þó ekki einvörðungu þetta atriði úr umræddum skemmtiþætti, sem gefur mér tilefni til að íhuga þá spurn- ingu, sem er yfirskrift þessa greinarkorns, heldur eru það mörg samverkandi tilefni, sem benda í þá átt að siðgæðiskennd þjóðarinnar ásamt tillitssemi borgaranna hvern til annars fari hrakandi þrátt fyrir alla skólagönguna og hina svoköll- uðu menntun. Það er uggvænlegt til þess að vita, að á sama tíma sem þjóð- inn öll, er flemtri og kvíða sleg- in vegna hinna svo til dáglegu umferðarslysa, að þá er fjöldi manna f Reykjavík einni saman tekinn fyrir ölvun við akstur, og annar hópur fyrir of hraðan akstur, hvað þá um landið allt. Það er svo margt sem bendir til þess að nú hin síðari ár hafi þjóðin siðferðis- og trúarlega verið að færast niður á lægsta plan, vafalaust að nokkru fyrir áhrif áfengis og hins Ijúfa lffs, og stendur nú þar á því hála plani að litlu má muna, að sundrung og sérhagsmunatog- streita verði henni að falli. Hver hagsmunahópurinn eft- ir annan sem telur sig til þess nógu öflugan, tekur valdið f sín- ar hendur burtséð frá gerðum samningum, lögum og reglum. Hvað veldur þessu? Um það má deila, er deilt og verður deilt. Um hitt verður ekki deilt, að þegar svo er komið, að þjóð- in virðir ekki þau lög og reglur, sem Alþingi setur henni, eða Alþingi setur henni svo heimskuleg lög, að hún sér ekki annað fært en rísa gegn þeim, að þá er henni vandi á höndum. Sá vandi verður ekki leystur með því að hver hrifsi þann bita, sem hann hefir sjálfur bol- magn til að ná, eða krefja af öðrum, án tillits til annarra. Heldur vonmeira, til árangurs með þá sterku og æskilegu sið- gæðisvitund að bakhjarli, sem gerir fólki svo létt að virða með- bræður sína, virða þeirra rétt til lífsins, og lífsgæðanna, og hjálpa þeim til að ná honum. Mér skilst, að við séum, ef ekki verður stanzað á þessari braut, komin að því að velja á milli hippaþjóðfélags án laga og siðmenntaða þjóðfélags með Alþingi sem ráðgjafa og leiðar- Ijós. Um það val ræður að sjálf- sögðu mestu, hvort háttvirt Alþingi ber gæfu til að vera sá ráðgjafi og leiðarljós, sem við lftum upp til, en ég óska og vona að þvf megi takast það um alla framtíð. Látrum 9/11 ’75. bólsháls, frá Kirkjubóli yfir að Laugabóli og Múla, og eru þá allir bæir í Nauteyrarhreppi búnir að fá rafmagn frá Blævardalsár- virkjun, en hún var gangsett um miðján september s.l., eða nánar tiltekið 11. september að raf- magni var hleypt á, en áður hafði verið lagður sækapall frá Hafnar- dal yfir f Reykjanes, og voru þá dísilstöðvar Héraðsskólans í Reykjanesi stoppaðar en síðan hefur skólinn fengið rafmagn frá Blævardalsárvirkjun. Einnig hefur f sumar og haust verið unnið við byggingu raflinu f Reykjar- og ögurhreppum á veg- um rafveitu þeirra hreppa. Búið að leggja raflínu frá Svansvík um Reykjafjörð, Vatnsfjörð, Þúfur, Miðhús og Skálavík, en þaðan kemur sæstrengur yfir Mjóafjörð innantil við Látra, og er nú verið að ljúka við línubyggingu frá Látrum útá bæina í Laugardal f ögurhreppi. Þá hefir Jón Fann- berg kaupmaður í Reykjavfk unnið talsvert við rafvirkjun sína í Botni i Mjóafirði. En Botn f Mjóafirði er nú uppgangsjörð, en þangað fluttist í fyrrasumar ungur maður með fjölskyldu sýna, Ágúst Gíslason, húsa- smíðameistari úr Reykjavfk. Hóf hann mikla túnrækt í-Botni f vor og sumar, og er nú verið að byggja þar fjárhús fyrir 600 fjár eins og áður segir. Allt frá því eftir haustkálfinn um og eftir leitirnar í haust hef- ur verið hér um slóðir ein- munagóð haustveðrátta, mikl- ar bleytur þó á köflum og veg- ir þvf oft forblautir og sein- farnir en allar heiðar fær- ar fram að þessu. Þó má segja að Þorskafjarðarheiði sé illfær vegna djúpra hola og hvarfa f veginum, enda mjög þung umferð búin að vera um hana nú f haust. Reykjanesskóli er fullsetinn og tók til kénnslustarfa 5. okt s.l. — um 80 eru í framhaldsdeildum, og um 20 f barnaskóla. Þökkuð gleðistund í Háteigskirkju ÞAÐ VAR drungalegan dag, krumla næturinnar hafði aðeins stutta stund sleppt af honum taki, að ég var mættur við dyr Háteigs- kirkju til fundar við organistann Martin Hunger og kórfólkið hans. Þau höfðu boðið mér ásamt sam- borgurum okkar til lofgjörðar- stundar höfundi lffsins til dýrðar. Ég opnaði dyrnar og steig inn. Hljómbylgja vorsins vafði mig örmum. Titrandi hljóðfærin og mennskir barkar fylltu hverfing- una af dýrð, sem tendraði birtu gleðinnar í brjóstum viðstaddra, svo að augu þeirra geisluðu af gleði. Sjálfsagt var þarna einhver tónn of langur eða stuttur, sjálf- sagt einhver rödd ekki laus við kvefgesti haustsins, annað væri ómennskt, — en sem heild var þetta stund sem vfkkaði kirkjuna okkar íslenzku, gerði hana fegurri, — merkti hana vori. Mér varð hugsað til þess, er ég Martin Hunger barst með mannfjöldanum frá kirkjunni aftur, hvort við kirkju- gestir gerum okkur grein fyrir Framhald á bls. 62 ■■■■■■■■■■■■■■■■ | wmmmmmmmmmm GÓÐ MYNDAVÉL . . . . . . Á GÓÐU VERÐI Um hátiðarnar kemur fjölskyldan saman. Þá er dýrmætt tækifæri til að eignast góða mynd af hópnum. Polaroid-myndavélarnar skila myndunum fullgerðum á augabragði, litmyndum á 60 sekúndum og svart-hvítum á 20 sekúndum. VERÐ FRA KR. 4.960.- FAST MA. Reykjavlk. Amatör verzlunin Laugaveg 55 Filmur og vélar, Skólavörðustig 41. Fókus, Lækjargötu 6B Hans Petersen, Bankastræti og Glæsibæ. Myndiðjan Ástþór, Hafnarstræti HJA: Akranes. Bókaverzlun Andrésar Níelssonar, Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga. Flateyri. Kaupfélag Húnvetninga. Patreksfjörður. Verzlun Laufeyjar. Táknafjörður Bókaverzlun Ólafs Magnússonar ísafjörður Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur. Bókaverzlun Kr Blöndal Siglufjörður Aðalbúðin Verzl. Gests Fanndal. Ólafsf irði Verzlunin Valberg Akureyri. Filmuhúsið, Hafnarstræti 104. Húsavík Kaupfélag Þingeyinga Vestmannaeyjar. Verzlunin Kjarni. Verzlunin Miðhús Keflavík. Stapafell. Víkurbær. tfafnarfirði. Ljósmynda og gjafavörur, Reykjavlkurveg 64 Heildsölubirgðir: MYNDIR HF Austurstræti 17 P 70150

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.