Morgunblaðið - 14.12.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
45
Um getnaðar
varnir
Eftirfarandi upplýsingar
fjalla í stuttu máli um þær
getnaðarvarnir sem völ er á í
dag. Upplýsingarnar eru teknar
úr bæklingi sem gefinn er út og
dreift af Kynfræðsludeild
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur.
HETTAN:
(Pessar) með sæðisdrepandi
kremi.
Kostir: Engar aukaverkanir.
Læknir tekur mál og ákveður
stærð (nr.) hettunnar — og
leiðbeinir konunni hvernig á að
koma henni fyrir. Engin þörf á
eftirliti, aðeins ný „máltaka"
6—8 vikum eftir hverja
fæðingu.
Ókostir: Hettunni verður að
koma fyrir í leggöngunum fyrir
samfarir, mörgum finnst þetta
hafa truflandi áhrif á eðlilegt
kynlíf.
Öryggi: 90%.
SMOKKUR:
(Condom)
Kostir: Engar aukaverkanir.
Eina getnaðarvörnin sem til er
fyrir karlmenn. Auðveld í
notkun og fæst a.m.k. i öllum
lyfjabúðum án lyfseðils. Mjög
góð vörn gegn kynsjúkdómum.
Ókostir: Sömu og við notkun
hettunnar.
öryggi: 95%
LYKKJAN:
(leglæg getnaðarvörn)
Kostir: Ef ekki er af ein-
hverjum ástæðum hægt að taka
pilluna, má í flestum tilfellum
nota lykkjuna.
Ókostir: Læknir verður að
setja lykkjuna upp í leg. Það
verður að fylgjast reglulega
með konunni (1 sinni á ári).
Sumar tegundir endast aðeins í
u.þ.b. V/í—2 ár og verður þá að
skipta um og fá nýja.
öryggi: 97—99%.
SÆÐISDREPANDI
LYF:
(Froða, krem, stautar)
Kostir: Sömu og við hettu.
Ókostir: Sömu og við hettu.
öryggi: Minna en við notkun
hettu eða smokks. U.þ.b. 80%
Fæst án lyfseðils í öllum
apótekum.
GETNAÐARVARNAR-
TÖFLUR:
(Pillan)
Kostir: Mikið öryggi, hafa
ekki truflandi áhrif á eðlilegt
kynlíf.
Ókostir: Töflurnar þarf að
taka að staðaldri.
öryggi: 100%
Aukaverkanir: Vægar, eins
og ógleði, spenna í brjóstum,
vægar skaptruflanir, auka-
blæðingar.
Alvarlegri, eins og slæm
áhrif á lifur, blóðtappi, tiða-
teppa og ýmis áhrif á efnaskipti
líkamans (bruna sykurs og fitu
í líkamanum).
Allar þessar aukaverkanir
geta líka komið fram hjá þung-
uðum konum jafnvel í ríkari
mæli.
Fást einungis gegn lyfseðli.
GETNAÐAR-
LYF 1 SPRAUTU-
FORMI:
(T.d. „þriggja mánaða-
sprautan")
Kostir: Sömu og við getnaðar-
varnártöflurnar.
Ókostir: Sömu.
Öryggi: A.m.k. eins mikið og
við getnaðarvarnartöflur.
Aukaverkanir: Svipaðar og
við getnaðarvarnartöflur. Auk
þess ber oft á langvarandi tíða-
teppu við og eftir notkun
sprautunnar. Stundum síblæði
jafnvel vikum saman.
VERT AÐ MINNAST:
Þrennt skal hafa f huga við
val á getnaðarvörn:
1) Það er að sjálfsögðu meira
öryggi í að nota einhverja
getnaðarvörn heldur en enga.
2) Rétt er að halda sig við
eina tegund í einu og aldrei að
hætta á neitt.
3) Öryggi hinna ýmsu
getnaðarvarna byggist á þvi, að
fólki falli þær í geð og þar af
leiðandi noti þær ávallt.
ATH: Miðað við þær
getnaðarvarnir sem hér hafa
verið nefndar eru rofnar sam-
farir og hinir svo nefndu
„öruggu dagar“ mjög ótryggar
getnaðarvarnir.
Heyrt eftir þekktum borgara í Reykjavík, er kyn-
fræðslu bar á góma: ,,Geta þeir ekki bara keypt
smokkana á Bankastræti 0, eins og maður gerði hér í
gamla daga. Það gekk prýðilega."
Silla eignast
„Ég heyri nú ekkert, en finn
stundum sparkið f litlu-systur.“
„Nú er litla-systir að fæðast,
Katrfn Ijósa er að toga f hana.“
Heilsuverndarstöð Revkjavfkur.
Guðjón Guðnason lœknir.
„Eiga fóstureyðingar að koma í
stað kynfrœðslu og upplýsinga?”
stöðvarinnar í fylgd mæðra
sinna. Það sýnir vaxandi
skilning foreldra og er mjög
jákvætt.
Starfsfólkið vann að þessu í
sjálfboðavinnu til.l. september,
en eftir þann tíma hefur tfma-'
kaup verið greitt. Er það eina
fjárveitingin sem fengist hefur.
Fé vantar m.a. til auglýsinga og
kaupa á fræðsluefni. Þess má
geta að nemendur i Myndlista-
og handíðaskóla Islands gerðu
tillögur að auglýsingarspjöld-
um fyrir deildina, mörg mjög
skemmtileg, en ekki hefur
fengist fjárveiting til prent-
unar á þeim.
1 samræmi við lög frá Alþingi
(lög um fóstureyðingar, ófrjó-
semisaðgerðir m.m.) er bein-
línis skylda heilsustöðva að
veita þessu fræðslu, en ekki
verður unnt að halda starf-
seminni lengi áfram, án þess að
fjárveiting fáist.
Upphaflega var deildin opin
tvo daga í viku, en nú er ein-
ungis opið á mánudögum
17—18,00.
Lokun deildarinnar væri spor
aftur á bak og hafa ber í huga,
að kynfræðsla og fræðsla um
getnaðarvarnir er undirstaða
þess að hald.a fóstureyðingum í
lágmarki."
Að lokum sagði Guðjón: „Það
er ábyrgðarleysi að framfylgja
ekki settum Iögum.“
fá ráð í sambandi við getnaðar-
varnir. Mikið er gert af
þungunarprófum hjá konum og
loks koma margir bæði konur
og karlmenn vegna ýmissa kyn-
lífsvandamála.
KYNFRÆÐSLUDEILD var
opnuð við Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur s.l. febrúar. Að
henni standa ásamt stjórn
Heilsuverndarstöðvarinnar
starfsfólk Mæðradeildarinnar,
þ.á m. 2 læknar, félagsráðgjafi,
ljósmóðir og 2 hjúkrunar-
fræðingar sérmenntaðir í
heilsuvernd.
Við hittum að máli annan
lækni deildarinnar, Guðjón
Guðnason, ásamt Kolbrúnu
Agústsdóttur hjúkrunar-
fræðingi og fengum upp-
lýsingar um aðdragandann að
stofnun deildarinnar og
hvernig starfið hefur gengið.
„Við höfðum i upphafi óljósa
hugmynd um, að þörf væri hér
á landi fyrir einhvers konar
ráðgefandi stofnun varðandi
kynfræðslu og fjölskyldu-
áætlun," sagði Guðjón. „Við
héldum nokkra fundi og frekar
en að láta málið liggja í nefnd-
um f áraraðir, ákváðum við að
opna deildina 1. febrúar.
Við sem staðið höfum að
þessari starfsemi, lítum á þetta
sem tilraun og auk þess vildum
við komast að því hver raun-
veruleg þörf væri fyrir slika
kynfræðslu og hvort fólk kysi
að notfæra sér að koma á stað
sem þennan, þar sem slík
þjónusta væri á boðstólum al-
menningi að kostnaðarlausu.
Leitað er til deildarinnar vegna
ýmissa vandamála, oftast til að
A þessum 8 mánuðum, sem
deildin hefur verið opin, hefur
greinilega komið í Ijós eftir-
farandi.
Þörf fyrir kynfræðslu er
mikil og fólk, — aðallega ungar
stúlkur, — vill notfæra sér
þessa aðstöðu í æ rikara mæli.
A 6. hundrað manns hafa leitað
til deildarinnar frá stofnun
hennar og allt bendir til þess að
aðsóknin eigi eftir að aukast.
Sérstaklega hefur farið f vöxt
að 15—16 ára stúlkur leiti til
Bækur um kvnfræðslu sem
dreift er til bókasafna skól-
anna:
Æska og kvnlff, 1971 þýð.
Magnús Ásmundsson.
16 ára eða um það bil, 1972,
þýð. Silja Aðalsteinsdóttir.
Hvernig verða börnin til,
1974, þýð. Önrólfur Thor-
lacius.
Þannig komstu f heiminn,
1974 þýð. Örnólfur Thorlac-
ius.
litlu - systur
Myndir úr bókinni: „Sille fár en
lille nöster“ eftir Bo Jarner.
„Pabbi er að setja nýja bleiju á
litlu-svstur. Ég verð að láta á
hana púður svo bossinn verði
ekki rauður.“
„Nú eru mamma og litia-svstir
komnar heim aftur. Litla-systir
fær mjóik sem mamma hefur f
brjóstunum sfnum en ég fær
mfna mjólk úr pelanum.“
„Mér finnst hún svo sæt, að ég
ætla að kyssa hana.“
p li
11'