Morgunblaðið - 14.12.1975, Síða 8

Morgunblaðið - 14.12.1975, Síða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 Stuttsfðan er f umsjón Asmundar Jóns- sonar og Baidurs J. Baldurssonar. J I ■ ■ B ■ ■ I I ■ ■ ■ ■ I ■ ■ Gunnar Þórðarson er einn af kunnustu rokktónlistarmönn- um landsins, og sá eini sem hefur hlotið listamannalaun. Gunnar sagði fyrr á þessu ári skilið við fsland, og fluttist til Bretlands til að geta snúið sér að áhugamálum sínum að fullu, og unnið fvrir sér á annan hátt en tíðkast hér á landi með þeim. Árangur starfs hans í London hefur nú borist al- menningi til eyrna og ber ár- angurinn hæst á fyrstu sóló- plötu hans. Stuttsíóan hitli Gunnar að máii, einn sunnudag fyrir stuttu, og ræddi við hann um hans hagi, og fer viðtal það hér á eftir. G: Gunnar Þórðarson S: Stuttsfðan. PLATAN— ENGLANDSFERÐIN S: Hvenær fórstu svo til Eng- lands? G: Fyrst í júnf og hef verið þar samfellt síðan. S: Hvert var markmið utanferðar- innar? G: Fyrst og fremst að vinna að sólóplötunni og tók það töluvert langan tíma vegna þess hve mikið ég geri sjálfur á henni. Ég leik á öll hljóðfæri nema trommur og fiðlu. Ég byrjaði á plötunni 16. júlí og var að alveg fram í september. Meiri hluti þess tfma, sem fór f plötuna, varði ég heima hjá mér við æfingar, en tiltölulega Iítill hluti vinnunnar fór fram i stúdfói. Sjálf upptakan tók 90 tíma. S: Einhvern tfma varstu að hugsa um að fara til Los Angel- es, eða er það ekki rétt munað? G: Jú, jú, en það var bara draumur. Ég fór til Bretlands, eiginlega bara af þvf ég vissi miklu meira um það. Stúdíó í Bandaríkjunum eru líka miklu dýrari á allan hátt. S: Jakob Magnússon sagði Stuttsfðunni fyrir stuttu, að Arni Egilsson hassaleikari hefði það mjög gott sem „sessionmaður" f Los Angeles. G: Já, hann er líka ofsalega góður. Ég sá hann einu sinni í Þjóðleikhúskjallaranum og tók hann þá syrpu eftir Burt Bacharac. Hann tók flest erfið- ustu lögin hans og spilaði bæði melódfuna og rythmánn á kontrabassa. Hann hefur leikið með Bacharac sem „session- maður“ og einnig mikið sem slíkur hjá hljómplötufyrirtæk- inu Tamla Motown. S: Varstu búinn að semja lög- in áður en þú fórst út? G: Já, flest, en nokkur urðu svo til úti. Ég á yfirleitt mikið af lagabút- um, sem ég hef samið, en svo til þess að fá heil lög, þarf ég að tengja þessa búta saman og lag- færa. S: Gætirðu sagt okkur eitt- hvað um lögfn á plötunni? G: Jú, jú, ef eitthvað er að segja. Við skulum allavega reyna. Fyrsta lagið er Manitóba. Þang- að fór ég með Ríó Tríóinu þegar við ferðuðumst um Bandaríkin og Kanada. Kynni mín af fólk- inu í Manitoba voru mjög góð, svo mig langaði að koma ein- hverju á framfæri um það. Næsta Iag er „Funky Lady“, sem ég vil nú sem minnst um segja, þar sem ég er lítið hrif- inn af því lagi. — Textar flestra laganna voru samdir í Eng- landi. — Síðan kemur „Thats just the way it is“, og er það um lífið í hversdagsiegri mynd. Ja, eins konar hugleiðing um dag- legt líf. Og þá kemur „When summer comes along“ sem er bossanovalag og er eins og nafnið kemur til kynna, jú um sumarið. Ég legg minna upp úr textum en lögum og hef aldrei litið á mig sem textahöfund. Lagið „Rainbow" er um ein- hvern sem heillast af regnbog- anum; — verður fyrir ákveð- inni reynslu. Fyrsta lagið á hiið tvö er „When god steps down“ og er dálítil saga í kringum það. Einn fagran morgun þarna úti í Englandi bönkuðu upp á hjá mér tvær eldri konur, sem höfðu meðferðis biblfuna og prédikuðu upp úr henni lát- laust um heimsendi og synda- uppgjör. Þær höfðu mikið að segja og voru mjög sannfærðar um réttmæti prédikunar. Ég held þær hafi verið frá ein- hverjum sértrúarflokki. Þessar konur komu svo með reglulegu millibili til mín og prédikuðu. Texti lagsins fjallar svo um þetta. „Magicmoments“er svo ort til konunnar minnar. „Fly- ing on the Wing“ er eiginlega hálfgert rugl. Það er slappasti textinn. Ég var kominn í dálitla tímapressu er þessi texti varð til. „Reykjavík" er án texta þ.e. bara hljóðfæraleikur. Nafnið er ef til vill komið til, vegna dálít- illar heimþráar. S: Af hverju eru textarnir á ensku? G: Ég get ekki samið texta á íslensku. Maður hefur alist upp í músík með enskum textum. Þegar ég fór að semja músík var það ekki útaf því að ég hafði heyrt t.d. Alfreð Claus- en í ríkisútvarpinu, heldur frekar af því að ég hafði hlust- að á kanaútvarpið. — Ég held að það sé svo með mjög roarga. S: Þorsteinn Eggertsson texta- höfundur hefur lengi fylgt þér og þfnum samstarfsmönn- um. Af hverju kjósið þið hann? G: Þorsteinn hefur fylgt okkur alveg síðan fyrsta Hljómaplat- an fæddist. Hann er nefnilega mjög fljótur að gera texta. Yfir- leitt þegar plötur eru gerðar, er það ákveðið með tiltölulega stuttum fyrirvara og þá er gott að hafa hraðvirkan textahöf- und. S: Hvað leikur þú á mörg hljóðfæri á þessari plötu? G: Þau eru ansi mörg. Gítara, bassa, banjo, klavinett, píanó og svo syng ég lfka TÓNLISTIN S: Ahrifa frá Beach Boys hafa alltaf þótt gæta töluvert í tónlist þinni. Er eítthvað um slfkt á nýju plötunni? G: Já, kannski eitthvað. Mér þykja þeir ekki allskostar slæmir. Ég hef, jú, hlustað töluvert á þá. Gunnar Þórðarson Hljómar Hf.: Hlj 014 Að liðnu um það bil hálfu ári, tíma stöðugra upptaka kemur Gunnar Þórðarson heim á ný, með m.a. sína fyrstu sólóplötu. En hún verður að teljast ákveð- inn prófsteinn á tónlistarhæfi- leika Gunnars sem einstakl- ings. Plata þessi var tekin upp á tímabilinu júlí—október 1975 í hvorki meira né minna en þremur stúdfóum i Englandi, þ.e. Majestic, T.W. og svo Ram- port. Tónlistin er öll samin af Gunnari Þórðarsyni jafnframt því sem hann leikur á öll hljóð- færi að undanskildum tromm- um og fiðlu. Um það sjá enskir „sessionmenn" og þá þeir Clem Cattini og Terry Doe á trommur en á fiðlu leikur Graham Presc- ett. Gunnar Þórðarson syngur einnig allar þær raddir, er Gnnnar Þórðarson MYIVDIR: FRIÐÞJOFUR Þegar maður byrjaði, þá var mest hlustað á Bacharac og síð- an Beach Boys og ýmiss konar ameriska tónlist. Mér þótti nú aldrei gaman að fyrstu Beach Boys plötunum, „Surfing" plöt- unum, en svo kom „Pet Sounds" og þá fór ég að taka meira eftir þeim. Ég hef alltaf haft gaman af rödduðum söng og ef hann heyrist einhvers staðar hjá mér, þá er strax talað um Beach Boys áhrif, þó að þau séu það ekki endilega. S: Maður man eftir lögum eins og „Drift- ing“ af Mandala þar sem rödd- um er beitt mjög svipað og hjá Beach Boys. G: Þetta er frá Bach, maður, það nær svo langt aftur. Brian Wilson (Beach Boys) hlustaði lfka mikið á Bach. Maður verður bara fyrir áhrifum frá tónlistinni í kring- um sig. S: Hverjir léku annars á trommur á plötunni? G: Það voru „sessionmenn“. Þeir heita Clem Cattini og Terry Doe. Þvf má bæta við til gamans, að Clem þessi Cattini leikur nú með Alan Price. S: Hvað með útgáfu plötunnar annars staðar en á Islandi? G: Slíkt hefur ekki komið til tals. S: Finnst þér eitthvað nýtt koma fram á sólóplötunni eða er þetta bara framhald af þvf sem þú hefur verið að gera? G: Ja, þetta eru náttúrulega ný lög. S: Ertu ánægður með ár- angur vinnu þinnar? G: Já, ég bjóst ekki við þvf, að þetta kæmi jafn vel út eins og raun varð á. S: Hvað gerðirðu annað þarna úti í Englandi en að vinna við upptöku að eigin plötu? G: Ég hef unnið með Ðe Lónlí Blú Bojs og tekið upp nokkur sígild jólalög, sem eru dálítið rokkuð. Ég hugsa að þeim verði vel tekið hér heima, vegna þess hve létt og skemmti- leg þau eru. Þórir Baldursson tók upp helminginn af undir- spilinu f Miinchen f Þýskalandi, og síðan sá ég um afganginn af undirspilinu í London, og þar söng ég einnig inn á, ásamt nokkrum jólasveinum. S: Syng- ur Þórir nokkuð á jólaplöt- unni? G: Nei, ég held að hann hafi ekki sungið síðan hann var með Savanna Tríóinu hér forð- um. S: Stuttsfðan hefur tekið eftir þvf, að Þóris er getið sem aðstoðarmanns á sfðustu plötu þýsku hljómsveitarinnar Amon Dúúl, þ.e.a.s. „Hijacted“. G: Er það já? — Þórir vinnur mikið f stúdíóum þarna í Þýskalandi. Hann hringdi í mig rétt áður en ég kom heim, en þá var mjög dauft hljóðið f honum. Þórir sagði að það væri lítið að gera, þar sem allir væru búnir að taka upp plötur fyrir jólamark- aðinn. Annars hefur Þórir ásamt öðrum stúdíómönnum heyrast á plötunni, að undan- skildum milliröddum þeirra G. Rúnars Júlfussonar og Engil- berts Jensens á þremur lögum plötunnar, þ.e. þeim þremur fyrstu á hlið tvö. Tónlist þessarar plötu verður að teljast beint framhald af þeirri tónlist, er Gunnar Þórð- arson hefur skapað eða byggt í kringum tónlistarhugsjón sína. Ætti því flestum, sem hlýtt hafa á Gunnar eða bandarfska „soft-rokktónIist“ í gegnum ár-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.