Morgunblaðið - 14.12.1975, Síða 20
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
Afastrákur
Eftir Armann Kr. Einarsson
Mjá-á-mjá! Kisa neri sér upp við bera
fótleggi Nonna litla til þess að minna á
sig.
Nonni tók viðbragð og það glaðnaði
yfir honum. Nú vissi hann hvað hann
skyldi gera. Það var auðvitað miklu
skemmtilegra að láta kisu „sigla“ í bað-
kerinu. Og Nonni var ekkert að tvínóna
við það að framkvæma hugmynd sína.
Umsvifalaust þreif hann kisu í fangið og
kastaöi henni í baðkerið.
Mjá-á-mjá! Ámáttlegt vein kvað við og
kisa fór á bólakaf. Henni skaut þö fljótt
upp úr kafinu og buslaði ógurlega. Hún
kunni víst lítið í sundlistinni.
Nonna litla virtist, á öllu háttalagi kisu,
að hér væri hætta á ferðum. Og án þess
að hika steypti hann sér ofan í baðkerið,
til þess að bjarga leikfélaga sínum.
Nú fyrst jukust boðaföllin og buslu-
gangurinn í baðkerinu, svo að um mun-
aði. Erfitt var að giska á, hvort hefði
hærra kisa eða Nonni litli.
Mamma heyrði lætin og flýtti sér á
vettvang. Er hún kom inn í baðherberg-
ið, fékk hún væna vatnsgusu beint í
andlitið. Inni flóði allt í vatni, veggir og
gólf, en Nonni og kisa byltust um í nærri
tómu baðkerinu.
Almáttugur! Mamma fórnaði höndum.
Hún gat samt ekki annað en brosað,
þegar hún dró þá leikfélagana upp úr
baðkerinu og vatnið rann af þeim í stríð-
um straumum.
Þótt Máni og Nonni væru góðir vinir,
varð fullorðna fólkið samt vart við það,
að kisa var dálítið afbrýðisöm. Eftir að
Nonni litil fæddist, beindist athyglin og
umhyggjan mest að honum, en kisa féll í
skuggann.
Einn góðan veðurdag hvarf Máni að
heiman og hefur ekki sést síðan. Hvort
hann hefur dáið af slysi eða kosið frelsið,
veit enginn.
Nonni litli saknaði kisu sinnar. En þó
var það nokkur harmabót að köttur, sem
átti heima í húsinu beint á móti, tók að
venja komur sínar til Nonna. Þetta var
högni, eins og Máni, stór og bústinn,
blágrár að lit. Hann hafði ljós í rófunni.
Heima hjá Nonna vissi enginn, hvað
bláa kisa hét, en krakkarnir í götunni
kölluðu hana Runka rófu.
Runki rófa var einstaklega gæflyndur
og vinalegur. Oft neri hann sér mjúklega
upp við fætur fólksins og malaði lágt. Það
voru hans vinahót. Þannig þakkaði hann
líka fyrir mjólkursopa og matarbita.
Gagnstætt Mána snerti Runki rófa ekki
við kjöti, en glænýr fiskur var hans
uppáhaldsfæða. Eftir góða máltíð þótti
Runka rófu notalegt að leggja sig á mjúk-
an og hlýjan stað. Þá var hann fljótur að
lygna augunum og byrja að mala.
Stundum lék Nonni litli sér við þennan
nýja vin sinn. Það var spaugilegt að sjá
þá leikfélagana veltast á gólfteppinu. Þá
stirndi á bláa, bústna belginn hans
Runka rófu, og hann veifaði skottinu,
eins og hann vildi vekja athygli á hvíta,
fallega ljósinu sínu.
Það kom fyrir, að Nonni litli bar Runka
rófu í fanginu. og þá lafði kisa alveg
niður á gólf. Stærðarmunurinn var ekki
mikill.
Runki rófa fór aldrei á veiðar. Hann
gekk hægt og virðulega um götur og
gangstíga. Einstaka sinnum sást hann þó
skokka við fót.
En hvort sem það var sökum þess, að
Runki rófa kunni ekki að flýta sér, eða
eingöngu vegna slysni, þá lauk hann lífi
sínu undir bíl.
Enn hafði Nonni litli misst leikfélaga.
Honum lagðist samt alltaf eitthvað til.
MOR^JK/
KAFf/NU
Hefurðu séð inniskóna mfna og Velkominn kæri kollega!
pfpuna — kona?
Edwin Booth var mjög feim-
inn við kvenfólk og vildi sem
minnst hafa saman við það að
sælda. Hann sagði eitt sinn frá
„hræðilegum“ atburði sem
gerðist nóttina, sem hann
gleymdi að læsa herbergisdvr-
um sfnum.
— Ég vaknaði við eitthvert
þrusk, sagði hann, og hvað
haldið þið? Ég greindi í
myrkrinu að kvenmaður var
kominn inn f herbergið. Ég
stirðnaði upp og gat ekki hrevft
mig. Hún var stór og digur og
sterkleg — og hlaut að verða
vör við, að ég skalf eins og
hrfsla f vindi. Hún gekk
ákveðnum skrefum að rúminu,
laut niður að mér og kyssti mig
beint á munnfnn. Ég hef aldrei
orðið eins hræddur á ævi
minni, þaut upp úr rúminu,
fram að dyrum og tvflæsti — en
aðeins of seint...
X
Fáir hafa bvrjað ástarævin-
týri sfn á jafn sérstakan og
rómantfskan hátt og hinn frægi
tenórsöngvari Lauritz
Melchior. Þegar hann var
ungur maður við söngnám í
Múnchen, var hann eitt sinn úti
t garði að æfa sig. Eftir þvf, sem
sagan segir, var hann að syngja
Ijóðlfnuna „Komdu til mfn
ástin mfn á vængjum ljóssins.“
Þá skvndilega kom ung stúlka
svffandi til jarðar við fætur
hans, eins og engill af himni
sendur.
Þessi óvænta sending var
engin önnur en leikkonan
Marfa Hacker, sem þá var að
leika í kvikmynd. Hún hafði
stokkið úr flugvél f fallhlff og
lenti beint f fangið á Melchior.
Þau voru gefin saman.
X
Læknir var að skoða unga
stúlku.
— Það er f rauninni ekkert
að þér, nema það væri þá blóð-
leysi. Færðu nokkurn tíma
hjartslátt, til dæmis þegar þú
dansar?
—- Já, það er nú undir þvf
komið við hvern ég dansa, sagði
hún og roðnaði.
Moröíkirkjugaröinum
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns
dóttir þýddi
57
En svo hitti ég Arne...
Hún strauk sér um ennið með
þreytulegri handahreyfingu.
— Ég held reyndar að hann
hafi ekki narrað mig viljandi. Við
höfðum ákveðið að gifta okkur
áður en verzlunin hér f Vástlinge
var auglýst tfl sölu. Það var ég
sem bauðst tfl að iána honum
peningana og alls ekki hann sem
gabbaði þá af mér. En seinna
þegar hann var búinn að kaupa
verzlunina og ég skrifaði honum
og minnti hann á væntanlegt
brúðkaup okkar fór hann að sjá
eftir öllu saman. Hann bar öllu
mögulegu og ómögulegu við og
svo hitti hann Barböru og varð
strax yfir sig ástfanginn af henni.
En það er alveg satt sem ég sagði f
samtali mfnu við Puck að ég tók
þessum slitum tiltölulega rólega.
Innst inni hafði ég aldrei haft trú
á að þessi hamingja félli mér f
skaut. En auðvitað vildi ég fá
peningana mfna aftur. Og það var
sannarlega þyngri þrautin. Það
kom f Ijós að Arne var orðinn
útsmoginn að finna ýmsar
afsakanir til að draga greiðslur til
mfn á langinn: f fyrstu gekk
verzlunin ekki vel og hann varð
að koma undfr sig fótunum al-
mennilega áður en hann gæti far-
ið að greiða mér og ég veit ekki
hvað og hvað. Ég hafðf ekkert f
höndunum nema nokkur bréf,
þar sem komið var inn á þessi máf
og ég býst við að ég hefði getað
leitað tif lögfræðings, en ég
veigraði mér við að gera það, að
nokkru vegna þess hverníg
peningarnir voru til mfn komnfr
og elnnig vegna þess að ég var svo
vitlaus að ég hélt f raun og veru
að hann berðist f bökkum með
verzlunina. En þegar ég kom svo
hingað f janúarmánuði og sá hvað
þau Barbara lifðu flott og glæsf-
lega gerði ég mér grein fyrir
hversu illilega hafði verið leikið á
mig. Og þá fannst mér engfn
ástæða til að hlffa honum lengur.
Arne var óskaplega hræddur um
að Barhara kæmist á snoðir um
þessa leiðinlegu sögu og það var
mitt sterkasta vopn gagnvart hon-
um. Eg nevddi hann til að greiða
mér upphæð f hverjum mánuði
og hann hefur greinilega fært það
samvizkusamlega inn hjá sér. Og
þetta kemur alveg heim og saman
við það sem ég veit sjálf að
ég hef fengið. En það liggur
f augum uppi að þetta var ekkí
ekki mikið upp f það sem ég
hafði lánað honum, svo að
ég krafðist þess að fá tvö
hundruð þúsund núna um jól-
in og ég skrifaði þvf miða og
sendi honum og bað hann að hitta
mig f kirkjugarðinum á Þorláks-
messu... en hann kom ekki.
Hún þagnaði og horfði á okkur
einkennilegu augnaráði þegar
hún sagði:
— Var ég kannski ekki f mfn-
um fulla rétti. Voru þetta ekki
MtNIR eigin peningar.
Christer hafði stungið pfpunni
upp f sig án þcss að hafa kveikt f
henni.
— Ég vildi ég hcfði vitað þetta.
Þá hefðuð þér verið settar f
fangelsi fyrir löngu og Barbara
Sandell væri sprelllifandi enn.
En hvernig átti mann Ifka að
gruna að þarna væri um að ræða
tvær mílljðnir sem hvergf hefðu
komfð fram?
Andlitssvipur Hjördfsar Holm
breyttist snögglega. Hún starði á
Christer Wijk eins og naut á
nývirki.
— Ætlið þér að segja mér ...
að þér hafið bara verið að blekkja
mig áðan? Þér höfðuð sem sagt
engar sannanir fyrir þvf... að ég
væri sek... þér höfðuð ekkert
áþreifanlegt til að kæra mig
fvrir...
— Ja, sagðf Christer rðlega. —
Við hefðum alténd getað fengið
yður f fangelsi fyrir morðtilraun
á Lottu. En að öðru leyti verð ég
að viðurkenna að okkur vantaði
cínmitt haldbærar sannanlr. Það
/ar margt smátt sem benti til
yðar áttar, ýmislegt sem hafðí
'akið grunsemdir mfnar en þvf
niður ekkert sem ég hefði getað
farið með inn f dómssalinn.
Hann tottaði pfpustert sinn
hugsandi á svipinn.
— Þegar ég hélt fnnreið mína á
prestssetrið á jóladagsmorgni
varð mér samstundis Ijóst að ekki
voru allir sem fögnuðu komu
minni af heilu hjarta. Þó fannst
mér þér vera áberandi óstyrkast-
ar allra og ég sé enn fyrir mér
hversu mjög hönd yðar skalf,
þegar þér báruð mér kaffi f fyrsta
skipti. Það voru furðulegar and-
stæður I fari yðar — framkoman
svo virðuleg og settleg og svo
skynjaði ég á hinn bóginn þessa
óskilgreinanlegu innri ókyrrð hjá
yður. Þvf varð ég strax forvitinn.
Hverju gátuð þér haft að leyna?
Sfðar hertuð þér yður upp og
þegar ég yfirheyrði yður f fyrsta
skiptið varðandi Arne Sandell,
luguð þér bæðl yfirvegað og trú-
lega... og fullvissuðu mig um að
þér hefðið aldrei hitt hann fyrr.
Þessar upplýsingar leiðréttuð þér
sfðan f samtali við Puck, þegar
þér fenguð þetta sérkennilega
hreinskilniskast yðar og röktuð
þessa undursamlegu ástarsögu,
sem f yðar frásögn var I senn
sakleysisleg og furðu trúverðug.
Og einmitt þess vegna skildi ég
ekki hvers vegna þér höfðuð verið
að halda þessu leyndu fyrir mér.
Lá ekki eitthvað meira þarna að
baki, sem skýrði annars vegar að