Morgunblaðið - 17.12.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.12.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Frá undirritun rammasamningsins milli útgefenda og rithöfunda f gær. Útgefendur og rithöfundar undirrita útgáfusamning UNDIRRITAÐUR var f gær samningur milli Félags fsl. bóka- útgefenda og Rithöfundasam- bands Islands en þessir aðilar hafa nýlega gert með sér útgáfu- samning eða rammasamning, sem hefur að geyma ákvæði um fyrir- komulag á greiðslu höfundalauna auk ýmislegs er lýtur að sam- skiptum rithöfunda og útgefenda, sem ástæða þótti til að binda f samningi. Aður en samkomulag þctta var undirritað, hafði það verið borið upp á fundum með félagsmönnum viðkomandi sam- taka og hlotið þar samþykki. Regnbogi í tunglsljósi Akureyri, 15. desember — I RAFMAGNSLEYSINU á laugardagskvöld, þegar tungl- birtan fékk að njóta sfn í aug- um þéttbýlisfólks, kom f Ijós stór og myndarlegur regnbogi í skýjamökkvanum, sem kembdi fram af vesturfjöllum Eyjafjarðar. Sólin sjálf er þvi ekki nauðsynleg til þess að mynda það ljósbrot, sem við köllum regnboga, heldur næg- ir endurskin hennar frá tungl- inu, þessum hrímföla og gráa fylgihnetti vorum. Miklar rafmagnstruflanir urðu á orkuveitusvæða Laxár- virkjunar vegna samsláttar á háspennulínum af völdum hvassviðrisins. Rafmagnslaust varð annað veifið og fram á nótt á orkuveitusvæðinu. — Sv.P. Varðandi höfundalaun gerir samningurinn ráð fyrir þremur valkostum; 1) fastri upphæð, sem greiðist samkvæmt samkomulagi milli höfundar og útgefenda hverju sinni. 2) 15% af forlagsverði hverrar seldrar bókar. Með forlagsverði er átt við útsöluverð bókar án söluskatts að frádregnum 30%. Þriðji valkosturinn er óbund- inn í samningnum, en ræðst af samkomulagi höfundar og út- gefanda hverju sinni. Önnur ákvæði fjalla um rétt- indi og skyldur höfunda og út- gefenda. Samkvæmt 1. gr. samningsins veitir höfundur út- gefanda einkarétt til að gefa út tiltekið ritverk sitt með þeim skil- yrðum af beggja hálfu, sem fram eru tekin í samningnum. Ákvæði þar að lútandi eru m.a. um uppsetningu, útlit og kynningu bókarinnar, rétt út- gefanda til að prenta upplagið í tvennu lagi innan tiltekis tima og forgangsrétt að annarri útgáfu, rétt höfundar til að rifta samningnum, ef ritverkið er ekki gefið út innan tiltekis tíma frá undirskrift samnings og er sá tími ákveðinn i samningnum, rétt höf undar til að láta prenta í safn- verki nánar tiltekinn hluta rit- verksins þrem árum eftir fyrstu útgáfu og rétt hans til að gefa ritverkið út í heildarútgáfu, þegar liðin eru 15 ár frá undir- skrift samnings. Þá eru i samningnum ákvæði um frágang handrits, lestur próf- arka, rétt höfundar til tiltekins fjölda ókeypis eintaka, skyldu út- gefanda til að láta höfundi í té uppgjör árlega séu höfundalaun bundin sölu bókar. Er samningurinn var undirrit- Franihald á bls. 18 Háskólahappdrættið: Aðeins heilbrigð innlánsviðskipti við Alþýðubankann MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá stjórn Happdrættis Háskóla Islands vegna umræðna um það í fjölmiðlum i tengsluin við Alþýðubankamálið. Kemur fram í yfirlýsingunni að happ- drættið er með innstæðureikning í Alþýðubankanum auk þriggja annarra banka en það skuldi engri lánastofnun nú fremur en endranær. Innlánsviðskipti happadrættisins séu heilbrigð og það sé ekki skuldskeytt bankan- um né innstæður þess veðbundn- ar. Yfirlýsing Happdrættisins fer annars hér á eftir: I umræðum fjölmiðla undan- farna daga um málefni Alþýðu- bankans h.f. hefur því ftrekað ver ið haldið fram, að Happdrætti Háskóla íslands tengdist máli þessu og hefur þá stundum verið látið liggja að því, að Happdrættið væri meðal skuldunauta Alþýðu- bankans h.f. Stjórn Happdrættis Háskóla Islands þykir af þessum sökum rétt að taka fram eftirfarandi. 1. Happdrætti Háskóla Islands skuldar ekki neinni Iánastofnun nú frekar en endranær. 2. Fé það, sem Happdrættið hefur undur höndum á hverjum tima, er að sjálfsögðu varðveitt á bankareikningum þar til það er greitt út i vinninga eða því ráð- stafað til framkvæmda Háskóla Islands. Meginhluti þessa fjár er nú geymdur í fjórum bönkum, þ.á m. Alþýðubankanum h.f., en mest fé er i Landsbanka tslands. 3. Hinn 10 þ.m. ritaði stjórn Happdrættis Háskóla tslands bréf til bankaráðs Alþýðubankans h.f. og óskaði eftir upplýsingum um það, hvort og þá hvernig Happdrætti Háskóla Islands tengdist útlánastarfsemi bank- ans. I svari bankaráðsins 15. þ.m. kemur fram, að Happdrættið hafi um nokkurt árabil verið innstæðueigandi í Alþýðubankan- um h.f. Hafi þar verið um heilbrigð innlánsviðskipti að ræða og sé Happdrættið ekki skuldskeytt bankanum né innstæður þess veðbundnar. Þá segir enn fremur í bréfinu, að bein tengsl liggi ekki fyrir milli innstæðna Happdrættisins og skuldskeytingar forstöðumanns Happdrættisins við bankann. 4. Að beiðni stjórnar Franihald á bls. 18 ^/WHjndtirnar —f® Cu^munÆimteinssoh sh- 11 JNegrastrákarnir” með myndum Muggs gefnir út Prentaðir eftir frumútgáfunni 1922 BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út Negrastrákana með myndum eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, og texta Gunnars Egilson. Bókin er gefin út eftir frumútgáfunni árið 1922. Negrastrákarnir hafa verið gefnir út fjórum sinnum áður en hafa ekki fengizt um langt árabil. Bók- in kemur i bókabúðir í dag. „Negrastrákar fóru á rall og þá voru þeir tíu“ segir í upphafi kvæðisins og hafa íslenzk börn sungið ljóðin í áratugi og má segja að hvert mannsbarn hafi kunnað textann, a.m.k. áður fyrr. Á kápusíðu útgáfu Þjóðsögu á Negrastrákunum segir m.a. um Negrastrákana: „Óvíða hefur þessum hrak- fallabálkum verið eins vel tekið og hér á Islandi, enda var það hinn góðkunni listamaður. Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, sem blés í þá óslökkvandi lífi. Sjaldan mun kimni hans njóta sín eins vel og í meðferð þessara flökkustráka, sem alltaf geta komið ungum sem gömlum í sólskinsskap." Textann þýddi og staðfærði Franihald á bls. 18 Fyrsti hluti Gulag-eyjaklasans eftir Solsenitsyn á íslenzku Engin bók hefur vakið eins mikla athvgli á slðustu tveimur árum og Gulag-eyjarnar eftir Alexander Solsenitsyn og hefur lesendum Morgunblaðsins verið kvnnt efni hennar rækilega, en undanfarið hafa birzt kaflar úr þriðja bindi ritverksins hér í blaðinu. Alexand- er Solsentisvn er frægastur núlifandi rithöfunda og áreiðanlega áhrifamesti rithöfundur samtímans, enda hefur hvert stórvirkið á fætur öðru komið út frá hans hendL auk þess sem hann hefur afhjúpað kerfi kommúnismans f Sovétríkjunum svo rækilega. að einsdæmi er. Hugrekki hans og þrek hafa vakið aðdáun um allan heim, og alltaf þegar hann tekur til máls á opinberum vettvangi. leggja menn við hlustirnar. Það er þvf ástæða til að fagna fslenzkri þýðingu þessa fvrsta bindis Gulag-evjanna, 1918—1956 og hvetja fólk til að lesa ritið jafnóðum og það kemur út, en von er næsta hinriis f mars 1976 að þvf er framkvæmdastjóri Siglufjarðarprent- smiðju h/f skýrði Morgunblaðinu frá nú f vikunni, en hún gefur verkið út. Ritið hefst á nokkrum orðum Solsenitsyns frá þvf f septemb- er 1973: „I bók þessari finnast hvorki ímyndaðar persónur né tilbúnir atburðir. Fólk og staðir er nefnt réttum nöfnum, séu nöfn skammstöfuð eru til þess eigin ástæður, séu þau alls ekki nefnd er það vegna þess, að nöfn falla úr minni, — en allt var það einmitt svona." Og enn- fremur: „Með kvöl í hjarta hef ég geymt handrit þessarar bók- ar um árabil: Skyldan við þá Iifandi var þyngri á metunum en skyldan við þá látnu. En nú þegar handritið hefur fallið f hendur öryggislögreglunni á ég ekki annarra kosta völ en að koma bókinni fyrir sjónir al- mennings." Þá hefst eins konar formáli eftir höfundinn, þar sem hann segir m.a.: „Með dreifðri legu sinni myndaði eyjaklasi þessi skellur og skurði í land sem undir hann heyrði. Hann fleyg aði borgir þess og sveif yfir vötnum þess, þrátt fyrir það höfðu sumir enga hugmynd um hann, aðrir aðeins óljóst veður af honum, en einungis þeir sem dvalið höfðu á eyjunum vissu full skil. En svo sem eyjarnar hefðu rænt þá máli, geymdu þeir þagnarinnar. Við óvænt straumhvörf i sögu vorri kom sitthvað, en sáralítið þó, af sögu eyjaklasa þessa, fram í ljós dagsins. En þá er blakað við þvi undir yfirskins- sáttvísi þeim sömu höndum, sem fyrr meir skrúfuðu járnin á okkur: „Ekki ýfa gömul sár...“ „Sá, sem erfir gamla skuld, skal missa auga sitt.“ Þetta máltæki er lengra: „Og sá, sem gleymir, skal missa hitt!“ Tugum renna árin og skola endanlega burt örum og áverk- um hins liðna. Sumar eyjanna hafa á þessum tíma hrunið og sokkið og íshafsöldur gleymsk- unnar gjálpa yfir þeim. Ein- hverntima á öld framtíðarinnar mun eyjaklasi þessi ásamt veðrum sfnum og velktum bein- um koma mönnum fyrir sjónir eins og lygileg fornaldar- ófreskja — triton, greyptur f klakablokk. Ekki ætla ég mér þá dirfsku að skrifa sögu Eyjaklasans, til þess vantar mig öll gögn. En fær nokkur maður fangstaðar á þeim nokkrum tíma? Þeir — þessir, sem ekki vilja rifja upp, hafa þegar haft (og munu hafa enn um sinn), góðan tíma til þess að gera öll gögn að dufti og ösku. Mín 11 ára dvöl þar fékk mér einskis kinnroða, og ekki heldur neinnar martraðar. heldur miklu fremur ástar á þessari afskræmdu veröld. Vonandi tekst mér því núna þegar straumar hafa snúizt svo, að mér hefur verið trúað fyrir fjölda síðbúinna frásagna og bréfa, að sækja saman úr beina- brotum og holdtægjum ein- Alexander Solsenitsyn hverja skiljanlega mynd af þessari lífseigu ófreskju forn- aldarinnar." Og þá kemur tileinkun sem hljóðar svo: „Tileinkað: Öllum þeim sem brast lífdaga til frásagnar þess- arar og fyrirgefi þeir mér að ég sá ekki allt, man ekki allt. gat mér ekki alls til.“ Síðan er stuttur kafli þess efnis, að samantekt bókarinnar hefði verið einum manni ofætl- að, minnzt er þeirra fjölda manna, sem veittu höfundi upplýsingar og efni í bókina. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.