Morgunblaðið - 17.12.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.12.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi.22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr. eintakið. Breytingar á tryggingalögum egar fjárlagafrumvarp- ið var lagt fram í októ- bermánuði var þvi lýst yfir af hálfu rikisstjórnarinnar, að einn þáttur í niðurfærslu út- gjalda fjárlagafrumvarpsins væri niðurskurður á útgjöldum til tryggingamála er nema mundi 2000 milljónum króna. Jafnframt var því lýst yfir, að unnið væri að tillögugerð um, hvernig ná mætti fram þessum sparnaði. Þegar i október var Ijóst, að hér væri ekki um ein- falt mál að ræða. Trygginga- kerfið er orðið mjög viðamikið og varast ber að gera það að heilagri kú, sem ekki megi hreyfa við. Á hinn bóginn er sú samhjálparhugmynd, sem tryggingakerfið byggir á, svo ríkur þáttur i afstöðu okkar til þjóðfélagsmála nú á tímum að beita verður ýtrustu varkárni við allar breytingar á því. Við athugun þessara mála kom í Ijós, að í áætlun um lifeyristryggingar á árinu 1976 hafði fjárþörf verið ofmetin mjög verulega en jafnframt kom fram, að eftir að fjárlaga- frumvarpið var fullgert, lágu fyrir upplýsingar um aukna fjárþörf sjúkratrygginga er nam um einum milljarði, þanníg að sá vandi, sem glima þurfti við i tryggingakerfinu, nam tæplega 1700 milljónum króna. Þegar staðið er frammi fyrir því að leysa slíkt vandamál er fyrst og fremst tveggja kost völ. Arinars vegar að draga úr þjónustu tryggingakerfisins, sem nemur þessum upphæðum og hins vegar að afla aukinna tekna til þess að standa undir þessari þjónustu. Á þeim stutta tíma, sem varið hefur verið til athug- unar á tryggingakerfinu nú, hefur siðari kosturinn verið val- inn, þ.e. sá að afla aukinna tekna til þess að standa undir núverandi þjónustu trygginga- kerfisins. Þessara tekna er aflað á eftir- farandi hátt: í fyrsta lagi er lagt 1 % gjald á brúttótekjur skatt- þegna og skal þetta gjald renna til sjúkrasamlaga. Til marks um það, hvað útgjöld sjúkra- trygginga hafa þanizt út, má benda á, að á árinu 1972 námu fjárframlög til lifeyris- trygginga um 300 milljón króna hærri upphæð en til sjúkratrygginga, en á árinu 1 976 er gert ráð fyrir, að fram- lög til sjúkratrygginga nemi 4000 milljónum króna hærri upphæð en framlög til lifeyris- trygginga. Menn verða að horfast í augu við þá stað- reynd, að heilbrigðisþjónusta í formi sjúkrahúsrekstrar, niður- greiðslu á lyfjum og margvísleg önnur þjónusta, sem hið opin- bera tekur þátt í að greiða, er orðin gífurlega kostnaðarsöm. Þótt við viljum byggja upp eins fullkomið heilbrigðiskerfi og nokkur kostur er á, breytir það engu um hitt, að aðhaldsemi þarf að ríkja f þessum efnum sem öðrum. Með því að leggja 1% gjald á brúttótekjur skatt- greiðenda, sem sveitarfélög innheimta og greiða þar með aukinn hlut af tilkostnaði við heilbrigðisþjónustu, er hug- myndin að hvetja sveitarfélög- in, sem i ríkum mæli annast framkvæmd heilbrigðisþjónust- unnar, til eins mikils sparnaðar og aðhaldsemi í rekstri þess- arar þjónustu eins og unnt er, án þess að úr henni sé dregið eða gæðum hennar. Sá kostur er við þessa aðferð til skatt- lagningar vegna sjúkra- trygginga, að þeir greiða mest, sem mestar hafa tekjur en hinir minna. Að öðru leyti er fjár til þess að mæta fjárþörf trygginga- kerfisins aflað með því að hækka greiðslu fyrir viðtal hjá sérfræðingum um 300 krónur. Ennfremur verður greiðsla fyrir röntgengreiningu og meðferð hækkuð um 350 krónur og verður þar með 17% af kostnaði við röntgenskoðun utan sjúkrahúsa í stað 7% og loks verða greiðslur fyrir lyf hækkuð um 100 og 200 krónur. En eftir sem áður gilda sömu reglur og verið hafa um þá sjúklinga, sem fá lyf ókeypis. Þessum hækkunum á greiðslum er svo i hóf stillt að tæpast er hægt að gera nokkrar athugasemdir við þær. Þrátt fyrir þessar tillögur verður endurskoðun á tryggingakerfinu væntanlega haldið áfram og samkvæmt frumvarpi því, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram um þetta efni, er einungis gert ráð fyrir, að 1 % álagið, sem renna skal til sjúkrasamlaga, gildi á árinu 1976. Því er haldið opnu, að um frekari breytingar verði að ræða í framtíðinni. Mikilvægt er, að almenningur í landinu geri sér glögga grein fyrir þvi, hversu dýr heilbrigðisþjónust- an er orðin og öllum er Ijóst, að kostnaður við hana verður ekki greiddur af öðrum en skatt- greiðendum, með einum eða öðrum hætti. Hin síðustu ár hafa þær greiðslur verið með óbeinum hætti og komið fram í almennum sköttum, en með þessu frumvarpi er stefnt að því, að þeir sem þjónustuna fá, hafi nokkuð frekari hugmynd um hvað hún kostar en áður, en jafnframt er þessum breyt- ingum hagað á þann veg, að það getur aldrei flögrað að nokkrum manni, sem þarf á þjónustu lækna eða sjúkrahúss að halda, hvort hann hafi í raun og veru efni á því. Það grund- vallarsjónarmið hljótum við jafnan að hafa í huga, þegar fjallað er um breytingar á tryggingakerfinu, að aldrei má til þess koma, að aðili, sem þarf á læknisaðstoð að halda, þurfi að velta því fyrir sér, hvort hann hafi efni á henni. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON □ Kristján frá Djúpalæk: □ SÖLIN OG ÉG. □ Ljóð. □ Myndskreyting: Bolli Gústavsson. Q Bókaforlag Odds Björnssonar 1975. AÐ minnsta kosti á tveimur stöðum f nýju ljóðabókinni sinni, Sólin og ég, minnist Kristján frá Djúpalæk á stormahlé. Þetta er engin tilviljun. Hann hefur greinilega valið sér hlut- verk þess skálds, sem stendur í skjóli, lætur ekki sviptingar tímans hafa áhrif á sig. Félags- legi tónninn í Ijóðagerð hans er að vísu ekki horfinn, en hann er settur fram á svo vanabund- inn hátt að enga athygli vekur. Töluverður hluti bókarinnar er sporgönguskáldskapur. Skáldið yrkir eins og um sama efni og önnur skáld hafa ort áður. Ég nefni Davíð Stefáns- son, sem er líkt og endurborinn í sumum ljóðunum. I Ijóðum eins og Eyjunni grænu er þetta bergmál áberandi: Komu brátf f kjölfar Papa Keltar fleiri hér á ströndum, ^kyggnir menn og skáld f einu. Skiptu sáttír grannar löndum. Blandast norskum bændaættum. Blómgast greinar þjóðarhlynsins. Aldrei hvarf þvf arfur Kelta, augnaleiftur skáldakynsins. Kristján frá Djúpalæk Ég skil ekki hvernig skáld með metnað Kristjáns frá Djúpalæk, sem hlýtur að vera nokkur, getur fengið sig til að yrkja á þennan hátt á miðjum áttunda áratug. Sama gildir um Ijóð eins og Ylir, Dvergar, Tröll og Alyktun. Hér áður fyrr gat Kristján frá Djúpalæk verið dálítið frumlegur, en því miður hefur frumleikinn að mestu skilið við hann. Það örlar að vísu á honum í þeim hluta bókarinnar, sem nefnist Glett- ur og gráglettur, en helstu ein- kenni þess hluta er almennt önuglyndi og sárindi vegna þess að skáldið telur sig ekki hafa verið metið að verðleikum. Þessii gagnrýni á vinnubrögð Kristjáns frá Djúpalæk er bor- in fram hér vegna þess að til hans eru gerðar kröfur. Krist- ján getur að sjálfsögðu ort eins og honum sýnist og liklega þyk- ir sumum söngur hans fagur. Sá grunur gerist áleitinn að Kristján frá Djúpalæk ætli ekki að verða mikið úr hæfileikum sfnum, sem eru þó ótvíræðir. Nokkur kvæði í Sólin og ég sanna að Kristján er að upplagi gott skáld, getur ort með prýði þegar hann beitir sjálfan sig aga. Bestu ljóðin í bókinni lýsa fallvaltleik lífsins. Æskan er að baki, liðinn tími er tregaður. Eitt þessara ljóða nefnist sýnir: Ég sé stundum Ktinn, dapran dreng. Er dimmir hann reikar um engi sölnað og leitar að blómi, sem eitt sinn þar óx, en er nú fölnað. Hann vill ekki sannleikann viðurkenna, og gáir vestar, hann gáir austar. En það er til Iftils að leita að Iffsins fegursta blómi, er haustar. Og stundum hinn fölleita ferðalang mér finnst sem ég þekki: Drengur, ég kalla hikandi, komdu nær. Það er eitthvað, sem minnir á æsku mfna f augum þér. — Fram hann gengur. Eg Ift f hans andlit. Mitt Ifkist þvf ekki lengur. Sýnir er athyglisvert ljóð. Hefðu fleiri ljóð i Sólin og ég verið lík þvf eða í svipuðum anda væri bókin önnur. Þó verð ég að bæta við að orðalag eins og í fimmtu línu („Hann vill ekki sannleikann viðurkenna") er að mínum dómi of flatt á þessum stað. Myrkur er annað ljóð, sem á heima í sama flokki og Sýnir. Það leynir á sér í einfaldleik sínum. Tindurinn er lfka heppnað kvæði. í því segir frá tindi, sem marga fýsti að komast upp á: Þó víssu menn, lifandi, örfáa komast þar upp. En engan niður. Af hálfu Bókaforlags Odds Björnssonar hefur verið vand- að til þessarar bókar eins og hæfir verki skálds og manns, sem setur ^vip sinn á menn- ingarlffið á Akureyri. Séra Bolli Gústavsson hefur mynd- skreytt bókina. Bolli teiknar Framhald á bls. 19 Stormahlé Leitar- flugið □ Höfundur: Ármann Kr. Einarsson □ Teikningar: Halldór Péturs- son 0 Káputeikning: Max Weih- rauch 0 Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f.. 0 (Jtgáfa: Bókaforlag Odds Björnssonar ÞETTA er þriðja útgáfa sög- unnar og ætti slíkt vissulega að staðfesta, að lesendur hafa dæmt hana góða bók. Hraunkot, býli í nálægð Heklu, er sögusviðið. Með aðal- hlutverkin fara Arni og systurnar Rúna og Helga. Til leiks er líka boðið Olla ofvita, og ekki má gleyma Svarta-Pétri og Búa broddgelti. Árni og systurnar hafa skyldum dag- legs lífs að sinna, en þau eiga líka fríar stundir, og þá er hald- ið á vit áhugamálanna, til bar- áttu við niðurrifsöfl myrkursins. Raunveruleiki og ævintýraheimur leiðast um sviðið í sátt og samlyndi. Höfundur er ekkert að eyða að þvf orðum þó snáði, eins og Árni, eigi þyrlu, og kunni á henni tök, og hann vílar heldur ekki fyrir sér, þó að hann láti krakkaskinn hafa í fullu tré við mögnuðustu fanta. Höfundur er að lýsa heimi unglinga og kann á því skil af áralangri umgengni við þá, reynir að skilja þá, fara í spor þeirra. Honum verða að vísu á tækni- légar byltur, t.d. þegar hann treður vængjum flugvéla á þyrluna (146), en slíkt fyrir- gefst gömlum manni á tækni- öld. F.ásögn höfundar er hröð, það er alltaf eitthvað um að vera, persónur hans skýrar og lifandi. Stundum minna Iýsing- Ármann Kr. Einarsson ar höfundar á gamlar sagnir, þar sem hugdeigir gortarar eru dregnir sundur og saman í háði (För Stebba sterka með hrepp- stjóranum til hellisins). En eitt er víst, Ármann kann sitt fag, mál hans létt og lipurt. Frágangur prentsmiðju er til fyrirmyndar, og hér er prófarkalesturinn í bezta lagi. Bókaforlag Odds Björnssonar á þann metnað að slá þar í engu af. Myndir Halldórs eru snilldar- vel gerðar, bókarprýði. Hinu kann ég illa, að kápan utan um bókina gefur ranga mynd af innihaldinu, lýsir allt öðru afreki Arna, og er því smekk- leysa að nota hana á þetta verk. Þetta er góð bók, sem þakka ber. Strákarnir sem struku 0 Höfundur: Böðvar frá Hnífs- dal 0 Skreyting: Halldór Péturs- son 0 Prentun: Setberg 0 (Jtgáfa: Setberg ÞRÍR snáðar, Kalli, Maggi og Ingólfur Eldon, una illa ófrelsinu heima, og ákveða að vefa lífsvef sinn sjálfir. Þeir næla sér í riffil, netstúf, færi og gamlan bát og halda síðan á vit frelsisins. Sagan greinir frá þessari för drengjanna, hvernig þeir leita sér felustaðar, hvernig þeir finnast og nást, og hvernig fullorðna fólkið réttir þeim að lokum innihaldsríkan og þroskandi Iffsvang, þar sem þeir fá að bjástra við hlið vaxinna manna. Þetta er ein þeirra sagna er greinir frá umbrotum bernsku- ára, löngun barna til þess að hljóta viðurkenningu til jafnræðis við fullorðna, krafa þeirra um tilgang f athafnir sfnar, og þvf fléttar höfundur saman draumi og veruleika. Sagan er þokkalega sögð, þó vantar herzlumuninn, höfund- ur er eins og knapi á efnilegum fola en bælir hann um of, leyfir honum ekki að teygja úr sér, treystir honum ekki. Orð, sem ekki njóta trausts, verða feim- in, hætta að tjá það sem þau annars gætu. Ég vona, að Ijóst sé, hvað ég á við: „Þar er aðgrunnt og útfiri mikið, — það fjarar ákaflega langt út „ (83). Skýringar höfundar á vinnu- brögðum á sjó og f veri eru mjög góðar, landkröbbum eins og mér mikils virði. Höfundur ann söguhetjum sfnum, og skil- ur' þvf við þær á leið upp þroskafjallið. Myndskreytingar Halldórs eru mjög góðar, og svo snjall listamaður sem hann er, á skilið að fá nafn sitt birt innar í bók- inni en á kápu. Prófarkalestur er góður og frágangur prentsmiðju henni til mikils sóma. Syrpa úr verk- um Halldórs Laxness 0 Teikningar: Haraldur Guð- bergsson 0 Prentun: Setberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.