Morgunblaðið - 17.12.1975, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Rekstrartækni- fræðingur Ungur rekstrartæknifræðingur eða tækni- fræðingur með þekkingu á framleiðslu- stjórn óskast til starfa fyrir viðskiptavin, sem er ungt og vaxandi iðnfyrirtæki með 20 starfsmenn. Viðkomandi á að aðstoða framkvæmda- stjórann, vera staðgengill hans og bera ábyrgð á skipulagningu og stjórn fram- leiðslunnar. Krafist er samstarfshæfileika. Umsækjandi verður einnig að geta unnið sjálfstætt og taka sjálfstæða ákvarðanir. Umsóknir, sem skulu innihalda upp- lýsingar um menntun og fyrri störf, sendist til Hagvangs h.f. fyrir 23 des. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Hagvangur h.f. Rekstrar- og þjóðhagfræðiþjónustu K/apparstíg 26, Reykjavík. Opinber stofnun óskar eftir ritara frá 15 janúar n.k. að telja. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með uppl. um starfsferil og menntun og meðmæli ef til eru, sendist á afgreiðslu blaðsins merkt „Ritari: 3463." Tryggingafélag óskar að ráða skrifstofumann til starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi Samvinnu- eða Verslunarskólapróf og gæti hafið störf sem fyrst. Umsókn um starfið skal senda til augl.d. Morgunblaðsins fyrir 23. des. '75 merkt: Trúnaðarmál. — 2212.
Verkstjóri óskast að vöruafgreiðslu vorri. Laun samkvæmt 17. launaflokki ríkisstarfsmanna. Um- sóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist oss fyrir 23. þ.m. Skipaútgerð ríkisins Skrifstofustarf Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku til símavörslu og léttra skrifstofustarfa. Umsóknir ásamt uppl. um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: Strax — 2204.
| raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
_______________til sölu_____________
Spariskírteini
Spariskírteini ríkissjóðs, 2 fl. 1966 og 1.
fl. 1969, ca. 1 milljón að nafnverði í
hvorum flokki, til sölu.
Væntanlegir kaupendur hafi samband við
undirritaða.
Málflu tningsskrifs to fa
Guðmundur Pétursson
Axel Einarsson
Aðalstræti 6 Sími 26200.
STÁLTÆKI Auðbrekka 59 s. 42717.
tilkynningar
Orðsending frá Hitaveitu
Reykjavíkur
Vegna mikilla anna við tengingu húsa
verður ekki hægt að afgreiða nýjar beiðnir
um áhleypingu á hús frá 19. des. n.k. til
áramóta.
Hitaveita Reykjavíkur.
Aðvörun
til kaupgreiðenda frá bæjarfógetanum I Kópa-
vogi.
Kaupgreiðendur, sem taka skatta af starfsmönnum sinum
búsettum i Kópavogi, eru hér með krafðir um tafarlaus skil
innheimtufjárins. Jafnframt eru þeír aðvaraðir um, að málum
þeirra, sem ekki hafa skilað innheimtufé, verður visað til
sakadóms á næstu dögum.
Bæjarfógetinn t Kópavogi.
GMC
TRUCKS
Seljumídag:
1 974 Chevrolet Blazer Sheyenne V8 sjálfskiptur. vökvastýri.
1974 Scout lll V8 sjálfskiptur með vökvastýri.
1974 Morris Marina Cupe
1974 Vauxhall Viva De Luxe
1974 Saab 99 L
1974 Austin Mini
1973 Opel Rekord 1900 L sjálfskiptur
1 973 Chevrolet Nova beinskiptur með vökvastýri
1 973 Ford Cortina 1 600 L sjálfskiptur
1972 Chevrolet Nova 2ja dyra Rally
1972 Chevrolet Cheville
1971 Vauxhall Viva
1971 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur með vökvastýri
1971 Toyota Crovn 6 cyl. sjálfskiptur
1971 Fiat 1 25 Berlina
1 970 Chevrolet Nova 2ja dyra sjálfskiptur með vökvastýri
1 970 Vauxhall Victor 1 600
1 970 Chevrolet Impala sjálfskiptur með vökvastýri
1 970 Toyota Corolla
1970 Vauxhall Viva
1 966 Chevrolet Biscayne 6 cyl.
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900
Styrkur til háskólanáms í
Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til
háskólanáms i Hollandi námsárið 1976—77. Styrkurinn er
einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis i
háskólanámi eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við lista-
háskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt
háskólanám. Styrkfjárhæðin er 950 flórínur á mánuði i 9
mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá
eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum
námsgögnum og 300 flórinur til greiðslu nauðsynlegra út-
gjalda i upphafi styrktimabilsins.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á hollensku,
ensku, frönsku eða þýsku.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt nauðsynlegum fylgigögn-
um, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. Umsókn um styrk til mynd-
listarnáms fylgi Ijósmyndir af verkum umsækjanda, en segul-
bandsupptaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms.
— Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
1 5. desember 1975.
þakkir
Ég þakka ykkur öllum, sem senduð mér
gjafir, blóm og kveðjur á 80 ára afmæli
mínu 9. þessa mánaðar og óska ykkur
gleðilegra jóla og farsæls nýárs.
Ó/afur Einarsson
fyrrverandi héraðslæknir.
fundir — mannfagnaöir
Skipaafgreiðsla
Suðurnesja s.f., Keflavík
Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja
s.f. verður haldinn, í Framsóknarhúsinu,
Keflavík, laugardaginn 20. des. kl. 2 e.h.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
S tjórnin.
Hóta að loka hliði
Keflavikurfliigvaflar
SEX útgeðarmenn á Suður-
nesjum hafa ritað bandaríska
aðmírálnum á Keflavfkurflug-
velli bréf þar sem þeir krefjast
þess að NATO stöðvi þegar árásir
breíkra herskipa á íslenzk varð-
skip. Fer bréfið hér á eftir: „Til
yfirmanns Atlantshafsbandalags-
ins á Keflavfkurflugvelli.
Við starfandi menn við sjávar-
útveg mótmælum árás herskipa
NATO inn í íslenzka fiskveiði-
landhelgi. Við krefjumst þess, að
skip þessi verði kölluð út fyrir
fiskveiðitakmörkin þegar í stað.
Við höfum álitið að skip þessi
væru okkur til verndar, en ekki
til árásar á okkur. Við teljum að
grundvöllur fyrir veru þessarar
herstöðvar til að vernda okkur sé
brostinn þegar Iierskip frá NATO
koma hér til að ógna lífshagsmun-
um okkar. Við viljum taka það
fram, að þetta er í þriðja sinn,
sem þessi sömu NATO herskip
koma hingað f þeim tilgangi að
ógna varskipum okkar við skyldu-
störf sín. Stöðvi NATO ekki
þessar árásir á gæzluskip okkar
neyðumst við til þess að undirbúa
lokun á hliðum herstöðvarinnar.“
Undir þetta rita: Garðar
Magnússon, Höskuldarkoti, Ytri-
Njarðvík, Eðvarð Júlíusson,
Mánagötu 13, Grindavík. Gunn-
laugur Karlsson, Hólabraut 7,
Keflavfk, Jón Kr. Jónsson,
Tjarnargötu 9, Sandgerði,
Guðmundur Agústsson, Hlíðar-
enda, Vogum, og Þorsteinn
Jóhannesson, Reynistað, Garði.
Gunnlaugur Karlsson í Kefla-
vík sagði þegar Mbl. ræddi við
hann í gær, að valinn hefði verið
einn útgerðarmaður í hverju
sjávarþorpi á Suðurnesjum til að
undirrita bréfið. Fjöldi manna
væri reiðubúinn að veita aðstoð
við framkvæmd málsins ef með
þyrfti. Otgerðarmenn á Suður-
nesjum ættu mikinn fjölda báta
til að loka höfnum og bílafjöldinn
til að loka veginum væri rnikill.