Morgunblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975.
15
Þriðji hver maður er
atvinnulaus á Bíldudal
Bíldudal, 18. des.
ATVINNULEYSI er mjög mikið
hér f plássinu um þessar mundir.
t lok oktðber voru 52 skráðir at-
vinnulausir og talið er að nú sé
talan orðin 60, og er það þriðj-
ungur vinnufærra manna og
kvenna á staðnum. Sáralitlar
Ifkur eru á þvf að úr rætist f vetur
og horfir þvf mjög þunglega hér.
Man ég ekki eftir svona dökku
útliti f atvinnumálum sfðan ég
kom hingað árið 1939.
Frystihúsið er ekkert starfrækt
sem stendur. Það var selt í haust
og er sagt að verið sé að byggja
það upp. Okkur þykir sú upp-
bygging ganga heldur seint fyrir
sig og eru litlar líkur á því að
húsið taki við nokkrum fiski til
vinnslu í vetur. Matvælaiðjan
hefur ekki verið starfrækt síðan í
vor. Þar er einnig slæmt útlit því
gera þarf á fyrirtækinu miklar
endurbætur ef það á að fá
vinnsluleyfi. Þarf t.d. að skipta
um alla raflögn í húsinu.
Eina atvinnufyrirtækið á staðn-
um, sem vinnur að framleiðslu, er
Rækjuver hf. sem tekur við afla
rækjubátanna sem gera út héðan.
Þeir hafa verið 7 i haust og hafa
aflabrögð verið heldur .treg. Eftir
áramót verða 10 bátar gerðir út á
rækju héðan.
— Páll.
FONIX
SlMI 2 44 20
|HANDA HENNI EÐA HONUM!|
•
RONSON OG ROWENTA
KVEIKJARAR
•
HÁRÞURRKUR
ÞURRKGREIÐUR
Ikrullujárn rúllurI
RAFM.RAKVÉLAR
LUXO-VINNULAMPAR |
ÓDÝR ÚTVARPSTÆKI I
|M.A. MEÐ VEKJARAKLUKKUl
HÁTÚNI
NÆG BILASTÆÐI
NORSKII
SILKISKERMARNIR
KOMNIR
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÖS & ORKA
Suöurlandsbraut 12
sími 84488 __